Í dag er fimmtudagurinn 16. júní. Það eru 22 dagar síðan Liverpool FC unnu Meistaradeild Evrópu, og þvert á það sem menn héldu að myndi gerast er alveg fáránlega lítið að frétta af leikmannamálum.
Þannig að mér datt í hug að stytta mönnum stundir í gúrkutíðinni með smá myndasyrpu. Það eru engin verðlaun í boði fyrir að geta úr hvaða leik myndirnar koma!
Og bara svona til að minna menn á, þá erum við Evrópumeistarar! 😉
Hversu góð var markvarslan hjá Dudek gegn Schevchenko 😯 😯 😯
Og svo sést hann hugga Dida í leikslok. Jerzy Dudek – þvílíkur karakter! EF Reina kemur ekki til okkar eftir allt saman og við “sitjum uppi” með Dudek í haust, þá verð ég a.m.k. ekki jafn stressaður og síðasta vetur með hann í markinu. Hann hlýtur að vera með gríðarlega mikið sjálfstraust eftir úrslitaleikinn, og því ætti hann að spila vel. 🙂
Ég veit þetta er orðið gott, en mig langar bara að segja það einu sinni enn. Allir saman nú:
LIVERPOOL ERU
EVRÓPUMEISTARAR!
Fjúff! Yndislegt alveg. Vonum svo að þessari gúrkutíð fari að ljúka… 😉
Ahh sweet memories 🙂 :biggrin: :biggrin2:
ahhhhh allt annað eftir þetta er óspennandi 🙂
Æði! Æði! Æði!
Mér finnst við einmitt ekki minnast nógu oft á það að **Liverpool eru Evrópumeistarar**
Glæsilegar myndir… En skelfileg gúrkutíð. Átta menn sig annars á að það er innan við mánuður í fyrsta leik? 😯
Veit einhver hvað Diouf fór á mikið?
Það kom fram að það hefði verið “undisclosed sum”
Semsagt, það veit enginn, en það eiga eflaust fullt af blöðum eftir að giska á einhverjar tölur.
Eitthvað segir mér að fyrst að talan er “undisclosed” þá hafi hún verið ansi lág, enda Liverpool menn kannksi bara sáttir að losna við hann af launaskrá.
En ég var einmitt að velta þessu fyrir mér um daginn með evrópumeistaratitilinn og ég held að það muni ekki sökkva almennilega inn hjá mér fyrr en ég sé leikinn (ég er einn af þeim heppnum sem höfðu engann möguleika á því að sjá hann upphaflega án þess að missa vinnuna 🙁 😡 )
Þeir sem ég þekki og treysti hvað best þegar kemur að þessum málum eru pottþéttir á að kaupverðið hafi verið 4,9 milljónir punda.
4,9 milljónir punda er ekki slæmt fyrir þennan ónytjung. Við ættum að geta keypt eins og hálfan Dirk Kuyt fyrir þann pening… 🙂
Það hefði verið nóg að losa þennan vitleysing af launaskrá og láta Bolton borga Liverpool með bílfarmi af ávöxtum til að gera mig sáttan. Feginn að vera laus við þetta viðrini!