**Hólí fokking krapp!!!**
Sko, þegar ég skrifa þetta þá er frétt númer 1 á Soccernet það að Man U séu að kaupa Ji-Sung Park. Okei!
Frétt númer 2 er hins vegar þessi: [Martina won’t back Liverpool](http://soccernet.espn.go.com/headlinenews?id=335142&cc=5739). Ok, hver ætli þessi Martina sé? Er þetta kannski mikill áhrifamaður innan UEFA? Ha?
Nei,
MARTINA NAVRATILOVA!!!
!!!
Eru menn ekkert að grínast í gúrkunni? Semsagt, frétt númer 2 á Soccernet er að hin fimmtuga **tenniskona**, Martina Navratilova sé á því að Liverpool eigi ekki að vera í Meistaradeildinni á næsta tímabili!!!
!!!
Hvað næst? Eigum við ekki að spyrja Bono? Rod Stewart? Larry Bird? Ég meina vá! Þetta er án efa ekki-frétt ársins.
Ef þetta er bandarísk síða, sem mig grunar, þá kemur þetta ekki á óvart. Kanarnir eru spes. :laugh:
Já, Soccernet er í eigu ESPN, en samt þá eru þetta bretar, sem halda síðunni úti.
Bretar, kanar, mér er sama, þetta hlýtur að vera brandari hjá þeim.
Sjálfur hef ég eftir áreiðanlegum heimildum að Halldór Ásgrímsson sé ekkert alltof hrifinn af þátttöku Liverpool í Meistaradeildinni að ári :laugh:
Heyrði líka viðtal á Útvarpsstöðunni heyrt og logið við Lalla Johns. Og hann sagðist alls ekki styðja þátttöku Liverpool í keppninni. Orðrétt sagði hann: “Reglur eru reglur og þeim ber að fara eftir í þaula:”
Annars vakti þetta athygli mína:
“The Liverpool Echo have gathered 3,000 messages of support from all over the world, with more continuing to roll in. ”
Ekki finnst mér það mikið samanborið við undirskriftasöfnun http://www.liverpool.is
Jæja þá er þetta búið, UEFA Cup here we come :laugh:
Las þessa “rosalegu” frétt og tek heilshugar undir með greinarhöfundi. Skil ekki merkilegheit þessarar fréttar, en finnst samt í ljósi aðstæðna ansi “bold” af henni að vera bauna á Liverpool í einhverju photo-myndatöku á Anfield við hlið bikarsins. Hennar skoðun er jafnréttmæt og annarra, en come on … sem önnur frétt á soccernet???
Hehe, ég er bara alveg sammála Martinu. Allt sem hún segir, varðandi fótbolta, ættu að vera lög.
Veit einhver hvað Bubba Morthens finnst um málið?
Og já, þetta er merki um gríííðarlega gúrkutíð. Úff hvað ég bjóst ekki við svona lítilli hreyfingu á leikmannamálum fyrstu tvær vikurnar eftir úrslitaleik.