Mitt í allri geðveikinni, þá týndist algjörlega sú frétt að við vorum að kaupa fjóra leikmenn og einn þeirra, Bolo Zenden var kynntur á blaðamannafundi. Á [LFC History.net eru nokkrar góðar myndir](http://www.lfchistory.net/redcorner_articles_view.asp?article_id=818) (þ.m.t. þessi mynd hér að ofan) af fundinum og einnig stutt frásögn. Það verður nú að segjast að Liverpool búningurinn fer Zenden talsvert betur en Middlesboro búningurinn. 🙂
Fyrir þá, sem misstu af því í allri geðveikinni, þá er hérna góð umfjöllun sem Kristján tók saman um leikmennina fjóra: [Zenden og hinir þrír!](http://www.kop.is/gamalt/2005/07/04/19.45.08/).
Einnig er hérna grein á BBC um Mark Gonzales: [Liverpool have bought a star](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/4649849.stm)
Einnig fyrir þá, sem eru með E-season ticket, þá mæli ég eindregið með viðtalinu við Gerrard á LFC.tv. Það er greinilegt að hann sér verulega eftir því, sem hefur gerst undanfarna daga. Hann gerir sér grein fyrir því að sumir aðdáendur verði reiðir, en ég er fullviss um að menn jafna sig á því þegar Stevie byrjar að skora mörk fyrir okkur aftur.
Verður Zenden nr. 11 :confused:
Já, það gæti vel verið. Það eru tvö lág númer laus núna. Númer 2, sem Henchoz notaði og númer 11, sem að Smicer notaði. Ætli Carra skipti ekki yfir í tvistinn úr númer 23. Það er svo spurning hver fær númer 11. Það koma fleiri en Zenden til greina, til dæmis Morientes.
Enn og aftur vil ég segja:
Frábær síða hjá ykkur drengir.
Maður er farinn að stoppa fyrst hjá ykkur til að fá nýjustu fréttirnar. 😉
Nei hvaða rugl er það? Carra á ekkert að skipta um númer, hann er frægur fyrir þetta 23 númer. Menn hafa alveg spilað með númer yfir 11 þrátt fyrir að vera stjörnur. T.d. Jörgen Klinsmann – 18.
ég finn það á mér að Zenden eigi eftir að gera stórkostlega hluti hjá Liverpool.
Takk, Kristinn. Það eru svona komment, sem halda okkur gangandi 🙂
Tek undir með Kristni, þið eruð að standa ykkur frábærlega strákar! Maður er liggur við hættur að fara neitt annað en hingað til að fá fréttir af Liverpool!
Líka frábært hvernig þið sigtið út kjarnann frá hisminu og maður getur þannig oftast treyst á vitræna umfjöllun hérna 🙂
Annars held ég að Zenden verði mjög góður fengur fyrir Liverpool og spili sig jafnvel inní byrjunarliðið þegar líður á veturinn. Svo er frábært að fá fljótan dribblara eins og Gonzalez á útivellina í vetur þegar við þurfum menn sem geta sótt hratt á litlu liðin. Komnir með frábæran markmann og búnir að auka á breiddina….mér líst bara stórvel á veturinn verð ég að segja ef við bætum við okkur 1-2 heimsklassaleikmönnum :blush:
Einar, er þetta E-ticket dæmi sniðugt? Þ.e.a.s. eitthvað sem maður ætti að athuga með að fjárfesta í.
Stjáni: Æ ég veit ekki. Það eru einstaka sinnum nokkrir atburðir, sem mig langar til að sjá og það er aðallega á sumrin. Það er blaðamannafundir og svo sýna þeir núna í þessari viku frá æfingaleikjum.
Annars er voðalega lítið spennandi í þessu, en þetta er svo sem ekki svo dýrt.
Þessi síða er nú búinn að vera Home Page hjá mér í marga mánuði, hún er rosaleg.
Og já, takk líka Arnar 🙂
Ég er líka orðinn sannfærður um að Zenden á eftir að spjara sig prýðilega hjá okkur. Boro var erfitt lið á síðasta tímabili og hann var þeirra besti maður, sem segir okkur ansi margt.
Er búinn að vera með e-ticket í þrjú ár núna – fékk mér þetta þegar ég bjó úti í New York þar sem umfjöllun um enska boltann er í algjöru lágmarki. Þar var þetta snilld til að hlusta á beinar útsendingar og sjá svo öll mörk, en eftir að ég flutti heim aftur hef ég notað þetta miklu minna, enda hægt að sjá svo til alla leiki liðsins með því að vera duglegur að smella sér á pöbbinn.
Fín þjónusta þannig, en held ég hætti í áskrift þennan veturinn og leggi þennan 500 kall á mánuði í að minnka áhrif enska-boltaáskriftar hjá Símanum á pyngjuna…
Ég vil taka undir þakkir til ykkar strákar fyrir þessa síðu. Ég fer alltaf fyrst hér inn til að tékka á fréttum og síðan fer ég á Liverpool.is og þá oftast beint á spjallborðið því ég er búinn að lesa fréttirnar……. 🙂
Ég er mjög hrifinn af Zenden og ég er sannfærður um að hann á eftir að verða frábær með Liverpool. Núna get ég ekki beðið eftir næsta tímabili………. bara ekki beðið. Eitthvað sem segir mér að við verðum pottþétt í topp þrír slag….. 🙂
And btw….. ég er himinlifandi með að fyrirliðinn okkar fer ekkert. Hvílíkt gott að hugsa til þess að hafa þessa tvo á miðjunni……
Steven Gerrard og Xabi Alonso
Ég verð bara að taka þátt í þessu hrósi. Frábær síða drengir, þetta er fyrsta og síðast síðan sem að ég skoða á hverjum degi! Ég skoða klúbbsíðuna hérna heima ALDREI.
En annars er ég rosalega spenntur, Zenden verður brilliant og vonandi hættir Gerrard þessu þunglyndi:( og fer að brosa meira:).
BTW – ég get bara ekki beðið eftir þessum 2-3 tilkynningum í viðbót í vikunni.
Ég þakka hrósið. Við Einar gerum þetta orðið jafn mikið fyrir ykkur lesendurna eins og fyrir okkur sjálfa, það hvetur mann áfram að vita að fólk bíður eftir að lesa okkar skoðanir á ýmsum málum.
Hins vegar, þá mæli ég með því að fólk nýti sér þá þjónustu sem Liverpool.is býður. Þar er margt í gangi varðandi fréttaflutning sem við gerum ekki hér – við stöndum t.d. ekki í að þýða viðtöl né halda utan um ferðaþjónustu við Púllara. Þannig að ég hvet menn til að nýta sér þá síðu, þótt auðvitað sé ómissandi að koma hingað og sjá hversu reiður Einar er yfir tapleikjum gegn botnliðum, svo að dæmi sé nefnt :laugh:
Enn og aftur, ég þakka hrósið … og þakka ykkur fyrir að lesa síðuna. Án ykkar værum við bara tveir bjánar að tala við vegginn. :biggrin:
Vil taka undir með mönnum hér að síðan ykkar félaga er afar vönduð og gaman að líta hér við og heyra hvað ástríðufullir púllarar hafa að segja.
Í ljósi síðustu atburða verð ég að segja að fyrir hönd okkar manna er ég afar bjartsýnn. Það hefði verið skelfilegt hefði Gerrard farið. Þessi leikmaður er einstakur og við verðum bara að fyrirgefa honum það að hann sé nokkuð skapbráður. Hann tæklaði nokkra menn leikmenn ríflega upp í nára þar til að hann áttaði sig á því að það þýddi rautt. Nú er hann í tvígang búinn að koma hjartsláttaróreglu á aðdáendur með samningatilþrifum sínum, en hefur að lokum áttað sig á þvi hvar hjarta hans slær.
Kappinn fer ekki troðnar slóðir en guði sé lof fyrir að hann er Liverpool maður. Með Gerrard innanborðs verður róðurinn auðveldari. Þið sem skituð yfir kappann, ég skil ykkur vel, en gleymum því og gleðjumst yfir að hafa einn hæfileikaríkasta knattspyrnumann í sögu Liverpool í okkar röðum. Nú verður tekið áðí 🙂
Verð að vera sammála öðrum, þetta er frábær síða hjá ykkur.
Hún er fyrsta síðan sem ég kíki á til að fá LFC fréttir sem er svona 10 mín. eftir að ég vakna 🙂 Enda gjörsamlega háður Liverpool F.C.
Þá eru númerin hjá Zenden og Reina komin á hreint:
http://www.liverpoolfc.tv
Þetta er athyglisvert með númerin. Zenden fær númerið 30 og þá á enn eftir að úthluta lágu númerunum 2 og 11. Það verður sérstaklega spennandi að vita hver fær númerið 11. Hlýtur að vera frátekið fyrir einhvern sérlega góðan.
Eins hlýtur tveisturinn að fara á nýjan varnarmann, Milito eða Upson. 🙂