Phil Thompson hættir

Það ætti svo sem ekki að koma mörgum á óvart, en [Phil Thompson var sagt upp hjá Liverpool í dag](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/3819563.stm).

Þrátt fyrir að mér þyki þetta eilítið sorglegur atburður, þá er ég alveg viss um að þetta var hárrétt ákvörðun hjá Benitez og Rick Parry. Thompson er sennilega ekki besti þjálfari í heimi, en hann ólst upp sem stuðningsmaður Liverpool, var einn abf bestu mönnum liðsins lengi vel og það var augljóst að honum var virkilega annt um gengi liðsins.

Það var þó alveg ljóst að Benitez varð auðvitað að gera almennilegar breytingar á liðinu. Thompson og Houllier voru teymi og það hefði verið hálf hallærislegt að halda Thompson eftir. Christiano Damiano hætti einnig hjá Liverpool fyrr í vikunni. Það virðist sem að Sammy Lee og Ian Rush séu þeir einu, sem eru öruggir með starf sitt í þjálfaraliðinu.

Einsog Kristján minntist á er líklegast að Benitez ráði Paco Ayesteran, gamla aðstoðarmann sinn frá Valencia, sem aðstoðarmann sinn hjá Liverpool.

En allavegana, þá getur maður ekki gert annað en þakkað Thommo fyrir góð ár. Ég mun ekki sakna þunglynds Gerard Houllier í varamannaboxinu, en maður mun auðvitað sakna þess að sjá Thommo, rauðan af æsingi, öskrandi á hliðarlínunni.


Já, og svo eru nokkur minni tíðindi: [Aston Villa halda því fram að Angel sé ekki til sölu](http://www.liverpool-mad.co.uk/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=162943). Ég hafði nú ekki mikla trú á Angel sölunni, þannig að mér er nokk sama hvort hann sé til sölu eður ei.

Hef það á tilfinningunni að Liverpool verði orðað við alla þá leikmenn, sem Rafa Benitez hefur fylgst með undanfarin ár.

Talandi um það, þá var einn af þeim leikmönnum, sem [Benitez dáðist að](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145199040618-1215.htm), Djibril Cisse, sem er einmitt á leið til Liverpool.

Benitez sagði um Cisse:

>When I talked to scouts at Valencia they always talked to me about Cisse, they always said to me ‘if we have Cisse, we will win the league for two or three years more.

Einnig:

>When you have four or five fantastic players on the team, you have to play in the right manner, because you have Owen, Cisse and Baros, you need to say to them it is possible to play with everybody but it depends on the game.

Ég hélt því fram við vin minn í gær að Michael Owen gæti hugsanlega verið framherji númer 3 hjá Liverpool á næsta tímabili. Er það svo galin fullyrðing?

4 Comments

  1. já mér finnst það frekar galinn fullirðing…

    ætli þessu verði ekki skipt frekar bróðurlega…

    stórum liðum veittir ekkert af að hafa 3 góða strækera ;Þ

  2. við förum bara í 3-4-3 ekki þetta 4-4-2 þá erum við loksins að fara spila sóknar bolt og vinnum kanski leiki 2-0 🙂 ekki 1-0 eða tap 🙁

  3. Jamm, athyglisverð tillaga 🙂 Við erum vissulega með alveg ótrúlega gott sóknartríó í Cisse, Owen og Baros. Allir meðal bestu framherja í Evrópu. Hins vegar eigum við bara tvo toppmenn á miðjunni í Kewell og Gerrard.

    Ég geri ráð fyrir því að Benitez styrkji miðjuna í sumar, en ef hann gerir það ekki, þá verður athyglisvert að sjá hvað hann gerir við sóknarmennina þrjá.

  4. ja það þarf líka ð bæta vörninna ,finnan “ja” mér finnst hann bara ekki nógu góður 😉

Red Rafa kominn á kaf í vinnu!

Benitez í Portúgal