Landsleikir kvöldsins

Leikmenn rauðliðanna frá Anfield léku töluvert í landsleikjum kvöldsins.

Fyrirliðinn okkar Steven Gerrard var enn látinn spila út úr stöðu með enska landsliðinu, verð að viðurkenna það að meðferðin á honum finnst mér með algerum ólíkindum. Captain Fantastic lék ekki vel, frekar en enska liðið en lagði þó upp sigurmark fyrir enska gegn Úkraínumönnum í 2-1 sigri.

Dirk Kuyt skoraði mark nr. 1 og 3 fyrir Hollendinga í 4-0 bursti á Makedóníumönnum. Mark númer þrjú var afar snyrtilegt hjá stráknum sem átti glimrandi leik þangað til honum var skipt útaf á 81.mínútu. Ryan Babel kom inná í hálfleik fyrir Arjen Robben og lék vel.

Spánverjar sóttu þrjú stig til Tyrklands, léku þar sinn þrítugastaogfyrsta (31.) leik í röð án taps og jöfnuðu meira en 50 ára gamalt Evrópumet. Spánverjar lentu undir, en Xabi Alonso jafnaði fyrir þá úr vítaspyrnu á 62.mínútu. Í uppbótartíma skoraði svo Albert Riera sigurmark Spánverja eftir góðan undirbúning Guizan, sem kom inná fyrir Fernando Torres á 85.mínútu. Eitthvað hvíslaðist út, m.a. á BBC lýsingunni að Torres væri meiddur, en ekkert fréttist af því ennþá. Alonso og Riera léku allan leikinn fyrir Spán en Arbeloa og Reina vermdu bekkinn að venju þar.

Danir tóku á móti Albönum og unnu 3-0, Daniel Agger lék allan leikinn í þriggja manna vörn Dananna sem líta út fyrir að vera á góðri leið til Suður Afríku næsta sumar.

Eins og Slóvakar sem unnu mikinn sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum, Tékkum, 2-1 á útivelli í kvöld. Martin Skrtel sem meiddi víst einhvern senter um helgina, lék allan leikinn fyrir Slóvaka sem sitja á toppi síns riðils eftir þessi úrslit. Skrtel fékk gult spjald í leiknum.

Nokkrir hér (þ.á.m. ég) pirruðu sig á meiðslum Yossi Benayoun um helgina en það sýnist hafa verið tómt bull. Benayoun var ekki meiddari en svo að hann kom inná á 47.mínútu í 1-2 tapi Ísraela gegn Grikkjum, vond úrslit fyrir þá. En við getum vonað að Yossi verði leikhæfur um helgina.

Svo áttum við einn fyrirliða í kvöld, Argentínumanninn Javier Mascherano en hann fékk heldur að kenna á því þegar hans menn steinlágu á útivelli gegn Bólivíu, 1-6. Sannarlega óvæntustu úrslit kvöldsins, en þó verður að minnast á að þessi leikur var leikinn í rúmlega 2000 metra hæð, nokkuð sem engir eiga að venjast nema Bólivíumenn! Er ekki viss um að við sjáum Mascherano á laugardaginn, því hann á langt ferðalag fyrir höndum eftir þetta svakalega tap, sem er kjaftshögg fyrir Diego nokkurn Maradona!

Uppfært Fékk leiðréttingu á lofthæð La Paz. Borgin sú stendur víst í 3600 metra hæð. Þvílíka bullið að láta landsleiki í fótbolta fara fram á slíkum stað!

Þannig að flestir okkar drengir koma sigurreifir heim og tilbúnir í átökin, miðað við fyrstu fréttir er það bara Sami gamli sem er í vandræðum með meiðsli, við treystum því að Torresmeiðslin hafi bara verið óskhyggja Unitedmanna!

Myndin sem fylgir pistlinum kemur frá afp.com

23 Comments

  1. Smá leiðrétting, Danir spiluðu sitt venjulega 4-3-3 kerfi með Jacobsen, Andreassen, Agger og Jakobsen aftast. Má líka geta þess að þetta er 3/4 af varnarlínu þeirra í U21 keppninni 2006, og eins og þá, þá kom annar miðvörðurinn mikið upp með boltann.
    En hvað um það, sá einhver leikinn? Hvað segiði um að bjarga Sören Larsen frá Toulouse? Náunginn er búinn að spila 15 landsleiki, þar af komið 10 sinnum inn af bekknum og tvisvar verið skipt útaf. Samt er hann kominn með 11 mörk 🙂

  2. Hvað er málið ef torres er meiddur er ég farinn í langt þunglyndi nuna er ekki tíminn til að missa hann allt í lagi að hvíla hann á móti fulham en ekki chelsea ufff mer lýður eins og bróðir minn lenti í slysi og eg veit ekkert hvernig ástandi hann er í

  3. Djöfull bið ég til guðs að Torres sé ekki meiddur, þetta hafi bara verið eitthvað aprílgabb.

  4. Torres átti meira segja skallann í höndina á varnarmanninum sem færði Spánverjum vítið 🙂

  5. Ég er hræddur um að fyrirliðinn okkar verði í banni um helgina, er kominn með 5 gul í deildinni skv. soccerbase.com

  6. Ekkert er minnst á nein meiðsli hjá Torres á opinberu síðunni – jafnvel þó smávægileg hafi verið… – þannig að maður vonar að hann hafi ekki meiðst neitt.

    Höldum trúnni
    YNWA

  7. nr 2: Varamenni:

    “púllaði Carra og skoraði sjálfsmark” !!! Hvurslags bull er þetta ? Ætla menn að fara að kalla það að “púlla Carra” í hvert skipti sem einhver skorar sjálfsmark ? ehh ??? Ég er bara hundóánægður með þetta komment og finnst það vanvirðing við einn af okkar bestu varnarmönnum. Eru markmenn þá að “púlla Reina” þegar þeir fá á sig mark, því hann hefur jú vissulega fengið á sig nokkur mörk ???
    Já, nei , ekki einu sinni reyna að ræða þetta … þetta er bara fáránlegt, og slappt að reyna að klína þessum stimpli á Jamie Carragher.
    Punktur !!!
    Carl Berg

  8. Maggi, La Paz er í 3600 metra hæð yfir sjávarmáli. Ég hef komið þangað (ótrúleg borg) og maður finnur svo sannarlega fyrir háfjallaloftinu þegar maður gengur um, miklu meira en í 2000 metra hæð. Það er örugglega ekki auðvelt að keppa við Bólivíu á þessum velli.

  9. Ég hef ekkert séð um að Torres sé eitthvað meiddur.
    Og rosalega er gott að fá Agger til baka en hann virðist vera byrjaður að finna sitt gamla form drengurinn og vonandi að hann fari nú að taka upp pennan og skrifa á blaðið hjá Liverpool.

  10. Sælir félagar
    Ég er hjartanlega sammála Carl Berg að svona ummæli um Carra, sem er sálin í ímynd okkar ástkæra klúbbs, eru til skammar. Maður fer fram á smá virðingu fyrir leikmönnum eins og honum.
    En að öðru. Hvað finnst mönnum um að Samuel Eto’o sé helsta skotmark Rafael Benitez. Góður leikmaður og okkur vantar auðvitað bakkupp fyrir Torres ef hann er ekki leikfær. Eto’o er líka frábær leikmaður og væri góður frammi með Drengnum.
    Þetta er ekki þráðrán, bara spurning 😉
    Það er nú þannig.

    YNWA

  11. Ég er bara ósammála Sigurkarli ofl. um að vera ósammála CarlBerg. Ég tók þessu ekki sem einhverju niðrandi um Carra heldur bara sem smá fyndi og hnittið komment. Ef það má ekki grínast með hlutina aðeins þá finnst mér heimurinn orðinn frekar harður, það er ekki eins og að Carra sé að lesa bloggið daglega. Ég er nokkuð viss um að Carl Berg beri mikla virðingu fyrir Carra en því er ekki hægt að neita að hann hefur skorað nokkur sjálfsmörkin, en einnig bjargað okkur oftar en ekki áögurstundu. Ef ekki mætti skella smá kímni hér á bloggið þá ætti Babú ekki að fá að skrifa fleiri pistla.

  12. Sælir aftur
    Ég er sammála Bjartmari um að þetta var örugglega ekki illa meint. En sumt er heilagt og þessi ímynd Liverpool er eitt af því sem er heilagt. Þannig er það bara og þó það sé ef til vill (en afar ólíklega) til Liverpoolmaður sem ekki ber ótakmarkaða virðingu fyrir Carra þá ber honum að sýna okkur hinum þá virðingu að tala ekki niðrandi (þó í gamni sé) um þennan öðling og snilling og goðsögn og allt. Sammála Marri 😉
    Það er nú þannig

    YNWA

    ES. En hvað um Eto’o?

  13. Bjartmar: Það er bara óþarfi að vera að klína þessum stimpli á Carragher að þegar menn skori sjálfsmark þá séu þeir að “púlla Carra”. Ég er líka viss um að þetta var ekkert illa meint, og ég missi ekkert svefn yfir þessu.
    Ég er hinsvegar þeirrar skoðunnar, að mér finnst þetta bara ekkert fyndið. Mér hefur aldrei fundist fyndið þegar Carragher lendir í því að skora sjálfsmörk, og mér finnst þetta bara ekkert fyndin húmor, að tala um að menn “púlli Carra á þetta” þegar aðrir skora sjálfsmörk.
    Menn geta verið annarrar skoðunnar en ég, og líklega verðum við bara að vera ósammála um þetta mál, en mér finnst menn bara vera að reyna að troða asnalegum stimpli á varafyrirliðann okkar, og ég hef lítinn húmor fyrir því. Mér finnst það álíka fyndið og rækjusamloka. !!

    Insjallah…Carl Berg

  14. Eto’o og Torres væru eflaust eitt allra svakalegasta sóknarparið í boltanum í dag …. þannig að ég segi alveg já takk við því.

    Spurning samt hvort að þeir myndu nokkurntíman fá að spila saman tveir uppi á toppi.

    Líka spurning hvort þetta væri rétt forgangsröðun, hvort ekki þurfi frekar að styrkja aðrar stöður, en okkur vantar klárlega annan framherja í Torres-klassa, það er ekki spurning.

    Ég myndi aldrei segja nei við Eto’o.

  15. Etoo á hægri kantinn ,eins og allir framherjar sem við kaupum.

  16. Hvernar hefur Torres spilað á hægri ?
    Hvernar hefur Crouch spilað á hægri ?

    Reyndar getur Eto’o alveg spilað í stöðu Kuyt.

  17. Það er bannað skv. lögum (4.gr vinstra megin) að láta Peter Crouch spila hægri kannt.

    Eto´o á hægri kannti væri svipað fáránlegt og það var að sjá Cisse þar.

    ….og hvernig fór þetta, má ég skrifa fleiri pistla?

  18. Bólivíumenn eiga þarna sterkasta heimavöll í heimi, bestu landslið heims koma þarna og skíttapa þannig að frá þeirra sjónarhorni eiga þeir að sjálfsögðu að spila þarna.
    Eto´o var orðaður við okkur fyrir mörgum árum, þá ungur leikmaður Real Mallorca. Er hann ekki ca. 29 ára? Er að komast á seinni part ferilsins og myndi ekki sætta sig við að setjast á bekkinn. Ég hef grun um að Benítez sjái þá tvo saman frammi í heimaleikjunum amk. til að toga og teygja á rútubílaparkeringum. Það er ljóst að hann þarf að leysa slíka leiki betur.

Ian Rush um síðustu helgi

Stevie framlengir samningnum