Danny Murphy á leið burt? (uppfært – aftur!)

Af Liverpool.is: [Murphy að fara?](http://www.liverpool.is/frettir/frett.asp?id=5380)

Bíddu, getur þetta verið satt? Fyrst Emile Heskey og núna Danny Murphy? Ætlar Benitez að selja alla leikmennina, sem ég þoli ekki?

En samt sem áður, þá stekk ég ekki uppí loft alveg strax. Einhvern veginn virðist ekkert vit í þessu. Það eru þrír dagar í leik í Meistaradeildinni og það er ekki beinlínis offramboð af miðjumönnum hjá Liverpool þessa stundina.

…**nema** Benitez sé búinn að finna einhvern í staðinn fyrir Murphy. Það getur hreinlega ekki verið að Benitez láti Murphy fara án þess að vera með einhvern nýjan í sigtinu. Það er bara ekki sjens. Ekki nema að Benitez sé eitthvað klikk, og það er hann ekki.

Samkvæmt fréttinni á Liverpool.is, þá eru Tottenham, Charlton og Everton búin að gera tilboð í Murphy. Ég finn þó engar fréttir af áreiðanlegum enskum miðlum, sem staðfesta þetta.

Ef að Murphy verður seldur í vikunni, þá eru miðjumennirnir hjá Liverpool, sem gætu spilað á móti Graz og Tottenham þessir: Harry Kewell, Steven Gerrard, Didi Hamann og Igor Biscan. Þetta eru FJÓRIR leikmenn. Það væri geðveiki að byrja tímabilið með svona fáa miðjumenn. Auk þessara fimm er svo Salif Diao (sem hefur spilað illa) og Finnan og Riise, sem eru varnarmenn en geta spilað á miðjunni.

Ég held að við getum bókað það að ef að Murphy verður seldur, þá sé Benitez með eitthvað verulega spennandi í pokahorninu.


Viðbót (Kristján Atli): Jamm, við skulum orða það svo Einar Örn: Benítez er vissulega með eitthvað spennandi í pokahorninu!!!
Viltu sönnun? Ókei, sjáðu þetta:

Rafa og Paco að skoða leikmenn í dag!

Hvað er þetta? Skv. fréttinni sem ég vísaði í þá var þessi mynd tekin um daginn þar sem sást til þeirra Benítz og Paco Ayesteran (og frú) að horfa á … leik EVERTON og REAL SOCIEDAD á Goodison!!!

Ókei, er ekki búið að vera að tengja okkur við Xabi Alonso hjá Sociedad í allt sumar? Og var ekki verið að tengja okkur við Thomas Gravesen hjá Everton í vikunni? Þeir voru báðir að spila í þessum leik, sem lauk með 2:2 jafntefli og skoraði Gravesen annað marka Everton.

Yfirleitt hefði ég talið það kjaftæði að Benítez ætlaði sér að selja Murphy svo snemma fyrir mót og ég tel það ennþá ólíklegt. En ljóst er að Benítez er að spá í annan eða báða af þessum leikmönnum. Það er komin eins áþreifanleg sönnun fyrir því og við getum ætlast til að fá!

Híhí … spennandi … er Benítez að fara að kaupa, viku fyrir fyrsta leik?!?!? 🙂


**Viðbót (Einar Örn)**: Það væri náttúrulega fáránlegt ef að Liverpool gæti keypt Xabi Alonso. Þá myndi ég fara að spá Liverpool titlinum 🙂

Hvaða miðjupar ætti að ráða við Gerrard og Xabi Alonso? Ha? Hverjir?

Nákvæmlega! Þeir yrðu óstöðvandi.

En svo að maður komist nú niður úr skýjunum, þá er það nú ansi ólíklegt að Xabi komi til Liverpool. Hann er bara 22 ára og verður því mjööög dýr. En maður veit svo sem ekki hversu öflugur Benitez er. Ef að Vieira fer til Real, þá missa þeir áhugann á Alonso og Real Sociedad vantar pening, svo maður veit aldrei.

Ef að Benitez nær í Xabi Alonso, þá er hann fokking snillingur!

2 Comments

  1. Þar sem það var ég lét Liverpool.is & fotbolti.net strákana vita af þessu Murphy dæmi, þá skal ég segja ykkur hvaðan þetta kemur.

    Hann Dave Usher á LiverpoolWay (http://www.liverpoolway.co.uk/news/news6.htm) birti þetta fyrstur í gær og hann lýgur aldrei um svona hluti. Official vefurinn fylgdi þessu svo eftir í morgun og staðfesti 3 milljóna tilboð.

  2. Já Mummi, ég var búinn að heyra af því að hann væri nokkuð solid þessi gaur. Var það ekki hann sem að átti ‘skúbbið’ varðandi kaupin á Kewell í fyrra? Mig minnir það…

    En allavega, það eina sem er skrýtið í þessu máli er það að kommon sens segir manni að Benítez sé 100% öruggur um að fá leikmann í staðinn! Núna eru bara fjórir miðjumenn eftir í liðinu; Gerrard, Biscan, Diao og Hamann, auk þeirra sem geta spilað vængina … sem eru Kewell, Warnock og Riise til vinstri og Finnan til hægri.

    Þannig að það bara hlýtur að vera öruggt að a.m.k. einn hægrisinnaður miðjumaður eða kantmaður kemur í staðinn fyrir Murphy! Það bara hlýtur að vera. Benítez lætur ágúst ekki líða og reynir að spila heilt tímabil með svona þunnskipaða miðju, hann er ekki það heimskur.

    Það er það sem er skrýtnast – að vita að Benítez er nær örugglega með eitthvað alveg skothelt í pokahorninu … og samt getur enginn fréttamiðill náð þeirri frétt!

    En þetta verða spennandi dagar framundan. Við verðum fáliðaðir á miðjunni gegn Grazer AK á þriðjudaginn en ef það er ekki kominn einn nýr leikmaður fyrir Tottenham-leikinn þá heiti ég Jónas… :biggrin:

Ýmislegt

Murphy verður seldur (staðfest)