Jæja, þá er árið senn á enda og ekki úr vegi fyrir okkur Púllarana að líta um öxl. Við gerum það flestir af fúsum og frjálsum vilja í ár, enda ljóst að ársins 2005 verður minnst með brosi aftur fyrir eyru hjá Liverpool-aðdáendum nær og fjær. Við hér á Liverpool-blogginu ákváðum að líta aðeins til baka yfir farinn veg og spyrja; hvað stóð upp úr, á ýmsum sviðum, á árinu 2005?
Hér fylgir okkar skoðun á málunum, og svo viljum við að sjálfsögðu heyra **ykkar álit** í ummælunum við lok færslunnar. En sem sagt, *svona* var árið 2005:
KRISTJÁN ATLI VELUR:
**Leikmaður Ársins:** Þeir koma sko margir til greina í ár; Luis García skoraði sum af ógleymanlegustu og mikilvægustu mörkum í sögu þessa klúbbs, Steven Gerrard var einn besti knattspyrnumaður heims á liðnu ári, Xabi Alonso spilaði sig inn í hjörtu Púllara, Pepe Reina bætti klúbbmetið í að halda marki sínu hreinu, Jamie Carragher reyndist vera einhver albesti varnarmaður sem undirritaður hefur séð spila, og svona mætti lengi halda áfram. En í stað þess að velja einhvern einn leikmann, sem mér þætti ósanngjarnt gagnvart hinum hetjunum okkar (meira að segja Djimi Traoré ætti verðlaun skilið í ár), þá ætla ég að útnefna **Rafael Benítez** minn Liverpool-mann ársins. Ef við hugsum okkur hann sem leikmann, þá lék hann meðal annars betur en Fabio Capello, José Mourinho og Carlo Ancelotti á þessu ári. Þótt leikmennirnir eigi hrós skilið þá er það staðreynd að lítt breyttur hópur frá því liði sem hafði árið áður fallið út í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða, fór ári síðar alla leið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og vann þar afrek sem verða enn til frásagnar löngu eftir að þeir sem það afrek unnu verða allir. Rafa er einfaldlega maður ársins í mínum bókum!
**Vonbrigði Ársins:** Þar sem það er augljóst hver hápuntkur ársins er, þá finnst mér rétt að skjóta augunum frekar í gagnstæða átt. Fyrir mér var ekki einn einasti atburður á líðandi ári jafn svekkjandi og *sjálfsmark Steven Gerrard gegn Chelsea*, í úrslitum Deildarbikarsins í vor. Að hugsa sér að við skyldum hafa verið ellefu mínútum frá því að sigra þá, og svo að við skyldum hafa gefið þeim líflínuna svona á silfurfati, er ekkert annað en viðbjóðslegt. Ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn svekktur fyrir hönd Liverpool og ég var þegar ég sá þennan skalla Gerrards fara inn, og að það skyldi hafa verið *hann*, af öllum, sem varð fyrir þessu óláni, gerði það bara enn verra. Oj bara!
**Mark Ársins:** Ef ég ætti að velja glæsilegasta mark ársins finnst mér ekkert komast nálægt markinu sem Luis García skoraði gegn Juventus. Dýrasti markvörður í heimi, og bæng! Yndislegt alveg hreint. En það var ekki mark ársins í mínum augum. Mark ársins skoraði *Xabi Alonso gegn AC Milan*, í Istanbúl. Þegar Dida varði vítið frá Xabi er eins og tíminn hafi stöðvast; maður sá strax að allt stefndi í að hann fengi frákastið og maður fylgdist með, að því er virtist í slow-motion, er Xabi keyrði að markinu, teygði sig í boltann, og … og … og … setti hann upp í þaknetið. Tilfinningarnar sem því fylgdu voru ólýsanlegar, en ég man bara eftir því að ég rankaði við mér í horninu á stofunni heima, með höfuðið keyrt ofan í parketið, með pabba og bræður mína tvo ofan á mér, og við allir raddlausir af sturlun og blóðrauðir í framan. That’s why they call it the beautiful game …
**Bestu Kaup Ársins:** Fernando Morientes, Scott Carson, Bolo Zenden, Peter Crouch, Momo Sissoko, Pepe Reina. Á pappírnum er Morientes vafalítið stærsta nafnið hérna, og Pepe Reina hefur smollið eins og flís við rass bak við vörnina okkar, en ég held ég verði að éta endanlega orð mín frá því í sumar og setja að **Peter Crouch** eru bestu kaup þessa árs. Og ég held það eigi bara eftir að koma enn betur í ljós eftir því sem hann spilar meir, hvað þetta voru snilldarleg kaup hjá Rafa. Ef ég verð einhvern tímann spurður að því hvers vegna ég sé ekki að stjórna Liverpool, í stað Rafa Benítez, mun ég einfaldlega brosa og svara: “Ég hefði *aldrei* keypt Peter Crouch!” 🙂
**Besti Leikmaðurinn Sem Yfirgaf Liverpool:** Milan Baros. Ó, svo hæfileikaríkur, en á endanum var þetta samt fyrir bestu. Eins góður og hann er þá bara passaði hann ekki inn í það sem Rafa var að gera, og varð því að fara. Ég held samt alltaf uppá hann og mun sjá á eftir honum til miðlungsliðs eins og Aston Villa. Í fullkomnum heimi hefði hann verið á vellinum í gær, að pynta Everton eins og hann var vanur.
**Besta Frammistaða Liðsins Í Leik:** Það er hálf skrýtið að hugsa til þess, miðað við alla glæstu sigrana okkar á árinu, en ég man ekki til þess að Liverpool-liðið hafi dóminerað neinn einasta leik jafn gríðarlega og þeir dómineruðu **Sao Paolo í úrslitaleik HM félagsliða**, fyrir tveimur vikum síðan. Liðið var algjörlega óstöðvandi í þeim leik, og gerði í raun og veru allt rétt … nema að vinna helvítis leikinn. Hins vegar, þá verð ég að segja að besta frammistaða liðsins í leik hafi verið **heimaleikurinn gegn Wigan** um daginn. Þar sá ég Liverpool-liðið spila, í heilar 90 mínútur, eins og ég vill sjá það spila í hverjum einasta leik. Þar horfði ég á Liverpool-liðið og sá engan mun á því og gullaldarliði AC Milan, eða núverandi liði Barcelona. Í þeim leik vorum við nánast fullkomnir!
**Slakasta Frammistaða Liðsins Í Leik:** Tapið gegn Southampton á útivelli sl. vor. Því minna sem sagt er um þann leik, því betra. Það eina jákvæða við þann leik var sennilega hversu illa Peter Crouch fór með vörnina okkar, því hann var svo keyptur í kjölfarið og ég held að það séu allir sammála um að það var bara til góðs.
**Besta Minning MÍN Tengd Liverpool Á Árinu:** Það má eiginlega bara vísa á ákveðna færslu: dagbókarfærsla mín á Liverpool-blogginu, dagsett 25. maí 2005. 🙂 Þessi dagur var náttúrulega svo súrrealískur, ég lít til baka núna og hugsa með mér: “Var ég virkilega svo stressaður að ég var farinn að blogga um eigin sturtuferðir?” 😉
**Nýársóskin 2006:** Eða, *hvað – ef ég mætti bara velja eitt atriði og ekki fleiri – myndi ég helst óska Liverpool á komandi ári?* Ef ég mætti bara velja eitt atriði og yrði fyrir vikið að sleppa öllum hinum, þá myndi ég vilja óska þess að Liverpool vinni Meistaradeildina á ný í París. Einfaldlega vegna þess að Chelsea taka deildina vorið 2006, það er að verða nokkuð ljóst, og ef við myndum ná öðru sætinu í deildinni og vinna Meistaradeildina *annað árið í röð* værum við sannarlega orðnir eitt allra stærsta félagslið heims á nýjan leik. Svo langar mig bara svo mikið að komast til París á Úrslitaleikinn í vor! 😉
EINAR ÖRN VELUR:
**Leikmaður Ársins:** Við eigum tilhneigingu til að gleyma því hversu fáránlega góður fyrirliðiðinn okkar er. Einhvern tekur maður það sem sjálfsagðan hlut að hann eigi nánast stórkostlegan leik í hvert skipti sem hann spilar fyrir okkur. **Steven Gerrard** er leikmaður ársins. Sérstaklega á síðari hluta ársins hefur hann verið ótrúlegur. Ef hann heldur svona áfram út tímabilið, þá *hlýtur* hann að vera valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Að mínu mati getur aðeins Wayne Rooney ógnað því einsog málin standa.
**Vonbrigði Ársins:** 1-4 tapið gegn Chelsea á Anfield
**Mark Ársins:** Luis Garcia gegn Juventus.
**Bestu Kaup Ársins:** Peter Crouch. Hann hefur verið alveg ótrúlegur það sem af er af þessu tímabili. Hann fær líka titilinn vegna þess að nákvæmlega *enginn* stuðningsmaður átti von á að því að þetta yrðu góð kaup.
**Besti Leikmaðurinn Sem Yfirgaf Liverpool:** Milan Baros. Þvílík sóun á hæfileikum.
**Besta Frammistaða Liðsins Í Leik:** Fyrri hálfleikurinn gegn Juve á Anfield.
**Slakasta Frammistaða Liðsins Í Leik:** 0-2 gegn Southampton. [Lesið bara leikskýrsluna, sem ég skrifaði](http://www.kop.is/gamalt/2005/01/22/southampton_2_liverpool_0/)
**Besta Minning MÍN Tengd Liverpool Á Árinu:** Istanbúl.
**Nýársóskin 2006:** Ég er eiginlega búinn að gefa upp von á því að Chelsea fari að tapa stigum. En ég óska þess allavegana að þeir fari ekki yfir 100 stig. Og svo vona ég að okkur takist að fara sem lengst í FA Cup eða Meistaradeildinni. 2. sætið í deild, FA Cup og svo góður árangur í Meistaradeildinni og þá yrði ég sáttur. Við verðum allavegana að lenda fyrir ofan Man U í deildinni. Annað er ekki hægt!
AGGI VELUR:
**Leikmaður Ársins:** Undanfarið hefur liðið okkar spilað fantavel og sem eitt lið og er því fýsilegt en samt klisjukennt að velja LIÐIÐ leikmann ársins. Hins vegar er einn leikmaður í liðinu okkar sem er að mínu mati næst besti leikmaður í heiminum í dag (á eftir Ronaldhino) og er það fyrirliðinn okkar Steven Gerrard. Hann er klárlega leikmaður ársins fyrir mér og gleymi ég aldrei þegar hann reif liðið áfram í leiknum gegn AC þann 25. maí.
**Vonbrigði Ársins:** Tapið gegn Chelsea í deildinni þar sem Drogba fíflaði Hyypia uppúr skónum (var víst reyndar veikur í þeim leik). Ógeðslegt tap…
**Mark Ársins:** Það eru nokkur mörk sem koma til greina en það var frábært að sjá Smicer skora gegn AC Milan. Já það er mitt mark ársins.
**Bestu Kaup Ársins:** Fyirr mér er það Momo Sissoko. Vissi ekkert um þennan leikmann og var ekkert sérstaklega spenntur fyrir einhverjum “no name” leikmanni frá Afríku þar sem Diouf og Diao voru vond kaup.
**Besti Leikmaðurinn Sem Yfirgaf Liverpool:** Igor Biscan nei ok kannski ekki alveg. Líklega var það Milan Baros en ég var aldrei aðdáandi hans.
**Besta Frammistaða Liðsins Í Leik:** 6 mínútur gegn AC Milan… lyginni líkast. ÆÐI… hhhmmm 🙂
**Slakasta Frammistaða Liðsins Í Leik:** Það eru nokkrir leikir sem koma uppí hugann og vil ég ekki muna þá en þar sem ég er afar upptekinn af leiknum gegn AC Milan og þá fannst mér fyrri háfleikurinn í þeim leik afar vondur.
**Besta Minning MÍN Tengd Liverpool Á Árinu:** Istanbúl og Desember mánuður sem var að líða. Maður getur alveg vanist þessu að vinna alla leiki.
**Nýársóskin 2006:** Ég óska þess að við vinnum FA Cup, Meistaradeildina og verðum í baráttunni um enska titillinn. Já og að Chelsea fari á kálið.
Skemmtileg lesning 🙂
Það er ekki hægt að vera annað en sammála ykkur í nánast einu og öllu, Gerrard er bestur, Chelsea mestu vonbrigðin osfv….
Mér finnst Crouch vera bestu kaupin, sérstaklega í ljósi þess hve harðlega þau voru gagnrýnd. Ég neitaði alltaf að tjá mig um kaupin á neikvæðan hátt og sagði bara: ,,Ég er ánægður. Rafa fékk sinn mann.” – Fleiri hefðu mátt taka það til fyrirmyndar :laugh:
Að lokum óska ég ykkur strákar gleðilegs árs og þakka frábæra síðu enn og aftur 😉
Arnar velur:
Leikmaður Ársins: Steven Gerrard, auðvelt val að mínu mati.
Vonbrigði Ársins: Að við höfðum lent fyrir neðan Everton í deildinni, anyone?
Mark Ársins: Klárlega mark Gerrard gegn Milan án þess við værum kannski bara silfurmenn CL.
Bestu Kaup Ársins: Pottþétt Jose Manuel Reina!
Besti Leikmaðurinn sem yfirgaf Liverpool: Milan Baros eða Igor Biscan? Mér fannst Baros aldrei sanna sig, og því seigi ég Igor Biscan.
Besta Frammistaða Liðsins Í Leik: Verð að segja að ég er sammála Agga og segi þessar frábæru 6 min.
Slakasta Frammistaða Liðsins Í Leik: Fyrri hálfleikurinn gegn Ac Milan í Úrslitaleiknum
Besta Minning MÍN Tengd Liverpool Á Árinu: Að sitja meðal hrokafullra Milan og ManUtd aðdáenda að horfa á CL úrslitaleikinn og fá svo að hlæja að þeim i lok leiks og græða miiiikið af pening.
Nýársóskin 2006: Ætli maður nefni ekki bara að Abró hætti hjá Chelsea eða e-ð gerist á þeim bænum sem minnka þessar fáránlegu peningupphæðir! OG að Benitez geri sér fært um að gefa PONGOLLE fleiri tækifæri, það er það eina sem ég er ekki sáttur með í fari SIR Rafa Benitez!
Takk fyrir mig og Gleðilegt Nýtt ár!
Rafa er klárlega maður ársins
Istanbul er knattspyrnufyrirbæri áratugarins
Desembermánuður er lengsta knattspyrnufullnæging ársins
Sissoko er sú gleði sem fer um mann þegar maður loksins finnur undir sófa púslið sem búið er að vanta í púsluspilið í fjölda ára og þú getur lokið við að púsla spilinu.
Crouch er blautur ullarvetlingur andlitið á mér sem segir við mig “þú veist ekkert um fótbolta” aftur og aftur og þess vegna er ég ekki þjálfari ólíkt litla sköllótta spánverjanum á Anfield.
Vonbrigði ársins eru að ég skyldi hætta að horfa í hálfleik.
Gleði ársins er þegar ég fékk sms frá frúnni sem var einhvernvegin svona:”þeir unnu eftir vítaspyrnukeppni” og augnablikið sem ég fattaði að “þeir” þýddi í raun og veru liverpool.
Sammála mönnum að Rafa sé maður ársins
Vonbrigði árins: að hafa ekki farið til istanbul 🙁
Mark ársins: skallinn hjá Gerrard í Istanbul
Ég er á því að bestu kaup ársins hafi verið þegar Rafa sannfærði Gerrard að vera áfram hjá Liverpool.
Besti leikmaðurinn sem yfirgaf okkur, enginn. Ef þeir væru góðir væru þeir enn hjá okkur 😉
Besta frammistaðan: ISTANBUL
Slakasta frammistaðan: fyrri hálfleikurinn í istanbul
Besta minningin: engin spurning, Istanbul, á aldrei eftir að gleyma þessu.
Nýársóskin: Vinna meistaradeildina aftur, svo ég geti komist til Parísar og þannig reynt að fyrirgefa sjálfum mér fyrir að hafa ekki farið til Istanbul.
Gleðilegt ár félagar, takk fyrir frábæra síðu og ég hlakka til 2006.
Þegar spurt er um leikmann ársins, þá vel ég Jamie Carragher. Jú, Steven Gerrard átti stórkostlegt tímabil og var verðmætasti maður CL-keppninnar og dreif lið sitt áfram, en ég bara get ekki horft fram hjá glæsilegri frammistöðu Carragher. Og yfir það heila finnst mér hann vera persónugervingur Liverpool: aldrei aldrei aldrei gefist upp, hjartað á réttum stað alltaf og fagnaðarlæti ársins þegar hann skoppaði út um allt til og frá eftir að Dudek varði vítaspyrnuna góðu í Istanbul … Carragher!
Vonbrigði ársins: að lenda neðar en Everton.
Mark ársins: Luis Garcia á móti Juventus.
Kaup ársins: Momo Sissoko.
Besti leikmaðurinn sem yfirgaf Liverpool: enginn sem ég sakna eins mikið og árið áður
🙂
Besta frammistaða liðsins í leik: Fyrri hálfleikur á útivelli á móti Real Betis, síðari hálfleikur í Istanbul.
Versta frammistaðan: Southampton leikurinn – yuck!
Besta minning MÍN tengd Liverpool á árinu: Istanbul.
Nýársóskin 2006: Ég vil ekki óska neinum ills og ef að Chelsea vinnur deildina með nýju stigameti (yfir 100 eða whatever…) þá bara so be it. Þykist viss um að þeir fari ekki áfram í CL, þar sem Barcelona hlýtur að taka þá. Hvað varðar Liverpool, þá óska ég mér sæti nr. 1 í deildinni, nr. 2 yrði frábært líka, komast í úrslitin á CL svo ég gæti komist til Parísar … og að þessi stórkostlega bloggsíða haldi áfram að vera jafnfrábær.
Áfram Liverpool!
Leikmaður Ársinns: Þó Carrager hafi átt sitt besta ár frá upphafi, þá fynnst mér bara einn koma til greina í þessa stöðu. Steven Gerrard er búin að drífa liðið áfram, skora mörg og glæsileg mörk, eiga lykiltæklingar um allan völl, og hlaupa og berjast eins og vitlaus maður. Að mínu mati besti miðjumaður Ensku deildarinnar töluvert fyrir ofan Lampard.
Vonbrigði ársinns: Sammála Kristjáni Atla, sjálfsmark Gerrards í úrslitaleik deildarbikarsinns, og í kjölfarið tapa þeim leik.
Mark ársinns: Steven Gerrard skoraði mörg glæsileg og mikilvæg mörk fyrir okkur á síðasta ári. Mark hanns gegn Olympiakos fannst mér standa uppúr, bæði fyrir það hvað það var mikilvægt og frábærlega glæsilegt.
Bestu kaup ársinns: Momo Sissoko, ekki spurning. Stela honum af erkifjendunum og svo er hann svona hrikalega góður, aðeins 20 ára og farinn að líkjast Patrick Viera er nátturulega frábært.
Besti leikmaðurinn sem yfirgaf Liverpool: Milan Baros hlýtur nú að koma þarna einn til greyna, enn á síðasta tímabili var ég loksinns farinn að lítast vel á Igor Biscan, hann kom á óvart en er sammt líklega ekki betri en Baros. Sé sammt ekkert eftir Baros.
Besta frammistaða liðsinns í leik: Seinni hálfleikurinn móti Olympiakos var stórkoslegur.
Slakasta frammistaða liðsinns í leik: 0-2 leikurinn gegn Southampton.
Besta minning MÍN tengd Liverpool á árinu: 25.maí… Ótrúlegur dagur, þarf ekki að sega meira.
Nýársóskin 2006: Halda áfram að spila jafn sannfærandi og við höfum verið að gera, taka svo að minst einn titil í lok tímabilsinns.
Leikmaður Ársins: Liverpool maður ársins er að mínu mati close call milli Rafa, SG og JC, en ég ætla að velja Rafa.
Vonbrigði Ársins: 5.sætið í deildinni með Everton fyrir ofan okkur
Mark Ársins: Það mark sem vakti upp mestar tilfinningar hjá manni er að sjálfssögðu Xabi í Istanbúl en flottasta markið fannst mér vera hjá Garcia á móti Juve.
Bestu Kaup Ársins: Miðað við það hversu fleikí markmenn okkar hafa verið þá er allt annað að sjá Reyna í markinu hjá okkur heldur en forrvera sína. Svo finnst mér líka Peter Chrouch vera búinn að gjörbreyta spilinu hjá Liverpool, oft heilu leikirnir þar sem bókstaflega allt spil fer í gegnum hann.
Besti Leikmaðurinn sem yfirgaf Liverpool: Milan Baros stutt og laggott, án hans hefðum við varla verið brosandi í Istanbúl.
Besta Frammistaða Liðsins Í Leik: Fyrri hálfleikurinn á móti Juve, öll sú viðureign var hreint frábær frammistaða, varnarsigur í seinni viðureigninni á móti einhverju besta liði í heimi má ekki vera vanmetinn.
Slakasta Frammistaða Liðsins Í Leik: Fyrri hálfleikurinn gegn Ac Milan og 4-1 á móti Chelsea
Besta Minning MÍN Tengd Liverpool Á Árinu: Ekki nokkur vafi, heima hjá bróður mínum að horfa á Milan leikinn
Nýársóskin 2006: Að Rafa haldi áfram á þeirri braut sem hann er kominn á og að viss somebody fari að loka þverrifunni á sér.
Takk fyrir mig og Gleðilegt Nýtt ár!
Mark ársins: Gerrard gegn Olympiakos; 3-2.
Hagnaður, það var skorað 2004.
ok, ummæli tekin til baka, dæmt dauð og ómerk.
Andri hér að ofan ruglaði mig alveg í ríminu.
Heimasíða ársins: Liverpool Bloggið 🙂
hahaha…..alveg rétt einar, ruglaðist aðeins. Þá vel ég mark ársinns: Garcia á móti Chelsea. Bara fyrir mikilvægi þess marks. Frábært að þagga niðri í Morinho…
Eða nei…….það mark þaggaði ekki niður í Mourinho, þvílíkur asni sem þessi maður er.
salam sukses bwat liverpool dari dieztriet dari indonesia. semoga jadi klub yang diidolakan diseluruh dunia dan tek tertandingi. always pray to we savior jesus christ for you christian.. :tongue: :biggrin2: :blush: :confused: 😡