Margir höfðu pælt í því hvort Benitez myndi vilja nota Alou Diarra á miðjunni á næsta tímabili, sérstaklega þar sem það hefur heldur betur fækkað í miðjumannahópnum hjá okkur.
En núna virðist pottþétt að liðið mun [selja Diarra til Lens fyrir tvær milljónir punda](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4125050.stm).
Ok, hvað þá með miðjuna? Liverpool er núna búið að selja (eða eru líklegir til að selja) Cheyrou, Smicer, Biscan og Diao. Það er því orðið ansi fámennt í miðjuhópnum. Á miðri miðjunni eru í raun bara Hamann, Alonso og Gerrard sem raunhæfir möguleikar (Welsh var alls ekki að standa sig á síðasta tímabili). Það verður athyglisvert að sjá hvað gerist, því það hefur verið lítið um miðjumannaslúður í sumar.
Er þetta ekki bara ágætt? Við fengum hann frítt en náum að hala inn smá aura fyrir hann! Reyndar sá ég hann aldrei spila, veit varla hvernig hann lítur út einu sinni. En það virtist aldrei vera vilji til að gefa honum séns, hvorki hjá Houllier né Benitez.
Ætli Hr. B. eigi ekki eftir að ræna litlum, efnilegum kjúlla til að setja á miðjuna líka. Rétt eins og hann var að gera við bakvarðastöðuna.
Í greininni stendur að Diarra hafi spilað sinn fyrsta landsleik gegn Ísraelum á tímabilinu – vaknar þá óneitanlega spurningin um hvort um hafi verið að ræða A-landslið þeirra Frakka eða e-ð djók eins og við Íslendingar t.a.m sendum á Indlandsmótið forðum daga? Ef um hardcore A-landsleik er um að ræða þá finnst mér nú frekar furðulegt að skoða drenginn ekki nánar..
Hann spilaði A-landsleik, veit reyndar ekki hvernig hann stóð sig en ég veit að hann stóð sig frábærlega í frönsku deildinni á síðasta leiktímabili. Las reyndar um daginn að Rafa vildi hafa hann í Liverpool en Diarra væri einfaldlega komin með nóg af óvissunni og þess vegna óskaði hann eftir að fá að fara.
Já maður skilur það sjónarmið hans svo sem, en að vera viðriðinn franska landsliðið ætti að gefa honum byr undir báða vængi – greinilegt að hann var ekki reiðubúinn að stökkva beint í djúpu laugina og því greinilega réttmæt ákvörðun að lána hann til Le Havre, Bastia og Lens og augljóslega stigið skrefið frá því að vera efnilegur leikmaður sem hann var þegar hann var fenginn frá Bayern M og í það að vera það góður að vera valinn í landsliðið sem hlýtur að vera ofarlega á “things to achieve” lista hvers leikmanns. Synd verð ég að segja að láta hann fara – en það er til lítils að halda honum ef hann á annað borð hefur séð sæng sína útbreidda og þreyttur á að sigla undir lánsfánum. Nevertheless hefði það verið gaman að sjá hann fá amk nokkur tækifæri…. :rolleyes: