Staðfest: El-Hadji Diouf er genginn til liðs við Bolton Wanderers á eins árs lánssamning.
Það góða við þetta er að við getum fylgst svolítið með Dioufy í vetur, þar sem Bolton liðið er oftar í sjónvarpinu en eitthvað spænskt meðallið eins og Malaga. Þannig að fyrir okkur sem erum hrifnir af Senegalanum og getu hans getur maður notið hans aðeins lengur.
Það vonda við þetta er að hann á eftir að eiga stórleik á móti Liverpool í vetur. Sjáið til, mig dreymdi þetta í nótt og ég finn þetta bara svo sterklega á mér. Hann á eftir að eyðileggja a.m.k. einn leik fyrir okkur.
Í öðrum fréttum þá var Anthony Le Tallec á bekknum fyrir St. Etienne í gær. St. Etienne töpuðu 3-0 á útivelli fyrir Lens og eru í neðsta sæti frönsku deildarinnar eftir tvær umferðir, með 0 stig og 0 mörk skoruð.
Ég spyr: af hverju er það betra fyrir Liverpool að hafa Tony á bekknum þarna en að hafa hann á bekknum hjá okkur? Eruð þið alveg viss að það sé ekki hægt að kalla á hann aftur, nú þegar Owen er farinn?!?!? Helvítis lánssamningarugl … þessi drengur á að vera hjá okkur og það vita það allir!!!
Að lokum langar mig að benda ykkur á rosalega góðan pistlahöfund: The Insider hjá SoccerNet.com. Í fyrsta pistli tímabilsins, þeim sem ég linka hér á, fjallar hann um leikinn í gær á milli Liverpool og Tottenham.
Ég dýrka The Insider, finnst hann einhver hlutlausasti og nákvæmasti penninn sem fjallar um enska boltann í dag. Það virðist vera alveg sama um hvaða tvö lið hann fjallar, hann er alveg rosalega hlutlaus og segir það bara nákvæmlega eins og hann sér það. Ég fíla svoleiðis penna.
Hann fjallar venjulega um leiki, fer á völlinn og fylgist með stórleik í hverri umferð og er jafnan hægt að finna nýjan pistil frá honum eftir hverja umferð, á forsíðu SoccerNet.com, rétt fyrir neðan nýjustu fréttirnar.
Um leikinn í gær hafði hann margt sniðugt að segja, og sem Liverpool-maður verð ég að viðurkenna að mér fannst skrif hans um Tottenham-liðið áhugaverð … þar sem að sem L’pool-aðdáandi er maður svo upptekinn af sínu eigin liði að maður gefur pælingum hins liðsins ekki alltaf gaum. Um Tottenham-liðið í gær hafði hann t.d. þetta að segja:
‘We were being pushed back by Liverpool’s excellent passing in the first half and had to change something,’ conceded the Spurs boss using his improving English. ‘We did not take any risks or show any attacking intentions before the break. It was just defending and there was not benefit in approaching the second half in the same manner.
‘Gerrard was dominating the midfield and we had to do something to combat this, so I asked the players to play a slightly longer ball. Don’t forget, we were playing against a side who were settled with what they were doing. We are a new side, with anew manger and it may be many, many months before we are confident in our ability.’
It will be encouraging to Tottenham fans that Santini had the courage to rip up his game plan in the search of a point and even more impressive that his players were capable of salvaging their unbeaten record with a stirring second half effort.
Nákvæmlega. Ég hafði svo sem ekkert pælt í þessu svona, en það er ljóst að Jacques Santini þjálfari Tottenham á heiður skilinn fyrir að hafa náð að gera réttar breytingar í hálfleik sem gerðu Tottenham kleift að komast aftur inn í leik sem var tapaður í hálfleik. Það er ljóst að Santini byrjar af krafti sem stjóri Spurs.
Um Liverpool-liðið hafði The Insider m.a. þetta að segja:
With so many new faces on show, a settled Liverpool team should have had the class to rip through Spurs and they looked like doing that for much of the first half. On a day when mere mortals were wilting in the blistering North London sunshine, Steven Gerrard was the shining star of the first half and hour and he could have given his side a lead after just three minutes.
Unmarked in the box, he should have done better when presented with a free header, while new-boy Djibril Cisse went close with his 25 yard effort that was well kept out by keeper Paul Robinson.
It was all Liverpool as Gerrard charged at full-back Ifil, stepping in for the departed Stephen Carr, and it seemed that the young Spurs star pulled back his more illustrious opponent by tugging his shirt after 17 minutes. Gerrard sank to his knees imploring referee Dermot Gallagher to award the spot kick, but he was not to get the decision he craved.
Baros then went close before Djibril Cisse marked his debut with a clinical finish eight minutes before the break. The Frenchman still had plenty to do as he reacted to a swirling ball, but his instant finish was a touch of class and the striker who will now be expected to fill Owen’s boots was on his way.
That should have inspired Liverpool to push on and secure the three point, but instead they allowed Spurs to change their approach in the second half and from the opening few moments, Santini’s tactical change was evident.
Akkúrrat. Við áttum að klára þennan leik en því miður þá náðist það ekki. En hvað um það, ég mæli allavega með því að fólk kíki sem oftast á pistla The Insider, hann mun sennilega skrifa annan eftir leik Chelsea og ManU sem fer að hefjast innan klukkustundar. Það verður gaman að lesa þann pistil.
Útdráttur: Dioufy farinn til Bolton og mun hrella Liverpool-vörnina a.m.k. einu sinni í vetur. Tony LeT á bekknum fyrir St. Etienne, sem er skref uppávið frá því að vera á bekknum fyrir Liverpool. Og The Insider veit allt, best!
Mér finnst Insider alveg ágætur, en hann er eins og flestir aðrir breskir íþróttafréttamenn að því leyti að hann getur ekki fjallað um Tottenham án þess að gera grín að einhverju hjá þeim – bara einhverju. Rak mig oft á þetta síðasta vetur, mér til mikillar gremju. 🙁