Jæja, ég nenni nú ekki að eyða miklum tíma í þessa leikskýrslu.
En það sem skiptir öllu máli er að Liverpool spilaði í kvöld þann leik, sem fyrirfram hefði talist erfiðasti leikurinn í þessari riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Niðurstaðan var jafntefli þrátt fyrir afleitan leik hjá okkar mönnum.
Rafa stillti upp sínu sterkasta liði:
Finnan – Carragher – Hyypia – Arbeloa
Pennant – Gerrard – Mascherano – Babel
Kuyt – Torres
Og það var nú aldeilis sem það borgaði sig fyrir Rafa að spila sínu sterkasta liði. Liðið var afleitt og nánast allir leikmenn spiluðu undir getu.
Porto komst yfir eftir að Reina hafði brotið á leikmanni Porto, sem hafði stungið sér fram fyrir Sami Hyypia. Sanngjörn vítaspyrna og Porto menn komust yfir. Fram að þessu höfðu Porto verið mjög ógnandi.
Þvert gegn gangi leiksins náðu Liverpool menn þó að jafna metin, nánast uppúr engu. Steve Finnan gaf háa sendingu inná teiginn, Hyypia skallaði boltann áfram á **Dirk Kuyt**, sem að skallaði í markið. 1-1 eftir 17 mínútur.
Það sem eftir lifði leiks þá var Porto betra liðið á vellinum, án þess að skapa sér þó einhver rosaleg færi. Að mig minnir þá endaði leikurinn 14-2 í markskotum, Porto í hag.
**Maður leiksins**: Það væri alltogf langt mál að fara yfir þá sem spiluðu illa, en það má alveg benda á það að þeir leikmenn, sem menn voru að fríka yfir að hafi ekki spilað um helgina, voru ömurlegir í kvöld.
Ég ætla að velja **Dirk Kuyt** sem mann leiksins. Hann skoraði markið og barðist einsog ljón það sem eftir lifði leiksins. Vörnin okkar stóð sig ágætlega í leiknum, en miðjan og Torres voru afleit í leiknum. Kuyt á þó hrós skilið.
En allavegana, þetta voru góð úrslit á þessum erfiða stað, sérstaklega í ljósi þess að þetta var sennilega lélegasti Evrópuleikur Liverpool undir stjórn Rafa Benitez. Eftir viku spilar Liverpool við Marseille á Anfield og þá væntanlega verður annað uppá teningnum.
Slappur leikur hjá okkar mönnum og ekki skil ég af hverju Benites tók ekki Pennant útaf vellinum þegar hann hélt áfram að vera stanslaust að brjóta af sér.
Við vorum heppnir að fá stig úr þessum leik vegna hrikalegrar spilamennsku hjá okkar mönnum, Hvar var Gerrard ?
Svo var óþolandi að sjá þessa aumingja hjá Porto að vera að detta við minnstu snertingu, þetta var eins og leikhús lið.
Tökum þetta lið og rúllum þeim upp á Anfield.
Jamm, það góða við þetta allt saman er það að ef að þessi leikur var sá erfiðasti sem við leikum í þessum riðli erum við í fínum málum.
Eftir leikinn sá maður að Pennant virðist vera treggáfaður og að Hyypia er að klára endasprettinn á sínum ferli.
Annars er lið kvöldsins Rosenborg : )
Afleitur leikur, fín úrslit. Það er mín skoðun á þessu.
Það er ekki oft sem ég nánast garga á Benítez að taka Torres og Gerrard útaf í hálfleik, en það gerðist í kvöld. Liðið var meira og minna allt slappt, en þessir tveir burðarásar voru lélegri en allt í kvöld. Ég hefði getað betur.
Og Pennant fær engin verðlaun fyrir að ná sér eitt mesta óþarfaspjald ársins. Ef hann vill komast í enska landsliðið verður hann að sýna Steve McClaren að hann hafi ekki bara hraða og tækni, heldur fúnkerandi heilastarfsemi líka.
Ojæja. Bygons. Við náðum jafntefli. Nú ætla ég að einbeita mér að því að gleyma þessum leik … enda verð ég úti á næsta leik liðsins á laugardaginn! 😉
Sælir félagar
Algjörlega sammála leikskýrslunni og ekki orðum eyðandi umfram það. Þó fóru dýfingameistarar Porto í taugarnar á mér og brot sem við fengum spjöld fyrir sluppu hjá dómarar leiksins sem var slakur.
Annars bara slappt.
Frekar óspennandi leikur hjá okkar mönnum, hápunktur leiksins var heimska Jermaine Pennant, hann getur þakkað liðsfélögum sínum stigið.
Annað – sem ekki tengist beint leiknum í kvöld:
Mikið hefur verið rætt hér um Sýn 2 og verðlagninu þeirra 365 manna og hef ég verið sammála umræðunni um fáránlega verðskrá og alltof dýra áskrift, bæði á Sýn 2 og Sýn. Vegna fíknar minnar gagnvart Liverpool varð ég þó að fá mér Sýn 2 og sagði þá upp Sýn og var þá ekki lengur í M12.
En tveir leikir Liverpool í mánuðinum í meistaradeildinni leiddu til þess að ég skráði mig fyrir Sýn þennan mánuðinn – bara til að sjá leiki Liverpool. Í kvöld kom svo í ljós að fyrst ég er ekki í M12 þá fæ ég ekki Sýn Extra 1 og Sýn Extra 2 – var því heppinn að leikurinn var sýndur á Sýn en ekki hliðarrásunum ! Ég kaupi sem sagt Sýn dýrum dómi þennan mánuð (eingöngu vegna Liverpool) og borga meira fyrir það en þeir sem eru með M12 en fæ að sjá minna. Þetta er viðbót við flókna verðskrá – Sýn er keypt í einn mánuð en ég fæ bara hluta af dagskránni !, og ekki það eina sem ég vil sjá. Ef ég vil sjá hliðarrásirnar verð ég að binda mig í sex mánuði með M12 ! Af hverju er ekki ein fótbóltarás á Sýn 2 og málið er leyst ? Jú auðvitað, þá myndi enginn kaupa Sýn !
Síðan varðandi Sýn 2 og umfjöllun þeirra um miklu betri þjónustu. Það eina sem er betra er samantektin á laugardagskvöldum (hef ekki orðið var við fleira sem leðir til meiri gæða) en á móti kemur að góðir þættir sem voru á Skjánum eru ekki á Sýn 2.
Þetta á vissulega ekki við um leikinn en ég er bara verulega pirraður á þjónustu 365 og varð að fá útrás fyrir þessari vitleysu !
Tvennt sem ég vill bæta við:
1) Djö**** er ég hamingjusamur að helv**** Ricardo Quaresma er ekki leikmaður Liverpool, þetta fífl lét sig detta þótt 2 metrar voru í næsta leikmann. Samt sá dómarinn alltaf ástæðu til að flauta, og gaf jafnvel gul spjöld í kaupbæti fyrir skemmtilega leikræna tilburði.
2) Það var greinilegt hver hálfleiksræða þjálfara Porto var…”Fariði með boltann að Pennant, og látiði ykkur detta með miklum tilþrifum”. OK, þetta var heimskuleg tækling hjá honum þegar hann fékk rauða spjaldið og verðskuldaði alveg spjald, en á undan þessu atviki höfðu tveir leikmenn Porto látið sig detta þegar Pennant var í nánd…og viti menn, þar átti Ricardo Quaresma stærstan hlut að máli. Óþolandi svona leikmenn eins og Quaresma, og nákvæmlega svona leikmenn gera það að verkum að ég nenni engan veginn að horfa á Suður-Evrópskan fótbolta.
Steven Gerrard lætur sig oft detta líka. Torres líka.
Ég held að það sé öðrum en Ricardo Quaresma að kenna að Pennant hafi fengið tvö gulspjöld. Pennant sá um það sjálfur.
pennant sá er tómur skildi heilann eftir heima gerrard mjög slappur og torres vona að þeir rísi upp úr meðalmenskuni strax rafa alltaf með skiptingar eftir 70 mín hann er of þrjóskur karlinn allir sem horfðu með mér á leikinn skildu það ekki að pennant kæmi inn á í seinni hálfleik???en að skora á útivelli gott mál ‘AFRAM LIVERPOOL
maggi: það var enginn að segja að gerrard eða torres láti sig aldrei falla, Porto liðið gerði bara “örlítið” meira af því í kvöld en hitt liðið
Ingi Björn: Ef þú ert að tala um það sem ég skrifaði, þá sagði ég ekki að það væri Quaresma að kenna að Pennant fékk spjöldin. Sagði reyndar orðrétt: “OK, þetta var heimskuleg tækling hjá honum [Pennant] þegar hann fékk rauða spjaldið og verðskuldaði alveg spjald…”
Sindri, þú verður að fyrirgefa mér, en algerlega hef ég enga samúð með þér í þessu máli, þeir sem verzla við 365 fíla að láta taka sig í bossaling : )
Mig langar að benda á nokkur atriði varðandi það sem Sindri talar um (Ummæli 5) – á sínum tíma þegar Sýn var með HM í fótbolta (2006) þá fór ég í Elko og keypti mér gervihnattadisk fyrir þrjátíu þúsund kall (með öllu) og fylgdist með öllum leikjum heimsmeistarakeppninnar – fróðir menn sögðu reyndar að ég hefði getað keypt minni disk á fimmtán þúsund kall – í stað þess að kaupa tveggja mánaða áskrift að Sýn (eins og ég hefði þurft að gera ef ég vildi sjá HM á Sýn – mig minnir að verðið hafi einmitt verið fimmtán þúsund fyrir þessa tvo mánuði).
Í dag á ég ennþá diskinn – er með líklega yfir hundrað sjónvarpsstöðvar (misáhugaverðar að sjálfsögðu) en þar eru stöðvar eins og ITV og BBC sem sýna t.d. þriðjudagsleikina með ensku liðunum í Meistaradeildinni (Porto – Liverpool á ITV1 og Chelsea – Rosenborg á ITV4 í kvöld), valda leiki með ensku liðunum í Evrópukeppni félagsliða (Tottenham leikurinn verður sýndur á ITV4 á fimmtudaginn) og svo eru allir leikir enska landsliðsins sýndir á ITV eða BBC, svo dæmi séu tekin. Aðra leiki Liverpool í Meistaradeildinni sé ég á pöbbnum og þeir eru ekki svo margir.
Enska boltann sé ég á Sopcast (í misjöfnum gæðum) og ég þarf ekki á Sýn að halda. Með öðrum orðum – látið ekki taka ykkur í rassagatið.
Ég held að úrslitaleikurinn í fyrra gegn Milan og síðan þessi gegn Porto sanni afhverju Jermaine Pennant fái aldrei sénsa með enska landsliðinu……….hann er bara ekki nógu góður gegn góðum liðum né með hausinn í réttu lagi t.d. fyrir erfiða útileiki.
Það var ekki lítill klassamunur á honum og Quaresma í þessum leik. Við getum ekki endalaust beðið eftir því að Pennant springi út, það er ástæða fyrir því að að Wenger lét hann fara frá Arsenal. Pennant spilar oft æðivel á undirbúningstímabilum en koðnar niður þegar pressan kemur.
Svo skorar hann alltof lítið og engin hætta af honum þegar hann “köttar” inná miðjuna öfugt við t.d. Quaresma o.fl. Handónýtur með vinstri fæti og slakur varnarlega o.s.frv.
Annars verðum við að gefa andstæðingnum hrós þegar það á við. Þetta Porto lið er helvíti sterkt á heimavelli og létu Liverpool líta illa út með mikilli pressu og hreyfingum án bolta. Tæknilega frábærir og með góðan taktískan þjálfara. Vel gert Porto!
Sammála með vali á manni leiksins. Kuyt er rosalega vinnusamur og rís iðulega upp þegar hann sér að samherjarnir eru ekki að ná sér á strik. Carra var líka góður og bjargaði oft vel á síðustu stundu. Með menn eins og þessa tvo í liðinu áttu alltaf séns sama hversu illa flestir eru að spila.
Gott líka að sjá Benitez gjörsamlega æfan af reiði á hliðarlínunni. Hann má líka vera pirraður útí sjálfan sig fyrir að velja Hyppia framyfir Agger á vörnina. Skortur á hraða útúr vörninni varð til þess miðjumennirnir fengu engan tíma á boltanum og voru alltaf komnir með 1-2 menn í sig um leið.
Annars skíttapa Englendingar og ensk lið alltaf gegn Portúgölum. Líklega bara stórfínt eftirá að ná jafntefli úti gegn Porto.
Liverpool munu spila langtum betur gegn Porto á Anfield. Okkur vantaði Sissoko sárlega í þennan leik fyrst Gerrard ákvað að vera meðvitundarlaus.
Bla bla bla, Áfram Liverpool!
Fyrirgefðu, en horfðir þú á sama úrslitaleik og við?
Sammála leikskýrslu en myndi þó segja að sterkasta liðið sé með Agger innanborðs í stað Hyppia.
Kannski voru var sterkasti hópurinn svona slappur af því að þeir fengu ekki að spila um helgina :-).
Annars óttast ég útfrá liðsvalinu að metnaður Benitez liggi frekar í Evrópu en Englandi í titlum og frama talið.
bjöggi, ég geri mér alveg grein fyrir því að porto liðið voru meira í dýfingum í kvöld en önnur lið eru þekkt fyrir. bara finnst það einkenna fótboltaaðdáendur svolítið að saka alltaf önnur lið og aðra leikmenn um að láta sig detta, þegar það sama á sér stað í því liði sem menn styðja. svo sé ég ekki alveg hversu oft menn gera þetta kemur þessu máli við? ok, þetta porto lið er verra en liverpool liðið þegar kemur að þessum málum. en er einhver munur á gaurnum sem rænir snickers úr 10/11 einu sinni og gaurnum sem rænir snickers þrisvar úr sömu verslun?
það að leikmenn séu að láta sig detta er vandamál fyrir fótbolta allstaðar. mér finnst að það eigi að taka mun harðar á þessu.
Já Einar (þið) það gerði ég.
Ég sá ungan og teknískan leikmann spila fyrir Liverpool á móti vinstri bakverðinum Jankulovski sem var á rassgatinu allan leikinn(t.d. skjótandi boltanum í innkast undir engri pressu frá Pennant eða öðrum).
Ég sá leikmann sem tók alltaf c.a. 10 snertingar á boltann áður en hann annaðhvort hljóp sig útí horn eða spilaði honum fyrir dúk og disk aftur á miðju drepandi niður hraðann í skyndisóknum Liverpool gegn löturhægri Milan vörn.
Sorrý Einar ég er bara að gefast uppá Pennant. Finnst hann enn ekki vita hvernig eigi að spila né hafa líkamlegan eða andlegan styrk fyrir stórlið eins og Liverpool.
p.s. það er góð latína í rökræðum að tala ekki um skoðanir sínar í 3.persónu. 🙂
Arnór, vissiru að Pennant var valinn besti leikmaður Liverpool í úrslitaleiknum?
Sælir –
ég fór á Liverpool – Derby um daginn og þær 60 mínútur sem að Pennant var inná var hann lang besti maður vallarins. Sífellt að ógna og tók menn á alveg trekk í trekk bæði sem vinstri og hægri kantmaður. Ég sá ekki leikinn í kvöld, greinilega sem betur fer en hann verður að fá eitthvað kredit.
Kannski þarf hann að ná upp meiri stöðugleika en aðrir leikmenn Liverpool þurfa líka að ná því.
Sóknarlega var Pennant besti leikmaður Liverpool í leiknum ásamt Kuyt og Babel var álíka góður og Guðmundur Steinarsson (í sumar) í þessum leik. Pennant er hins vegar frekar heimskur gaur og það sást varnarlega í kvöld.
dapur leikur en fín úrslit, mikill doði yfir þessu og ekki hjálpaði til að Pennant lét reka sig útaf fyrir mikinn kjánaskap. Það drap endanlega allar vonir um að hressa uppá leik okkar manna. Vona bara að Pennant læri e-ð af þessu og láti þetta ekki koma fyrir aftur. Það sem bjargaði kvöldinu voru glæsileg úrslit Norðmanna á Stamford Bridge.
Pennant er klárlega besti hægri kantur sem við höfum haft síðan Mcmanaman, Svo við skulum ekki rakka hann niður í skítin strax.
Annars arfaslakur leikur hjá okkar mönnum fanst þó Mascareno standa uppúr. Porto hinsvegar átti stórleik feykilega skemtilegur og flottur fótbolti
mínus leikaraskapurinn auðvitað.
ég hef ekkert séð til þeirra í nokkur ár, en hef ekki trú að þeir haldi þessum gæðum á Anfield eða annars staðar
hvernig er það með gulu spjöldin hanga þau lengi á mönnum eða detta þau af eftir 1 eða 2 leiki ??? annars held ég að gerrard sé ekki orðin fullkomlega góður af tábrotinu og torres var mjög vel gætt þess vegna kom svo lítið útúr þeim, en höfum ekki tapað leik ÁFRAM LIVERPOOL
Mér finnst Pennant slakkasti hlekkurinn í þessu liði, það er hrein móðgun að bera hann saman við Mcmanaman.
Fín úrslit á erfiðum velli, og eftir asnaskap Pennants (sem annars er mjög góður kantmaður!!!!) þá stóðu Púllarar sig vel í að halda Porto niðri. Ekki fallegasti bolti í heimi, og gott að geta náð jafntefli eftir jafn slaka spilamennsku. — Gulu spjöldin gætu orðið dýr, en fjandakornið … við bara erum með svo sterkt lið að ég hef ekki áhyggjur … ekki enn alla vega! 🙂 Áfram Liverpool!
Mcmanaman var góður kantmaður en engin heimsklassamaður td. var hann einn mesti klúðrari upp við markið í sögu liverpool (jaðraði við Baros) ég er búin að fylgjast með þessu liði í 25 ár og að mínu mati er Pennant ekkert ósvipaður Macca sem átti frábæra leiki en gerði svo í buxurnar öðru hvoru
En Pennant verður að læra hemja skapið.
Pennant hefur verið einn af okkar bestu mönum á tímabilinu og þótt að hann átti dapran leik í dag(eins og nánast allir í liðinu). Er alveg óþarfi að skjóta hann í kaf. Ég tel að besta liverpool liðið í dag sé með Pennant innanborðs.
Sá leikmaður sem ég vill sjá meira útúr(er samt alveg tilbúinn að gefa honum 1 tímabil til þess að aðlagast) er Ryan Babel. Ég bara sé ekki þetta snildar takta sem ég átti von á. Mér finnst hann missa boltan of auðveldlega og vantar fleirri fyrirgjafir frá hans kannti en hann virðist alltaf ætla að keyra að miðjuni.
Ég vona ða Kewell komi bráðum aftur og taki nokkra leiki án meiðsla til þess að sýna hvað á að gera.
Pennant kjáni að detta í þessa gryfju, þetta grefur undan stöðu hans í liðinu að það sé ekki hægt að treysta á að hann haldi sér inn á allan leikinn. En vonandi lærir hann af þessu. Hvar var Gerrard í þessum leik?
Annars var ég sáttur við síðasta hálftímann. Liverpool var einfaldlega aldrei líklegt til að fá á sig mark á þeim tíma og virkuðu verulega þéttir.
Það er ekki einsog þetta hafi verið sjötta rauða spjaldið hans á Liverpool ferlinum. Ég var þó ánægður að hann skyldi fá rautt spjald fyrir baráttu og brot í stað þess að fá það fyrir kjaftbrúk eða hreina heimsku einsog ónefndur hægri kantmaður hjá Man U.
Já, einsog Pennant bendir á í viðtali þá er þetta í fyrsta skipti sem hann er rekinn af velli á atvinnumannaferlinum.
Mér fannst nú Pennant fá þetta rauða spjald fyrir heimsku. Lítil hætta á ferð og boltinn á leið í innkast og hann reynir að ná til boltans en endar á því að sparka Portúgalann niður þegar hann sér að nær ekki til boltans. Sjálfsögðu kryddar Portúgalinn þetta með double cross dýfu en engu að síður gult spjald.
Hann lærir vonandi af þessu samt sem áður.
Boltinn var á leiðinni aftur fyrir endamörk eða kominn út fyrir línuna. ÞEssi ákvörðun Pennant að tækla manninn var algjölega tekin í hita momentsins eins og maður segir. Klaufaskapur hjá honum en það má þó hrósa honum fyrir það að sýna vilja til sóknar.. annað en restin af liðinu sem var algjörlega andlaust á að líta í þessum leik og að því er virðist að dagsskipanin hafi verið að tapa ekki leiknum í stað þess að fara í hann til að vinna hann. Lið af þessu quality á ekki að fara í leiki til þess að “tapa ekki” það á að vera mottó-ið hjá liðunum sem mæta Liverpool alveg sama hverjir, hvar og hvenær !!
er ég sá eini sem myndi velja mascherano mann leiksins , mér fannst hann og kuyt algerlega vera ljósið í myrkrinu
Mér fannst Kuyt maður leiksins hann skoraði markið og var sí vinnandi allan leikinn auk þess eftir að Pennant fór útaf var hann settur í stöðu hans og leysti það með sóma.
Babel er bara eigingjarn sóknarmaður, sem var meira að hugsa um það að sóla í gegn heldur en að spila boltanum. Auk þess sem Porto pressuðu hann vel þegar hann fékk boltan þar að leiðandi tapaði hann boltanum.
Þetta er auðvitað rétt hjá Einari, Pennant er ekki beint að fá rautt í hverri viku. En upp á síðkastið hefur mér þótt hann vera býsna mislyndur á velli og gulu spjöldunum duglegur að safna.
En horfum á björtu hliðarnar, tvö töpuð stig fyrir Porto 🙂
var að lesa Echo umfjöllun um leikinn eftir Bascombe…. þvílík snilld… hehehe
,,Liverpool were caught in possession more than Pete Doherty, and players usually relied upon to provide a steadying influence couldn’t find their own feet, let alone those of their team mates.”
Ég myndi reyndar alveg velja Mascherano mann leiksins bara fyrir góða tæklingu sem hann tók á Quaresma.
ég vonað hann verði góður þegar ég fer á Liverpool vs Tottenham 07.10,07
😉 ullala VIP djö hvað mig hlakkar
Mér fannst Mascherano eiga einn sinn slappasta leik fyrir Liverpool. Menn mega vel vera mér ósammála, en mér fannst Kuyt vera skástur.
Torres, Mascherano og Gerrard hefðu átt að vera teknir útaf strax í hálfleik! Sáust algerlega ekki neitt allan helvítis leikinn! Skelfilegt hjá okkar mönnum og skulum vona að þetta gerist ekki aftur!
jáh ég er ekki sammála að mascherano hafi verið slakur hann var sívinnandi bolta á miðjunni og hljóp mikið og virtist alltaf vera mættur í tvídekkun og pressu , en ég saknaði Gerrard í leiknum
Við verðum að teljast heppnir að fá stig út úr leiknum gegn Porto. Þetta var lélegasti leikur liðsins lengi; fyrri hálfleikur pínlegur. Gerist vonandi ekki. Samt er að styrkur að tapa ekki svona vondum leik á útivelli. Það finnst mér merkilegt.
var þetta sárt litli stúfur einar fálki
tek þetta til baka hélt að það væri búið að kasta mér út