Grikkir, leiðinlegasta liðið á EM komust í kvöld í úrslit EM eftir sigur á Tékkum. Í staðinn fyrir að fá draumaleikinn Tékkland-Portúgal, þá eru allar líkur á að við fáum þriðja hundleiðinlega leikinn með Grikkjum í röð.
Grikkland-Frakkland og Grikkland-Tékkland eru án efa leiðinlegustu leikir þessarar keppni. Núna er maður kominn í þá skrítnu aðstöðu að þurfa í raun að halda með Figo og Ronaldo og þeim spekingum. Því að ef Grikkir vinna EM, þá verður það stórkostlegur ósigur fyrir knattspyrnuna. Ég blæs á allt þetta blaður um að það sé skemmtilegt að “litla liðið” sé komið í úrslit og allt það. Grikkland er ömurlega leiðinlegt lið og þeir eiga ekki skilið að vera komnir í úrslit.
Þetta er vissulega leiðinlegur endir fyrir síðustu Liverpool mennina á mótinu. Baros og Smicer komu lítið við sögu í leiknum enda var gríska liðið með 10 menn í vörn allan tímann.
Það góða við þetta er þó að það eru allar líkur á því að Baros verði markakóngur EM. Eina, sem getur komið í veg fyrir það er ef að Charisteas, Ronaldo, Maniche eða Rui Costa skori 3 mörk í úrslitaleiknum.
Annars, þá er ég kominn heim frá Houston og mun því reyna að koma mér inní Liverpool mál smám saman. Vissulega frábært að koma heim og sjá að Gerrard er búinn lýsa því yfir að hann vilji vera áfram hjá Liverpool. Þegar ég var úti dreymdi mig eitt kvöldið leik, þar sem Gerrard var að spila í bláum Chelsea búningi. Það var ekki fögur sjón.
Eins og svo oft áður er ég sammála ykkur félögunum. Leiðinlegasta lið keppninnar eru svo sannarlega Grikkir og hafa þeir náð að skemma nokkra leiki í keppninni. Það er allavega öruggt að maður reynir að gera ALLT annað en að horfa á úrslitaleikinn á sunnudaginn! Nú verður maður að halda með Portúgal og vona að Ronaldo skori EKKI mark þar sem drengurinn er í jafn miklu Ó-uppáhaldi hjá mér og hann er í uppáhaldi hjá Manure aðdáendum. Klippa klippa skæri skæri detta í grasið og grenja…..he makes me sick! 😡