Rafa: Reina eeeer að koma

Jæja, Rafa [staðfestir](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149154050623-1337.htm) að Liverpool séu nálægt því að næla í Jose Reina. Hann segir að þeir séu nálægt því, en málið sé ekki alveg klárað.

Semsagt, Reina kemur til Liverpool.

Þá er bara næsta spurning, hvað verður um Dudek? Ætli hann sé á leiðinni til Feyenoord í skiptum fyrir Dirk Kuyt?

3 Comments

  1. Ég myndi segja… að það sé svona álíka líklegt að Reina komi ekki og að Chelsea selji Frank Lampard yfir til Liverpool.

  2. Því að láta Dudek fara líka? Við þurfum 3 markverði í vetur þar sem að ef einn markvörður meiðist þá erum við bara með einn til vara. Kirkland er í láni þannig að hann kemur ekki á þessu tímabili og ég á ekki von á að hann komi aftur nema að hann sýni það að hann geti spilað eitt tímabil án meiðsla. ÞAÐ er jafn “álíka líklegt og að Chelsea selji Lampard til LFC”.

  3. Látum Dudek fara, það er fáránlegt að vera með þrjá topp markmenn í liðinu. Við verðum alltaf með einhvern þriðja markvörð til vara, en það verður bara unlingaliðs markvörður.

    Það leyfir sér ekkert lið, ekki einu sinni Chelsea, að vera með þrjá topp markmenn í hópnum.

Leikjalisti

Diarra seldur