TEAMtalk: Murphy fjarverandi er Liverpool-liðið heldur til Austurríkis.
Hópurinn sem fór til Austurríkis lítur svona út:
>Dudek, Kirkland, Finnan, Josemi, Henchoz, Hyypia, Carragher, Riise, Kewell, Gerrard, Biscan, Diao, Hamann, Owen, Baros, Cisse, Sinama-Pongolle, Harrison, Warnock, Whitbread, Traore.
Það sem vekur strax athygli við þennan hóp, fyrir utan það að Murphy er ekki með og að Gerrard er með (s.s. búinn að jafna sig af meiðslunum) er það að þeir Michael Owen og Steve Finnan eru með.
Varðandi Michael Owen og hugsanlega sölu hans til Real eða Barca, þá er augljóst að ef hann spilar annað kvöld þá er hann ekki að fara neitt. En ef hann spilar ekki, þrátt fyrir að vera fullfrískur þessa dagana, þá er augljóst að hann er að öllum líkindum að fara. Þannig að við fáum endanlegt svar með hann á morgun, þegar við sjáum annað hvort hann eða Milan Baros ganga út á völlinn í Austurríki við hlið Djibril Cissé.
Ef Owen spilar á morgun má hann ekki spila með öðru liði í neinni Evrópukeppni það sem eftir er af tímabilinu. Þannig að ef hann spilar á morgun get ég ekki ímyndað mér að Real eða Barca vilji hann. Þetta kemur í ljós annað kvöld.
Hvað Finnan varðar þá vill ég ekki missa hann úr hópnum eins og staðan er í dag. Ég held að fólk sé bara að slúðra um það að hann geti verið á förum, vegna þess að Josemi er kominn í bakvörðinn. En mér sýnist Benítez alveg gera ráð fyrir Finnan í hópnum. Hann notaði Carragher í miðverðinum í Ameríku og Finnan á hægri kantinum, og miðað við hvað miðjuhópurinn er þunnskipaður gæti ég alveg séð Finnan fyrir mér spila fullt af leikjum sem kantmaður í vetur. Ég vill a.m.k. ekki sjá að hann verði seldur fyrr en við erum komnir með góðan hægri kantmann í staðinn!
Mín spá fyrir byrjunarlið annað kvöld: Dudek – Josemi, Hyypia, Carra, Riise – Finnan, Hamann, Gerrard, Kewell – Cissé, Owen/Baros.
Biscan er í banni og því verður Hamann væntanlega á miðjunni, auk þess sem ég geri ráð fyrir að sjá Finnan á kantinum. Eina spurningin, eins og ég sagði áður, er það hvort Owen trítlar út á völlinn eða ekki. Sjálfur mun ég gleðjast ógurlega ef það gerist, miðað við hvað það merkir, þar sem ég vill alls ekki missa hann. En ef það gerist ekki, þá treysti ég Milan Baros fyllilega til að jarða þá austurrísku!
Þessi vika er að verða alveg fáránleg. Ég mun ekki geta hugsað um neitt annað en Liverpool næstu dagana!!!!!!!
Aaaaaaaaaaaaaaahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh!
MEIRI UPPLÝSINGAR UM MICHAEL OWEN, og þið trúið þeim aldrei!?!?!?!?
Þetta er tekið af YNWA.TV-spjallborðinu og er frá áreiðanlegum heimildum (gaurinn sem setur þetta inn var sá sem skúbbaði Josemi-kaupunum). Það þarf að skrá sig til að komast inn á spjallborðið, þannig að ég vitna bara í hann hér:
>I don’t mind going a bit public on this.
>When Liverpool had Cisse paraded at Anfield, there was supposed to be another announcement…………David Beckham
>However the announcement was called off at the last minute for a reason unknown to myself.
>So how does this grab you ?
>Beckham is due to be annouced.
>Owen yet to sign.
>Annoucement called off. – hitch with deal.
>Owen says he’s closer to signing than ever.
>Deal is back on.
>Owen speaks to Madrid.
>Now then, I’m not saying that Beckham to Liverpool is back on or even on, but the story has been around for a while and I’ve had it confirmed twice.
>Another acid test could be if Beckham plays for Madrid or not this week.
Lesist: DAVID BECKHAM! Skyndilega virkar salan á Michael Owen til Real mjög líkleg. Ef hann, skv. forsíðu YNWA.tv er á leiðinni til Real Madríd þá gæti það verið mjög líklegt að Beckham sé að koma til okkar í staðinn.
Það var vitað að Beckham var á leiðinni til Englands fyrr í sumar, þótt enginn klúbbur væri nefndur opinberlega. Hins vegar var slúðrið undir niðri, á spjallborðum og öðru slíku, á fullu þess eðlis að hann væri að koma til Liverpool. Því kemur það mér ekki á óvart að ástæðan fyrir því að fréttamannafundi Djib var frestað hafi verið vegna þess að menn vonuðust til að kynna annan leikmann líka: David Beckham!
Og nú, skv. þessum “heimildum”, gæti ástæðan fyrir því að Liverpool vilja leyfa Owen að fara til Real verið sú að við fáum David Beckham í staðinn!?!?!?
Real-menn eru í raun í sömu stöðu og við núna. Það hefur verið talað í allt sumar um að hann sé að fara … og prófið hjá Beckham kemur á miðvikudag, þegar Real-menn spila í forkeppninni. Þannig að við fáum að vita það annað kvöld hvort Owen er að fara frá Liverpool, og á miðvikudag hvort Beckham er að fara frá Real. Þannig að ef Beckham og Owen spila hvorugur í Meistaradeildinni þessa vikuna……?!?!?!?!??
Og kaupum svo Xabi Alonso? Munið, þetta er enn bara slúður … en það neitar því enginn að það er spennandi hugmynd!
Damn, ég er kominn með hausverk. Of mikið súrefni. Má ekki tapa mér svona í slúðrinu, hversu líklegt eða trúanlegt sem það virðist vera núna.
Vika dauðans! Það er opinbert!!!
Jahérna… nú hefur þessi Owen saga fengið enn sterkari stoðir því að Chris sjálfur Bascombe skrifar um þetta í Echo-inu í dag (linkurinn er [hér](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0100news/tm_objectid=14513463&method=full&siteid=50061&headline=owen-on-the-brink-name_page.html)).
Þetta kemur svo flatt upp á mann eftir yfirlýsingar Owen síðustu daga þar sem hann hefur lýst því yfir að allt sé á góðri leið með samningaviðræðurnar og að hann búist jafnvel við því að skrifa undir fyrir fyrsta leik sem verður að því að mig minnir 14. ágúst nk.
En fyrst Bascombe og Usher virðast sammála um að snurða hafi hlaupið á þráðinn er óhætt að trúa því að eitthvað sé í gangi í eldhúsinu.
Uss… maður er bara farinn að slást við að ná andanum af spenningi hérna.
Sjálf væri ég reyndar ekkert hrifin af því að missa Owen og ég skil eiginlega ekki þá sem gagnrýna hann látlaust og vilja jafnvel láta hann víkja úr byrjunarliðinu nú þegar. Það virðist einhvern veginn alltaf gleymast í hita leiksins að Owen hefur verið okkar markahæsti maður í nokkur ár og sl. tvö ár hefur hann nánast þurft að sjá um það upp á eigin spýtur að skora mörk fyrir liðið.
Allt tal um að hann hafi ekki verið að spila nægilega vel og jara jara á svosem alveg við rök að styðjast að nokkru leyti. En ég held að menn ættu ekki að vera neitt sérstaklega hissa á því að leikmaður, sem spilar svo gott sem einn í fremstu víglínu með miðjumenn sem skjálfa á beinunum við þá tilhugsun eina að fara yfir miðlínu vallarins, sé ekki að gera tilkall til titilsins “maður leiksins” eftir hvern leik.
Einhvern veginn trúir maður því nú rétt mátulega að Beckham sé á leiðinni til liðsins – gaurinn var búinn að vera manutd maður frá barnæsku og það hefur nú sennilega þýtt vænan skammt af hatri í garð Liverpool. Ef hann kemur þá er nokkuð ljóst að eitthvað meira hefur gerst milli hans og Fergusons en maður áttaði sig á.
En hvað er Biscan að þvælast til Austurríkis þegar vitað er að hann má ekki taka neinn þátt í leiknum vegna leikbanns?
Manni langar bara að öskra: “þetta er ROOOOSALEGT!!”
Hvað er eiginlega í gangi?
Það væri SNILLD að fá Beckham. Hann myndi gleyma öllu Liverpool hatri á smá tíma (sjáið bara Alan Smith). Ég hef aldrei verið svona svakalega spenntur yfir þróun mála hjá Liverpool. Þetta er ROOOOSALEGT!
Svenni,
Biscan er í Englandi.
Samkv. þessari frétt á Offal vefnum
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145625040809-1429.htm þá spilar drengurinn fyrir varaliðið í kvöld.
Ok, svo ég tapi mér alveg í þessum pælingum, þá spáið í þessu liði:
Kirkland
Josemi – Carragher – Hyypia – Riise
**Beckham – Gerrard – Xabi Alonso – Kewell**
Cisse – Baros
Rosalegt!
Eitthvað virðast Liverpool-menn vilja róa þetta Owen-mál niður. Að minnsta kosti segir Benitez hér (http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145627040809-1758.htm) að Owen sé einn af þeim leikmönnum sem hann geti valið til að spila leikinn og að hann hafi ekki fengið neinar fyrirskipanir frá æðri stöðum um að spila honum ekki á morgun.
Hann klikkir svo út með því að segja að ef Owen spili ekki sé það vegna þess að Benitez hafi ákveðið að spila hinum strikerunum.
Spurning hvað er mikið að marka þetta :confused:
Fyndið hvað fólk les mismunandi í sömu orð. Mér fannst einmitt orð Benitez gefa í skyn að eitthvað væri í gangi.
Ef það væri ekkert í gangi, þá hefði hann ábyggilega neitað þessu alveg, en ekki verið með svona orðaleiki. En það er nú bara mín tilfinning fyrir því, sem hann sagði. 🙂