Juve vilja fá Baros!

Það hlaut að koma að því. Í kjölfar frábærrar frammistöðu sinnar á EM er Milan Baros orðinn eftirsóttur – og Juventus vilja kaupa hann!

Ekki séns. Það bara má ekki selja. Liverpool eiga að gera mönnum það ljóst strax eftir EM að hann sé ekki til sölu. Einnig á Benítez að gera Baros það ljóst að hann þurfi ekki að fara neitt annað því hjá Liverpool fái hann fullt af tækifærum og verði liðinu mjög mikilvægur í vetur. Ég vill a.m.k. ekki sjá að Baros verði seldur, jafnvel þótt verðmiðinn á honum verði hár eftir EM. En þið? Gætuð þið séð af Milan Baros?

Önnur frétt: Númerabreytingar leikmanna Liverpool FC!

Liverpool FC gáfu í dag út yfirlýsingu um væntanlegar númerabreytingar hjá leikmönnum LFC. Eins og í fyrra, þegar Smicer gaf #7 eftir fyrir Harry Kewell, gefur El-Hadji Diouf núna eftir #9 fyrir Djibril Cissé. Það var búist við því að Cissé tæki níuna og kemur það því ekki á óvart. Það eina sem vekur athygli við þetta er það að ekki er tekið fram hvaða tölu Diouf tekur í staðinn. Þýðir þetta að Diouf sé á förum frá Liverpool?

Þá tekur Steven Gerrard við treyju #8 í kjölfar brotthvarfs Emile Heskey. Sem er gott, því Gerrard spilaði í áttunni í gegnum alla yngri flokkana og þegar hún var ekki laus þegar hann kom fyrst inn í byrjunarliðið valdi hann að leika í #17 í staðinn, en eins og allir vita þá er 1+7=8. 🙂 Þannig að fyrirliðinn er loksins kominn í rétt númer.

7 Comments

  1. Jú. Ef þú getur ekki fengið áttu númer eitt, þá tekurðu bara áttu númer tvö. 28. 🙂

    Okkar maður kann að bjarga sér. Hann er í raun búinn að vera númer átta allan sinn feril… :tongue:

  2. Gerrard með nr. 8 er þá kominn í félagsskap með Paul Stewart, Oyvind Leonhardsen, Stan Collymore og Emile Heskey.

  3. Þannig að það mætti búast við að Gerrard verði helmingi betri í áttunni en í #17.

    Hvað Baros og aðra leikmenn liðsins varðar þá vill ég fara að fá einhverjar upplýsingar úr herbúðum Liverpool hvað sé í gangi í leikmannamálum. Hverjir eiga að fara? Ég mundi taka þátt í að borga með Diouf frá klúbbnum ef það er málið! Þessi oflaunaði og ofmetni afríkudvergur á ekki heima í atvinnuknattspyrnunni á Anfield. Sama má segja um Cheyrou (sem er farinn…thank God!), Biscan, Traore, Diao og fleiri afspyrnu léleg kaup

  4. Það er samt eitthvað sem fær mig til að halda það að Benitez sé með allt aðra framherja í huga í framlínuna en Baros. Cissé og Owen verða þarna (sennilegast) og svo hefur hann verið að míga utan í Juan Pablo Angel hjá Villa, en ég hefði viljað sjá Cissé, Owen, Baros OG Angel því tímabilið er langt og gott að hafa smá hreyfingu á framlínunni. En samt, það er óþefur í loftinu að mínu mati.

  5. ekki gleyma pongolle…..ég myndi nú vilja hafa hann sem fjórða mann með Cisse, Owen og Baros,eða var nokkuð búið að lána hann?

  6. Það er vissulega frekar skrítið að Diouf skuli ekki fá neitt númer. Ég hef reyndar litla trú á því að hann fari frá félaginu. Hann hefur augljóslega hæfileikana og Benitez vill væntanlega prófa hvort hann nái ekki að ná einhverju meira útúr Diouf en Houllier gerði.

    Við þurfum ekki að horfa lengra en á Baros til að sjá hversu auðvelt Houllier átti með að klúðra algjörlega góðum leikmönnum. 🙂

Slúður, ó slúður!

Holland í kvöld!