Porto á morgun

Fátt hefur verið meira rætt síðustu daga en mögulegt brotthvarf Rafa frá Liverpool. Slúðurmaskínur fóru á fullt og einn miðill gaf það í skyn að Rafa væri þegar farinn. Áhangendur Liverpool hafa margir hverjir tekið andköf og ekki viljað trúa þessu, Hicks og Gillett kallaðir miður flottum nöfnum og stuðningurinn við Rafa orðinn rosalegur!! Meira að segja Arsene Wenger er að tala um þessa stöðu (Rafa vs. eigendurnir). Og þá komum við kannski að því sem var nú rætt í þessari sérstöku færslu um þetta slúður: Gæti verið að þetta sé herbragð hjá Rafa, Hicks og Gillett til að búa til massívan stuðning á bak við Rafa og liðið? Getur verið að andinn á Anfield verði svo rosalegur, að mótherjarnir brotna niður? Þetta eru skemmtilegar pælingar og ég er sannfærður um að andrúmsloftið verður magnað!!!! Við höfum jú okkar fulltrúa á meðal áhorfenda, ekki satt? En samkvæmt öllum þeim netmiðlum og miðlum sem ég hef verið að fara í gegnum, þá er mikill “ótti” vegna þessarar stöðu. Sagt er frá sáttatilraunum Rafa og spurt hvort þær komi of seint … mikil drama í gangi!!!

En fókusinn er á leikinn á morgun! Mótherjarnir okkar eru Porto. Við verðum að vinna þennan leik til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Sko, tæknilega getum við gert jafntefli og treyst á að Besiktas vinni Marseille, eða geri jafntefli við þá, því þá þurfum við „bara“ að vinna Marseille á útivelli með meiri mun en þeir unnu okkur á Anfield. En eins og Steve Gerrard og fleiri hafa sagt: þetta er algerlega í höndunum á liðinu. Vinnist þessir tveir leikir sem eftir eru í riðlakeppninni, þá er liðið komið áfram. Lesið bara góðan pistil KAR um stöðu mála hjá Liverpool. Við erum allavega með besta markahlutfall riðilsins! Pollýannan brýst út nokkrum sinnum …

Porto er eina taplausa liðið í riðlinum eftir þessa fjóra leiki, þeir eru í góðum málum í portúgölsku deildinni og ættu að vera í þokkalegum málum gegn Besiktas í lokaleiknum á heimavelli. En fótboltinn hefur sýnt það að hann er oft óútreiknanlegur og Porto mun gera allt sem þeir geta til að hljóta þetta eina stig sem þeir þurfa til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Ég á því von á brjálæðislega flottum leik, þar sem vonandi fótboltinn mun sigra en ekki stressið og baráttan. Annars er ég þannig stemmdur að ég vil auðvitað bara sigur – ekkert annað – og er nokk sama hvernig hann kemur.

Ég hef aldrei verið góður í að spá um byrjunarlið en hver verður taktíkin hjá Rafa? Þessi maður hefur margsannað snilli sína í Meistaradeildinni og kann sitt fag. Sjálfur segir hann um leikinn gegn Porto:

“We don’t need a lot of goals. We just need to win because if we do that we can go to Marseille and have a real opportunity.”

Hann veit líka að Porto er sterkt lið sem getur gert okkur lífið leitt á Anfield. Fyrst Marseille gat það …

Menn eins og Reina, Carragher, Gerrard og Torres (myndi ég giska á) ættu að fljúga inn í byrjunarliðið. Arbeloa er heitur og svo er spurning með Riise, Aurelio, Kewell og Babel. Hver verður með Torres í sókninni?? Hverjir verða á miðjunni? Ég ætla að tippa á þetta byrjunarlið:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Riise

Gerrard – Mascherano – Sissoko – Kewell

Torres – Voronin

Kemur Aurelio í stað Riise, færist Riise fram, kannski Babel í stað Kewell, sennilega Crouch í stað Voronin … ?? Menn eiga eftir að skeggræða þetta vel.

En ég vil sjá sóknarbolta eins og á móti Besiktas. Ég vil sjá sömu grimmd í boltann, sama hjartað og skýr samskipti manna á milli á vellinum. Við verðum að láta Porto finna fyrir því að þeir eru að keppa við “the team to beat” … þ.e. liðið sem ég hef fulla trú á að fari langt í þessari keppni, líkt og fyrri ár undir stjórn Rafa. Áhorfendur verða sem fyrr segir örugglega alveg brjálaðir, fullir af stuðning gagnvart Rafa og auðvitað liðinu í heild. Þegar “You never walk alone” verður sungið rétt áður en liðin koma inn á völlinn, þá mun maður fá gæsahúð og framundan verða ótrúlega spennandi og skemmtilegar 90 mínútur. Ég er strax orðinn titrandi af spenningi.

Auðvitað sigrar Liverpool og ég ætla að spá öruggum 3:1 sigri okkar manna, mögulega 4:1. Porto er virkilega sterkt lið, en með sama stuðningi áhorfenda og með sömu trú og spilamennsku, líkt og í Besiktas leiknum, þá halda okkur engin bönd … og Porto verður í hlutverk fórnarlambsins! Torres mun bæta fyrir markaleysið á móti Newcastle og skora þrennu: 2 í fyrri hálfleik og eitt um miðjan síðari hálfleik. Gerrard mun eiga frábæra aukaspyrnu undir lok leiks, og ég sé ekki alveg hvort boltinn fari undir sammarann, eða hrökkvi af honum út á völl. 3:1 og við sjáum skælbrosandi brandísúpandi Rafa, Hicks og Gillett eftir leikinn!

20 Comments

  1. Ég hreinlega neita að trúa því að Peter Crouch verði ekki í byrjunarliðinu á morgun.

    Á sama hátt og ég neita að trúa því að Momo Sissoko byrji. Þannig að ég segi út með Momo og Voronin og inn með Babel og Crouch. Þá verð ég sáttur.

  2. Crouch og Torres fram, held að það sé heitt framherjapar. Vill sjá Kewell inná sem og Babel.

              Reina
    

    Finnan Carra Hyypia Arbeloe
    Babel Gerrard Marche Kewell
    Crocuh Torres

    Fyrir mig er þetta mjög heitt lið og vill halda Riise og Momo fyrir utan það, leifa þeim að spreita sig í næstu tveimur deildarleikjum kannski, en ekki í svona hrikalegum slag, samt sjá Momo á bekknum til að koma inná ef að það þarf að vinna boltan á miðjunni, næg barátta í kallinum.

  3. Sammála Einari með þessa tvo og vill bæta við.. ÚT með Riise og inn með Finnan í hægri bakk og Arbeloa í vinstri bakk..

  4. Ég tek undir með nr.2 í sambandi við byrjunnarliðið …

    Ánægður með þessa skemmtilegu kenningu að verið sé að setja upp “leikþátt” á Anfield til að ýta undir stuðning, og kanski einnig til að taka pressuna af Gerrard og fá menn til að hugsa um annað en að hann verði ekki á EM 2008…ágætis pælingar og væri gaman ef satt reyndist..

    Ég hef því miður bara ekki trú á því að svo stórtækt plott sé í gangi og hallast frekar að því að það séu eitthvað stirð samskiptin á milli þarna í brúnni…. Vona auðvitað bara að menn leysi þetta, því það væri óðsmanns æði að skipta um stjóra á þessari stundu…

    Liverpool…….the only thing…Carl Berg

  5. Er að fara útí vél á leiðini til MEKKA. Með minn hjálp (og annara stuðningsmanna) vinnur LFC 3-0.

    YNWA

  6. Sko, ef ég ætti að setja niður það lið sem ég myndi helst vilja sjá spila þennan leik væri það svona:

    Reina

    Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Aurelio

    Gerrard – Mascherano – Lucas

    Kuyt – Torres – Voronin

    Þá ættum við Kewell, Babel og Crouch sterka inn til að bæta í sóknina. Þeir sem vilja hlæja að því að ég vilji hafa Kuyt þarna inni ættu að lesa nýjasta pistil Paul Tomkins áður en þeir mótmæla mér. Með hann í þriggja manna framlínu nánast tryggirðu að Torres og Voronin (eða aðrir) hafi nóg af plássi til að hlaupa í, þökk sé vinnusemi Kuyt.

    Ég hins vegar held að Rafa muni stilla þessu upp svona:

    Reina

    Finnan – Carragher – Hyypiä – Arbeloa

    Gerrard – Mascherano – Lucas – Aurelio

    Voronin – Torres

    Ekki spyrja mig af hverju, en ég held að þetta verði svona hjá karlinum. Hann veit að hann verður að vinna þennan leik en eins og hann sagði sjálfur á fréttamannafundi í gær skiptir markatalan í þessum leik ekki öllu máli, eins lengi og stigin þrjú komi í hús. Þess vegna gæti hann verið eilítið varkár í uppstillingunni, á meðan ég myndi bara smella þremur fram og ráðast á Porto-menn í eigin vítateig. En þess vegna fæ ég líka ekki borgað fyrir að stilla þessu liði upp. 😉

    Annars leggst þessi leikur vel í mig. Ég er nánast sannfærður um að við vinnum, hef alltént ekki leyft sjálfum mér að hugsa þá hugsun til enda hvernig næstu dagar gætu orðið í Rafa-slúðrinu ef við vinnum ekki á morgun. Við bara hljótum að vinna!

    3-0, aldrei spurning. Gerrard, Torres og Torres með mörkin. Svei mér þá ef Torres setur ekki fjórða markið líka. 🙂

    Pollýanna? Ég? Ha neeei …

  7. sammála einari erni með byrjunarliðið..annars vinnum við leikinn ef við verðum með torres og gerrard inná. þessir tveir eru potturinn og pannan í leik liðsins fram á við þessa dagana að mínu mati og vonandi að þeir haldi áfram góðu samstarfi.

  8. Ég las þennan Tomkins pistil. Ég er enn sannfærður um að Kuyt sé lélegasti framherji Liverpool á eftir Kewell, Babel, Torres, Gerrard, Voronin og Crouch.

  9. Ég er nokkuð sammála seinni uppstillnginunni hjá KAR Gerrard í frre role og Lucas í box to box hlaupum. JM sér um dyravörsluna og Aurelio aðeins varnarsinnaðari kanntur sem leysir inn á miðju líka til að skila varnarvinnunni, þurfum líka að hafa smá varnarsinnaðan vinstri kannt til að passa Quaresma (er henn ekki hægra megin?). Þetta er allavega miðja með nokkuð góða sendingagetu.

    Í sóknina myndi ég frekar vilja Crouch heldur en Voronin en það skiptir ekki svo miklu máli á meðan Torres er inná.

    Ég er líka sammála #10 Einari Erni, Kuyt er allajafna ekki í hópi okkar bestu framherja, ég er á því að Voronin og klárlega Crouch taki líka til sín varnarmenn og skapa þannig pláss fyrir aðra. Þar fyrir utan væri nú óskandi að hafa einhvern frammi sem myndi nýta betur allt plássið sem Torres skilur eftir fyrir aðra, nógu mikið tekur hann til sín af varnarmönnum andstæðingana.
    (ég er ekki að segja að Kuyt sé alslæmur samt, alls ekki og ég er sammála Tomkins að hugarfarið hans gæti reynst öllu liðinu vel)

  10. myndi vilja sjá liðið eftirfarandi
    reina
    arbeloa-carra-hyppia-aurelio
    gerrard-masche-leiva-kewell
    crouch-torres
    kewell og gerrard skiptandi á milli kanta. góðir sendinga menn og ekki mikið um óþarfa kýlingar fram og láta boltann fljóta og þá vinnum við góðann 3-1 sigur. jafnvel spurning um babbel í staðinn fyirr crouch til að fá meiri hraða í liðið.

  11. “If you looked at him as an attacking midfielder in a 4-5-1 formation, which is what in reality he often is, you’d be very happy with six goals by November.”

    Þetta sem Tomkins segir um kuyt er samt góður punktur. Kannski er Rafa að breyta Kuyt í einhversskonar Sissoko?

    Og svo lýst mér vel á þessa 4-3-3 uppstillingu hjá KAR og hreinlega held að Rafa komi til með að nota hana annað kvöld. Reyndar hugsa ég að Rise komi í stað Lucas og Babel detti inn fyrir Voronin.

  12. Það góða við þetta er að Porto menn vita líklega alveg jafn lítið um liðsuppstillinguna hjá Liverpool og við.

    ….btw er veikur heima og það er Liverpool – Besiktas eftir 10.mín 🙂

    p.s. Baldvin #13

    • Kannski er Rafa að breyta Kuyt í einhversskonar Sissoko?

    Og hvar er jákvæði punkturinn? 🙂

  13. Jákvæði punkturinn er að Sissoko var að spila ágætis bolta áður en hann meiddist á auga. Síðan þá hefur hann dregið “augað í pung” og ekki séð “rassgat” þrátt fyrir að hafa augað hjá því. 🙂

  14. Held að Crouch verði með Kuyt í byrjun og Arbeloa verði fyrir aftan Riise með Finnan í hægri bak.
    Annars sammála þessu liði, Sissoko og Masch inni á miðju.
    Vörum okkur á Porto, GRÍÐARGOTT skyndisóknalið. En við vinnum, 3-2.

  15. Held að Torres og Voronin byrji frammi þar sem Voronin hefur lítið spilað að undanförnu og hefur hann því mest að sanna á morgun. Babel held ég að komi svo inn í liðið eftir góða innkomu um helgina og ég held að Benitez setji Sissoko inná til að sýna honum að hann lítur á hann sem lykilmann og treysti honum í þessum leik.
    Spái því liðinu svona
    Reina
    Arbeloa-Carragher-Hyypia-Aurelio
    Babel-Gerrard-Sissoko-Kewell
    Torres-Voronin

  16. Mín ágiskun með liðið á morgun..

    Arbeloa Carra Hyppia Aurelio
    Gerrard Macherano Sissoko Riise
    Voronin Torres

    Bekkur: Itanjde, Leiva, Finnan, Babel, Crouch, Kuyt,

  17. Ég held að engin hafi giskað á eins uppstillingu og Rafa,og ég ætla ekki að giska á hvernig hann hefur liðið á morgun, enda alltaf að hræra(rotera).En Liv tekur þettað og kanski setja þeir nýtt met, hver veit 9-0:-)

  18. Skil ekki hvað þið nennið að velta ykkur uppúr þessu. Þetta er einfalt mál.
    3-0. Torres með þrennu.

Slúður: Verður Rafa rekinn?

Wenger um Rafa