Liverpool 1 – W.B.A. 0

crouchy-wba.jpg
Jæja, 2005 að verða búið og Liverpool endar árið með 10. sigurleiknum í röð. Er hægt að enda árið betur?

Þetta er búið að vera frábært ár fyrir Liverpool og við förum vel yfir það í pistli hér á morgun. Evrópumeistarar og endum svo árið í 3. sæti í deildinni með möguleika á að komast uppí annað sætið ef við vinnum þá leiki, sem við eigum inni.

En leikurinn í dag var svo sem ekkert spes, en sigurinn hafðist þó á endanum. Enn einu sinni þá var markvörðurinn besti leikmaður andstæðinganna.

Rafa lagði þetta upp svona:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Garcia – Gerrard – Alonso – Kewell

Cissé – Crouch

Í fyrri hálfleik var bara eitt lið á vellinum. Liverpool yfirspilaði W.B.A. algjörlega og W.B.A. menn virtust hafa lítinn áhuga á öðru en að liggja í vörn, enda var ekki við öðru að búast.

Liverpool menn sköpuðu sér fullt af færum, en lang, langbesti leikmaður WBA, markvörðurinn Thomas Kuszczak varði einsog fáviti úr ótrúlegustu færum. Hann hélt liðinu algjörlega á floti og kom einhvern veginn í veg fyrir það að Harry Kewell skoraði þrennu og Liverpool væru 4-0 yfir í leikhléi.

Þetta hélt svo áfram eftir hlé, og eftir 6 mínútur náði Liverpool loksins að skora. Riise vann boltann, gaf á Harry Kewell sem gaf fullkominn bolta fyrir á **Peter Crouch**, sem skallaði boltann í netið. Einsog ensku þulirnir bentu á, þá [fótbrotnaði Michael Owen](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/n/newcastle_united/4572082.stm) í dag og því er það nokkuð ljóst að þeir Wayne Rooney og Peter Crouch verða saman í framlínunni fyrir England í næstu landsleikjum. Crouchy er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana og hefur núna skorað 6 mörk í 7 leikjum.

Stuttu seinna var svo besti maður Liverpool, **Harry Kewell** tekinn útaf og við það datt sóknarleikurinn mjög niður og WBA náði að ógna talsvert. Liverpool náði ekki að klára leikinn og því voru síðustu mínúturnar svolítið stressandi, en þetta hafðist þó á endanum. 1-0 sigur, en Liverpool hefði með almennilegum leik átt að klára þetta miklu öruggar. Semsagt, ekki nógu góður leikur en samt sigur. Markvörður WBA bjargaði þeim frá mun stærra tapi, en Pepe Reina þurfti aldrei að verja skot í leiknum.

**Maður leiksins:** Það gleður mig innilega að segja þetta, en **Harry Kewell** var besti maður Liverpool í leiknum. Hann er án efa að spila sinn besta fótbolta í langan, langan tíma og var mest ógnandi leikmaður okkar í leiknum. Frábært mál.

En allavegana, get ekki skrifað mikið því ég þarf að undirbúa mig fyrir áramótaboð. 🙂

En frábæru ári er lokið fyrir Liverpool og við getum ekki annað en verið sátt við árið 2005. Gleðilegt ár, kæru Púlarar! Vonandi verður 2006 jafn spennandi og skemmtilegt og árið sem er að líða.

**YNWA**

6 Comments

  1. Crouchie með 7 kvikindi fyrir áramót. Hvað eru menn að segja að hann geti ekki skorað! :biggrin:

    Ég kveð 2005 með söknuði enda árið búið að vera stórkostlegt!

    Gleðilegt nýtt ár púllararararar!

  2. Einn af þessum leikjum þar sem markvörður hins liðsins gerði það að verkum að maður hélt að við værum ekki að spila eins vel og við vorum að gera í raun og veru. En þegar maður sá færin endursýnd eftir leikinn sást alveg að við vorum alveg að rúlla þessu upp. Crouch magnaður, Kewell sýnir hvað hann getur og Cisse er allt annar leikmaður enn í haust. Um menn eins og Gerrard og Carragher þarf ég ekkert að tjá mig. Nánast hægt að copy/paste umsögn um þá leik eftir leik

  3. Djöfull var það yndislegt að klára árið svona vel. Ég verð nú að viðurkenna að ég var orðin svolítið stressaður, ég hélt bara að markið ætlaði ekki að koma, en það hafðist. Svo vantaði bara að klára leikinn með öðru marki smá stessandi í lokinn.

    Frábært að sjá Harry Kewell þessa dagana, hann hefði svo átt skilið að skora í leiknum en hann lagði upp annað mark fyrir Crouch, það er nóg fyrir mig.
    Well done lad 🙂

    En annars, Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir frábært 2005 vonandi það næsta skili okkur fleiri titlum.

  4. Glæsilegt ár að baki…
    Gaman að upplifa svona lagað aftur eftir langa og erfiða tíð.

    Fernt í sambandi við leikinn:
    1. Kewell is back, baby!! Það vona ég allavega. 🙂 Allt annað lið þegar við höfum þessa ógnun upp vinstri kantinn.
    2. Við verðum að geta klárað leikina. Við vöðum í færum en náum ekki að setja inn nema 1 sem er auðvitað ekki nógu gott.
    3. Hvað er með þessar stuttu hornspyrnur?? Við erum með frábæra skallamenn eins og Hyypia, Morientes, Crouch og auðvitað Garcia :biggrin2:. Ég vil fá boltann miklu oftar inn í teiginn. Einar og kristján, væri gaman að heyra ykkar skoðun á þessu.
    4. En það sem skiptir auðvitað mestu máli er að við sigruðum og gerðum það auðveldlega og af miklu sjálfsöryggi. Allt annar bragur á þessu liði. Mæli með að menn skáli fyrir Rafa og fyrir því hvers heppnir við erum að hafa hann. Svo skála menn auðvitað fyrir klúbbnum og síðan hverjum leikmanni í stafrófsröð :biggrin:

    En annars gleðilegt ár allir púlarar. Og sérstaklegar þakkir til Einars og Kristján fyrir þessa frábæru síðu.

    Áramótakveðja, Kristján

  5. 1-0 er alveg nóg, það gefur 3 stig.

    Frábært ár að baki og vonandi að árið 2006 gefi okkur góðar minningar líkt og 2005.

    Þá er bara að taka Bolton í næsta leik og klára þessa jólaleiki með fullt hús stiga!

    Gleðilegt ár!

  6. Góður og sannfærandi sigur. Eina sem pirrar mig er að við gerum ólíklegustu markmenn frábæra. Crouch er að gera gott mót og já Rafa er alveg með þetta. Ég elska Liverpool og að vera stuðningsmaður þess.
    Gleðilegt ár.

Liðið gegn W.B.A. komið

Ársuppgjör 2005!