EM er að hefjast eftir nokkra daga og allir að deyja úr spenningi. Ég held með Hollandi og hef gert það alveg síðan ég var 10 ára gamall. Fyrir utan Holland, þá fylgist maður af áhuga með Liverpool mönnum á EM og þeim mönnum, sem Liverpool hafa verið orðaðir við. Ég tók bjó til smá samantekt um þá menn, sem Liverpool stuðningsmenn ættu að fylgjast með á EM.
A Riðill
[Santiago Canizares](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=4707/index.html) – Spánn. Canizares verður sennilega varamarkvörður á eftir Iker Casillas.
B Riðill
Igor Biscan kemst ekki í króatíska landsliðið. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart.
Hjá Frökkum er Djibril Cisse í fimm leikja banni og verður því ekki með á EM, en væri líklega framherji númer 3 á eftir Trezeguet og Henry. Bruno Cheyrou sem hefur verið við hópinn komst ekki í EM hópinn. Mexes, sem hefur verið orðaður við Liverpool, er ekki í hópnum en [Boumsong](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=48848/index.html), sem valdi að fara til Rangers, verður á bekknum.
Hjá Sviss er það náttúrulega [Stephane Henchoz](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=8649/index.html), sem heldur uppi merki Liverpool.
Flestir Liverpool mennirnir eru hjá Englandi, alls 3. [Steven Gerrard](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=31484/index.html) verður án efa aðalmaðurinn á miðjunni hjá Englendingum og [Michael Owen](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=30553/index.html) hefur alla burði til að verða markahæsti maður keppninnar. Ef að John Terry verður ekki heill mun [Jamie Carragher](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=24144/index.html) að öllum líkindum spila í miðri vörninni fyrir England, sem væri frábært tækifæri fyrir hann til að sanna sig. Einnig verður spennandi fyrir Liverpool stuðningsmenn að fylgjast með [Owen Hargreaves](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=55966/index.html), sem hefur verið orðaður við Liverpool.
C Riðill
Þar er lítið um spennandi leikmenn fyrir Liverpool aðdáendur, nema ef að menn trúi því að [Matteo Ferrari](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=30434/index.html) gæti verið á leið til liðsins.
D Riðill
Hjá Tékkum eru það náttúrulega félagarnir [Milan Baros](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=43545/index.html) og [Vladimir Smicer](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=46112/index.html). Ef Baros er heill verður hann líklega í byrjunarliðinu en Smicer á bekknum.
Einnig spilar með Tékkum [Tomas Rosicky](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=33466/index.html), sem hefur verið orðaður sterklega við Liverpool.
[Dietmar Hamann](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=14009/index.html) verður væntanlega á miðjunni fyrir Þýskaland. Hann er þó alls ekki öruggur með það að vera í byrjunarliðinu.
Hjá Hollandi munu væntanlega flestir Liverpool stuðningsmenn fygljast spenntir með [Rafael Van der Waart](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=47516/index.html), sem hefur verið orðaður sterklega við Liverpool. Einnig er [Sander Westerveld](http://www.euro2004.com/tournament/players/player=11416/index.html), sem langflestir Liverpool stuðningsmenn hugsa hlýlega til, á bekknum. Hann mun ekki spila nema Van der Saar meiðist.
Ég held líka með Hollandi, bara svo að það komi fram! En jafnvel þótt ég væri alveg hlutlaust þá verður að segjast að D-riðillinn hlýtur að verða mest spennandi, þar sem berjast Tékkar, Hollendingar og Þýskararnir. Hvað sem verður vona ég bara að Þjóðverjarnir komist ekki upp úr þeim riðli, helst Tékkar og Hollendingar bara…