Marca, sem hefur oft verið sakað um að vera sérstakt málgagn Real Madrid er með slúður tengt Liverpool í dag.
Aldrei þessu vant, þá fjallar slúðrið ekki um að Benitez sé á leið til Real Madrid eða að einhver leikmaður Liverpool sé á leiðinni til spænsku höfuðborgarinnar. Nei, Marca halda því nefnilega fram að helsta skotmark Rafa Benitez í sumar verði Hollendingurinn Arjen Robben. Talað er um að mögulegt söluverð sé 20 milljónir punda.
Ég set þetta eingöngu inn vegna þess að þetta slúður fjallar um Real Madrid og Marca er tengt því liði. Þar sem að þetta slúður kemur Real ekkert sérlega vel, þá er þetta athyglisvert. Robben er 25 ára (sjá Wikipedia).
Robben hefur verið besti leikmaður Real Madrid á þessu tímabili og einn besti leikmaðurinn í spænska boltanum. Það vita allir hvað hann getur gert þegar hann er heill og í stuði, en hvort hann passar inní lið einsog Liverpool er svo allt annað mál. En allavegana, til að byrja með þá er þessi færsla kyrfilega merkt “slúður”.
Merkilegast við þetta er vissulega að þarna er verið að orða einn besta leikmann Real Madríd við Liverpool…..hingað til hefur þetta verið öfugt! Líklega hjálpar að við niðurlægðum þá í CL :p
En á hinnbóginn er þetta afar Marca legt slúður sem líklega hefur komið til á kaffistofunni hjá þeim.
Merkilegt samt að það sé orðað okkur við menn eins og Jose Mourinho og Robben, báðir eru afar ofarlega yfir allra óvinsælustu menn hjá Liverpool FC.
En þó þetta sé vissulega mikill leiðindarpési, leikari og vælukjói þá er hann vissulega góður þegar hann er heill og myndi styrkja okkar lið líkt og önnur lið.
Er svo ekki bara málið að kaupa Snjeder líka og eiga þá alla vængmenn Hollands.
Ég sé ekki alveg hvernig Robben ætti að passa inn í liðið. Hann væri þá sennilega að spila winger frekar en fyrir aftan Torres (sú staða er kyrfilega frátekin, og ef SG er meiddur er Benayon maður til að taka hans stöðu). Ég er persónulega mjög sáttur við vængmennina hjá okkur og sé ekki átæðu til að kaupa Robben.
Verð að viðurkenna að hann yrði mikil liðstyrkur og mynda lyfta vængspilið upp á nýtt level 😉 en myndi ég vilja fá hann humm Nei hann var ekki að sýna það með Chelski að hann gæti höndlað þessu líkamlegu pressu og átök og sjálfur Mori var að verða virkilega pirraður á honum útaf öllum þessum meiðslum :S
En væri miklu frekar til í Ribery eða Silva báðir væntanlega að fara frá liðum sínum og klárlega betri kostur en Robben. en allt eru þetta heimsklassaleikmenn sem fara ekki undir 20 millur og væri ekki leiðinlegt að fá einn svoleiðis í sumar 😉 en reynslan hefur kennt mér undanfarin sumar að gera ekki of miklar væntingar 😉 þegar þær eru minnst þá koma einhver skemmtileg kaup eins og TORRES 😉
2 Robben er 10 sinnum betri sóknarmaður en alllir okkar kantmenn samanlagt. Hvort hann sé skemmtilegri karakter eða betri fyrir móralinn er síðan allt annað mál.
nb. hann er kannski ekki 10 sinnum betri en mun betri.
Það er 99,99% að við erum ekki að fara að kaupa Ribery, og heldur ekki Silva. Og heldur ekki David Villa ef út í “ekki” kaup er farið.
Það er nokkuð ljóst að Rafa mun versla kantmann í sumar, og ég held að hann kaupi Barry líka. Hugsanlega sóknarmann, en er þó alls ekki viss. Svo kemur í ljós hvort hann hafi meiri þolinmæði yfir Degen. Hann gæti farið og þá þarf nýjan mann í hægri bakk.
Annars held ég að sumarkaupin verði kantmaður og Gareth Barry. Sem yrði fínt. Hvort það verði Robben er annað mál. Hann var nokkuð óstöðugur ef ég man rétt með Chelsea, er frekar leiðnlegur leikmaður, en líka hrikalega hæfileikaríkur.
Frábær leikmaður en aldrei vil ég sjá þennan leikmann á Anfield nema til þess að koma þangað og tapa fyrir Liverpool. Hann er gjörsamlega óþolandi og ég held að ég sé nálagt því að hata þennan mann og vonandi að Benitez fyrir alla muni reyni ekki að fá hann til Liverpool.
Frábær leikmaður…
…. en það er eitthvað við leikmenn sem hafa sagt “Ég hata Liverpool” sem fær mig til þess að vera á móti slíkum kaupum …
Fótboltalega séð þá er hann akkurat sú týpa sem okkur vantar, leikmaður sem getur gert eitthvað uppá eigin spýtur og er virkilega hættulegur ( match-winner)
Gareth Barry yrði ekkert fín kaup sem vinstri kanntmaður! Hann er það í fyrsta lagi ekki, ekki er hann hraður og ekki er hann leikinn. Allt sem kanntari þarf að hafa hefur hann ekki nema góða crossa. En hinsvegar þarf Benitez að bæta við Englendingum í hópinn sinn í sumar útaf meistó og því geri ég fyllilega ráð fyrir 2 jafnvel 3 Englendingum í sumar
til hvers að kaupa barry við höfum gerrard, alonso, mascerano og lucas… og eigum menn eins og plessis i varaliðinu og gulla 😉
Virkilega góður leikmaður og myndi án nokkurs vafa styrkja byrjunarlið Liverpool. En….
1. Meiðslasaga hans er ekki uppörvandi.
2. Fortíð hans með Chelsea og ummæli í garð Liverpool eru ekki jákvæð.
Sammála nr. 9 varðandi Barry, hvar á að koma honum fyrir og ég vill alls ekki fá Robben en gæti alveg hugsað mér Silva, svo hlýtur að vanta annan framherja myndi ég halda og hugsanlega hægri bakvörð.
Við erum ekki að fara að kaupa Frank Ribery. Ekki frekar en Cristiano Ronaldo.
Þetta er allt spennandi vangaveltur en þar sem ég hef nú nýlokið að lesa bókina um Carragher, já og bókina um Gerrard þá læðist sá grunur að mér að við fáum MO (Michael Owen) aftur á free transfer í sumar. Benitez reyndi að kaupa hann þegar hann kom frá Spáni en gat bara ekki boðið 17 milljónir punda í hann.
Oj.
Mér finnst menn bara almennt vera að misskilja Rafa og leikstíl Liverpool. Það verður ekki keyptur hægri vængmaður því Kuyt á þá stöðu. Menn hljóta að sjá það. Hægri kantmaður er heldur ekki það sem Liverpool þarf mest. Vandamálið á köntunum hjá okkur hefur alla tíð verið bakverðirnir. Nú virðist vera betri tíð með blóm í haga, a.m.k. vinstra megin eftir að Aurelio hætti að meiðast, Insúa hefur komið frábær inn og jafnvel Dossena farin að setja nokkur stykki.
Hægra megin er þetta ekki svo gott. Arbeloa er jú vissulega frábær leikmaður og reyndar orðinn smá svona cult hero, hjá mér allavega. Hann er hins vegar soldið jójó þegar kemur að sóknarleiknum, og það er klárlega það sem Rafa mun einbeita sér að. Ef hann ætlaði að kaupa hægri kantmann væri hann löngu búinn að því. Kuyt er kominn til að vera, og ég er bara drullu sáttur við það. Maðurinn er með hugarfar sigurvegara og rúmlega það, meiðist aldrei og laumar af og til mörkum (10 mörk frá kantmanni er alls ekki slæmt).
Ég held að Glen Johnson verði keyptur í bakvörðinn, en þar er á ferðinni bakvörður sem getur sótt af viti. Arbeloa mun þá skiptast á við hann, sem ætti að verða slatti af leikjum og líka virka sem cover í miðverðinum. Svo verður auðvitað Gareth Barry keyptur, en hann keppti einfaldlega fyrsta leik sinn fyrir Liverpool í gær mætti segja.
Robben mun svo aldrei spila fyrir Liverpool. Og menn geta svosem alveg gleymt kaupum á Villa í bili og að öllum líkindum Silva.
Held að við skulum ekki afskrifa neitt í sumar.
Spái því að markaðurinn verði rólegri en oft áður. Chelsea á ekki mikinn pening, United í svolítið “shaky” stöðu, eru t.d. ekki komnir með nýja sponsora og fá lið á meginlandinu til í tuskið.
Þess vegna held ég að miklu máli skipti hvernig tímabilið endar. Ef við vinnum annan titlanna sem í boði eru enn verðum við afar vænlegir kostir og ef við vinnum báða munu menn eins og Ribery og Silva verða mögulegir kostir.
Hata Robben. En ég hataði Ince þangað til hann fór í LFC treyjuna og fór að tala illa um United. Er sannfærður um að við fáum í sumar vængmann sem tekur bakverði á af fullum krafti, sem mótvægi við Dirk Kuyt, sem mögulega verður látinn leysa T & G af þegar þeir verða ekki með.
En fyrst munum við kaupa tvo leikmenn. Gareth Barry og Glen Johnson. Er alveg til í að veðja vel um það!
Og hvar ætla menn að koma Barry inn í liðið ?
——–Torres
————-Gerrard
Riera———————Kuyt
——–Javier—Alonso——
xxxx——xxx—xxxx—xxxx
————–Reina————
Á bekknum eigum svo Babel, Yossi, N’Gog, og fleiri ágæta leikmenn
Það væri svo sem í lagi að kaupa Barry uppá breiddina enda verður lið eins og Liverpool að eiga klassa leikmenn til taks á bekknum líka enda margir leikir á hverju ári og því miður mikið um meiðsli líka.
Ég vil fá Owen aftur á Anfield frítt og svo klassa kantmann og sókndjarfan bakvörð.
Frábær leikmaður og kæmist líklega í liðið hjá flestum liðum. En ég vil ekki sjá hann, Liverpoolmenn hata hann og hann hatar Liverpool. Hann er líka skítakarakter. Sé hann ekki fyrir mér í rauðu treyjunni.
Vá hvað þetta kom asnalega út hjá mér, hvað er málið með þetta..
Laga plís.
Ég held að Robben sé ekkert að koma til LFC. Mig grunar að man city muni raka saman nokkrum snillingum til sín í sumar á okurverði. Þeir vilja kaupa alla þá bestu, og að öll félög vilji selja leikmenn til city. Hvort svo leikmennirnir vilji fara til man city er önnur saga.
Ég held að Benitez kaupi 2 góða leikmenn í sumar og einbeiti sér að því að framlengja samninga þeirra sem við erum með núna, s.s. Kuyt, Agger,Gerrard, Torres og fl. Ég er alveg sammála Magga um að Barry sé að koma til okkar í sumar.
Robben er akkurat sú týpa af skítakarakter sem ég vil ekki sjá í Liverpool. Gleymum þessu strax.
Vá hvað það yrði sterkur leikur að fá Gareth Barry, Michael Owen og Glen Johnson. 3 Englendinga og allt sterkir leikmenn. Það væri töff.
Ég er sammála þeim sem eru að velta fyrir sér hvar Barry eigi að koma inn í liðið og hver eigi þá að víkja fyrir honum. Við megum ekki gleyma að sá sem átti að selja til að fjármagna kaup á Barry í sumar heitir Xabi Alonso og hver sá sem vill sjá Barry inní liðinu á kostnað Alonso er greinilega ekki búinn að fylgjast mikið með okkar mönnum í vetur. En ég er sammála að það megi bæta við kantmanni og þá sérstaklega vinstra megin og svo þarf að bæta sterkum hægri bakverði í hópinn.
Er það bara ég, eða var það ekki Arjen Robben sem talaði um hvað hann langaði að vinna okkur, og tileinka sigrinum á Celsea? í hefndarskyni. Ég myndi ekki vilja sjá hann á Anfield. Ekki frekar en nokkurn annan. Ég er mjög sáttur við kantana okkar, þó svo að hann sé sóknarsinnaðari. Riera smellur almennilega inn í liðið, og þá erum við bara í góðum höndum, að mínu mati.
Ég sem liverpool maður hef engan áhuga að fá helvítis robben jú hann er virkilega góður en hann er einspilari og asni svo nei takk frekar frá lélegan mann sem kemur með góðan móral ég hata fokking robben
Ef valið stendur milli Alonso og Barry, þá er valið einfalt. Ég vildi ekki sjá Barry í fyrrasumar og hvað þá núna. Var mjög fegin að ekkert varð úr þeim viðskiptum enda Alonso heimsklassa leikmaður meðan Barry er meðalskussi.
Robben……þetta er vissulega slúður en helsti galli hans er há meiðslatíðni. Einhver Kewell fnykur af honum.
Robben væri ekki að gera neitt fyrir okkur nema eyðileggja móralinn á í liðinu.
25 – “Frekar að fá lélegan mann sem kemur með góðan móral…”
Ég er tilbúinn að bjóða mig fram í það hlutverk…
Ég spái því að við fáum einn meiðslapésa í sumar og það verður Owen. Ég held að það yrði gríðarlega sterkur leikur að fá hann á frjálsri sölu og á forsendum sem gætu hentað honum nokkuð vel, þar sem ekki verður ætlast til þess að hann beri liðið á herðum sér líkt og þegar hann var hjá okkur áður.
Pfffffff….. Ekki Robben. Móralskur mölbrjótur. Leiðinleg týpa sem lítur allt of stórt á sjálfan sig.
Menn virðast ekki átta sig á því að Barry getur spilað fleiri stöður en á miðjunni.
Ummæli 21 eru snilld. “Robben er akkurat sú týpa af skítakarakter sem ég vil ekki sjá í Liverpool. “
Hvaða týpu af skítakarakter viltu sjá í Liverpool Gulli. Ég vil ekki neinn skítakarakter í Liverpool Ef menn vilja kantmann sem er matchwinner og hefur tengsl við Chelski þá kemur Joe Cole upp í hugann. Hann hefur allavega oft reynst okkur erfiður.
Þið ykkar sem eruð að spá í Ribery, hvernig dettur ykkur í hug að hann vilji fara frá Bayern: http://www.whoateallthepies.tv/klose%20toni%20ribery.jpg
Annars er ég sammála flestum sem hafa skrifað hér að Robben er ekki týpan sem ég mundi vilja sjá í Liverpool; leikari, einspilari, meiðslapési… o.s.frv.
hesja.
það stendur hjá ykkur að næsti leikur sé
Liverpool – Blackburn
EPL – lau 11. apríl
Anfield
Kl. 12:45 – Stöð 2 Sport 2
en eigum við ekki leik á móti fulham næst ?
eða setið þið bara inn það sem er sýnt á íslandi ?
http://soccernet.espn.go.com/fixtures?league=eng.1&cc=5739
kv. arnar björn í dk
Sko, Robben er leikmaður með mikla hæfileika á knattspyrnusviðinu. Hann getur tekið menn á og skotið á við þá bestu og ekki skortir hann hraðann eða knatttæknina.
Hins vegar er hann eins langt frá því að vera Rafa-týpa af leikmanni og ég get ímyndað mér. Þegar aðrar stjörnur Real Madrid kvarta yfir því að þú gefir aldrei boltann veistu að þú ert slæmur. Við vitum að Rafa metur leikmenn sem geta gert hið óvænta mikils en hann metur leikmenn sem falla inn í kerfið hjá honum enn meira. Luis García gat gert óvænta hluti en féll ekki inn í systemið í 4-2-3-1 og gat því aldrei orðið fastur byrjunarmaður. Ryan Babel er núna að ströggla við það sama, þ.e. að samræma hæfileika sína við hlutverk sitt í leikkerfi Rafa. Leikmönnum eins og Kuyt, Benayoun og Riera hefur hins vegar tekist það ágætlega.
Með öðrum orðum, ef Robben er ekki búinn að vera að plata okkur með einfeldnis- og eigingirnisskotnum leik sínum síðustu árin og býr í raun og veru yfir góðri, taktískri hugsun eru nákvæmlega engar líkur á að Rafa eyði fé í hann.
Rafael Benítez. Arjen Robben. Það er bara dæmi sem gengur ekki upp.
Einnig verður að taka það með í reikninginn að það eru fáir leikmenn jafn óvinsælir meðal stuðningsmanna Liverpool, sem og leikmannanna. Haldiði t.d. að Pepe Reina yrði ánægður með komu Robben?
Bíddu bíddu.. var Robben ekki með því líkar yfirlýsingar fyrir leik Liv-Madrid um að hann þoldi ekki liverpool af því að þeir slógu Chelsea út og fleira..
34: Ég er búinn að laga þetta. Fixture listinn sem ég fór eftir þegar ég skráði þetta inn í kerfið í byrjun var greinilega ekki alveg í lagi, og/eða að leikjauppröðun hefur eitthvað breyst síðan þá.
T.d er hvergi minnst á Fulham – Liverpool núna á Skysports fixtures, hvorki ef næstu leikir fyrir Liverpool, né Fulham eru skoðaðir. En fyrst hann er á Soccernet, þá læt ég hann inn á laugardaginn 4. apr. kl 17:15.
Vil ekki sjá Robben, hann er ekki Liverpool kaup.
Vil hins vegar Barry með þeim formerkjum að Alonso verði áfram.
Er það rétt að Neville og Scholes séu búnir að stofna strandblaklið og spila í bleikum g-strengjum?
Kannski hefur spítalaheimsókn Benitez skilað svona góðri vináttu þeirra á milli að hann sé tilbúinn til að kaupa hann í sumar …
hæ ég myndi nú ekki taka mark á þessum yfirlýsingum um leikmanna kaup LFC fyrr en glugginn opnar. ég held að blöðin séu bara að rugla þetta til að klekkja á rafa og fleirum hjá LFC í baráttunni um titilinn. Ég gæti alveg trúað að ferguson kæmi þar eitthvað við sögu 🙁
Vil ekki sjá Robben, hann er ekki Liverpool material. Þetta eru bara mind games og það stendur ekki steinn yfir steini hjá Marca. Þurfum að fá menn sem leggja sig alla fram og eru tilbúnir til að deyja fyrir klúbbinn. Það mun Robben ekki gera.
Robben til Liverpool?
Vá, ekki eitthvað sem maður hefði giskað á fyrifram.
En ef við gefum okkur það í nokkrar mínútur að þetta sé eitthvað annað en bullshit.
Í fyrsta lagi þá eru veikleikar hans sem knattspyrnumanns öllum augljósir. Hann á það t.d. til að hengja haus, varnarleikur er ekki hans sterkasta hlið – hann hentar semsagt ekki neitt sérstaklega vel í stærri leikjum. Ég hef ágæta lausn á þeim vanda og þykist vita að Benitez hafi hana líka. Nota aðra leikmenn í þessum leikjum.
En að því gefnu þá hallast ég að því að Robben sé einmitt nákvæmlega sá leikmaður sem okkur helst vantar. Hryðjuverkamaður með sérhæfingu í að sprengja upp rútubíla parkeraða í vítateig andstæðinganna. Hann myndi bjóða upp á nýja möguleika í þeim leikjum sem við erum veikastar í. Hlutverk sem Babel og Benayoun geta vissulega leyst en Robben færir það einfaldlega upp á annað level.
Hann er vissulega einspilari. Algjör djöfuls skítakarakter, og eiginlega bara algjört fífl. Af tvennu illu vil ég hinsvegar frekar skítakarakter sem gerir sitt gagn á vellinum heldur en prúðmenni sem elskar klúbbinn en fer síðan grenjandi burt því stjórinn gaf honum ekki sérmeðferð. (Robbie Keane). Arjen Robben væri heldur ekki fyrsti skítakarakterinn sem Benitez myndi fjárfesta í, það voru Bellamy og Pennant líka. Báðir gerðu sitt gagn á sínum tíma. Arjen Robben í Liverpool liðinu haustið 2009 væri mun betri leikmaður í mun betra liði en Jermaine Pennant í Liverpool liðinu haustið 2006.
Auk þess hefðum við í honum eitt sem ekki þekkist í Liverpool liðinu í dag. Reynsla af því að vinna enska titilinn. Í dag er samanlagður fjöldi Englandsmeistartitla í leikmannahópi Manchester United 54 titlar. Samanlagður fjöldi Englandsmeistaratitla í leikmannahópi Liverpool er hinsvegar 0 titlar.
Í lokin þá vill ég benda mönnum á að Robben er hollenskur. Það segir okkur í fyrsta lagi að hann er með flekklausa taktíska meðvitund, það þarf bara einhver að öskra því ofan í hann að nýta hana. Í öðru lagi segir það okkur það að innan okkar vébanda eru menn sem vita fullkomlega hvernig hann fúnkerar í hóp og hvort hann sé á vetur setjandi. Það kæmi mér ekki á óvart að ef Robben er í sigtinu þá munu Benitez kalla Dirk Kuyt inn á skrifstofu til sín og spyrja hann örfárra spurninga varðandi hverskonar karakter maðurinn hefur að geyma.
Ath. Lengd pistilsins hefur ekkert að gera með hvort ég sé spenntur fyrir leikmanninum. Einungis það að kaup á honum þyrftu ekki að vera alheimskuleg.
Robben er skítakarakter að því er maður hefur séð. Ef hann kæmi til LFC væri hann hinsvegar okkar skítakarakter. Ég gæti alveg lifað við það og tek annars alfarið undir með Kristni hér að ofan, það komment súmmerar upp mína sýn á þetta mál.
Þegar maður fer yfir leikmenn Liverpool og veltir fyrir sér hvað stöður þarf að manna í þá er samt nokkuð ljóst að vissir menn hafa spilað framar vonum á tímabilinu og því minnkað þörfina á kaupum. Þá myndi ég helst nefna að Alonso er algjörlega búinn að sanna það að við þurfum ekki að styrkja mið-miðjuna, Aurelio er búinn að sýna góða leiki undanfarið (fyrir utan að Dossena er sprengjan) og Kuyt er búinn að eigna sé þennan blessaða hægri væng.
Einsog hefur komið fram hérna að ofan og er einnig mín skoðun þá er mest þörf fyrir meira sóknarþenkjandi hægri bakvörð og leikmann sem gæti veitt okkur meiri breidd framávið. Væri ekki slæmt að fá einhvern alhliða væng-framherja sem gæti tekið vinstri vænginn en einnig leyst G&T eða Kuyt af.
Svo er aftur annað mál að ef Liverpool gæti spilað heila leiktíð einsog síðustu 3 leiki þá væri engin þörf fyrir svona vangaveltur, bara setja peninginn inná bók og einbeita sér að leiknum.
Robben er bara málaliði og liðamella í ekki alslæmum skilningi þess orðs.
Ef hann er í Chelsea talar hann illa um Liverpool, ef hann er í Liverpool talar hann illa um Chelsea. Hann myndi selja ömmu sína í vændi og fara í sleik við Geir H. Haarde ef það gleddi stuðningsmennina og þjálfarann.
Já hann er skítakarakter en það er líka stór meirihluti liðsmanna Man Utd. Það þarf einfaldlega dassa af hroka og ljótleika til að vinna ensku deildina.
Hæfileikar Robben eru ótvíræðir. Hrikalega leikinn, getur auðveldlega brotið upp velflestar varnir, gott samspil, góðar fyrirgjafir, er frábær skotmaður, vanur boltanum í Englandi og hefur sannað sig á stórmótum eins og EM. – – Hinsvegar set ég fyrirvara um viðkvæma ökkla, aldur og hvaða áhrif hann hefði á liðsheild Liverpool. Real Madrid munu svo ekki vilja missa hann nema helst fyrir háa fjárhæð. Mér kæmi samt ekkert á óvart að Robben bæði um sölu ef topp 3 enskt lið vildi fá hann tilbaka.
Ef hann kæmi á viðráðanlegu verði (10-14m punda) væri ég til í þessi kaup. Annars er þetta voða óraunhæft og á miklu slúðurstigi. Ekkert að Marca þetta.
Höfum annars ekkert með að spá í leikmannamál fyrr enn í sumar. Setjum alla orku í að setja pressu á Man Utd svo þeir brotni.
Algerlega ósammála því að við eigum ekki að styrkja mið-miðjuna.
Steven Gerrard á ekki að koma nálægt þeirri stöðu, hann og Torres eru með yfirburðasamstarf sem væri gríðarlega heimskulegt að rjúfa! Hann er ekki á miðjunni.
Alonso hefur spilað vel. Mascherano illa. Lucas er efnilegur en ekki tilbúinn tel ég. Plessis tel ég ekki líklegan, og verður sennilega seldur í sumar.
Þess vegna þurfum við Barry, til að spila með Alonso á miðjunni í þeim leikjum sem við ætlum að sækja, hugsanlega með Lucas eða Masch í þeim sem við viljum loka svæðum, eða þá eiga hann sem mögulegan “wing-back” í 343 eða 352 kerfi. Jafnvel vængmann þegar við þurfum varnarsinnaðri vængmann.
En Gerrard er orðinn 2nd striker. Bullið í Andy Gray hljóta allir að vera búnir að sjá í gegnum, vissulega getur hann leikið vel á miðsvæðinu en hans hlutverk er það frjálsa milli miðju og senters. Það sjá einfaldlega allir og við eigum að hætta að telja hann nokkuð annað en AM/F-C fyrir okkur sem höfum spilað managerleikina…
Segi eins og Toggi (#43), Kristinn (#42) segir það sem margir eru að hugsa held ég. Fyrst Rafa gat gefið Bellamy og Pennant séns gæti hann kannski tekið áhættu með Robben. Í versta falli fengi maður nokkur glæsimörk út úr þeirri tilraun.
Það hefði verið allt í lagi að hafa Robben í leikjunum á móti Stoke á þessu tímabili, svo dæmi sé tekið. Ég er viss um að hann mundi reynast þannig liðum hættulegri en Kuyt. Einnig gæti hann reynst vel gegn liðum sem sækja á Liverpool enda mjög fljótur. Svo er ég viss um hann yrði mikill Liverpool maður sömu sek. og hann mundi skrifa undir og gefa allt í þetta.
Hvað hefur fólk fyrir sér í að Pennant sé skítakarakter? Ég hélt hann væri almennt vel liðin af þeim sem þekkja hann
Nr 42: Minnir einmitt að Robben og Kuyt séu mjög miklir félagar. Hlupu allavega alltaf saman á æfingum og svona á EM í sumar.
Hann yrði frábær viðbót við vængspilið okkar. Finnst kantarnir okkar einfaldlega ekki nógu góðir og Robben myndi færa vinstri vænginn uppá nýtt level. Skítakarakterar geta vel gert gagn inná vellinum s.b.r. Cantona, Rooney, Ronaldo, Drogba og margir fleiri.
Sölvi (45). “Hinsvegar set ég fyrirvara um viðkvæma ökkla, aldur og hvaða áhrif hann hefði á liðsheild Liverpool.”
Aldur? 25 ára? Er það orðinn e-r aldur? Ryan Giggs er að minnsta kosti í fullu fjöri á 36. aldursári. Svo ekki sé talað um alla þá reynslu sem Robben býr yfir, aðeins 25 ára gamall. Nema menn vilji frekar efnilegan og reynslulítinn 20 ára kjúkling? Nei takk, fyrir mína parta.
æi ég veit ekki. hef alltaf verið hræddur við hann en samt aldrei fílað hann. En minnir sat að ég hafi lesið e-h um að hann og Kezman hafi verið aðal brandarakarlarnir hjá PSV á sínum tíma og alltaf verið að gera eitthvert gott grín í félugunum og gengu undir einhverju viðurnefni líkt við tvíeykið Batman og Robin. í sannleika sagt þá held ég að við vitum ekkert um hann og í það minnsta þá fagnar hann alltaf rosalega þegar að hann skorar og það kann ég alltaf að meta. þoli ekki þegar menn skora og sýna enga gleði eða ánægju.
Svipað og meo Kuyt. Hann fagnar rosalega… kannski því hann er svo hissa að hafa skorað kannski. veit ekki en ég myndi fagna komu Robben… held ég. get í það minnsta ekki séð hann veikja okkar hóp.
Annað varðandi umræðuna um Barry. þá held ég að Barry, Alonso og Gerrard fyrir framan yrði rosalegt. Alveg rosalegt.
Ég gæti alveg hugsað mer að selja Mascherano til Inter eða R.Madrid og kaupa Barry.
Sammála Magga held að það væri rétt að stirkja miðjuna með Barry og svo þarf góðan vængmann, en Guð og góðir menn forði okkur frá því að fá Robben, þeir sem koma þurfa að hafa Liverpool hjarta og Robben hefur ykkur að segja ekki það hjarta… ef hann hefur þá bara yfirleit hjart, frekar vildi ég sjá einhvern úr Nördonum heldur en að fá Robben til Liverpool…
http://www.guillembalague.com/rumores_desp.php?id=182&titulo=On%20Liverpools%20Transfer%20Funds
Þarna kemur fram að það sé ekki komið í ljós hversu miklir peningar verða í boði og varðandi Robben.
Spurning um að halda áfram að henda hér inn bröndurum …
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1164315/HATCHET-MAN-Robben-Liverpool-Benitez-shows-trusted-Anfield-budget.html
Hje hje hje