Rafael Benítez, nýr framkvæmdarstjóri Liverpool, er bara strax byrjaður að taka til hendinni! Og það ekki seinna vænna.
Fréttir Liverpool Echo í gær, 17. júní, snerust flestar um það hvað Rafael Benítez ætlaði sér að gera af sér í fyrstu dögum sínum í starfi sem stjóri Liverpool. Fyrst ber að nefna fund hans með Phil Thompson í gærdag, þar sem væntanlega var rætt um framtíð Thommo hjá félaginu. Þar sem langlíklegast þykir að Benítez muni gera Francisco ‘Paco’ Ayesteran að aðstoðarþjálfara sínum (þeir hafa starfað sem teymi hjá mörgum klúbbum og í mörg ár) þá er ljóst að eina leiðin fyrir Thommo að halda áfram að starfa fyrir Liverpool er undir breyttum titli. Hann verður ekki aðstoðarframkv.stjóri lengur – en það gæti verið laus staða fyrir hann í þjálfaraliðinu. Eðlilegt er á Spáni að hafa allt að 8-10 þjálfara starfandi beint undir framkvæmdarstjóranum/yfirþjálfaranum … á meðan þeir eru oftast ekki mikið fleiri en sex í Englandi. Christian Damiano, einn af Frökkum Houlliers, er þegar farinn frá klúbbnum og því er laus staða í þjálfaraliðinu. Það er talið langlíklegast að Benítez vilji halda Sammy Lee, Joe Corrigan og Ian Rush sem varnar-, markmanns- og sóknarþjálfurum sínum og kannski gæti Thompson fallið inn í það skipulag sem fitness-þjálfari eða eitthvað álíka. Eflaust vill hann svo fá a.m.k. einn Spánverja með sér, en við sjáum til.
Rafa lét ekki staðar numið þar, ónei. Hann talaði um fyrirætlanir sínar og sagðist þurfa að tala við alla starfsmenn liðsins til að geta skipulagt sig vel. Gott að vita að hann vill hafa allt á hreinu.
Þá fjallaði hann líka um fyrirhuguð leikmannakaup og tókst meira að segja að vera bendlaður við Sylvain Wiltord … og Jermain Pennant í dag. Busy day, huh?
Þannig að ljóst er að hann er þegar byrjaður að kafa djúpt niðr’í þau málefni sem þarf að afgreiða sem allra fyrst. Væntanlega vill hann vera kominn með þjálfaraliðið, æfingaáætlun og allt slíkt og jafnvel eitthvað af leikmannakaupum sínum á hreint þegar að EM 2004 lýkur eftir rúmlega tvær vikur – til að geta sýnt Stevie G og Owen fram á það hversu mikill metnaður er í gangi hjá honum, þegar hann loksins hittir þá eftir EM 2004.
———-
Að lokum langar mig til að benda á góða grein um það erfiða/spennandi verkefni sem bíður Rafa “Red” Benítez: Benítez’s hopes rest with Houllier’s legacy. Margt gott sem fram kemur í þessari grein, sér í lagi þetta:
>Benitez is different, he is a modern European coach. He may come up with some transfer targets, but he will also be comfortable with the clubs owners (in this case the board of directors) buying or selling players with or without his involvement. This should allow the board to clear the decks at Anfield and move on the dozens of French speakers that were acquired during the Houllier years ? players and coaches.
>But as he is a coach and not a manager he will be concentrating on improving the first team, looking at tactics and opponents ? getting the most out of what he is given.
The bottom line: Benítez mun láta liðið spila fótbolta, eitthvað sem fólk vill borga til að sjá. Spennandi…