Nunez meiddur á hné!!!

nunezpress.jpgDjísús kræst! Á ekki af manni að ganga?!?!? Í morgun var Antonio Nunez kynntur formlega á blaðamannafundi á Melwood. Hann sat fyrir á myndum með Benítez og svaraði spurningum. Meðal þess sem fram kom á þessum fundi er það að hann er lærður lögfræðingur (aha!), talar feykigóða ensku og hlakkar mikið til að spila fyrir Liverpool!

Nú … eftir blaðamannafundinn borðaði Nunez góðan hádegismat, fór svo á æfingu með liðinu … og MEIDDIST Á HNÉ!!!

Hvað er í gangi með þetta lið? Okkur vantar enn hægri kantmann, þar sem Nunez skaddaði liðbönd á æfingu í dag og er því ekki víst hversu lengi hann verður frá. Við vonum það besta auðvitað … og skv. fréttinni á opinberu síðunni mun það koma betur í ljós á morgun hversu lengi hann verður frá. Hann missir pottþétt af leik varaliðsins gegn Middlesbrough í kvöld og þá missir hann líka af leiknum gegn City á laugardaginn í deildinni.

Ef þetta er ekki alvarlegt gæti hann verið orðinn heill fyrir Evrópuleikinn í næstu viku. Ef þetta er alvarlegt gæti hann, eins og Smicer sem varð fyrir svipuðum meiðslum, verið frá í nokkra mánuði. Shit.

Ef læknisskoðunin hans á morgun fer illa tel ég því nokkuð ljóst að Benítez setur túrbó-átak í gang til að tryggja sér Luis García áður en leikmannamarkaðurinn lokar. Það er ljóst að við meikum það ekki hægri-kantaralausir fram í janúar … þannig að ef Nunez er frá í einhvern tíma verður Benítez að kaupa í þessa stöðu.

Ég veit varla hvað ég á að segja við þessum fréttum. Maður er bara orðlaus. Þvílík óheppni. Það er lítið annað að gera … en fara á landsleikinn í kvöld og reyna að hlæja að þessum fréttum. Þetta er í rauninni bara fyndið, þvílík óheppni! 🙁

2 Comments

  1. …..já og ég vil þakka Antoni Núnessyni fyrir tímabilið. Vonandi kemur hann sterkur inn á því næsta.

Alonso dreymir um að spila fyrir Liverpool

Luis García að koma + Alonso læknisskoðun