Houghton bullar

Á meðan 99% af öllum Liverpool stuðningsmönnum eru uppfullir af bjartsýni eftir að Liverpool réð Rafa Benitez, einn efnilegasta þjálfara í heimi, þá eru ekki allir sáttir.

Rafa Benitez hefur gert Valencia að meisturum í erfiðustu deild í heimi, en það er greinilega ekki nóg fyrir suma. Ray Houghton, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur ákveðið að byrja að gagnrýna Benitez áður en hann stjórnar sinni fyrstu æfingu fyrir Liverpool. Og á hverju byggist gagnrýnin? Hæfileikum Benitez? Árangri Benitez? Nei, [Houghton gagnrýnir ráðninguna útaf því að Benitez er útlendingur](http://soccernet.espn.go.com/headlinenews?id=303289&cc=3888):

>We should have gone for a home-grown coach.

>We seem to be having “foreign coach” syndrome. It seems fashionable but myWe seem to be having ‘foreign coach’ syndrome. It seems fashionable but my answer to that is, how many foreign coaches have actually won the Premiership?

Látum það vera að það er enginn enskur þjálfari, sem hefur náð svipuðum árangri og Benitez, sem hefði verið raunhæfur kostur fyrir Liverpool. Benitez var langbesti kosturinn í stöðunni. Þetta komment er bara með svo ólíkindum vitlaust.

Ég gat skilið fyrrverandi leikmenn Liverpool þegar þeir gangrýndu stundum Houllier, en þeir eiga á hættu að byrja að hljóma einsog hópur af gömlum kellingum. Þeir voru góðir leikmenn, en hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig á að þjálfa lið í dag. Það minnsta sem þeir gætu gert fyrir sitt gamla félag væri að steinhalda kjafti og leyfa Benitez allavegana að sanna sig.

Þetta er ekki góð leið til að bjóða nýjan þjálfara velkominn til Liverpool.

Houghton minnkaði allavegana í áliti hjá mér við þessi komment.

3 Comments

  1. Er það ekki bara nokkup ljóst að hann vill þetta gamla system þegar aðeins sannir púlarar tóku við liðinu og unnu allt sem hægt var að vinna, þar til að Sounes og svo Evans komu til sögunnar.
    Hann gleymir því greinilega að það eru nú nýir tímar, liðin eru full af útlendingum frá öllum mögulegum löndum og álfum. Það er af sem áður var að það séu bara bretar í liðunum og svo kannski 1-3 erlendir leikmenn.

  2. Já, hann virðist vera að gefa eitthvað slíkt í skyn. Ég tók þetta fyrst sem bara á móti útlendingum, en það er líka hægt að túlka “home-grown”, sem að hann vilji aftur fara í “boot-room” hefðina, það er að bara Liverpool menn taki við liðinu.

    Það er svosem allt gott um það að segja, en það er bara enginn fyrrverandi Liverpool maður, sem var spennandi kostur. Benitez var allavegana talsvert ofar á mínum óskalista en Souness, Thompson, Lee, Rush, Toschack, Keegan og Dalglish.

    Einnig þá þurftum við topp mann, sem kann að stýra topp liði og því var Curbishley aldrei góður kostur að mínu mati.

    Mér fannst þetta samt bara hallærislegt að byrja gagnrýnina svona strax.

  3. Ray Houghton hefði átt að steinhalda kjafti eftir að hann hætti að spila fótbolta. Hann var aðeins góður leikmaður en þessi “motor mouth” gerir sig bara að fífli með þessu áframhaldi. Það er sama hvað hann reynir að rakka niður Benitez, það mun ekki taka frá honum þá staðreynd að hann vann 2x meistaratitilinn á Spáni á þremur árum plús UEFA bikarinn á þessu tímabili.

Vicente fúll út í Valencia

Red Rafa kominn á kaf í vinnu!