Það er alveg ljóst að annahðvhort eru sumir forsvarsmenn UEFA með ólæknandi munnræpu og verulega heimskir, eða þá að þeir ætla að gefa Liverpool sæti í Meistaradeildinni á næsta ári.
Hvernig væri annars hægt að skýra svona [ummæli](http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/sport/football.html?in_article_id=351380&in_page_id=1779):
>”The feeling is Liverpool played a great final and it is sad they did not automatically qualify.
>”The idea is to find a solution that does not hurt anyone and **satisfies Liverpool** – a win-win situation if you like. It is not easy to change the rules during the season but the way they won has probably helped them a lot.
>”Of course it would have been easy for us if they had finished fourth in their league! We do have rules but at the same time there is a lot of sympathy for Liverpool’s plight.”
(feitletrun mín). Það er alvega augljóst að eina niðurstaðan, sem Liverpool sættir sig við er að þeir komist í Meistaradeildina. Ef að það fer svo að lokum að Liverpool fær ekki sætið, þá þurfa þessir forsvarsmenn UEFA að svara fyrir margt. Gott og vel hefðu þeir sagt strax eftir úrslitaleikinn að við myndum ekki komast í keppnina.
En einsog þetta hefur farið með hinum ýmsu yfirlýsingum, þar sem þeir nánast lofa því að Liverpool komist í keppnina, þá geta þeir í raun ekkert annað gert. Það væri hræðilegt ef þeir væru stanslaust að ata þessari gulrót framan í Liverpool ef þeir myndu svo ekki veita okkur sætið.
Lennart Johanson [bætir við þetta](http://itv-football.co.uk/News/story_154304.shtml):
>”We have the ambition on the one hand to give Liverpool the opportunity to defend their title – but on the other hand we need to make sure no-one suffers from such a decision.”
Semsagt, þeir vilja koma Liverpool í keppnina án þess að skaða einhver önnur lið. Það virðist vera þeirra helsta vandamál. Það þarf enginn að segja mér að ekki sé hægt að finna einhverja góða lausn á því vandamáli.
Eða hvað? Hvað ætti Liverpool svo sem að gera ef þeir komast ekki í meistaradeildina? Neita að spila í UEFA Cup? Mönnum yrði nú nokk sama um það.
Og einnig, þá efast ég um að UEFA menn þurfi að svara fyrir eitthvað… það hefur enginn stjórnarmaður UEFA lofað þeim sætinu, einungis sagt að þeir ættu skilið að fá að vera í meistaradeildinni á næsta tímabili.
Kannski hafa þeir sagt eitthvað í fljótfærni, en áttað sig síðan á því að það er ekkert í reglunum sem leyfir þeim að gera þetta, þar sem að reglurnar kveða á um að einungis 4 lið frá hverju landi fari í keppnina.
Og nú skorum við á Eggert Magnússon.
Við höfum sett upp áskorun á http://www.liverpool.is, þar sem við skorum á Eggert Magnússon að velja rétt þegar kosið verður. Tala þeirra sem hafa skráð sig er að nálgast 1.500 núna.
Jamm. Ég skráði mig … og kærastan líka. 🙂
Að sjálfsögðu búinn að skrá mig. Er samt ekki bjartsýnn á að þetta endi vel, því miður.
En ég var heldur ekki bjartsýnn í hálfleik á móti AC-Milan! :confused:
En hvernig líst ykkur annars á þá hugmynd Lennarts að Liverpool þurfi að leika alla forkeppnina, og missa þ.a.l. út eitthvað af fyrihuguðu æfingatímabili?
“alla forkeppnina”. Það er náttúrulega bara tóm tjara að vera að láta Liverpool spila við FH og slík lið í forkeppninni.
En ef þú ert að tala um að fara í forkeppni fyrir stóru liðin einsog Liverpool fór í síðast (það er eina umferð), þá er það sjálfsagt.
http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/sport/football.html?in_article_id=351437&in_page_id=1779
Hérna er fjallað um þetta, þarna segir Lennart m.a. :
“In my opinion Liverpool should be in from the very beginning – they will have to go through all the competition.”
Já, ég sá þetta og þetta sama stendur í greininni, sem ég benti á. En ég túlkaði þetta sem að við myndum fara inní undankeppnina fyrir stóru liðin líkt og í fyrra. Geri mér ekki grein fyrir því hvað Johanson meinar með þessu.
Varðandi áskorunina hjá liverpool.is, þá er hún komin í 1900 manns núna seint í kvöld. Ég þurfti reyndar að fá frænku mína til að skrá sig til að geta séð það, en maður verður að gera það sem til þarf til að svala forvitninni. 🙂