Uppfært (Kristján Atli): Yfirlýsingin var að berast: STEVEN GERRARD VILL YFIRGEFA LIVERPOOL FC!
Flott mál. LOKSINS búið að fá niðurstöðu í þetta mál, af eða á, og nú getum við LOKSINS hafið það ferli að losa okkur við manninn sem hefur ekki trú á Rafael Benítez og félögum sínum, og kaupa í staðinn leikmann sem vill spila fyrir Liverpool FC undir stjórn Rafael Benítez.
Þetta er ekki skemmtilegur tími til að vera Liverpool aðdáandi. EN… þetta er vissulega áhugaverður tími til að vera Liverpool aðdáandi.
Þegar Keegan fór, þá fengum við leikmann í staðinn. Man einhver hvaða leikmaður það var? 😉
Upphafleg færsla:
Mér líður eins og ég sé staddur inná biðstofu tannlæknis. Eftir að aðgerðinni á kjálka mínum hefur verið frestað í nokkur skipti, sit ég hér enn einu sinni og bíð eftir að aðstoðardaman opni hurðina, brosi til mín og segi mér að ég megi koma inn núna.
Akkúrrat á þessari stundu, áður en daman opnar hurðina, má segja að ég sé að undirbúa mig undir áfallið. Áfallið virðist vafra fyrir ofan axlirnar á mér og bíður eftir þessu augnabliki, þegar það getur sest með öllum sínum þunga á brjóstið og axlirnar á mér. Ég veit að aðgerðin er nauðsynleg og mun gera mér gott til lengdar, en það breytir því ekki að aðgerðin sjálf er stressandi og sársaukafull, auk þess sem ég er skíthræddur við nálar.
Steven Gerrard. Helvítið hann Steven Gerrard. Hvort hann er “sekur” í þessu máli eða ekki veit enginn, og ég efast um að við munum nokkru sinni vita nákvæmlega hvers vegna atburðir síðustu þriggja sólarhringa gerðust. Það eina sem við getum haldið tangarhaldi í er þetta:
EF hann fer getum við með fullkominni samvisku snúið baki við honum, kallað hann öllum illum nöfnum og fylkt liði á bak við Strákana Okkar – þá sem ekki svíkja lit fyrir peninga – og beðið til Guðs, Allah, Jesú, Búddha og John Lennon að Rauði Herinn fái einhvern tímann að spila gegn því liði sem Gerrard fer til, bara svo að við getum notið þess að sjá hann skíttapa fyrir liðinu sem hann átti aldrei að yfirgefa!
…eða…
EF hann verður kyrr getum við enn á ný breitt út sameiginlegan faðm okkar og hrósað happi – einn allra besti miðjumaður í heiminum er ennþá fyrirliði Liverpool FC og með hans hjálp ætlum við okkur stóra hluti!
Spurningin er bara, hvor niðurstaðan verður að veruleika? Það er erfitt fyrir mann að ætla að hrópa á Stevie núna og kalla hann öllum illum nöfnum, þar sem hann er ekki farinn og það er alls ekkert víst að hann eigi nokkra sök í þessu máli. Að sama skapi finnst manni erfitt að reyna að verja hann, meðvitaður um það að hann er kannski að stinga klúbbinn í bakið í þessum töluðum orðum.
Paul Tomkins, sem við Einar höfum báðir gríðarmikið álit á, birti í dag nýjustu grein sína sem fjallar að sjálfsögðu um þessa ljótu, ljótu, ömurlegu sápuóperu alla saman: STEVEN GERRARD: SIGN UP, OR SHIP OUT!
Í þessari grein fjallar Tomkins á sinn skýra og einfalda hátt um Gerrard-málið, og lýkur greininni á eftirfarandi orðum. Mér finnst við hæfi að láta þau fylgja hér, þar sem ég er 1,000% sammála því sem hann segir hér:
>”At this point in time I actually don’t care that much if he stays or goes, as I see Liverpool being winners both ways. Losing him on the cheap in 2006 or 2007 would be a disaster; but someone paying top dollar this summer would satisfy me, as it would give Rafa the chance to build a better all-round side, providing he spends that money wisely (he has tended to, so far). If prospective players might want to play alongside Gerrard, then I feel satisfied that this will pale when compared to their desire to play for Benítez.
>All I care about is where Gerrard goes. Chelsea or Manchester United, and I’d feel sick to the core, and concerned at strengthening our domestic rivals; Real Madrid and I’d see a lot of new ‘possibilities’ ?? a better Real Madrid, of course, but a better, and more unified Liverpool, too.”
Nákvæmlega. Mér líður svona núna. EF Gerrard framlengir við Liverpool og spilar með öllu hjarta og af fullri alvöru, bjartsýnn á framtíðina undir stjórn Rafa, fyrir Liverpool þá verð ég sáttur við að hann sé áfram.
Ef ekki, þá vill ég selja hann og það sem fyrst. Lesist: Ég vill selja Steven Gerrard … svo lengi sem hugur hans og hjarta liggi ekki lengur hjá Liverpool FC. Eins og Tomkins sagði, betra að fá útlending sem spilar af fullum hug en að hafa heimalinginn, dýrðling okkar allra, sem hengir haus.
Sjáum hvaða yfirlýsingu við fáum seinna í dag. Sú yfirlýsing mun sennilega skýra ansi margt…
Staðfest strákar, he’s off, hinn “hughrakki” Gerrard lét umbann sinn um að tilkynna klúbbnum þetta…
Nú er það bar að pressa prísinn upp í 40 millur…..
Hann er að fara….málið dautt! Good riddance!
Jamm. Ég geri tvær kröfur varðandi söluna á honum:
1. Ef Chelsea voru reiðubúnir að byrja boðið í 32m þá eigum við ekki að líta á neitt undir 35m. Ég er líka með það á hreinu að Real borga a.m.k. 40m fyrir hann ef við heimtum þá upphæð…
2. Ekki selja hann til fokking Chelsea!!! Ég afber það ekki ef hann vinnur titil með Chelsea á næsta ári … ég hreinlega meika það ekki.
Það er allt og sumt. Og fyrir þá sem segja að þessi sápa sé búin, þá er hún bara rétt að hefjast. Við vitum allavega í hvaða átt hún stefnir núna, en það breytir því ekki að við eigum eftir að sjá þvílíkt verðstríð um Gerrard næstu daga … og svo mun Rafa hella sér út á markaðinn til að finna eftirmann Gerrards.
Hverjir koma til greina? Ballack, Baraja, einhverjir fleiri sem eru af nægum gæðum til að geta fyllt upp í þetta skarð? Það verður spennandi að sjá hvað Rafa gerir við millurnar…
Magnað, varla mánuður liðinn síðann hann sagði sjálfur að hann vildi alls ekki fara. Þvílíkur skrípaleikur.
Svo lengi sem við kaupum ekki Crouch til að fylla í skarð Gerrard 😀
Djö……. hvað er eiginlega að drengnum!!!!
Hann er búinn að vinna allt með LFC nema ensku deildina og við stefnum ótrauðir á að vinna hana á næsta tímabili. Þannig að þetta getur ekki verið neitt nema helv…. græðgi, hvað er að verða um fótboltan í dag? er ekki til neitt sem heitir hollusta lengur???
Ég meina Gerrard er að fara frá klúbbnum sem gerði hann að þeim fótboltamanni sem hann er í dag.
Jæja fjandinn hafi þá er þessi sápuópera loksins að verða búinn, farið hefur fé betra.
Það er til nóg af góðum leikmönnum í heiminum fyrir miklu minni pening en helmingi stærra hjarta.
Bara eitt í viðbót, ALLS ALLS ALLS EKKI CHELSEA, ALLT ANNAÐ EN ÞAÐ.
má ekki gerast að hann fari til liðs á Englandi, það er náttúrulega bara rugl.
Ég er sáttur við að hann verði seldur, ef hann hefur ekki áhugann þá er bara að selja hann strax.
Ég er til í Pablo Aimar, Essien, Figo, Ballack og einhverja fleiri. Málið er að við getum fengið leikmenn sem vilja spila fyrir liverpool.
Ótrúlegt að hann skuli samt vilja fara. Evrópumeistarar, komnir nýjir sterkir leikmenn, Benitez hefur svo sannarlega sýnt hvað hann getur gert og það virðist vera uppsveifla í gangi hjá klúbbnum.
Seljum hann og látum hann bara sjá eftir því eins og Owen.
Við seldum Owen og urðum evrópumeistarar, seljum Gerrard og verðum Englandsmeistarar líka, ég er til.
Já það er ótrúlegt hvað umboðsmenn geta haft mikil áhrif í þessum leikmannamálum.
Kannski er það skiljanlegt að vissu leiti þar sem þeir fá á bilinu 10-20% af kaupverði kappana. Því er þeim fyrir bestu að leikmennirnir skipti sem oftast um lið, á sem hæsta verði.
Svo er stóra spurningin hversu trúr og traustur er leikmaðurinn liðinu sínu. Ég sé hann Gerrard ekki spila með hjartanu hjá næsta liði, heldu verður það fyrir peninginn.
Ég er sammála nafna mínum að það er gott að þetta sé komið á hreint, nú sjá allir hvar hjarta Gerrars er, ekki hjá Liverpool.
Vonandi hans vegna og okkar þá fer gaurinn ekki til Chelsea , það væri sjálfsmorð. Álit allra liverpoolmanna á honum myndi hverfa og til yrði mest hataði Liverpool leikmaður fyrr og síðar (allavega mitt álit).
Kveðja
Krizzi
sama hvert hann fer þá get ég alldrei fyrirgefið honum.
Vonand fótbrýtur Carragher hann á næstu leiktíð, ef að við fáum tækifæri til að spila gegn honum.
Selja manninn burt frá Englandi – sama hvert (þess vegna til Súdans) og fá helst um 40 millur fyrir hann !
Allt þetta tal um að það megi alls ekki selja hann til Chelsea – væri eitthvað betra ef hann færi t.d. til Man. fokking Utd. Ef hann vill burt þá burt af landinu !!!!!!!!!! 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡 😡
Djöfulsins mannbleyðan
Áður en menn tapa sér í svartsýni vill ég endurtaka spurningu mína úr þessari færslu hér að ofan:
“Þegar Keegan fór, þá fengum við leikmann í staðinn. Man einhver hvaða leikmaður það var?”
Hmmm?
Svarið ætti að minna ykkur á elsta mottó LFC: Enginn einn leikmaður er stærri en klúbburinn!
*- réttir upp hönd -* Ég veit, ég veit, ég veit!!!!
**Kenny!**
Hvað er í verðlaun???
Án þess að hljóma ofbeldisfullur, þá mætti alveg mín vegna taka þennan dreng og berja hann með oddhvössum steini í ennið. Klúbburinn gerði auðvitað reginmistök með því að semja ekki við hann strax í þynnkunni föstudaginn eftir meistaradeildarleikinn, en það réttlætir ekki þennan væl í Gerrard og umboðsmanninum að Gerrard vilji fara bara af því að menn voru seinir til við að semja.
Ef þér finnst vera seinagangur þá segirðu bara “Halló! ekkert að gerast hérna? Eigum við ekki að drífa þetta af?” í staðinn fyrir að leka allskyns bulli í öll dagblöð á Englandi um að klúbburinn sé að draga lappirnar.
Bascombe er reyndar með athyglisverðar kenningar um þetta hér þar sem honum finnst undarlega mikil tilviljun hvað Chelsea var tilbúið með kauptilboð að kvöldi dagsins sem allt fór í háaloft og byrjaði meira að segja að leka upplýsingum um yfirvofandi tilboð í blaðamenn á sunnudagskvöldið.
Það verður bara að segjast að núna eru yfirgnæfandi líkur á að drengurinn fari til Chelsea af því að mjög margt bendir til þess að atburðarásin sé hreinlega hönnuð af SFX og Mourinho.
Talandi um að berja einhverja með oddhvössum steini í ennið…
Framtíðin.
Það er það sem er í verðlaun.
Jammm, ég mæli með greininni, sem Kiddi bendir á:
[Gerrard is faced with agonising choice again](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15701749%26method=full%26siteid=50061%26headline=gerrard%2dis%2dfaced%2dwith%2dagonising%2dchoice%2dagain-name_page.html).
Reyndar skrifuð áður en yfirlýsingin kom, en góð engu að síður.
Jesús minn almáttugur. Þvílík steypa þessir síðustu tveir dagar!
Nú er þetta komið á hreint. Fyrirliði Evrópumeistara Liverpool hefur ekki trú á frekari afrekum liðsins.
Seljum hann til Real Madrid á 35 milljónir (45 ef Chelsea á í hlut), kaupum Ballack og Baraja og gerum að lokum Jamie Carrager að fyrirliða Liverpool!
Kannski rétt eins gott að klára þetta drama núna því það virðist alltaf vera stutt í fýluna hjá Gerrard, meira að segja rétt eftir sigur í Meistaradeildinni!
Það sem mig sárnar einna mest er að Gerrard er með þessu búinn að útiloka þann möguleika að verða nefndur í sögubókum Liverpool í sömu andrá og Rush, Dalglish, Smith, Thompson, Hughes og allar hinar hetjurnar. Það mun vega þungt í lok ferils Stevie G spái ég!
Jæja já :confused:
Þá er þetta búið og vonandi verður hún seld úr landi. Ég er bara mjög sáttur við að hún fari, þar sem hún hefur ekki rétta hjartað í nýja tíma, það sést á því hvað þetta er mikil kerling að láta umbann um að segja frá afstöðu sinni.. 😡
ÉG BÝÐ J,C VELKOMINN SEM OKKAR FYRILIÐI , ÞAR ER MAÐUR MEÐ HJARTAÐ Á RÉTTUM STAÐ OG HEFUR FULLA TRÚ Á ÞVÍ SEM ER AÐ GERAST :biggrin2: :laugh: :biggrin: :biggrin:
S,G getur farið til spánar eins og hinir 2 sem sögðu einmitt það sama ( ég er ekki að fara frá Liverpool)
og vona ég að kerlingin hafi það jafn gott og S,M hehehe og endi svo hjá Stok
Ummæli Les Lawson, Liverpool International Supporters’ Association, segir allt sem segja þarf:
“‘No one player is bigger than Liverpool Football Club. If winning the European Cup is not competing at the highest level, and winning winning major trophies, I don’t know what is.
‘He has turned down £100,000 a week; I’m still paying off my credit card bill and thousands of Liverpool supporters are the same from going to Istanbul to cheer him on and he is turning down £100,000 per week to play for the team that he is supposed to have supported since he was a kid.
‘He is supposed to be a boyhood Red. As far as I’m concerned he’s not. If he wants to leave Liverpool, last season they were after him three times to sign a new contract and he was saying `wait, wait’.
‘He’s won every major honour with Liverpool except the Premier League title, which is not bad going for a team that can’t compete at the highest level,’ Lawson said.”
Heimild: http://www.soccernet.com
Hefði ekki Scott Parker verið ákjósanlegur kostur? Hann væri allavegana einn, sem ég sæi fyrir mér.
Annars, Ballack! Ballack, Ballack, Ballack!!! Getur Didi ekki hringt í hann núna? Ha? 🙂
En ég veit að ég er búinn að halda svo mörgu fram undanfarna daga, að það er ekki mikið mark takandi á mér :-). Eeeeeen, ég trúi því ekki að hann fari til Chelsea. Þetta verður ekki einsog Rooney til Man U, það yrði svo miklu, miklu verra.
Farðu til Real Madrid. Já, eða væri ekki snjallt fyrir hann að fara bara til Barca? Liverpool er allavegana með trompin í hendi. Hann á tvö ár eftir og hann er einn eftirsóttasti leikmaður í Evrópu. Liðið hlýtur að selja hann fyrir gott verð og verðið hlýtur að þurfa að vera þeim mun hærra ef hann fer til liðs á Englandi.
Einar, hér er verið að segja að Barca séu búnir að bjóða 37 milljónir í Gerrard!
Það hafði aldrei hvarflað einu sinni að mér að hann myndi ekki fara til Real eða Chelsea. Ég hata báða þá klúbba … en ég elska Barcelona. Ef hann færi þangað yrði ég einfaldlega hæstánægður!!!
Ég hata Real Madrid og Chelsea og held með Barcelona en ég elska ´Barcelona nú ekki eins og Liverpool, en Gerrard á ekki skilið að fara til Barcelona, hann á að fara til Real Madrid þar sem hann getur spilað með hinum kellingunum,bECKHAM OG fleirum.
Hvað með t.d. að kaupa Jenas frá Newcastle ? Það er spilari sem ég hef lengi verið hrifinn af ! Legg það líka til að allir sem eiga búninga með Gerrard aftan á brenni hann !!!
Gerrard hefur ekki haft trú á Liverpool lengi, það var nú bara síðastliðið haust þegar hann lýsti því yfir að Liverpool gæti ekki unnið Meistaradeildina og Rafa trompaðist yfir því. Og núna hefur hann ekki trú á því að við getum unnið deildina. Kannski fær hann að eta orð sín aftur….
Það yrði annars fyndin tilviljun, Owen fer og við vinnum CL, Gerrard fer og við vinnum deildina ????
Það væri svo yndislegt!
Ég er allavegana bjartsýnni á að við vinnum deildina í dag en ég var fyrir rúmri viku 🙂
Og sjá hérna: [Dalglish fyrir Keegan](http://anfieldroad.com/index.php?option=com_content&task=view&id=539&Itemid=51). Það gerðist eftir við urðum Evrópumeistarar 1977.
Ég hef verið að velta fyrir mér yfirlýsingu Gerrds þ.e. þeim ummælum hans að þetta hefðu verið erfiðustu sex vikur í lífi hans.
Þetta getur ekki þýtt neitt annað en að hann var búinn að ákveða að fara, en svo varð Liverpool Evrópumeistari og það setti strik í reikning hjá honum. Hefði Liverpool dottið út t.d. á móti Juve eða Chelski þá hefði hann getað sagt að klúbburinn væri ekki á réttri leið, hann vildi vinna titla (sem er raunar bölvaður orðaleppur því hver vill ekki vinna titla ?) þá hefði hann getað farið og margir hefðu sagt ok. Hann var búinn að segjast ætla að sjá til. Liverpool vann ekkert, hann má og getur farið.
Svo kom vesenið. Liverpool vann Meistaradeild Evrópu og hann fékk sem fyrirliði að taka við dollunni og þeir er innan við fimmtíu sem hafa fengið þann heiður og þá var Gerrard kominn í klípu. Hvernig gat hann sagt að Liverpool væri ekki á réttri leið ? Búinn að vinna stærsta bikarinn í leik sem verður talað um næstu 300 árin eða svo.
Þá varð að gera eitthvað annað og það var að búa til slúður um að Liverpool vildi selja hann. Það er svo augljóst á viðbrögðum Benitez á fréttamannafundinum í gær að hann var sleginn, byrjaði að tala um Gerrard sem framtíðarþjálfara og svo framvegis. Vantaði bara að hann byði honum að sofa hjá konu sinni. Þetta voru ekki viðbrögð manns sem var búinn að plotta að losa sig við Gerrard þvert á móti.
Munið líka að Asley Cole sagði að það væri búið að ganga frá því að Gerrard færi til Chelski. Skyldi þó ekki vera satt eftir allt saman ?
Hvað um það, Gerrard fer. Mér er slétt sama hvert, en ég reikna með að það verði Chelski. Ég ætla að muna eftir því sem hann gerði vel.
Ég held að hann sé að gera stærstu mistök sín til þessa. Hann er að missa af tækifæri til að vera fyrirliðinn sem kemur með meistartignina aftur á Anfield en í stað þess vill hann vera privat Gerrard hjá Chelski. Hann á örugglega eftir að vinna titla og hvaðeina þar og fá meiri pening, en ég held að það verði súrsæt tilfinning hjá honum.
Ég hefði viljað hafa hann áfram. Liverpool verður ekki betra án hans, en hann er ekki ómissandi og að sumu leyti er þetta léttir að þurfa ekki að hafa þennan sirkus áfram í vetur. Þótt hann hefði skrifað undir núna þá hefði þessi umræða haldið áfram á fullu.
Mér líður eins og ég hafi verið stunginn í bakið í bókstaflegri og óbókstaflegri merkingu…….
Ég er líka sár yfir því að hafa snúist upp í arminn á Gerrard eftir yfirlýsingar hans eftir Evrópusigurinn.
Ég var búinn á tímabili í vetur sætta mig við að hann væri á förum og það væri hið besta mál fyrir klúbbinn.
Þvílíkur kjáni sem þessi drengur er. Hann hefur tækifæri lífs síns í höndunum en nei.
Gerrard þú er ekki lengur fyrirliðinn minn. Ég er nú þegar búinn að afhenda Carragher fyrirliðabandið. Og því miður Gerrard minn þrátt fyrir kraftaverkin sem þú hefur stundum framkvæmt þá mun karakter þinn í þessu máli öllu saman verða til þess að ég mun sennilega aldrei tala um þig aftur sem …..
Kafteinn Stórkostlegur…….. þetta er í síðasta skiptið… Þú hefur tapað virðingu minni.