Ok, [Kristján minntist á það í færslunni hér að undan að Xabi Alonso hafi haldið blaðamannafund](http://www.kop.is/gamalt/2004/08/19/17.40.53/) til að kveðja Real Sociedad. Allavegana, Xabi Alonso skrifaði einnig bréf til stuðningsmanna liðsins og [birtist það á heimasíðu liðsins](http://www.realsociedad.com/caste/home/real.asp?menu=110100&id=29401).
Bréfið birtist á spænsku, en ég tók mig til og þýddi það yfir á íslensku (ég þýddi þetta á nokkrum mínútum og því er þýðingin ekki fullkomin). Ég verð að segja að álit mitt á XABI ALONSO hefur vaxið gríðarlega eftir þennan blaðamannafund og þetta bréf. Ég mun allavegana fagna vel og innilega þegar hann fer fyrst í Liverpool peysu, því ég held að hann sé akkúrat maður, sem við viljum sjá spila fyrir Liverpool.
Allavegana, hér er bréfið.
Bréf til aðdáenda Real Sociedad frá Xabi Alonso.
Það fyrsta, sem ég vil segja er að fyrir mig, þá er að ljúka mörgum vikum af óvissu og vangaveltum. Á þessum vikum hef ég kosið að láta lítið fyrir mér fara og einbeita mér að vinnunni minni.
Ég vil þakka þeim í kringum mig, sem hafa hjálpað mér við að einbeita mér að undirbúningi mínum fyrir EM í Portúgal, sem og undirbúningnum fyrir þetta tímabil. Ég vil þakka öllum hjá Real Sociedad, stjórnarmönnum, þjálfurum og félögum mínum í liðinu, því allir hafa gefið mér þann stuðning, sem ég hef þurft á að halda á þessum vikum.
Ég hef lokið ákveðnu skeiði í mínu lífi hjá Real Sociedad. Þetta hafa verið 5 ár, þar sem við höfum öll saman upplifað erfiðar stundir (umfram allt þegar ég byrjaði hjá liðinu) og miklar gleðistundir, þegar við höfum keppt í Evrópukeppnum og verið nálægt því að vinna [spænska] meistaratitilinn. Þessum fimm árum mun ég aldrei gleyma.
Real Sociedad er nærri hjarta mínu. Þannig hefur það verið allt mitt líf og þannig mun það alltaf vera. Ég vil þakka aðdáendunum, öllum þeim sem hafa hjálpað mér og stutt mig á þessum fimm árum. Það væri frábært ef að þessi stuðningur og þessi gleði muni halda áfram fyrir félagana, sem ég skil eftir hjá Real Sociedad, því þeir eiga stuðning ykkar allra svo sannarlega skilinn.
Ég er að hefja annað skeið í mínu lífi með nýjum takmörkum. Ég fer til Liverpool, sögufrægs og heimsfrægs knattspyrnuliðs. Liverppo hefur náð samkomulagi bæði við mig og Real Sociedad og þetta lið býður mér einstakt tækifæri til að halda áfram að taka framförum í fótbolta. Ég vona að hlutirnir gangi vel hjá mér og að ég geti deilt með þeim, sem og ykkur, góðu gengi hjá mínu nýja liði.
Ég mun ávallt hafa Real Sociedad í hjarta mínu og verð ávallt þakklátur þeirri stóru fjölskyldu, sem Real Sociedad er, því að þið öll hafið hjálpað mér að vaxa, bæði sem knattspyrnumaður og einstaklingur.
Með kveðju,
Xabi Alonso.
Þetta er að mínu mati dæmi um klassa einstakling. Hann tekur sér tíma til að kveðja lið sitt, þar sem hann hefur alist upp. Í stað þess að skjóta á sitt gamla lið, eða [ljúga](http://www.kop.is/gamalt/2004/08/19/17.40.53/) til að reyna að líta betur út, þá kemur Alonso hreinn fram, þakkar fyrir allan stuðninginn og biður stuðningsmenn sína um að halda áfram stuðningi sínum við gömlu félaga sína.
Frábært framtak hjá Xabi Alonso og mættu fleiri knattspyrnumenn taka hann sér til fyrirmyndar. Alltof margir leikmenn fara frá sínum liðum án þess einu sinni að segja takk fyrir allan stuðninginn.
Gerrard og Xabi :biggrin2: :laugh: 🙂 :tongue:
Ánægður með La Liverpool núna þessa dagana, spurning um að skella sér á spænskunámskeið!