Ha ha ha ha! Ég skrifaði í kommenti við [færsluna um að Bruno Cheyrou vildi fara til Marseille](http://www.kop.is/gamalt/2004/06/14/14.50.28/): “Vá, frábært! Eitthvað lið hefur actually áhuga á Bruno Cheyrou! Hvað næst? Lið, sem vill kaupa Biscan og Diao? Eða er það kannski fullmikil bjartsýni”
Og hvað gerist daginn eftir? Jú, gamla stórveldið [St. Etienne vill kaupa Diao](http://www.skysports.com/skysports/article/0,,51-1139494,00.html). Ætli einhver klúbbur fullkomni þrennuna og vilji kaupa Biscan. Mikið væri það nú gaman.
Einnig halda þeir á [Shankly Gates því fram](http://liverpool.rivals.net/default.asp?sid=890&p=2&stid=8350426) að þessar sögur um Gerrard séu bara uppspuni. Þar segir:
>But Gerrard has told friends that he is not looking for a move away from Anfield and is happy to stay at the club.
>He said that reports claiming that he has handed in a transfer request or is actively looking for a move away from Liverpool are fictitious.
Vonum að þetta sé rétt.