Gerrard talar

Jæja, Gerrard hefur talað. Í [samtali við Sky segir hann](http://skysports.planetfootball.com/LIST.ASP?HLID=289647&CPID=8):

>”The last six weeks have been the toughest of my life. The decision I have come to has been the hardest decision I have ever had to make.

>”I fully intended to sign a new contract after the Champions League final but the events of the past five or six weeks have changed all that.

>”I have too much respect for the club and the people at it to get involved in a slanging match.”

Ó plís. Gimmí a FOKKING BREIK!

Gerrard mun aldrei takast að snúa þessu sér í hag. Hann segist ekki ætla að ræða þetta frekar af því að hann hefur ekkert til að ræða um. Hann getur ekki mögulega kennt Liverpool um þetta. Það er hreinlega ekki sjens. Ekki eftir öll skiptin, sem hann vildi fresta samningaviðræðunum.

Hversu lélegt er að fresta alltaf viðræðunum þegar illa gengur, en loksins þegar vel gengur vilja þá allt í einu semja. Og fara svo í fýlu af því að klúbburinn stekkur ekki upp til handa og fóta og býr til samning á þeirri sekúndu.

Lélegt, Gerrard! Lélegt!

Þú verður að koma með betri afsökun til að sannfæra okkur.

Mikið vona ég að þetta mál klárist sem fyrst, svo við getum einbeitt okkur að framtíðinni og látið stælana í Steven Gerrard vera vandamál einhvers annars liðs.


Xabi og Carra, þetta er **YKKAR LIÐ!**

liverpool_2_27915a.jpg

Sýnið nú öllum heiminum að Gerrard hefur rangt fyrir sér!

20 Comments

  1. Hann er heimskari en ég hélt. Auðvitað á maðurinn að steinhalda kjafti og fara sína leið. Hann hefur náð stóru dollunni sem hann stefndi að og skal ég veðja við þig Einar Örn, 500 kalli að hann lyftir henni aldrei aftur!

    En ég er í raun eiginlega feginn að hann sé farinn því þá getum við farið að einbeita okkur að því að hugsa um LIÐIÐ Liverpool og Rafa getur farið að fjárfesta í leikmönnum sem VILJA vera hjá LFC. Fimmtíu milljónir vil ég sjá fyrir Gerrard. Ekki neinar “jarðhnetur”

  2. Respect my ass! Þessi maður veit ekki hvað virðing er. Hann sínir Liverpool enga virðingu, og ég vona að Liverpool síni honum heldur enga virðingu.

    Ég vona að þessi maður endi eins og Macca, sem rusl.

    “How can i leave after a night like that”.
    -Það er spurning.

  3. Ég held að það sé nú augljóst að hann er ekki að fara frá félaginu peningana vegna, þar sem að Liverpool bauð honum £100,000 í vikulaun.

  4. Nú er bara spurningin hvað við fáum mikið fyrir hann. Voru það mistök að samþykkja ekki 32 milljóna tilboð Chelsea? Því hann hlýtur að lækka í verði núna þegar hann er búinn að segjast ætla að fara og þar af leiðandi þarf Liverpool að selja hann. Vona bara að barátta Chelsea og Real um hann verði til þess að hann fari (vonandi frá Englandi) á uppsprengdu verði!

  5. Ég bara get ekki að því gert, en mér finnst þetta vera með verstu hnífsstungum í bakið hvað varðar þetta sport. Það varð allt vitlaust þegar Figo fór frá Barcelona til Real Madrid… ef Gerrard fer til Chelsea, þá skákar það Figo-æðinu við. Mér finnst þetta skítt af Gerrard, en hann hefur samt sínar ástæður og fyrst klúbburinn – Evrópumeistararnir! – heillar ekki meira… þá er gott að hann fari.

    Leiðin er upp á við hjá Liverpool!

  6. Æ ég veit það svei mér ekki. Gerrard er búin að vera frábær hjá þessum klúbbi og það eru margar ógleymanlegar stundir sem tengjast honum. Mér finnst svo sem ekkert óeðlilegt að knattspyrnumaður af hans kalíber vilji reyna sig hjá fleiri en einu liði á annars stuttum ferli þannig að persónulega þakka ég Gerrard bara fyrir vel unnin störf og hlakka bara til að sjá Carragher setja upp fyrirliðabandið. Það er enginn leikmaður stærri en Liverpool FC.

  7. >Ég held að það sé nú augljóst að hann er ekki að fara frá félaginu peningana vegna, þar sem að Liverpool bauð honum £100,000 í vikulaun.

    Já, en sjáðu til. 100.000 er ekki nóg þegar þú getur fengið 150.000 eða 200.000 pund hjá öðru liði. Einsog einhver sagði: It’s all about the bling bling!

  8. Jæja, hann er farinn… En hey, Liverpool er svo miklu meira en Gerrard. Ég er búin að fylgjast með Liverpool í meira en 30 ár og hef séð leikmenn fara og kom en eitt er sem ávallt stendur og það er LIVERPOOL FC.

    En nú þarf ég smá hjálp frá ykkur. Dagurinn fór í að taka niður allar myndirnar af Gerrard sem ég var búin að setja upp á skrifstofunni minni. Það sem mig vantar nú eru einhverjir linkar á síður þar sem ég fæ góðar myndir af leikmönnunum okkar sem ég get svo prentað út. Verð að setja eitthvað upp þar sem hann, hvað heitir hann nú aftur, var áður.

    Með von um skjótt viðbrögð frá ykkur,
    Stjani

    P.s. en og aftur frábær síða hjá ykkur strákar.

  9. ég hef ekki miklar áhyggjur af miðjunni á næsta tímabili með Xabi og Bolo zenden á miðjunni held að þeir eigi allveg eftir að brillera því Xabi hefur sýnt að hann hefur yfir frábæru yfirsýn á vellinum og sendingarnar sem hann gefur er hreint og beint listaverk. annars fynnst mér Gerrard hafa dalað þetta tímabil kannski að hann sé bara staðna og geti ekki gert meira fyrir liverpool en ég get svo sannarlega sagt það að ég hef engar áhyggjur af miðjunni hjá liverpool á næsta session held að við munum komast betur án Gerrard en flestir halda. Ekki það að ég sé að segja Gerrard sé ómissandi en eins og orðtakið er “Það kemur maður í mann stað” og ég held bara að liverpool geti keypt 2-3 góða leikmenn í staðinn fyrir gerrard 🙂 þannig að liðið á næsta ári gæti verið reina í markinu og evra miltio carra finnan í vörninni og svo Aimar xabi Zenden garcia – og mori og cisse frammi með á bekknum eru við með kewal – gonazales – baros – haman – hyypia og er ég er ekkert ósáttur með þetta lið meina þetta er hörkulið og ég er ekkert að fara gráta það að Gerrard fari það kannski verður liðinnu til happs 🙂 kannski þeir geri eins og Everton 🙂 leið og Rooney fór þá bara Small vélinn í gang og byrjaði vinna leiki og sýna góða liðsheild 🙂 því það hefur loðað við liverpool í gegnum tíðinna að þegar gerrard á lélegan leik þá liverpool lélegan leik kannski það hætti núna og þeir stóli ekki bara á gerrard. 🙂 alla vega mér hlakkar til að sjá hvernig næsta tímabil mun vera 🙂 en helst af öllu þá má þessi maður fara til Madrid eða Ac Milan því þá vitum við að hann mun ekki vinna fleiri titla eða ekki svona stóra 🙂 því Madrid er samansafn af geðveikum Oldies spilurum og Ac milan er ekkert skárra 🙂 þannig að besta sem hann getur gert til að vinna fleiri titla er að fara til Barce en ég sé hann ekki bara fara vinna sér sæti í því liði því mannskapurinn þar er rosalegur 🙂 en nóg í bili

  10. EKKI dissa Milan Biggi 😡 Costacurta, Cafu og Maldini eru snillingar :biggrin2:

  11. Þetta er auðvitað sorgardagur í sögu Liverpool. Að missa besta leikmann sinn vegna þess að hann telur að liðið hafi ekki burði til að standast þeim bestu snúning. Leikmann, sem að öðrum ólöstuðum, er maðurinn á bakvið sigur okkar í Meistaradeildinni.

    Brotthvarf hans veikir væntanlega liðið og við komum ekki til með að landa jafnoka hans. En það er ekki þar með sagt að verðum ekki betri á næstu leiktíð en þeirri síðustu. Ég er þá að vísa í deildina en ekki Meistaradeildina góðu.

    Engu að síður þá kem ég til með að sakna kappans sárt. Það voru fáir leikmenn liðsins sem hrifu mann á síðustu leiktíð líkt og hann, einungis Carragher og Alonso.

    Maður hefur reyndar upplifað þetta áður. McManaman fór, driffjöður liðsins á sínum tíma, ég saknaði hans. Fowler var seldur, djöfull saknaði maður hans. Owen var seldur, ég hef aldrei saknað hans, nema í einum og einum leiðinlegum útileik… 🙂 En ég held að maður hafi aldrei verið jafn svekktur og nú.

    Það sem hlýtur að hafa gerst að Gerrard hafi fallist hendur þegar hann sá hvaða leikmenn Rafa var að fá til liðsins. Góðum 30 stigum á eftir Chelsea og þeir leikmenn sem hann sá að voru að koma til liðsins hafi ekki staðið undir væntingum hans. Það er það eina sem mér dettur í hug. Að hann hafi ekki haft trú á því sem Rafa er að gera. Ég trúi ekki að fjármunir sovéskrar alþýðu hafi gert útslagið. ´

    Sjáum hvað setur, vonandi ná okkar menn að stilla saman strengi sína og mæta fílefldir til leiks. Best væri að Gerrard færi til Real en ekki Chelsea og við fengum hraustlega fúlgu fyrir hann.

  12. ….

    Svektur .. nei ekkert ýkja mikið, ef drengurinn vill fara út í eitthvað $$$$$$ dæmi þá má hann fara hvert sem er mín vegna held að fyrir peninginn sem við fáum fyrir hann getum við styrkt hópinn allsvakalega.

    Það kemur ALLTAF maður í manns stað og hver vill ekki koma til ríkjandi Evrópumeistara með þennan þjálfara við stjórnvölin.

    Annars langar mig bara að segja eitt í viðbót ….

    Patrik Ewing anybody 😉

  13. Þetta gæti nú verið verra en hann fari til Chelsea. Okkur hjá United vantar nú einmitt svona mann á miðjuna…
    Ekki það, við eigum ekki fyrir honum og ég er alls ekki viss um að ég vilji hann, er nokkuð sammála þeim sem telja Xabi betri.

  14. Það verður gaman að sjá núna hvernig þið Liverpoolmenn skrifið um Gerrard núna eftir að hann ákvað að vera áfram hjá Liverpool. Þið eruð allavega búnir að ausa yfir hann aur síðustu 2 daga en miðað við fréttir dagsins í dag verður að gaman að sjá hversu fljótir menn eru að gleyma. Ég væri búinn að fá nóg af þessum manni ef ég væri Liverpoolmaður, Gerrard er búinn að sýna ótrúlega heimskulega takta síðustu daga, takta sem alls ekki sæma fyrirliða Evrópumeistaraliðs. Ef ég væri Rafa þá myndi ég ekki nenna að hanga með mann yfir hausnum á mér sem væri alltaf líklegur með vesen sem skapa bara leiðindi í kring um sig. Ég myndi nota tækifærið núna og fá almennilegan pening fyrir hann svo hægt sé að byggja upp liðið áfram

  15. Og hérna er viðtal Bascombe við kappann…

    [Echo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15705372%26method=full%26siteid=50061%26headline=i%2dcouldn%2dt%2dleave-name_page.html)

    I couldn’t leave
    Jul 6 2005
    EXCLUSIVE by Chris Bascombe, Liverpool Echo

    STEVEN GERRARD today insisted the speculation which has plagued the last two years of his Anfield career will end with today’s contract signing.

    Gerrard will pen a four-year deal which, he revealed, will not contain any get-out clauses.

    The Liverpool skipper says he never wants the events of this summer and the last pre-season to be repeated and wants the world to know he is fully committed to one club.

    Explaining his decision to stay, an emotional Gerrard told the ECHO today: “The last five or six weeks were the hard-est of my life because I wrongly believed the club didn’t want me. I don’t want to get into attaching blame to anyone.

    “If I blame anyone, it’s myself. I wanted my future sorted out as soon as possible after the Champions League final and when that wasn’t the case, the longer it went on, the more misunderstandings there were.

    “There was confusion and doubt in my mind. I had discussions with the manager, but the reports of bust-ups are complete nonsense. Now I know how much the club wants me.

    “I feel I must defend my agent, Struan Marshall, in this. He’s taken a lot of stick but all along he’s never done anything I didn’t ask him to.

    “He’s well respected at Liverpool and has done deals for me and other players in the past. He’s conducted himself in the right way.

    “He’s a big factor in my decision to stay and organising the contract.

    “I’ll be signing the deal, maybe even today. I’d also like it known there are no clauses in that contract. This won’t be happening again next summer or ever again, so far as I’m concerned.

    “I’ve committed my long-term future to the club and I want all the speculation to end now. This is what I’ve wanted all along.”

    Gerrard hopes the fans understand the conflicting pressures he’s been under but accept why the crisis developed and now get behind him and the club.

    “I feel there is a weight off my mind today and I just want us to put this mess behind us,” he said.

    “I’ve only one medal left to win at Liverpool and that’s the Premiership. That’s what I want more than anything and Liverpool is the only place I’ve ever wanted to win it.

    “I know there are some fans who’ll be supportive and some who won’t be. All I can say is it’s been a difficult period for me, but I know I’ve made the right decision.

    “In my heart, this is my club. I want to help bring success here for them and, for their sake and my own, I never want to go through this again.”

  16. Sigurjón, ég verð að játa að mér finnst viðbrögðin hafa verið fullkomlega eðlileg hjá langflestum. Það, sem við Kristján Atli höfum skrifað um þetta mál hefur að mínu mati verið mjög málefnalegt.

    Það er fullkomlega eðlilegt að menn hafi verið reiðir. Gerrard var að fara frá félaginu og var að ganga á bak orða sinna. Allir knattspyrnuaðdáendur yrðu reiðir yfir slíku. Við Liverpool aðdáendur erum ekkert betri í þeim málum.

    En hann hefur sagst sjá eftir þessu, og flest okkar eru tilbúnir að taka þau orð trúanlega. En við verðum öll með ákveðnar efasemdir um Gerrard í framtíðinni. Það verður frábært að hafa hann áfram, en þessi fjölmiðlasirkus og stanslausu sögusagnir um Chelsea VERÐA að hætta. Annars er best að hann fari. Samkvæmt viðtalinu, sem Mummi benti á, virðist Gerrard gera sér grein fyrir þessu.

Dómsdagur í dag? (Uppfært: JÁ!)

Hvaða Chelsea leikmenn munu blöðin orða okkur við næst?