Skrítið (uppfært!)

owenreal.jpg

Er það ekki skrítið að sjá Owen í þessum búningi?

Rafa Benitez ver söluna á: “So it is better to talk about the future. The future of Liverpool Football Club is without Michael Owen.”

Annars er hérna mjög skemmtilegur pistill um söluna á Owen og önnur Liverpool mál.


Rekum Benítez!!!!!

Ég er alveg brjálaður! Saltvondur … öskuillur … að tapa mér!!! Af hverju, spyrjiði? Jú, af því að við erum í 11. sæti í deildinni!!! Ellefta sæti! Við komumst sko ekki í Evrópu með þessu áframhaldi.

Ég vissi að salan á Owen var mistök!!! 🙁 Rekum Benítez og það strax! Björgum tímabilinu áður en það er um seinan!!! … 😕

Samt, ef við hétum Arsenal eða Aston Villa eða einhverju öðru nafni sem byrjar á A, þá værum við í 5. sæti. En þetta eru ljót nöfn … tek þá frekar ellefta sætið. 😉

4 Comments

  1. Já einmitt!
    En ef við breytum nafninu á klúbbnum yfir í AAALiverpool? Þá myndum við alltaf vinna stafrófskeppnina!

  2. YES!!!!!

    Umboðsmaður Alonso, Inaki Ibanez segir að allt verði tilbúið í vikunni og muni leikmaðurinn skrifa undir fimm ára samning við Liverpool. Alonso er 22 ára gamall miðjumaður og mun hann koma til Englands á fimmtudaginn eftir að hann er búinn að spila með Spánverjum í vináttuleik gegn Venesúela í vikunni.

Dioufy til Bolton

Allt að verða klárt með Xabi Alonso