Andskotinn!!!
Í upphituninni fyrir þennan leik talaði ég um að Liverpool-liðið væri, þrátt fyrir góða spilamennsku undanfarið, ennþá í vinnslu og því myndi það spila illa á næstunni. Ég vonaði bara innilega að það myndi ekki gerast í þessum leik. Því miður þá var það nákvæmlega það sem gerðist.
Fyrri hálfleikurinn í kvöld var einfaldlega það lélegasta sem ég hef séð til Liverpool-liðsins það sem af er tímabilinu. Í stað þess að mæta ákveðnir til leiks og spila flæðandi sóknarbolta eins og í síðustu leikjum þá mætti liðið augsýnilega skíthrætt við United-liðið í þennan leik. Við vörðumst aftarlega, gáfum þeim alltaf færi á að snúa að marki okkar með boltann og vorum bara einfaldlega allt of stressaðir. Þegar við síðan náðum boltanum þá var bara eitt á dagskrá: að negla honum sem lengst fram.
Og því fór sem fór, þeir gjörsamlega yfirspiluðu okkur í fyrri hálfleik og við vorum stálheppnir að vera bara einu marki undir í hléi. Og það mark var alveg fáránlegt – hornið kom frá hægri, sigldi yfir þvöguna í miðjum teignum og beint á kollinn á Mikael Silvestre sem var gjörsamlega aleinn og yfirgefinn á fjærstönginni. Í alvöru. Hann hafði heila heimsálfu út af fyrir sig þarna – hver í fjandanum átti að dekka hann? Og hvar var sá maður? Fáránlegt mark og eitthvað sem á ekki að geta gerst hjá liði eins og Liverpool.
Það er ljóst að Benítez hefur sagt mjög vel valin orð í hálfleik því það var allt annað lið sem kom út á völlinn eftir hlé. Við tókum boltann niður og reyndum að spila saman, náðum að pressa þá og gáfum þeim minna pláss og minni tíma í sóknaraðgerðum sínum. Árangurinn lét ekki á sér standa, við vorum miklu betri fyrsta kortérið í seinni hálfleik og á 55. mínútu náðum við að jafna – þótt markið hafi verið slysalegt þá lá það í loftinu. Xabi Alonso gaf frábæran bolta á fjærstöng úr aukaspyrnu, Finnan skallaði hann aftur inn á markteig þar sem hann hrökk í fót John O’Shea og yfir marklínuna. 1-1 og stemningin okkar megin.
Tíu mínútum síðar kom annað fáránlegt mark. Hornspyrna frá hægri – aftur – og inní miðri þvögunni var Mikael Silvestre einn og óvaldaður – AFTUR – og skallaði boltann í þaknetið, óverjandi fyrir Dudek. 2-1 og skyndilega gerði ég mér ljóst að við værum líklega að fara að tapa þessum leik.
Eftir þetta reyndum við af veikum mætti að skapa eitthvað en það var eiginlega bara of mikið stress í liðinu til að við gætum náð að opna vörn þeirra. Á endanum þá var sorglegt að tapa þessu þar sem við vorum ef eitthvað er betri aðilinn í seinni hálfleik, en á heildina litið voru þetta bara sanngjörn úrslit. Því miður.
Menn leiksins: Ég ætla að útnefna fjóra leikmenn og þrír þeirra spiluðu ekki fyrir Liverpool. Cristiano Ronaldo var allt í öllu hjá sóknarlínu United í kvöld og gjörsamlega pyntaði varnarlínuna okkar, á meðan varnarparið þeirra þeir Rio Ferdinand og Mikael Silvestre voru algjörlega stórkostlegir í kvöld. Ég verð víst að éta orð mín frá því í upphituninni því að Ferdinand byrjaði leikinn á súper-tæklingu á García og hélt uppteknum hætti í 90 mínútur. Hann var greinilega í feiknargóðu líkamlegu ástandi og spilaði eins og hann væri búinn að vera að spila hvern einasta leik liðsins í ár. Frábær endurkoma. Við hlið hans var Silvestre ótrúlega traustur og skoraði síðan mörkin tvö sem skiptu máli.
Hjá okkur var dapurt um að litast. Luis García var mjög, mjög slappur í kvöld, sem og Cissé. Og eiginlega allt liðið bara. Josemi og Riise voru allt of staðir í sínum stöðum og réðu ekkert við Ronaldo, Hyypia var algjörlega á hælunum í þessum leik og í raun var Carragher sá eini í vörninni sem spilaði góðan leik í kvöld að mínu mati. Á miðjunni var Kewell að berjast vel en það kom lítið út úr því, en Steve Finnan og Steven Gerrard voru algjörlega heillum horfnir. Það var sorglegt að sjá Gerrard þurfa að fara útaf meiddan á 39. mínútu en það verður að segjast að af tveimur miðjumönnum þá var sennilega betra að missa hann en hinn miðjumanninn okkar, sem var maður leiksins.
XABI ALONSO var í algjörum heimsklassa í dag. Þvílíkur leikur! Hann sá einn síns liðs um að stúta Roy Keane í fyrri hálfleik og þrátt fyrir yfirburði United var hann yfirburðamaður á vellinum. Í seinni hálfleik eftir að Gerrard hafði farið útaf tók Hamann við varnarhlutverkinu á miðjunni – og spilaði frábærlega í seinni hálfleik – og þegar Alonso fór framar í seinni hálfleik sást vel hversu ótrúlega góður leikmaður hér er á ferð! Hann var nærri því búinn að skora frá miðju, átti varla mislukkaða sendingu allan leikinn (þvílíkt sem hann stjórnar og dreifir spilinu vel á miðjunni!) og var í baráttunni út um allan völl. Þá voru aukaspyrnurnar hans stórhættulegar og gaf ein þeirra jöfnunarmarkið. Þessi frammistaða hans var í heimsklassa og ef hann heldur svona áfram þá er þetta bara einhver allra besti miðjumaður í Evrópu sem við höfum hér!
Þannig að ég myndi segja að Dudek (sem var öruggur í kvöld), Carragher, Alonso og Kewell gætu borið höfuðið hátt. Allir aðrir þurfa að líta alvarlega í eigin barm – og sennilega bara allt liðið í heild sinni. Þetta var slæmt tap vegna þess að mörkin sem við fengum á okkur voru algjör óþarfi, þetta var slæmt tap vegna þess að það hefur slæm áhrif á móralinn í liðinu að tapa fyrir United, og þetta var slæmt tap því nú erum við búnir að tapa tveimur af fyrstu fimm leikjum okkar í deildinni sem er alls ekki nógu gott.
Næst: Norwich City á Anfield á laugardaginn. Úr því að leikurinn í kvöld tapaðist þá er gjörsamlega nauðsynlegt að vinna Norwich. Við erum ekki úr leik í toppbaráttunni en þetta verður erfitt næstu vikurnar – það er ljóst að við verðum að vinna næstu leikina okkar til að koma okkur strax í nánd við toppinn. Ef það tekst ekki hef ég áhyggjur af því að spennufallið verði of mikið, ef Arsenal eða Chelsea fara að stinga okkur af.
Slæmt kvöld, slæmt tap, slæm ógleðistilfinning í maga. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og þótt ekkert annað sé, þá getum við allavega glaðst yfir frammistöðu Xabi Alonso í kvöld.
**Vidbot (Einar Orn)**: Uffff, eg varla nenni ad skrifa um thennan leik. Eg hef ekki sed Liverpool leik sidan eg horfdi a Liverpool-Tottenham og thvi hlakkadi mig til ad sja thennan nyja Liverpool stil, sem allir eru ad skrifa um.
Jaeja, thetta var omurlegt. Fyrri halfleikurinn var algjor hormung og eg var farinn ad oska thess ad thad yrdi allt i einu rafmagnslaust a Old Trafford, svo theirri hormung lyki.
Otrulega dopur frammistada. Gerrard sast ekki thessar minutur, sem hann var inna og Cisse og Garcia komu varla nalaegt boltanum. Dekkunin i badum morkunum var natturulega grin. Fokking Mikael Silvestre! Gatum vid ekki allavegana fengid a okkur almennileg mork??
Alonso var finn i thessum leik, an efa okkar besti madur, en varla jafn aedislegur og Kristjan vill meina. Mer finnst ekki til of mikils aetlast af Dudek ad hann hefdi varid seinni skallann fra Silvestre. Hann var i boltanum og hefdi alveg getad varid skallann!
Josemi og Riise voru ferlega slappir i leiknum og leyfdu Giggs og Ronaldo ad gera thad, sem theim syndist. Aeji, thetta var eiginlega svo slappt ad thad borgar sig ekki ad vera ad rembast vid ad finna sokudolga. Lidid var bara slappt og thetta var hundfult. Naesti leikur aetti ad vera lettur og med honum aetti lidid ad komast aftur a retta braut.
Já, þetta var slakur leikur hjá poolurunum okkar. En thad matti alveg búast við þessu. Liðið er að mótast, maður fílar þetta sem alveg splúnkunýtt lið. Ég er mjög bjartsýnn á framtíðina.. Cisse verður næsti Henry, Gerrard og Xabi eru eitraðir miðjumenn og Baros strækerinn okkar. Áfram Lpool!
Ég óttast ekki ManUre eftir þessa frammistöðu í kvöld. Þegar Liverpool spilaði með 15% getu í seinni hálfleik skoruðu þeir eitt mark og síðan hættu þeir! Ef við hefðum drullast til að spila miðlungs leik hefðum við unnið þetta miðlungslið United. Það er oft talað um að maður spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir…en WOW hvað það er ekki hægt að segja um þennan leik! Við reyndum ekki einu sinni í þessum leik! Sjáið Harry Kewell! Sko, ef hann verður inná í næsta leik þá tel ég það vera fyrstu mistökín hjá Herra Benitez á hans LFC ferli. Warnock er búinn að sanna það að hann Á skilið að spila meira og á meðan Kewell spilar svona er það eina rökrétta í stöðunni. Cissé ætti að minnka kjaftaganginn og fara að íhuga sinn leik aðeins. Annars tel ég að áhugaleysi og ekkert hjarta hjá nýju leikmönnum LFC hafi gert gæfumuninn. En…að fá á sig 2 set pieces mörk er lélegt….sérstaklega þegar það er algjört copycat mark það seinna. Lærum við aldrei??? En þetta ManUre lið á ekki eftir að gera neinar rósir í vetur. Þeir eru ekki með sterkt lið og við hefðum getað náð stigi þrátt fyrir drullulélegan leik.
Kristján Atli !
Hvernig dettur þér í hug að segja að Kewell geti borið höfuðið hátt eftir þennan leik???!!!!
Hann var skelfilegur og það var hann sem tapaði knettinum mjög illa við hliðarlínuna, sem leiddi svo til sigurmarksins!
😡
Kannski ekki skelfilegur, Gönsó, en hann var lika ekki godur. Mer finnst Kewell vera ordinn dalitid mikill skotsponn addaenda Liverpool thessa dagana.
Hann var svo sannarlega ekki sa versti i lidinu, mer fannst hann vera einn sa skasti. Kewell, Alonso og Hamann voru saemilegir, hinir allir lelegir.
Hvar var Steve Finnan i leiknum? Var hann inna?
Kewell er orðinn skotspónn því það vantar einhvern til að setja út á eftir að Owen var seldur. Ég er ansi hræddur um að ef Owen hefði kiksað svona og svo klúðrað þessum færum á móti monaco sem Cissé klúðraði þá hefði fólk ekki látið hann í friði. Ég er algjörlega sammála því sem Eiki sagði um Cissé. Þetta átti að vera maðurinn sem bjargði tímabilinu fyrir Liverpool. Maður hefur ekkert heyrt talað um annað síðustu tvö ár en Cissé þetta og Cisse hitt. En hinsvegar ljós punktur þá var Alonso að spila frábærlega í gær sérstaklega í sinni hálfleik og lýtur út fyrir að þar sé klassa maður á ferð.
Ég vona að við kaupum Ayala í janúar, það sást alveg hvað vörnin var léleg á móti Giggs og Ronaldo. Svo vona ég að Nunez verði karlmannleg útgáfa af C.Ronaldo (ekki detta við minnstu snertingu), við þurfum þannig mann með svona hátækni. EN Benitez er ekki búinn að vera með þetta lið í hálft ár þannig að við skulum ekki byrja að gagnrýna allt strax. Hann er með nýjar aðferðir sem að Liverpool mennirnir eiga eftir að læra.
Eg er ad morgu leyti sammala gagnryninni a Cisse, serstaklega thvi, sem kemur fram i [thessari grein](http://www.thisisanfield.com/columnists0405.php?id=00000008)
> Although the whole team was poor in the first half, one man in particular needs to take a long hard look at his performance. I would recommend strapping him down in a chair and forcing him to watch the first half again. That man is Cisse, who looked like a sulking schoolboy every time the ball wasn?t fed to him on a plate. If he thinks the English premier league is all about waltzing around at snail?s pace until chances happen to present themselves, then he has hard times ahead. Alan Smith, a player with half his natural talent, showed more appetite and desire in 10 second half substitute minutes than Cisse did until the moment he trotted off. You would expect a 14 million pound striker to know that you have to stand IN FRONT OF the last defender, otherwise you?re off-side.
Thetta finnst mer vera vandamalid vid Cisse. Eg er alveg tilbuinn ad gefa honum sjens vardandi thad ad hann se ad kludra faerum, en eg saetti mig ekki vid ad hann se a halfum hrada og i fylu.
Audvitad munum vid gefa honum tima, enda tekur thad flesta talsverdan tima ad adlaga sig ad enska boltanum og thad er erfitt ad koma i stad Michael Owen, en Cisse maetti hugsa sinn gang eftir thennan leik.
Ég verð nú að segja að enn sem komið er hefur frammistaða Cissé og Baros valdið mér talsverðum vonbrigðum. Ég þakka bara fyrir hvað Garcia hefur verið líflegur.
Dudek er hins vegar sá leikmaður sem LFC sem ég er óánægðastur með. Betri markvörður hefði bjargað að minnsta kosti öðru þessu marki sem við fengum á okkur.
Birkir! Ég gæti ekki verið meira sammála þér varðandi Dúdda! Mér fannst hann geta gert mikið betur á móti spurs í fyrsta leik, Bolton, man shjittí og nú manunætid!
Mér finnst flest þessi mörk koma vegna þess að Dudek er alltof staður á línunni. Með því að vera aggressívari í loftinu og frekari í teignum þá eru mörgum hættulegum færum útrýmt! Hættulegast færi Monako í leiknum á Anfield síðasta miðvikudag skapaðist af því Dúddi stóð á línunni í fyrirgjöf sem kom inn í boxið.
Ónefndur danskur markvörður var geysilega sterkur í þessu en því miður í vitlausu liði í 10ár!
Varðandi Cisse þá var ég búinn að nefna þetta áður að hann væri fýlupúki! Vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér!
Skil ekki þessa gagnrýni á markvörðinn okkar. Skallamörk eru yfirleitt erfiðustu boltar sem markverðir horfast í augu við. Og miðað við allt það pláss sem Silvestre fékk til að dúndra boltunum í netið þá er öll gagnrýni á Dudek vafasöm. Sérstaklega skil ég ekki að menn séu að gagnrýna seinna markið sem var algjörlega upp í þaknetið og frá mínum bæjardyrum séð því sem næst óverjandi!!!! Nær væri að taka þann eða þá í karphúsið sem áttu að dekka Silvestre!!!! JónH65