Nei, djók.
Ekki alveg: [Carragher pledges future to Reds](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4659131.stm)
Samt, væri það ekki næst í geðveikinni að Carra myndi koma fram í fjölmiðla og segja að umboðsmaður sinn hefði mælt með því að hann færi frá Liverpool. Ég held að það geti ekkert komið okkur á óvart eftir síðustu daga. 🙂
En Carra fer auðvitað ekki fet. Samkvæmt Rick Parry, þá er Djimi Traore búinn að skrifa undir langtíma samning og Jamie Carragher mun skrifa undir nýja samning fyrir lok þessarar viku, sem bindur hann sennilega til 2010. Það var auðvitað aldrei vafamál að Carra myndi skrifa undir nýjan samning, en það verður frábært að bæði hann og Stevie G verði búnir að skrifa undir nýjan samning í lok þessarar viku.
Einar Örn viltu að ég fái hjartaáfall….. 😯
Ég kaldsvitnaði í 0,3 sek. er ég las þetta…. :laugh:
Eins gott að það fylgdi “Nei, djók” strax á eftir.
Ég hefði ekki afborið aðra rússibana ferð.
Ertu búinn að lesa nýjustu greinina hans Paul Tomkins??? Tær snilld eins og venjulega.
Myndi linka henni inn hérna en þrátt fyrir nákvæmar leiðbeiningar frá Kristjáni þá er mér fyrirmunað að takast að koma inn “linki” hérna hjá ykkur…. :blush:
Jammm, ég var búinn að lesa hana.
Hún er hér: [Steven Gerrard: Oh, the Okey-Cokey-Cokey](http://www.thisisanfield.com/columnists0405.php?id=00000146)
Það er gaman að sjá hvernig breska pressan hagar sér. Sérstaklega þar sem yfirlýsing Gerrards um að hann verði áfram hjá LFC hefur orðið til þess að pressan snýr sér annað.
Strax daginn eftir að Gerrard segist ekki fara neitt eru bresku blöðin komin á flug með hina sígildu “Vieira er á leið frá Arsenal” frétt, sem hefur verið áberandi mörg sumur í röð (sjá m.a. forsíðu http://www.football365.com sem vísar í fréttir Daily Mail og Guardian)
Gerrard náði að verða meira áberandi en “Vieira frá Arsenal” í fyrra og það sem af er þessu sumri, en vonandi tekur Vieira nú aftur sinn sess sem maðurinn sem breska pressan telur helst að sé um það bil að fara að yfirgefa sitt lið.
vá!!! Þetta er bannað! Má bara alls ekki. eins og JónH þá fékk ég nett hjartastopp í örskammastund
Mæli líka með bókinni hans Paul Tomkins, 165 bls (ef ég man rétt) með mjög þéttum texta um síðasta season. Nákvæmlega engar myndir inn í bókinni.
Er búin með ca. 50 síður og þetta lítur vel út!
Ertu búinn að fá bókina, Mummi? Ég pantaði mitt eintak áður en hún kom út og ég á enn eftir að fá sendingu frá amazon.co.uk.
Hlakka samt til að lesa hana.
Mistökin hjá þér voru að panta frá Amazon, hefðir átt að panta beint frá heimasíðunni hans og borga með PayPal. Ég pantaði áður en bókin kom út í gegnum vefinn hans og fékk bókina senda heim í síðustu viku.
Oh, já ókei … mér er bara meinilla við PayPal. Ömurlegt kerfi.