Læknar Liverpool hafa [staðfest að Harry Kewell verði frá í 6 vikur](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152844060707-1307.htm) vegna fótasýkingar, sem hann fékk á HM. Sýkingin er þó af öðrum toga en upphaflega var greint frá. Hann missir því væntanlega af fyrstu leikjunum í ensku deildinni.
Jæja, þá verður hann orðinn að varaskeifu þegar Mark Gonzalez mun brillera í byrjun tímabilsins. 😉
Undurleg meiðsli þetta að fá fyrir Kewell. Átti loksins gott tímabil í fyrra og farinn að sýna gamla takta og átti fína leiki á HM, nú tekur við enn eitt hænuskref afturábak. Vonandi að hann nái sér á fullt aftur og við fáum alvöru samkeppni um stöðu vinstri kantmanns.
Samkeppni um stöður er eitt að því sem hefur staðið Liverpool fyrir þrifum undanfarin ár.