Þá er Milan Baros búinn að viðurkenna að hann [vilji fara til Barcelona](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1277378,00.html).
Baros talaði víst við Benitez þegar Liverpool var í Bandaríkjunum um ástandið. Baros segir í viðtali:
>I said I would stay at this club if anyone else came in for me but, if it was Barcelona, it would be nice to move there. When I was a kid it was always my dream to play for them. I wanted to play in England and for Barcelona – now my first dream has been achieved.
Semsagt, hann vill vera áfram hjá Liverpool. Eeeen bara ef að Barcelona gera ekki tilboð. Semsagt, Liverpool eru númer 2, Barca númer 1.
Ok, ef þetta væri ekki **Milan Baros**, þá myndi ég bara segja “fokk it, seljum hann”. En ég bara get ekki áfellst hann fyrir þetta eftir þá hroðalegu meðferð, sem hann fékk hjá Gerard Houllier. Hvernig ætli honum hafi liðið alla þessa leiki, sem hann þurfti að horfa á Emile Heskey spila í staðinn fyrir sig.
Núna er spennandi að sjá hvað gerist. Þetta voru nú ekki allra gáfulegustu komment, sem Baros gat látið eftir sér hafa í fjölmiðlum. Nú er spurning hvort hríðskotakjafturinn Joan Laporta geri eitthvað í málinu og bjóði í Baros. Málið er náttúrulega að Barca hafa verið að kaupa leikmenn á fullu og eiga væntanlega ekki mikið af pening eftir. Þannig að það er ólíklegt að þeir geti boðið upphæð, sem Liverpool sættir sig við. Líklegasti möguleikinn væri væntanlega að einhver leikmaður, einsog [Luis Garcia](http://www.fcbarcelona.com/eng/jugadores/futbol/biografia_22.shtml) kæmu uppí kaupverðið.
Ég vil að Baros verði áfram. Mér finnst Liverpool skulda honum allavegana tækifæri. Smá tækifæri til að sýna hvað hann getur. Hann á skilið þjálfara, sem gefur honum sjéns og lætur honum líða einsog hann sé nauðsynlegur partur af liðinu. Gerard Houllier gerði það aldrei, en það er spurning hvort Benitez geri það.
Baros segir einnig:
>You move clubs. Everyone does during their career. I’m still here and ready to play for Liverpool, but there is a month before the transfer window closes and we’ll see what happens.
Fokk maður, ég trúi þessu ekki. Ég er þó glaður að ef að Baros fari, þá verði það til hins uppáhaldsliðsinis mín, Barcelona, en ekki eitthvað annað. Samt þá er þetta alls ekki gott mál.
Ég er sammála því að LFC skuldar Baros séns… spurningin er aftur á móti hvort Baros skuldar LFC eitthað?
Ég verð reyndar að verja Baros í þessu tilfelli. Ég las þessi ummæli og hann var spurður um Barcelona, sem voru að reyna að fá hann. Það mál er nú dautt en Baros var frekar mikill kjáni og viðurkenndi að hann væri vel til í að spila fyrir Barcelona … einhvern tíma í framtíðinni.
Og þá fór slúðurvélin í Bretlandi af stað. Þeir sáu einfaldlega séns, eins og svo oft áður, að taka tilvitnun úr samhengi og lýsa því yfir að “Baros vill fara frá Liverpool!!!!!”
Ekki satt, held ég. Kannski Baros vilji fara eftir ár ef hann fær ekki fleiri tækifæri í vetur en hann fékk í fyrra. Kannski hann verði hæstánægður með að vera hjá Liverpool eftir ár, sem væri flott.
Ég elska Liverpool og get ekki ímyndað mér að spila fyrir annað félag í Englandi. En – ef einhver myndi spyrja mig, Liverpool-leikmanninn, um Barca yrði ég að segja eins og er að ef ég ætlaði að fara frá Liverpool til annars félags væri það bara Barcelona, og kannski AC Milan, sem kæmu til greina.
Myndi það þýða að mig langaði að komast frá Liverpool sem fyrst? Neibb, bara það að Barcelona er líka í uppáhaldi hjá mér. Skiljiði mig?
En jújú, auðvitað eru þetta vitlaus orð á vitlausum tíma fyrir Baros … hann átti vissulega að hugsa sig tvisvar um áður en hann sagði þetta. Það síðasta sem við þurfum núna er frekari óvissa um hópinn. Við höfum þá menn sem við höfum og ég vill að menn hætti að tala um Hyypiä/Baros til Barca, Finnan til Blackburn eða eitthvað álíka og það strax! Liðið þarf að einbeita sér að næsta leik, sem er í Meistaradeildinni og grííííííðarlega mikilvægur!
Jamm, góðir punktar hjá þér Kristján. Baros má allavegana eiga það að hann hefur góðan smekk 🙂
Annars breytti ég fyrirsögninni aðeins. Núna virkar hún ekki jafn sjokkerandi. 🙂
Ég vona bara að það komi sem fyrst yfirlýsing frá Baros um að orð hans hafi verið slitin úr samhengi, agalegt hjá honum að láta nappa sig svona. Skil ekki hvað fær hann til að segja þetta á þessum tímapunkti, kannski er hann svekktur yfir umræðunni um að default strikera parið sé Owen – Cissé, s.s. að það sé í rauninni það sem allir búast við svona almennt séð. Ég er svekktur yfir því að Baros segi þetta á þessum tímapunkti, Benitez er búinn að segja að allir séu jafnir í hans augum og hann virðist ekki vera með svona blindu eins og Houllier var alltaf með sbr. Heskey. Allavega ekki ennþá. Ef Baros hefur sagt þetta blákalt og meinað það þá má hann fara fyrir mér! En ég ítreka að ég vona að það komi eitthvað komment frá honum þar sem hann dregur þetta til baka sem fyrst.