Ýmislegt

Jæja, þá eru aðeins þrír dagar í mikilvægasta (fjárhagslega) leik Liverpool í marga mánuði. Það mun breyta ansi mörgu ef að Liverpool komast ekki framhjá AK Graz inní Meistaradeild Evrópu.

En við hugsum náttúrulega bara jákvætt. Didi Hamann [bendir þó á](http://www.teamtalk.com/teamtalk/News/Story_Page/0,7760,869486,00.html) að Graz hafi dottið út í vítaspyrnukeppni fyrir Ajax í fyrra, þannig að þetta verður ábyggilega ekki auðvelt.


Danny Murphy [gagnrýnir Houllier í blaðaviðtali](http://www.mirror.co.uk/sport/sporttop/tm_objectid=14506144%26method=full%26siteid=50143%26headline=danny%2din%2dbattle%2dto%2dkop%2dnew%2dcontract-name_page.html). Hann segir að hann hafi ekki fengið nógu mörg tækifæri á síðasta tímabili:

>I felt a little bit hard done by last season and I don’t mind saying so. I thought I should have been playing more games than I did.

>When you’re on the sidelines so often it doesn’t just affect your football it affects your home life. You’re just miserable all the time.

Áður en að við förum að vorkenna Danny vegna þess að honum líður svona illa heima, þá er ekki úr vegi að benda á [mynd af konunni hans](http://www.paul-sweeney.pwp.blueyonder.co.uk/joannat1.jpg) 🙂

En án gríns, þá gat Danny Murphy nákvæmlega ekki neitt á síðasta tímabil. EKKI NEITT.

Ég er reyndar með ofnæmi fyrir Murphy og líst djöfulli illa á að hann eigi að vera einhver stjarna í liðinu hans Benitez. Benitez fékk ágætis tækifæri til að sjá hinn raunverulega Danny í leiknum á móti Roma. Þar kom hann ekki einni sendingu á samherja.


En í stað þess að Murphy sé að fara þá er El-Hadji Diouf, sem er 10 sinnum hæfileikaríkari, sennilega á leið til Malaga.

Það er staðfest að [Diouf hefur verið í viðræðum við Malaga](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145609040807-0804.htm). Talið er að hann fari til þeirra í næstu viku á eins árs lánsamning. Ég er allavegana feginn að hann fer að láni en ekki á einhverju útsöluverði.

Malaga lenti í [10. sæti](http://www.soccer-spain.com/ssdocs/table1.html) í spænsku deildinni á síðasta ári.

Ein athugasemd

  1. Sammála þér Einar varðandi Diouf! Það er einfaldlega allt of stór biti að tapa 7-9milljónum punda á einum leikmanni. En núna fyrst Danny Murphy er að fara þá getum við ekki annað en beðið spenntir eftir nýjum miðjumanni eða mönnum!! Ég meina.. hvaða miðjumaður í heiminum myndi ekki vilja spila fyrir aftan þessa sóknarmenn sem Liverpool hefur yfir að ráða?!

Liverpool á Íslandi

Danny Murphy á leið burt? (uppfært – aftur!)