Deportivo í kvöld!

milandepor.jpg Ókei, við mætum stórliði Deportivo la Coruna frá Spáni í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn eru Mónakó-menn á toppnum með sex stig, við og Olympiakos með fjögur og Deportivo með tvö. Þannig að þótt sigur væri auðvitað langlanglanglangbest í stöðunni, þá er ótrúlega mikilvægt að tapa ekki.

Það er samt ekki þar með sagt að Rafa muni stilla upp einhverri varnartaktík í kvöld. Hann verður örugglega með varkára liðsuppstillingu, en ég efa að hann láti liðið leggjast í vörn. Xabi Alonso var talinn tæpur fyrir leikinn en hann mun víst spila, þannig að sá eini sem vantar úr síðasta leik er Djibril Cissé, augljóslega.

Í ljósi þess þá myndi ég halda að líklegt byrjunarlið geti verið einhvern veginn svona:

Kirkland

Josemi – Carragher – Hyypiä – Traoré

García – Alonso – Hamann – Riise

Baros – Kewell

Eina spurningin við þetta lið er – að mínu mati – hvort að Josemi dettur út fyrir Finnan. Finnan hefur verið að leika rosalega vel að undanförnu og Josemi var frekar dapur gegn Blackburn, þannig að ég gæti ímyndað mér að Finnan kæmi inn í stað Josemi. Annað held ég að sé alveg pottþétt við þetta lið.

Nú, fyrir tveimur vikum komu Deportivo til Anfield og lögðust í vörn. Það var með ólíkindum hvernig þeim tókst að sleppa frá þeim leik með 0-0 jafntefli en heilladísirnar voru svo sannarlega með þeim í þeim leik.

Í kvöld verður annað uppi á teningnum. Í kvöld fáum við að sjá Deportivo sækja, og ekki bara af því að þeir eru á heimavelli. Nei, þeir munu líka sækja og vera grimmir af því að þeir eru á botni riðilsins með tvö stig. Ef þeir ætla sér áfram í þessari keppni, þá verða þeir að vinna heimaleikina sem þeir eiga eftir. Og þeir vita það.

Þannig að þetta verður rosalega spennandi leikur.

Mín spá: ómögulegt að segja. Gætið endað hvernig sem er í rauninni, þannig að ég ætla ekki að ómaka mig við að spá fyrir um úrslit eða lokatölur. Ég vona bara að Liverpool sigri þennan leik.

5 Comments

  1. Ég held að liðið gæti orðið svona:

    Baros – Garcia
    Rise – Hamann – Alonso – Finnan
    Traore – Hyypia – Carra – Josemi

    Finnst það líklegra en þar sem Benites mun fara varlega í þennan leik og Finnan er meira varnarsinnaður en Garcia.

  2. Ég held að liðið gæti orðið svona:

    Baros – Garcia
    Rise – Hamann – Alonso – Finnan
    Traore – Hyypia – Carra – Josemi
    Kirkland

    Finnst það líklegra en þar sem Benites mun fara varlega í þennan leik og Finnan er meira varnarsinnaður en Garcia.

  3. Þetta komst alveg til skila hjá þér, Ninni.

    Það kemur svosem til grein að Kewell verði fyrir utan, en ég held samt að hann verði inná. Spurningin hvort vinstri kanturinn hjá Depor sé sterkur, því Josemi hefur verið hræðilega slappur að undanförnu.

    Annars, held ég að við vinnum þetta 1-0. Baros skorar! Djöfull er ég orðinn spenntur. Ég þarf virkilega að fá eitthvað til að gleðjast yfir eftir þessar helvítis bandarísku forsetakosningar. (úps, það er stefna að vera ekki með pólitík á þessari síðu, en ég stóðst ekki freistinguna).

    Áfram Liverpool! 🙂

  4. Baros

    Kewell 😡 Alonso 😡
    Hamann 😡
    Riise 😡 Finnan 😡

    Traore Carragher Hyypia Josemi

    Kirkland

    Og koma svo…….negla þá í vörninni og Baros setur svo eitt á 67 mínútu.

  5. Þar sem auminginn hann Kerry gat ekki velt Bush úr forsetastólnum þótt næstum allir hafa viljað það nema (50% af ílla upplýstum bandaríkjamönnum) þá munum við sigra þennan leik í kvöld (hehehe)

    Byrjunarliðið verður vonandi svona:
    Kirkland
    Finnan – Hyppia – Carragher – Traore
    Garica – Alonso – Hamann – Riise
    Kewell
    Baros

    er þetta ekki líklegt. Síðan erum við með Biscan, Josemi, Pangolle, Warnock klára á bekknum?

Yfir til þín, Milan!

Deportivo 0 – L’pool 1