Liðið gegn Fulham komið

Jæja, liðið fyrir leikinn á eftir er komið í ljós og það er fátt sem kemur á óvart, en eitthvað þó. Aurelio virðist vera frá því hann er ekki í hóp í dag. Í hans stað er Insúa í bakverðinum og svo kemur einnig skemmtilega á óvart að markamaskínan Dossena er á kantinum í dag. Annars er liðið nokkurn veginn eins og búist var við.

Liðið er sem hér segir:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Insúa

Lucas – Alonso
Kuyt – Gerrard – Dossena
Torres

Bekkur: Cavalieri, Agger, Mascherano, Riera, Benayoun, Babel, Ngog.

Mér líst ágætlega á þetta. Dossena með þrennu í dag – ÁFRAM LIVERPOOL!

23 Comments

  1. Ég verð að setja spurningarmerki með þetta val á Dossena þó að hann hafi skorað 2 glæsileg mörk fyrir okkur af kantinum þá eigum við Babel og Riera í þessar stöður.
    Nema hreinlega að það sé verið að spila Dossena í verð fyrir sumarið.

  2. Dossena spilaði sem vængmaður á ítalíu svo að hann er alls ekki ókunnur þessari stöðu, og svo var Riera að spila með spænska landsliðinu í vikunni. Finnst þetta ágætis breyting þar sem Benitez er greinilega að nýta mannskapinn sem hann hefur. Því hann hefur sagt það að hann þurfi stóran hóp til að takast á við svona atriði.
    En veit einhver hvað varð um Aurelio, ég hef ekki verið var við umræðu um að hann sé meiddur.

  3. Það er örugglega verið að spara Aurelio fyrir Chelsea leikinn skiljanlega þar sem að hann hefur ekki meiðst lengi núna (knock on wood) en vonandi að Dossena muni spila eins og engill og við verðum að hirða 3 stig í dag, ekkert annað er ásættanlegt.

  4. Þegar maður er að kvarta yfir því að það sé ekki tekið sénsinn og sótt nógu kröftuglega gegn liðum sem liggja til baka þá held ég að Kuyt og Dossena séu akkurat þeir leikmenn sem maður vill ekki hafa á kanntinm!!! (Þó Dossena sé vissulega maðurinn).

    En ég afskrifa þetta þó alls ekki fyrir leik, Arbeloa/Kuyt er svo sem búið að vera við líði í vetur og Insua/Dossena gætu myndað nokkuð sókndjarfan kannt enda báðir attacking bakverðir sem ættu að hjálpa hvor öðrum mikið.

    Semsagt ekkert drauma line-up hvað mig varðar en meðan við höfum G&T inná er ég alltaf bjartsýnn.

    p.s. í apríl í fyrra sá ég reyndar Liverpool vinna Fulham á útivelli 0-2 og sá síðan Liverpool – Chelsea á miðvikudeginum eftir………agalegt að vera ekki að leika það eftir núna!

  5. Þetta er svolítið skrítin uppstilling, hefði viljað sjá Riera í staðinn fyrir Dossena,
    En tökum þetta nú, koooma svo!

  6. Lýst sæmilega á þetta, erum allanvega með svakalega sterkan bekk ef við verðum í einhverju rugli.

  7. Persónulega hefði ég viljað sjá meira sóknarsinnað lið í dag og svo skitpa útaf ef við náum að skora mörk…. Ekki byrja á að hafa bakvörð á kanntinum…. en það er bara ég..

  8. Hehe, meira sóknarsinnað, 3 stangarskot, bjargað á línu… bara spurning um hvenær markið dettur…

  9. Hvernig væri nú að stækka mörkin á craven cottage um eins og 1-2 cm í allar áttir – þetta er farið að verða fáránlegt, 3svar í slánna og einu sinni í stöngina!

  10. Ja þetta er nú að ganga ágætlega, þurfum bara að setja eitt inn í seinni.

  11. Hvað er að fokking gerast ef þeir fara ekki að skora er ég bara hættur að horfa á enska boltann þessa leiktíð meika ekki svona kjaftæði

  12. Ég spái því að ef við skorum sigurmark í þessum leik þá munum við sjá Rafa fagna alldjöfullega.

  13. Fokk this kjaftæði ég hata liverpool andskotans rugl þetta er alltaf sama sagan með liverpool þeir svo gjörsamlega brjóta úr manni lífið þegar maður er kominn með trú á þeim ég er að spá að fara að fylgjast með núna með sundi kvenna nenni þessu engan vegin lengur

  14. Ég er mesta fífl á jarðríki ég hata ekki liverpool alls ekki ég er fáviti á aldrei að tala svona um vini mína shit benayoun rúlar

  15. jeeeeeeeeeeeeeesssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss!

  16. Reka Fulham úr fótbolta. Bananajún er eini sem virðist höndla 300 manna varnarleik, allavega veit hann að það gengur ekki að taka 5 snertingar inni í teig andstæðinganna a la Babel.

Fulham á morgun

Fulham 0 – Liverpool 1