Emlyn Hughes látinn

emlyn.jpg

Einn af þekktustu og bestu varnarmönnum hjá Liverpool fyrr og síðar, Emlyn Hughes [er látinn](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N146664041109-1040.htm). Hann var 57 ára og lést af völdum heilaæxlis í morgun.

Hughes spilaði í 12 ár fyrir Liverpool. Á þeim árum varð hann Englandsmeistari fjórum sinnum, Evrópumeistari tvisvar, UEFA meistari tvisvar og FA bikarmeistari einu sinni. Auk þess spilaði hann 62 landsleiki. **Það er Ótrúlegur árangur**. Hann lék 665 leiki fyrir Liverpool.

Emlyn Hughes var fyrsti Liverpool leikmaðurinn til að lyfta Evrópubikarnum.


Viðbót (Kristján Atli): Ég fæddist árið 1980 og man því ekkert eftir þessu fyrsta gullaldarliði Liverpool. En ég hef rifjað upp í gegnum mín ár með vídjóspólum og lestri og reynt að fá allavega nasaþefinn af því hvernig það hlýtur að hafa verið að vera Liverpool-aðdáandi á þessum tímum. Og Emlyn Hughes var þar akkúrrat í miðri hringiðunni, hann var fyrirliði þessa liðs sem vann ALLT sem hægt var að vinna og gerði liðin í Englandi og Evrópu skíthrædd við að koma á Anfield.

Ímyndum okkur að á næstu fimm-sex árum myndi Liverpool vinna deildina fjórum sinnum, Meistaradeildina svona tvisvar eða þrisvar og hvorn bikarinn fyrir sig þrisvar. Þeir myndu vera gjörsamlega ósigrandi og sópa öllum liðum til hliðar, spila langbesta boltann. Steven Gerrard myndi lyfta öllum þessum titlum sem hann langar til að lyfta, og það oftar en einu sinni.

Þá fyrst gæti Steven Gerrard verið nefndur í sömu andrá sem fyrirliði og Emlyn Hughes var. Hughes var ekki bara meðlimur í sigursælu liði, hann var leiðtogi þess liðs, fyrirliði og fyrirmynd. Hann var klettur í vörninni og félögum sínum stoð og stytta. Margsinnis hef ég lesið og séð á sjónvarpsskjánum samherja Hughes segja að mönnum leið hreinlega betur með hann í liðinu, hann var þessi leikmaður sem færði öðrum ró inná vellinum.

Hvíl í friði, Emlyn, og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir klúbbinn. You’ll never walk alone!

Ein athugasemd

  1. mikið ofboðslega hefði ég viljað sjá þennan mann spila…
    miðað við lýsingarnar á honum er hann einskonar blanda af jamie carrager og steven gerrard, baráttu maður sem þoldi ekki að tapa (og gerði það sjaldnast :biggrin2:) og gerði allt sem hann gat fyrir liðið sitt og liðsfélaga…
    sönn fyrirmynd sem verður sárt saknað.

L’pool 0 – Brum 1

Old Trafford dagbók