Ferguson? Og Víctor? Í janúar???

Smá slúður virðist hafa skotið upp kollinum í landsleikjahléinu, og ef við eigum að trúa þessum sögusögnum þá virðist allt benda til þess að Rafa ætli að styrkja miðjuna enn frekar í janúarglugganum.

Í fyrsta lagi er talað um að Rafa hafi áhuga á að kaupa Víctor, hægri kantmann hjá Deportivo la Coruna sem hefur brotið sér leið inn í spænska landsliðið undanfarið. Fréttamiðlarnir vilja meina að með Antonio Nunez meiddan (næstu þrjár vikur, ekki meira en það) þá vilji Rafa endilega kaupa einhvern á hægri kantinn svo að Steve Finnan þurfi ekki að kóvera þá stöðu lengur.

Hafa ber í huga að Nunez er væntanlegur aftur um miðjan nóvember, eins og Steven Gerrard, þannig að hann gæti verið búinn að spila með liðinu í hátt í tvo mánuði þegar möguleg verslun á Victor gæti átt sér stað. Þannig að ég tek þessu slúðri með talsverðum fyrirvara – þótt maður viti aldrei.

Hin frétt dagsins er sú að Rafa ætli sér að kaupa Barry Ferguson, fyrirliða Blackburn og skoska landsliðsins. Barry er vissulega frábær miðjumaður og minnir stundum óhugnalega mikið á Roy Keane sem miðjumaður, en þar sem þessi frétt er komin frá umboðsmanni Barry Ferguson þá tek ég henni einnig með ofsamiklum fyrirvara.

Oft er það þannig að þegar liði gengur illa sér umboðsmaðurinn sér leik á borði, að búa til smá slúður og vona að það hreyfi við forráðamönnum annarra liða, sem gætu freistast til að nýta sér slæmt gengi andstæðinganna til að lokka frá þeim bestu leikmennina.

Blackburn hafa misst þjálfarann sinn og gengið svona upp og ofan í vetur og því gæti umboðsmaður Ferguson verið að leitast við að koma sínum manni frá félaginu – sem myndi eflaust gefa sér vel í aðra hönd fyrir téðan umboðsmann. Hafa ber þó í huga að nýráðinn stjóri Blackburn, Mark Hughes, er maður sem þeir virðast hafa mikla trú á og nýtur mikillar virðingar. Þannig að þótt á móti hafi blásið undanfarið stórefast ég um að Ferguson liggi á að komast þaðan í burtu, nú þegar uppbyggingarstarfið undir handleiðslu Mark Hughes fer að hefjast.

Segjum hins vegar, í draumalandinu, að þessi tvö kaup verði að veruleika í janúar? Yrði miðjan okkar þá svona?

Victor/Nunez … Alonso/Ferguson … Gerrard/Hamann … Kewell/García

Það væri allavega ágætis breidd í þessari miðju … en þetta eru augljóslega draumórar umboðsmanna og/eða fréttasnápa þarna úti. 😀

6 Comments

  1. hehehe já já..það eru alltaf jólin sko! Barry Ferguson…sko…ég eiginlega hef ekki áhuga á að fá miðlungs skota í LFC liðið. Við erum með miðlungs Senegala sem nægir.

  2. Nákvæmlega Eiki!

    Held að Barry sé ekki rétta svarið fyrir okkur núna. Mikið nær að nýta þetta tímabil og pússa saman þessum mönnum sem við eigum fyrir eins og t.d. Diarra og Le Tallec. Fá þá til baka úr láni. Einnig vil ég hikstalaust sjá Mellor í stað þess að spreða hundruðum milljónum í dýrt nafn.

  3. en vitið þið um Morientes málið? varla kaupum við Mista og Morientes.

  4. Hvernig litist ykkur á að fá Wes Brown í janúar?? Sterkur leikmaður en ég stórefa að Liverpool séu tilbúnir til að semja við manu! Hvað finnst ykkur?

  5. það gerist ALDREI í nánustu framtíð að manutd selji leikmann til LFC eða öfugt. þetta er mjög STÓR kjaftasaga með Brown að ég held.

  6. Nei nei nei, Svavar. þetta landsleikjalé hefur greinilega gert þig sturlaðan. Ég skal fyrirgefa þér þetta skiptið, þar sem tvær vikur án leikja geta gert mönnum illt 🙂

    Semsagt, nei takk, ekki Wes Brown. Væri samt alver til að fá hinn Englendinginn í vörninni hjá Man U. Hvað heitir hann aftur, þessi sem skrópaði í lyfjaprófinu?

Landsleikjahrina

Guði sé Lof