Hvaða Chelsea leikmenn munu blöðin orða okkur við næst?

Jæja, ballið er byrjað. Independent, sem er nú virt blað [skrifar eftirfarandi](http://sport.independent.co.uk/football/liverpool/article297145.ece):

>After a turbulent day on Merseyside, Kenyon contacted Parry in an attempt to finalise a deal before Real Madrid enter a bidding war. But he may have to raise his offer to £35m before Liverpool consider parting with their prize asset. There is even the suggestion that Liverpool could demand a player as well as cash, with Damien Duff, William Gallas and Joe Cole possible targets.

Af þessum þrem, þá held ég að Joe Cole og William Gallas myndu gera mest gagn. Þeir tveir +25 milljónir væru að mínu mati nokkuð ásættanlegt verð fyrir Gerrard. Ég sé ekki jafnmikla þörf fyrir Duff, þar sem við erum nú þegar með Harry Kewell þarna á kantinum og Zenden og Riise geta leyst hann af. Hægri kanturinn er hins vegar veikari, með engan nema Garcia þar einsog stendur (nema að Figo komi seinna í vikunni). Gallas sér líka fram á að hann mun ekki fá jafnmörg tækifæri og í fyrra, þar sem að Chelsea hafa keypt Del Horno í vinstri bakvörðinn.

Annars grunar mig að Rafa renni frekar hýru auga til Juanfran og fleiri leikmanna hjá Real Madrid í skiptum fyrir Gerrard.

8 Comments

  1. 25 milljónir punda + Joe Cole og William Gallas væri gjörsamlega geggjað og mergjað að mínu mati. Við erum að tala um að Joe Cole var rosalegur á síðasta tímabili. Var hann ekki valinn leikmaður mánaðarins 1 eða 2svar? Gallas er líka búinn að sanna sig sem varnarmaður í hágæðaklassa. Þarna værum við að fá 2 topclass leikmenn + 25 mills. Það væri einnig hægt að versla margt og mikið fyrir það.

    En ég mundi hoppa hæð mína í loft upp ef að þessu yrði (úr því sem komið er). Einhver sammála mér?

  2. Getið þið sagt mér eitthvað nánar frá þessum Juanfran hjá Real Madrid sem þið eruð alltaf að tala um?

  3. Davíð Már – ég myndi ekki gráta 25 millur plús Gallas og einn miðjumann frá Chelsea. Ég myndi hins vegar frekar vilja sjá Duffarann en Joe fucking Cole hjá Liverpool.

    Hannes – það hefur verið mikið rætt og spekúlerað um Juanfran síðustu tvö tímabil. Ég hef séð hann spila tvisvar eða þrisvar og í öll skiptin hefur hann komið inná sem varamaður fyrir Figo hjá Real. Hann virðist orkumikill og teknískur, en var greinilega of ungur fyrir stóra slaginn þegar ég sá hann.

    Honum hefur verið líkt við Ricardo Quaresma hjá Porto, ef það hjálpar eitthvað. Meira veit ég þó varla, því miður… :confused:

  4. Gerrard fer til Chelsea, það er því miður ekki spurning. Vona að við kippum Gallas upp með honum plús einhverjar 30 milljónir punda. Það væri góður deal. Held að Gallas sé eini leikmaðurinn hjá chelsea sem er í boði sem mun notast okkur. Held að við höfum menn sem eru á svipuðu caliberi og Cole(garcia). Það hefði verið frábært að reyna að fá Duff en við erum ný búnir að ganga frá samningi við Zenden þannig að það er ekki í umræðunni. Á svona tímum þá bregður manni verð ég að segja, við erum evrópumeistarar en samt vill fyrirliði okkar kveðja okkur. Er það borgin Liverpool sem er svona óspennandi eða er það eitthvað annað. Ég held að auka fjármagn þurfi inn í þennan klúbb sem fyrst annars verður þessi umræða aftur að ári en þá mun það verða Alonso sem er á leið til Real. Við vonum það besta en maður spyr sig hvað þarf að gera til að halda í þessa karla.

  5. Gerrard fer ekki fet. Hann ætlar að semja við LFC.
    Þetta mál er frágengið.

  6. :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin:
    Til hamingju!!!!

Gerrard talar

Af hverju ætti SG að velja Chelsea fram yfir LFC?