Jæja, breska íþróttapressan fjallar aðeins um eitt í dag: Steven Gerrard. Í viðbót við það, sem við fjölluðum um [í gær](http://www.kop.is/gamalt/2005/07/03/18.01.29/) hafa bæst margar greinar. [The Mirror rekja það](http://www.mirror.co.uk/sport/football/tm_objectid=15695751%26method=full%26siteid=94762%26headline=gerrard%2d%2d58%2d%2dit%2ds%2dall%2dover-name_page.html), sem *þeir* segja að hafi gerst á æfingu hjá Liverpool á laugardag:
>The straw that broke the camel’s back came when Gerrard – who has two years left on the deal he signed last summer after turning his back on Chelsea at the 11th hour – arrived to train on his own at Melwood on Saturday afternoon.
>Benitez, who had conversations with Gerrard on both Wednesday and Thursday, gave him permission to come in for a private session following Jamie Carragher’s wedding 24 hours earlier.
>But when the pair spoke for a third time as Gerrard arrived to train they became locked in an angry exchange that left the player furious and determined to quit and Benitez complaining that he is being used as a scapegoat to make the midfielder look as if he is being forced out.
>Benitez’ assistant Paco Esteban put a terse and unhappy Gerrard through his paces, while the manager’s mood was described by friends as “pessimistic” as a result of the row.
>The Spaniard believes he is being set up by Gerrard and his advisers at the SFX group, in particular agent Struan Marshall, who held talks with Parry on Wednesday and Thursday.
>Privately, the Liverpool boss is understood to be frustrated that Parry chose to go on holiday before sorting the problem out and putting an acceptable deal on the table, maintaining that he is not responsible for slowing things down.
Mikið er þetta nú allt saman bjánalegt. Ef að Gerrard er að fara, þá þarf enginn að segja mér að ástæðan fyrir því sé sú að samningaviðræðurnar hafi ekki klárast á nokkrum dögum, einsog ensku blöðin vilja láta í veðri vaka. Ef hann er að fara, þá er það vegna peninga, og þessi sirkus er þá skipulagður af umboðsmönnum hans til að láta hann líta betur út.
Echo fjalla lauslega um þetta mál, en greinin þeirra bætir í raun engu við (þeir eru ekki alveg eins mikið að tapa sér í æsifréttamennskunni): [Fresh Gerrard doubts as contract talks stall](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15696564%26method=full%26siteid=50061%26headline=fresh%2dgerrard%2ddoubts%2das%2dcontract%2dtalks%2dstall-name_page.html).
Rauði þráðurinn í umfjölluninni núna virðist vera sá að Rafa vilji hafa Gerrard áfram og hafi haft áhyggjur af því að samningaviðræðurnar væru ekki farnar af stað. Einnig að Gerrard hafi verið viljugur til að setjast niður strax, sérstaklega þar sem að samningamál við Didi Hamann hafi verið kláruð á nokkrum dögum.
En sökudólgurinn samkvæmt öllum blöðunum í dag er Rick Parry, sem fór í sumarfrí áður en hann tók upp samningamál við Gerrard. *Samkvæmt blöðunum*, þá finnst Gerrard einsog menn hafi tekið sig sem sjálfsagðan hlut eftir yfirlýsingarnar í Istanbúl og að honum hafi sárnað að samið hafi verið við Hamann strax eftir leikinn, en beðið með samninginn sinn (sem er náttúrulega fáránlegt, því Gerrard á tvö ár eftir af samningnum sínum, en Didi var samningslaus.
Það, sem mér þykir þó skipta mestu máli í þessu er að samkvæmt öllum þessum greinum þá er þetta algjörlega stormur í vatnsglasi. Þessi brjáluðu vandamál, sem blöðin eru að skrifa, eru EKKERT sem ekki væri hægt að laga ef að menn myndu gleypa stoltið í fimm mínútur, setjast niður og klára þessi mál. Samningaviðræður enda oft í rifrildum, þar sem allir sitja fastir á sínu, en oft þarf ekki nema að róa sig niður og byrja að hugsa skýrt til að menn átti sig á málinu og setjist aftur niður.
Sá vægir sem vitið hefur meira, og ég treysti því að Rafa og Rick Parry klári þetta mál í rólegheitunum og semji við fyrirliðann okkar.
Þannig stendur þetta því núna. Ólíkt því, sem gerðist í fyrra þá er enginn í fjölmiðlabanni og því megum við eiga von á að þetta mál skýrist mun fyrr heldur en var í fyrra. Það er blaðamannafundur í dag, þar sem að Zenden og hugsanlega Reina verða kynntir. Þar má bóka það að flestar spurningarnar muni snúast um Gerrad.
Það verður allavegana einhver að koma fram og tala um þetta mál, annaðhvort Rafa, Rick Parry eða Gerrard sjálfur. Það gengur hreinlega ekki að láta okkur Liverpool aðdáendur ganga í gegnum sama fjölmiðlasirkusinn annað árið í röð.
Sammála þessu með peningana…
Þetta skrifaði ég á Liverpool spjallið þegar samningamálin fóru af stað:
“Ég vona að þessu verði lokað sem fyrst. Hef smá áhyggjur yfir þessu viðræðum. Mér finnst þetta hafa dregist á langinn og ég spyr mig hvers vegna..?
Gerrard á há laun skilið en það er spurning hversu gott það er fyrir liðið að hafa einhvern einn leikmann á miklu hærri launum en allir aðrir. Ég er einlægur aðdáandi Gerrard. Maðurinn er knattspyrnugoð…. þvílíkt góður. En mér finnst Gerrard ekki hafa spilað nógu vel úr sínum spilum síðastliðið ár. Og mér finnst hálfvegins eins og hann sé ennþá í einhverjum vafa hvar hann vill vera.
Ég vildi óska þess að það væri meiri Jamie Carragher í Gerrard. Carra myndi sennilega borga fyrir að fá að spila í rauðu treyjunni……. nei ég segi svona. Þetta er sagt í gríni. En öllu gamni fylgir smá alvara. Punkturinn hjá mér er að mér finnst Gerrard einhvern veginn ekki hafa verið nógu Liverpool hollur miðað við að hann er fyrirliði og púra uppalinn.
Ég bið menn að anda rólega þó ég velti þessu svona upp. Ég vona að Gerrard verði áfram en ég vildi óska þess að það væri aðeins minni “bisness” bragur yfir þessu öllu saman af Gerrard hálfu og aðeins meira Liverpool hjarta.
Mér finnst stundum eins og þetta sé farið að snúast of mikið um Gerrard. Að Liverpool standi og falli með hvort hann verður áfram eða ekki og ég hef á tilfinningunni stundum eins Steven Gerrard hugsi þannig líka. Hann vill vita hvað Liverpool ætli að gera til að styrkja liðið o.s.frv. o.s.frv. Allar þessar yfirlýsingar hjá Rafa að hann ætli að byggja liðið upp í kringum hann o.s.frv.
Stundum er ég bara ekki alveg að “gúddera” þetta allt saman. “
Veit einhver hvenær þessi blaðamannafundur á að vera í dag
Við verðum líka að taka inn í dæmið hlutverk SFX (umbafyrritækið sem Gerrard er með samning við) í þessu. Umboðsmaður Gerrard er búin að vera að tala við Real Madrid frá því eftir Milan leikinn og Liverpool veit af því en hvað geta þeir gert ?
Er ekkert að frétta af þessum blaðamannafundi