Enski miðillinn Metro skrifar í dag um helsta slúðrið sem er á sveimi í kringum Liverpool og leikmannakaup sumarsins. Það er athyglisvert að lesa samantektina og ég ákvað að kíkja aðeins nánar á sum af þeim nöfnum sem hafa hvað helst verið nefnd hvað okkar lið varðar.
Sé miðað við núverandi hóp þá tel ég okkur vera nokkuð vel í stakk búin til að styrkja hópinn. Það er ekki mikið af glufum í hópnum og ef við skoðum breiddina í öllum stöðum þá er ljóst að það sárvantar hægri bakvörð til að deila álaginu með Alvaro Arbeloa, enda hefur meiðslapésinn Philipp Degen ekki enn leikið deildarleik fyrir okkur og Jamie Carragher hefur þurft að kóvera á köflum í vetur. Hvað þessa stöðu varðar hefur aðeins nafn Glen Johnson verið nefnt upphátt. Ef við kaupum hægri bakvörð væri ég vel til í að fá Johnson en það er spurning hvort hann gæti verið of dýr. Arbeloa er mjög góður fyrsti kostur og það gæti verið praktískara að spara féð í aðra leikmenn og reyna við enn einn ódýra valkostinn í bakvörðinn. Nú eða bara bíða eftir að Degen komist aftur á fætur og/eða gefa Stephen Darby séns næsta vetur.
Að öðru leyti ætti vörnin að vera nokkuð vel kóveruð nema ef svo skyldi fara að Daniel Agger yfirgefi okkur í sumar, sem er alls ekki útséð með. Ef hann fer þurfum við væntanlega að fá einn miðvörð í sumar en við tökum á því þegar að því kemur.
Á miðjunni er að finna þann leikmann sem virðist ætla að vera efstur á óskalista Rafa annað árið í röð og þann leikmann sem ég tel líklegast að komi til okkar, Gareth Barry. Fyrst Aston Villa komast ekki í Meistaradeildina mun Martin O’Neill leyfa honum að fara, samkvæmt heiðursmannasamkomulagi þeirra í fyrra, og verður að teljast líklegt að við fáum hann á talsvert lægra verði en við hefðum þurft að borga fyrir hann í fyrra. Ég veit ekki hvaða not við höfum endilega fyrir hann þar sem miðjan hjá okkur er vel mönnuð en gæðaleikmaður eins og Barry mun alltaf finna sér pláss í hópnum.
Hvað sóknarmennina varðar vandast málið síðan aðeins. Menn hafa verið að nefna Carlos Tevez helstan manna í því sambandi. Ég væri mikið til í að fá hann ef United ætla að sleppa honum en þar sem hann myndi væntanlega kosta 22+m punda verður að teljast ólíklegt að Rafa hafi efni á honum. Aðrir sem hafa verið nefndir eru menn eins og Stewart Downing, ef Middlesbrough fellur, og Luis Suarez, framherja Ajax. Ég hefði ekkert á móti Downing á tombóluverði en með tilkomu Albert Riera í fyrra og væntanlegum kaupum á Gareth Barry held ég að það sé líklegra að við sleppum honum og lið eins og Tottenham eða Manchester City fái hann. Suarez veit ég ekki mikið um en verð að viðurkenna að ég hafði vonað að við gætum keypt stærra nafn en hann.
Niðurstaða: fyrir mér þarf að bæta við hægri bakverði, miðverði ef Agger fer, Gareth Barry og svo einum háklassa sóknarmanni, helst framherja. Ef við ættum endalaust af peningum myndi ég ekki kvarta yfir Glen Johnson, David Wheater frá Middlesbrough ef Agger fer, Gareth Barry og svo Karim Benzema í framlínuna en það er nokkuð ljóst að við munum aldrei geta keypt svo vel í sumar.
Hvað finnst mönnum? Hvaða stöður þarf Rafa nauðsynlega að styrkja í sumar og hverjir væru draumakostirnir?
Hægri bakvörð og þar er það bara Glen Johnson.
Miðvörð og var ekki að tala um Raul Albiol frá Valencia væri´inn í myndinni hjá Rafa og ég held að hann sé góður kostur.
Miðjumann og þó að Barry sé góður leikmaður þá er spurning hvort að hann sé sá leikmaður sem hefur verið að tala um að geti klárað leiki og í því samhengi væri ég alveg til í Van der Vaart þar sem hann sagði að hann væri óánlgður hjá Real.
Sóknarlega þá væri alveg frábært að fá Benzema þá kannski ódýrt ef Lyon kemst ekki í meistaradeildina en síðan er hann Suarez að gera vel í Hollandi og það er aldrei að vita að hann eigi eftir að setja nokkur í Englandi en síðan er það Zarete frá Lazio sem Rafa er víst heitur fyrir.
En segjum að við myndum fá í okkar villtustu draumum Glen Johnson, Raul Albiol, Van der Vaart og Benzema þá værum við komnir með meistaralið sem væri erfitt að vinna 🙂
Glen Johnson og Aaron Lennon… Tveir englendingar, finnst vanta fleirri fulltrúa frá því landi í liðið okkar og kannski einn framherja sem getur klárað leiki líkt og Torres. Þar væri Benzema flottur kostur. En ég er líka virkilega spenntur fyrir Zarate, búin að sjá nokkrar klippur af honum og hann virkar góður.
Glen Johnson, Lennon, Benzema/Zarate… Það væri flott.
Keirrison er maður sem Rafa vildi fá í fyrra.. Ekki mikið heyrt um hann en hann er talinn mikið efni í Brasilíu, gæti vel verið að Benitez vilji fá hann í sumar .
Það sem Sindri sagði 🙂
Og takk fyrir pistilinn Kristján, þetta verður eitt mest spennandi sumar hvað leikmannakaup varðar í mörg ár, það vantar svo lítið uppá að við séum komnir með meistaralið 🙂
Númer eitt tvö og þrjú þá þurfum við fjölhæfan kantmann sem getur eignað sér annan hvorn kantinn en gert vel báðum megin. Má þar nefna Ribery og Silva sem eru líklega ofvaxinn draumur.
Mér finnst trúlegt að til okkar komi Glen Johnson þótt að hann skirfaði undir nýjan samning fyrir stuttu síðan, ef Agger fer held ég að Albiol eigi bara eftir að skrifa undir. Varðandi miðjuna þá gæti ég trúað því að Barry kemur og þá líklega fyrir tvöfalt léttara seðlabúnt en í fyrra. Svo er það draumurinn að fá Ribery eða Silva og einn sóknarmann til að fronta með eða covera Torres. Svo má ekki gleyma að Itjande er búinn að jaðra LFC ferilinn sinn og mun annar markmaður koma í hans stað.
Út fara Dossena, Degen, Voronin og Babel. Hugsanlega Agger og Alonso sem ég vona að verð um kyrrt.
Luis Suárez gæti verið spennandi kostur. Þessi 22 ára Urugæi (skemmtilegt orð) er með tæpt mark og hálfa stoðsendingu í leik í hollensku deildinni, en árangur þar hefur reyndar ekki alltaf skilað sér í ensku deildina. Svo er spurning með atvinnuleyfi.
Ég hef einna mestar áhyggjur af miðvarðarstöðunni og framherjanum. Við þurfum nauðsynlega að fá auka framherja, sérstaklega ef Torres heldur áfram að meiðast. Og svo verður Rafa að vera með góðann miðvörð í sigtinu ef Agger fer, en mér finnst líka að Carragher eigi ekkert svo svakalega mikinn tíma eftir.
Í vörnina væri ég til í að fá Glen Johnson enda góður leikmaður þar á ferðinni og Enskur þar að auki og ég er viss um að hann myndi slá Arbeloa út enda betri leikmaður að mínu mati.
Á miðjuna finnst mér vanta mann sem getur klárað leiki fyrir okkur enda er Gerrard farinn af miðjunni og farinn að spila með Torres frammi og þá vantar okkur sókndjarfan leikmann og þar vildi ég fá mann eins og Diego frá Bremen eða Vaart frá Madrid enda eru þeir frábærir leikmenn sem geta skorað mikið af mörkum og leggja mikið upp og væru góðir arftakar Gerrard á miðjuna.
Einnig er öruggt að Benitez muni fá Barry í sumar og láta hann leysa hinar og þessar stöður af eins og vinstri kant og bak og einnig til þess að spila með Alosno á miðjunni.
Það vantar líka að fá klassakantmann til þess að berjast við Kuyt um hægri kantinn og væri Lennon eða SWP efstir á mínum óskalista.
Frammi langar mig að sjá Owen og einnig væri fínt að fá Tevez .
Selja:
1. Voronin
2. Dossena
3. Babel (ég er komin með nóg af honum )
Kenwyne Jones og málið er dautt.
við þurfum allavega alls ekki að kaupa annan markmann þótt Itandje fari. Notum bara ungan strák sem þriðja markmann.
Ef Agger verður áfram vil ég ekki að varnarmaður verði keyptur. Notum Darby sem varamann fyrir Arbeloa. (sakna þess að sjá uppalda leikmenn (utan SG og JC spila))
Þá er það Barry sem kæmi á vinstri kantinn. Síðan vil ég líka nýjan mann á hægri kantinn og Benzema sem væri draumur.
Ef ég á að tala um raunhæfa kosti, þá væri ég mikið til í að fá Aron Lennon, Stewart Downing og Glen Johnson. Einnig væri spurning með Obafemi Martins eða Michael Owen. Newcastle virðast vera að falla svo það væri örugglega ekki mikið mál að fá annan þeirra.
hvað þýðir kóvera?
Fylla í skarðið.
Vil bæta við að Jo sem leikmannakaupum góður framherji sem Man City vilja örugglega selja
Já, það er alltaf gaman að spá og spekúlera í svona málum 🙂 Hér koma mín 5 cent.
Að mínum dómi er hópurinn í dag 3 short. Við þurftum að vera með einn auka sókndjarfan miðjumann (lesist kantmann í stað Pennant) og einn enn á miðsvæðið og loks back up framherja. Við erum svo í rauninni með einum ofaukið í vinstri bakverði. Ég vil ætíð sjá sterkan hóp 25 manna sem ættu að geta hoppað inn og staðið sig með sóma. Við erum skuggalega nærri þessu að mínu mati.
Markverðir: Pepe og Cavalieri. Þurfum alls ekki að fylla skarð Itandje, en við fáum væntanlega c.a. 1. milljón pund fyrir hann (vorum búnir að selja hann á yfir 2 síðasta sumar en hann vildi ekki fara til Tyrklands).
Hægri bakvörður: Arbeloa og Degen/Darby. Hérna vil ég ekki eyða transfer budget-inu. Arbeloa er í landsliðshóp Spánar og góður bakvörður. Degen hefur því miður ekki getað sýnt okkur hvað í honum býr vegna meiðsla, en ég vil gefa honum tækifærið. Darby er svo kominn á Insúa stigið, ætti að fara að detta inná annað veifið. Ég sé ekki fyrir mér að kaupa Johnson, það finnst mér bara ekki vera peninganna virði og það er afar erfitt að halda tveim bakvörðum góðum í sömu stöðuna sem eru báðir að berjast um landsliðssæti. Ekki vil ég rótera vörninni bara til að rótera henni.
Miðverðir: Væri algjörlega fullkomlega sáttur við fjórmenningana sem við höfum í dag. Semja við Agger takk.
Vinstri bakverðir: Aurelio er klassi þegar hann heldur sér heilum og Insúa hefur heillað mig í vetur. Selja Dossena, ekki það að ég hafi ekki trú á honum, við erum bara ofmannaðir í þessari stöðu. 5 milljónir punda inn í kassann.
Miðjumenn: Einn short hérna. Erum ekki lengur að stóla á Stevie sem djúpan miðjumann. Við erum með Javier, Xabi og Lucas. Ég viðurkenni það fúslega að ég væri til í að sjá Barry koma þarna inn með sýna reynslu og bresku gen. 10 millur út þarna.
Vinstri kantur: Er bara sáttur við vinstri kantinn. Ég hef ennþá trú á Babel og Riera hefur heillað mig þótt brokkgengur sé. Notum peningana í annað.
Hægri kantur: Er ákaflega ánægður með Dirk Kuyt, en við þurfum eitthvað á móti honum í sumum leikjanna. Maður eins og Ribery væri auðvitað draumur, en það er því miður bara fjarlægur draumur. Ég væri algjörlega til í Lennon, en er ekki viss um að Spurs láti hann fara. Engu að síður er þetta sú staða sem ég myndi vilja setja meirihluta af þeim peningum sem til verða í. Sókndjarfan sóknartengilið með nokkur mörk í sér. Fáum ekkert fyrir Pennant.
Djúpur framherji: Stevie er auðvitað ósnertanlegur og Yossi er svona all around leikmaður sem er mikilvægur.
Framherji: Torres og Ngog eru okkar menn þar (þó svo að Kuyt sé líka framherji). Ngog er efnilegur og fær sín tækifæri, en mér finnst vanta einn mann á milli þeirra. Við erum ekki að tala um í sama flokk og Torres, heldur kannski númerið á milli Torres og Voronin. Ég sé alveg fyrir mér að við seljum Voronin á einhverjar 5 millur og svo myndi ég vilja sjá frambærilegan framherja koma inn á einhverjar 10 millur.
Sem sagt engar svakalegar breytingar, aðeins bara að bæta við hópinn. Við fengjum einhverjar 10 kúlur inn, en myndum punga út einhverjum 40. Kanar, finna 30 milljónir punda takk og klára málið.
Ég mundi ekkert slá hendinni á móti einum heimsklassa framherja sem nær að fúnkera vel með Torres, David Villa! Og ekki byrja með “Gerrard og Torres spila svo vel saman” , þeir eru bara það mikið meiddir að við getum ekki treyst á að þeir spili saman endalaust. Og af hverju ætti Torres ekki að geta spilað jafn vel með öðrum framherja eins og hann gerir með Gerrard, og Gerrard að brillera á miðjunni í staðinn?
Ég vil fá Barry, Lennon og eitt stk. world class framherja (85+ í FIFA09) 😀
Við erum bara alltaf að berjast á það mörgum vígvöllum að við verðum að hafa stórann hóp.
Það vita allir að Gareth Barry er góður leikmaður. En málið er að við erum með öfluga miðju og eigum ekkert að þurfa að eyða hellings pening til að styrkja hana e-ð meira.
Breiddin er minni annarstaðar eins og kantarnir og framlínan og mér finnst að megnið af peningunum ættu að fara í þær stöður.
Skil ekki afhverju Wheater er orðaður við Liverpool. Hann er einfaldlega ekki í Liverpool klassa. Sömuleiðis finnst mér Downing vera skemmtilega ofmetinn leikmaður. Fengi minni athygli ef hann væri ekki Enskur.
Held hinsvegar að Johnson yrði skemmtileg viðbót við félagið. Hörkubakvörður og ég held að hann myndi slá Arbeloa útúr liðinu.
Kantur: Silva, Lennon eða Young.
Bakvörður: Johnson
Framherji: Hreinlega veit ekki.
Sammála SSteini í aðalatriðum. Finnst sókndjarfur kantmaður algjör lykilstaða og þar á meirihluti peninganna að fara. Babel er því miður ekki sú bomba sem við vonuðumst eftir.
Síðan þurfum við varamann fyrir Torres, þar sé ég Kenwyn Jones koma gríðarlega sterkan inn.
losum okkur við babel lucas og kaupum einhverja almennilega menn t.d eto villa barry silva ribery og kannski owen aftur til að hafa einn finan varamann fyrir torres og hver veit kannski mun hann virka vel með torres síðan vill ég sjá almennlega bakverði aurelio er góður fíla hann en held að arbeloa er ekki nog og góður er buin að gera of mörg mistök í síðustu leikjum og bara selja hann ekkert kjaftæði og fá mann sem nennir að hlaupa til baka og er góður í loftinu
Ef það er eitthvað sem maður hefur lært eftir þessa leiktíð þá er það sennilega að Liverpool spilar ekki með 2 framherja(Striker) uppá topp og munu sennilega ekki gera það aftur. Benítez brenndi sig illa á Keane kaupunum í sumar og gerir það ekki aftur.
Leikkerfi Liverpool er og verður 4-2-3-1, þegar er síðan farið að Brain-storma um kaup í sumar þá verður maður fyrsta að hugsa hvernig passa þeir inn í það leikkerfi. Sem einmitt margumtalaður Keane passaði ekki inní.
Ef ég lýt á liðið eins og það er núna að þá finnst mér hæri bakvörðurinn kannski vanta aðeins uppá. Glen Johnson væri fín kaup. Selja Lucas og kaupa Barry væri klárlega styrking. Svo er það spuning hvort Babel verði seldur og þá hvort annar maður verður fenginn í staðinn.
YNWA
Mig langar að sjá Nemeth og Spearing koma inn í liðið. Veit að það verður erfitt fyrir báða en mér finnst það sem ég er búinn að sjá af Nemeth að þá er hann alveg jafn tilbúinn í þetta lið eins og í N’gog.
Verður ekki útsala á Owen eftir mánuð??? Er hann ekki ágætis varamaður fyrir Torres ef hann kæmi á eitthvað klink. Láta hann bara spila lítið og þá hlýtur hann að haldast heill.
3 leikmenn sem maður vonaðist til að yrðu góðir í vetur en hafa ekki staðið sig nógu vel… Babel, Degen (meiðsli) og Dossena(nokkrir góðir sprettir). Og alveg hægt að setja Lucas þarna með líka, alveg hræðilegt að horfa á hann t.d. í leiknum á móti Hull.
Hægri kantur er það sem þarf að eyða mestu í og ég væri alveg til í Lennon. Síðan þurfum við betri varamann fyrir Torres. Myndi ekki væla ef Barry kæmi en held að hann verði ekki ókeypis og peningunum betur varið í hægri kant.
Þeir sem hafa verið að velta fyrir sér kantmönnum í þessari umræðu þá held ég að Sebastian Leto sé ennþá leikmaður Liverpool. Það er spurning hvernig hann hefur verið að standa sig í Grikklandi, allavega man ég að Benitez var nú ansi spenntur fyrir þessum dreng þegar hann var keyptur en það var víst eitthvað vesen með atvinnuleyfi og þvi var hann lánaður.
Það væri forvitnilegt að vita hvort hann sé eitthvað í plönum Benitez ( hef reyndar ekki mikla trú á því ).
Hægri bakvörður
Mig langar í hægri bakvörð. Heimsklassa hágæða hægri bakvörð sem labbar beint inn í liðið. Sókndjarfan.
Þetta er staða sem hægt er að bæta. Arbeloa skilar sínu og gerir það vel. Solid og hefur verið vaxandi. Það er hinsvegar mikið búið að mæða á honum og ég stórefast að hann muni ekki höndla annað 50 leikja síson. þessu. Rafa hefur refsað mönnum fyrir vægari mistök en þau sem hann gerði sig sekan um gegn Arsenal. Hann er að ganga í gegnum eilítla krísu sem stendur, sem hann þarf að rísa upp úr. Vill alls ekki selja hann en mér held hann hefði mjög gott af því að fá þungavigtarmann til að deila með sér ábyrgðinni í þessari stöðu.
Degen er wildcard. Nýr Kewell þangað til annað kemur í ljós. Við vitum ekkert hvað kemur úr honum á næsta tímabili. Hans bíður mjög erfitt verkefni að sanna sig hjá Liverpool eftir að hafa verið frá sitt fyrsta tímabil vegna meiðsla. Við getum búist við því að sjálfstraustið sé í núlli hjá honum blessuðum. Myndum varla fá krónu fyrir hann þannig ég vill halda honum – ef hann tekur áskoruninni.
Varðandi Darby, þá þykir mér ólíklegt að Rafa muni setja jafn óreyndan mann beint inn í 22 manna hóp. Ef Degen fer þá er ég handviss um að það verði keyptur nýr hægri bakvörður.
Vinstri bak:
Við eigum mjög efnilegan mann í Insua. Aurelio er enn okkar fyrsti kostur, en ég vill halda Dossena. Fyrsta tímabilið er alltaf erfitt en hann hefur verið að koma sterkur inn nýverið auk þess sem hann getur leyst af vinstri kantmaður ef í harðbakkan slær.
Miðverðirnir
Ég hugsa að það sé ekkert lið í heiminum sem sé með jafn góðan miðverði sem ekki komast í lið og Liverpool. Agger og Hyypia.
Hyypia er orðinn 35 ára, hefur spilað 18 leiki á tímabilinu og samningurinn rennur út í sumar. Eins mikið og ég myndi vilja halda honum þykir mér ólíklegt að honum verði boðin áframhaldandi samningur og enn ólíklegra að hann myndi þiggja hann. Tækifærum hans er ekki að fara að fjölga og ég skil hann vel ef honum mun þykja áhugaverðari kostur að vera lykilmaður í liði í neðir hlutanum(Stoke) en spila 10-15 leiki með okkur.
Þá eru eftir þrír. Ef þú spyrð mig þá hefur enginn þeirra staðið undir mínum væntingum í vetur. Agger á mikið inni, en ég er ekki jafn viss með hina tvö. Hvað á að gera með þessa stöðu? Einn kosturinn í stöðunni væri að halda þeim þremur, kaupa ekki neinn og láta þá rótera stöðunni sín á milli. Það skal tekið fram að mig dauðlangar að halda Agger, er handviss um að hann eigi eftir að vera einn sá allra besti, en ég er ekki viss um það sé í boði.
Mun jafn góður maður sætta sig við annað en að vera fastamaður í sínu liði? Ég er ekki viss um það. Annað sem ég sit spurningarmerki við er að svo virðist sem Rafa sjái þá ekki fyrir sér saman í vörninni Agger og Skrtel. Ég held mér skjátlist ekki að þeir hafi varla spilað leik saman, nema þegar Carragher var settur í bakvörðinn. Á undirbúningstímabilinu spiluðu þeir ekki saman í eina mínútu. Það var alltaf annaðhvort Skrtel eða Agger með annaðhvort Carra eða Hyypia.
En haffsentinn í klárlega staða sem ég vill sjá meiri gæði í. Ég vill eitt stykki turn, Hyypia með hraða. Ef Agger er síðan á leiðinni burt sárvantar okkur varnarmann sem getur borið upp boltann. Draumurinn er Carra/Skrtel/Agger+Turn.
Nú langar mig til að spyrja ykkur um þennan Albiol, hvernig leikmaður er þetta? Er þetta turn með stórkostlegar staðsetningar? Hefur hann hraða? Getur hann borið upp boltann? Spyr sá sem ekki veit?
Miðjan
Miðjan finnst mér persónulega ekki vera forgangsmál. Ég gæti alveg sætt mig við Alonso, Mashcerano og Lucas að berjast um þessar tvær stöður. Í algjöru hallæri væri hægt að setja Gerrard á miðjuna eða jafnvel Spearing, Plessis eða Pálsson. Alonso og Masch eru náttúrlega snillingar og ég hef enn svo mikla trú á Lucas að mér væri illa við að ýta honum aftar í goggunarröðina.
Ég myndi svosem ekki lemja neinn ef við fengjum Gareth Barry…það er ekki það.
Striker
Torres er ómetanlegur snillingur. Ef hann meiðist þá erum við fucked. Alveg sama þó við værum afkvæmi Pele og Maradona á bekknum þá værum við samt fucked ef Torres meiðist. Ég treysti því hinsvegar að hann muni ekki vera meiddur meira og minna tvö tímabil í röð. Ef við kaupum dýran framherja þá mun hann ekki hafa neitt einasta hlutverk í liðinu nema þá ef Torres myndi meiðast. Auk þess er ég ótrúlega spenntur fyrir David N’Gog. Staðsetningarnar hans og leikskilningur eru líkt og hjá þrítugum manni. Þegar aldurinn verður búinn að bæta á hann smá kjöti verður hann virkilega góður framherji. Sama með hann og Lucas væri illa við að úta honum aftar í forgangsröðina. Eyðum peningunum í annað. Ekki forgangsmál í mínum bókum.
Þá eru það kantstöðurnar og Gerrard staðan. Í þessar þrjár stöður þurfum við sex menn. Eins og er höfum þrjá snillinga, einn sem gerir sitt gagn og einn sem ég held að sé á leiðinni burt.
Gerrard, Benayoun og Kuyt eru að sjálfsögðu snillingarnir. Riera er góður, en enginn heimsklassaleikmaður. Babel er búinn að valda miklum vonbrigðum í vetur. Virðist ekki hafa hausinn í þetta blessaður. Við myndum fá góðan pening fyrir Babel auk þess sem við eigum fína ávísun inná banka eftir að Keane var seldur. Þá vantar okkur tvö stykki. Þarna vill ég sá algjöran heimsklassa mann. Ribery, Tevez, Silva. Mér er skítsama. Einhvern killer. Allaveganna eitt stykki killer, þá má hinn leikmaðurinn vera fringe mín vegna.
Þannig ef þú spyrð mig:
Forgangur:
Sóknarsinnaður killer
Heimsklassa hægri bakvörður sem labbar beint inní liðið.
Miðvörður hávaxinn
Hugsanlega:
Miðjumaður til róteringa
Lone-striker sem sættir sig við bekkjarsetu
Kantmaður til róteringa
En hvað veit maður. Kannski eru Degen þessi heimsklassa hægri bakvörður, kannski mun Babel blómstra á næsta tímabili, hugsanlega mun Nabil El Zhar koma sterkur inn og Agger og Skrtel mynda besta miðvarðapar Evrópu, hvað veit maður?
En hvað sem Rafa gerir, þá er það ábyggilega rétt hjá honum.
Draumakosturinn er náttúrulega sá að kanarnir selji í sumar og Liverpool eignist þar með eiganda sem hefur fjárráð til að keppa um alvöru leikmenn við hin stóru liðin. Þá værum við að velta fyrir okkur Ribery og vinum hans ekki einhverjum framherja Ajax sem ekkert getur.
Líklegir til að fara samkvæmt flestu slúðri (mörg ensk dagblöð):
Dossena (5-7m)
Agger (10-12m)
Babel (11.5m)
Voronin (2-4m)
Itandje (1-2m)
Pennant (frjáls sala)
Það væri hrein fásinna ef Babel og Agger færu en það í raun væri sök Rafa þar sem hann spilaði þeim ekki nægilega þegar hann gat. Greinilegt að traustið er ekki til staðar en þeir þurfa að spila á þessum aldri til að bæta sig.
Miðað við að við höldum Babel og Agger finnst mér vanta í báðar bakvarðastöðurnar og miðjuna. Gareth Barry myndi koma með virkilega mikla breidd í liðið og einn af fáum leikmönnum sem ég treysti til að spila 2-3 stöður á vellinum (Vinstri bak, vinstri kant, vinstra megin á miðju). Einnig að gefa Jay Spearing séns næsta vetur en hann á að vera mikið efni og slíkur efniviður gerir vart mikið í varaliðinu.
Það samt leysir ekki hægri kant stöðuna sem hefur truflað okkur lengi og þarf Rafa að skoða þá stöðu rækilega í sumar. Það þarf að geta sett Dirk Kuyt í hans venjulegu stöðu (framherja) þegar þess þarf, og það sparar enn meiri pening…segjum +30m í sóknarmann eins og talað er um. Þá er frekar að koma með gott boð í Silva hjá Valencia eða einhvern leikmann sem spilað getur hægri kant stöðuna
Drauma bakverðirnir “Double-D” (Degen/Dossena) mega báðir fara og víst Rafa er sagður vilja selja Dossena þá finnst mér óréttlátt að hann sé að bíða með að gefa Degen séns miðað við meiðslasögu hans. Gefa Stepehen Darby sénsinn til að berjast við Arbeloa hægra megin á meðan Insua/Aurelío keppa á þeim vinstri (ef Aurelío helst heill þeas). Ég vildi sleppa að kaupa Glenn Johnson þegar við höfum ungan leikmann til að spila sömu stöðu. Meikar ekki neinn sense að borga 10-12m þegar hægt er að spara þær.
Niðurstaðan mín yrði (miðað við að Agger/Babel verða ekki seldir):
Gareth Barry
David Silva eða slíkur standard á hægri kant
Gefa Jay Spearing og Stephen Darby séns
Þetta gæti verið 30-35m (Barry og Silva/einhver hægri kantur) en mun svo sannarlega styrkja liðið á stöðum sem það þarfnast styrkingar. Fyrir utan svo það að þá verða ennþá um 20m eftir sem Rafa getur lagt til hliðar ef eitthvað kemur uppá. Lausnin að mínu mati EKKI að vaða út og fjárfesta í fokdýrum framherja því við þurfum að fylla upp í aðrar stöðu fyrst. Framherjar þurfa á aðstoð við að skora mörkin og hana fá þeir hjá skapandi miðjumönnum sem við þurfum að fá, ekki með öðrum sóknarmanni.
Framhald af #24 (þar sem ég ýti alltaf á Enter áður en ég lýk mér af!!)
Við höfum Kuyt, Babel, N´Gog fyrir utan Torres sem nægir mér sóknarlega ef við höfum leikmennina til að styðja við bakið á þeim. Með Gerrard skorandi eins og sóknarmaður að þá erum við í góðum málum.
Ég held ad Lucas verdi seldur í sumar. Benitez hefur verid ad lofa Lucas (trátt fyrir marga slæma leiki) og reyna tannig ad tala verdid á honum upp. Sídan verdur hann seldur í sumar fyrir Barry. Ekki slæm skipti tad.
Okei, í fyrsta lagi þá er það gríðarlegt ofmat að halda að Babel fari á 11,5 milljónir og Agger á 10-12.
Í öðru lagi, þá er það ekki Rafa að kenna að þeir spiluðu ekki, heldur þeim sjálfum. Þeir hafa væntanlega haft öll tækifæri til að sanna sig á æfingum og í leikjum, en þeir hafa einfaldlega ekki gert það (Babel) eða verið alltof oft meiddir (Agger).
Varðandi þetta Tevez slúður, þá væri hann einfaldlega líka varamaður hjá okkur í stóru leikjunum, nema að hann væri hugsaður í Dirk Kuyt stöðuna, sem er svo sem alveg möguleiki.
Tad er verid ad tala um herna i bretlandi ad rafael benitez turfi ad selja til ad kaupa storu nofnin i sumar og tad sem valencia eiga i peninga vandraedum er David Villa efsta nafn a lista tar.
Eins og ég hef sagt áður er ljóst að við þurfum nýjan miðjumann. Ég tók dæmi leikinn gegn Hull, þar sem við þurftum ekki Mascherano heldur meiri sóknarþunga og þá með Alonso og Barry hlið við hlið á miðjunni. Ekki gleyma því að Barry og Gerrard hafa náð vel saman með landsliðinu og ég held að Rafa horfi mikið til þess (og þá að geta bætt það enn frekar og gert viðvarandi).
Hægri bakvörður verður væntanlega ekki forgangsatriði. Rafa segir í dag að hann þurfi að selja til að kaupa, sem er eðlilegt. David Silva og Barry verða forgangsatriði, ásamt Albiol. Líklega er það vegna þess að Hyypia fer í sumar. Honum verður boðin staða í þjálfarateyminu en ég hef lesið að hann sé ekki alveg tilbúinn að hætta að spila strax. Vonandi fer Agger ekki. Ef hann gerir það, verður Hyypia líklega boðinn nýr samningur og við kaupum Albiol.
David Silva kemur vonandi. Hann er sá maður sem Rafa vill helst á kantinn, það er alveg ljóst. Mér líst vel á það. Rafa trylltist þegar þetta fréttist, en tók fram síðar að það var ekki Valencia að kenna.
Þannig að líklegt er að Babel og Dossena fari, ættum að fá í mesta lagi 15 milljónir fyrir þá held ég. Í Guardian segir að Rafa fái 20-30 milljónir punda í sumar. Segjum 25+15=40. Ef Silva kostar 20 og Albiol 10 (hef ekki hugmynd um hvað hann er verðlagður á, en hann er fæddur 1985 og er amk viðriðinn spænska landsliðið) þá eru 10 milljónir eftir. Þær ættu að fara í að kaupa sóknarmann.
Væri gaman að fá Santa Cruz, en hef þó ekki trú á því. Ef við seljum síðan td Voronin, Itjande og Degen gætu komið auka 5 milljónir þar. Ættum þá 15 milljónir. Þá verður kannski keyptur hægri bakvörður líka…
Og í Guðanna bænum, hættiði nú að minnast á David Villa. Við fáum hann ekki. EKki frekar en Ribery.
Samkvæmt Wikipedia er Albiol fjölhæfur leikmaður, getur ekki bara spilað miðvörð heldur líka hægri bakk og djúpan miðjumann. Einmitt það sem Rafa er hrifinn af, fjölbreytni. Hann er 1.89.
Tek annars undir það sem Kristinn sagði í #22#. Það sem Rafa gerir verður ábyggilega rétt…
Við þurfum pottþétt að fjármagna. Væri til í að sjá Babel og Lucas fara, því miður hafa þeir ekki verið að sýna nóg. Benitez hefur þó ótrúlega trú á Lucas, en mér finnst að hann ætti að vera samkvæmur sjálfum sér síðast liðinn ár og það er einfaldlega að losa sig við menn sem ekki hafa notið tækifærin (Voronin, Bellamy, Conzales, Morientes o.fl).
Síðan þurfum við að styrkja báða kantanna finnst mér og þar væri ég til í að fá Silva og Lennon. Og síðan Barry á miðjuna.
Fyrsta verk er að ná samningi við Agger, meigum ekki missa hann frá okkur. Glen Johnson yrði frábær kostur í bakvörðin.Aaron Lennon, verðum að kaupa þennan dreng, hann er búinn að vera góður í vetur og okkur vantar kanntmann. Mig langar ofboðslega í Diego sem er búinn að vera besti leikmaður Bundesligunar í 2-3 ár í röð. Hann er búin að gefa það út að hann vilji fara, eina spurningin er sú að spánn telst nú líklegari áfangastaður.
Reina
Johnsnon Agger Carra Insúa
Alonso Barry
Lennon Gerrard Benayoun
Torres
Cavalieri
Arbeloa Skrtel Hyypia Aurelio
Mascherano Plessis
Kuyt Lucas Riera
Owen/K.Jones/Santa Cruz?
Ég er ekki alveg að skilja það hvernig menn sjá það sem framför að taka Mascherano, Arbeloa og Kuyt útúr liðinu og setja í staðinn Gareth Barry, Glen Johnson, og Aaron Lennon.
Gegn minni liðum tel ég það vera framför en ekki gegn stærri liðum. Þá hentar Mascherano og Kuyt betur en Lennon og Barry allavega. Held að ef þessi 6+5 regla taki gildi þá verður að hugsa út í það sem fyrst til að sjokkera ekki hópinn með 5-6 nýjum byrjunarliðsmönnum á einu seasoni til að “enska” liðið upp.
Einar, ef þú ert að tala um mín ummæli þá er ég, eins og ég tek fram, bara að tala um í einstaka leikjum. Ekki endilega öllum. Mér finnst ekki þörf á Mascherano á heimavelli gegn Blackburn, td. Myndi bæta liðið í mörgum leikjum.
Sama á við um Kuyt. Stundum hefur Liverpool þurft mann sem getur sprengt um þéttar varnir. Kuyt er ekki þannig týpa, en hefur margt til brunns að bera.
Þetta er spurning um að velja réttu mennina í hvern leik fyrir sig, það er ekki sama á móti hverjum er verið að spila. Þetta snýst því allt um breiðan hóp góðra leikmanna. Barry og Lennon væru frábær viðbót við hópinn, engin spurning. Það talaði enginn um að selja þremenningana…
Í fyrsta skipti síðan hann tók okkur í þurrt … er ég til í að skoða það að fá Owen til okkar á free transfer sem backup leikmann fyrir Torres. Þar myndum við spara okkur einar 10 millur punda. Hann plús Barry og eitt stykki tricky winger, þá væri ég afar sáttur (svo framarlega að við semjum áfram við Agger. Ég sé nefninlega alveg fyrir mér að ef Sami hverfi á braut, þá munum við taka Hobbs eða Kelly inn sem fjórða mann í miðvarðarstöðurnar. Hægri bak er ég bara sáttur við.
Steini, vorum við ekki að selja Hobbs ?
Jú, Hobbs var seldur til Leicester.
http://www.liverpoolfc.tv/news/archivedirs/news/2009/apr/24/N164147090424-1940.htm
Hjalti, ég var aðallega að svara Lolla. En þið komið svo með sama punktinn, sem að ég er sammála.
Ég sé ekki mörg vandamál við okkar sterkustu 11 leikmenn. Við höfum sýnt það í vetur að við getum yfirspilað hvaða lið sem er þegar að menn einsog Kuyt eru að spila vel. En ég er sammála því að ágætt er að fá menn, sem styrkja okkur í ákveðnum leikjum.
En vandamálið er að halda þeim sáttum þegar þeir detta svo á bekkinn í stærri leikjunum (sbr. ástand Carlos Tevez hjá United).
ok 🙂
Já, það er rétt að það er erfitt að halda öllum sáttum. En ef við keyptum Silva til dæmis og seldum Babel eru Benayoun og Riera orðnir varamenn, undir eðlilegum kringumstæðum. Flott að hafa þá á bekknum, ásamt El Zahar, og svo til að koma inn í slatta af leikjum vegna álags, meiðsla osfv…
Er Owen með lausan samning í sumar? Fer það kannski eftir því hvort að Newcastle falli?
Einar, Owen er með lausan samning í sumar hvort sem Newcastle falli eða ekki. Ég segi fáum Owen til baka og spörum þannig til þess að fá sterkari menn í aðrar stöður.
Þá eigum við frammi, Torres, Owen, Kuyt og N’Gog og það er sterkt sóknarlega.
Sæll Einar. Mér skilst að Owen sé með lausan samning í sumar, óháð því hvort Newcastle falli eða ekki.
En varðandi sumarkaup þá finnst mér býsna athugavert það sem Barry segir á Sky..:
“I’ve learnt a lot from what happened and last season I learned a lot off the pitch. I’m looking for a completely opposite scale of things and I’m confident it won’t be one of those sagas again.
“There are things I’ll do differently. I’m not dreading it at all, I know what’s coming. It’s not something you dread, it’s part of the game.”
…sem mér finnst benda ótvírætt til þess að e-ð sé í gangi bak við tjöldin. Barry yrði góð viðbót í hópinn – sér í lagi vegna þess að hann er enskur og hann er væntanlega ekki hugsaður til þess að koma í staðinn fyrir einn eða neinn. Í dag erum við væntanlega einungis með þrjá miðjumenn (geng út frá því að Gerrard sé hugsaður sem holuframherji einvörðungu).
Ég vil fyrir alla muni fá Glen Johnson, David Silva, og semja við D. Agger.
Ef það er ekki mögulegt að fá David Silva þá verðum við að fá e-n svipaðan sem er matchwinner – við þurfum fleiri svoleiðis týpur.
Svo er spurning með back-up fyrir Torres; er Voronin ekki bara ágætis kostur, þrátt fyrir allt?
Keep the faith – YNWA
Owen er á samningi sem hljóðar upp á um 120 þúsund pund, las ég einhversstaðar. Hann er auðvitað kominn á efri ár, er mikið meiddur og sannaði sig ekkert hjá Newcastle. Það er því spurning hversu langt niður í launum hann er tilbúinn að fara.
Hann getur reyndar alltaf skýlt sér á bakvið það að hann kostar ekkert, en það er spurning hvort Rafa sé tilbúinn í að borga honum 70-80 þúsund pund í laun á viku fyrir það að sitja mestmegnis á bekknum…. Ef upphæðin er ekki svona há, hversu mikið væri Rafa til í að borga honum?
OK, takk var ekki búinn að sjá þetta með Hobbs, hef hvort eð er meiri trú á Kelly 😉
En jú, eins og fram kemur hér að ofan, þá skilst mér að Owen sé samningslaus í sumar. Ég reikna fastlega með að hann geti ekki farið fram á sömu upphæðir í laun áfram eins og hann er með í dag, en jafnframt ber að skoða það að hann mun ekki kosta krónu í transfer fee.
Það er einnig vert að spá í það að Barry getur keypt upp þetta eina ár af samningi sínum ef hann tilkynnir Villa það fyrir lok tímabilsins, gæti hann verið að “hinta” að því hér að ofan? Þá værum við að tala um algjört smotterí sem við yrðum að greiða fyrir hann.
Er það ekki rétt munað hjá mér að Benitez sóttist eftir að fá Owen til baka þegar hann fór frá Real Madrid en fékk hann ekki vegna þess að Newcastle yfirbauð Liverpool? Ef svo er þá lítur út fyrir að Benitez hefur ágætis álit á Owen, og mætti því leiða að því líkur að Owen sé á leið til okkar í sumar.
Ég tel okkur þurfa einn sterkan miðjumann (mögulega Barry). Við erum í raun með þrjá leikmenn (Masch, Alonso og Lucas) í baráttu um tvær stöður á miðjunni. Gerrard er kominn í stöðuna fyrir aftan strikerinn og tel ég það vera neyðarúrræði að setja hann í gömlu stöðuna á miðjunni.
Það er stór spurning með hægri bakvörðinn. Arbeloa hefur spilað þar með ágætum í vetur en því miður átt á stundum slæma leiki. Carra hefur verið nr.2 í þeirri stöðu ef Arbeloa hefur meiðst, en Degan var einmitt fenginn í liðið til að sinna nr.2 starfinu í hægri bakverðinum. Einsog við vitum flestir þá hefur Degan verið meiddur allt tímabilið og er í raun spurning hvort að hann eigi framtíð hjá liðinu. Ég tel þó að hann muni vera hjá okkur næsta tímabil einfaldlega vegna þess að það finnst ekki það lið sem er tilbúið að kaupa leikmann sem hefur verið meiddur í nær heilt tímabil. Það læðist samt að mér grunur að það sér alveg varið í þennan dreng, ef svo væri ekki þá hefði hann varla verið fenginn til liðsins.
Hægri kanturinn er vel merktur Kuyt. Það vantar samt leikmann í þessa stöðu með, eða fyrir, Kuyt. Sá eini sem er að koma upp úr unglingaliðinu sem gæti spilað þessa stöðu skammarlaust (að því er ég best veit) er El Zhar. El Zhar hefur sýnt ágætist tilburði en hann er óskrifað blað og má segja að hans næsta leiktíð sé make or break fyrir hann. Þó tel ég að fjárfest verði í leikmanni sem getur leikið hægri kantinn, en sá leikmaður verður að hafa þann eiginleika að geta varist sem og sótt. Með það í huga þá get ég ekki séð að David Silva sé á leiðinni. Ég vil þó líka benda mönnum á að Benayoun getur spilað þessa stöðu (þó að hann sæki heldur til of mikið inn á miðjuna þegar hann er í þessari stöðu) og því er spurning með hvort að leiðin sem Benitez fer í að styrkja þessa stöðu sé að kaupa leikmann í aðra stöðu og færa Benayoun á hægri kantinn.
Vinstri kanturinn er ágætlega mannaður með Riera og Babel. Fyrsta tímabil Riera hefur lofað góðu og tel ég það vera ásættanlega kröfu á hann sem leikmann að hann muni sýna betri leik á næsta tímabili. Babel er svo aftur á móti annaðhvort í ökkla eða eyra. Hann getur átt stórleik og unnið leiki, en einnig getur hann átt svo slæman leik að það væri betri kostur að fá ömmu mína til að sjá um stöðuna. Allir vonuðust eftir því að þetta væri tímabilið sem hann myndi springa út og sýna stöðugleika, það hefur því miður ekki verið raunin. Í þessari stöðu ætti Dossena og Aurelio að geta átt skítsæmilega leiki þannig að þessi staða er ekki top priority.
vinstri bakvörðurinn er ábyggilega mest spennandi staðan. Við höfum fengið að sjá góðar innkomur frá Insúa í vetur og líta flestir á hann sem framtíðarleikmann. Aurelio hefur sýnt það nokkrum sinnum í vetur af hverju Benitez fékk hann til liðsins og eru flestir sammála því að Aurelio sé ágætis fyrsti valkostur í þessari stöðu. Dossena átti erfitt uppdráttar til að byrja með og sýndi ekki nokkuð sem réttlætti verðmiðann á honum. En eftir að á tímabilið leið hefur hann komið sér betur inn í leikinn, og tel ég að næsta tímabil verði gott hjá Dossena að því gefnu að hann verður ekki seldur til þess að fá pening fyrir önnur leikmannakaup.
Miðvarðarstaðan hjá okkur er vel mönnuð með Carra, Skrtel, Hyypia og Agger. Hyypia er að verða afi í næsta mánuði og á því ekki mikið eftir af leikmannaferlinum, en litlir fuglar segja að hann muni verða ráðinn í þjálfarateymið. Ekkert nema gott um það að segja. Framtíð Agger hjá félaginu er svo óráðin, samningavandamál og jafnvel eitthvað meira. Það hefur verið sagt, og mun ég endurtaka það núna, að ef Agger fari erum við neyddir til að kaupa miðvörð, en ef að Agger skrifar undir og verður áfram getum við vel við unað með þrjá sterka miðverði og svo Hyypia til að hlaupa í skarðið ef að flensufaraldur skellur á varnarlínu liðsins.
Ef mið sé tekið af ofantöldu þarf ekki stórstjörnur í leikmannahópinn, heldur þurfum við gæða rotation leikmenn sem sætta sig við að spila ekki alla leiki. Dæmi um þannig gæða leikmann sem gat því miður ekki sætt sig við bekkjarsetu er Crouch.
hvort eru menn að vilja fá David Silva eða David Villa…
kommon eru menn enn ad pæla i manninum sem for fra okkur til ad vinna titla. hann er buinn a tvi. engann owen takk fyrir. Getum alveg eins fengid kewel til ad vera meiddan hja okkur. Eyda ollum peningnum i alhlida sokndjarfann midjumann. kaupa silva og tetta er komid. nota svo unga leikmenn i uppfyllingu
afhverju ad kaupa menn a bekkinn tegar nog er til af teim
Það er auðvitað til nóg af mönnum til að fylla bekkinn, en snýst þetta ekki svolítið um að auka gæði þeirra sem á bekknum sitja mundi? Hvort sem er með því að kaupa menn sem fara beint í byrjunarliðið og núverandi byrjunarliðsmenn fari á bekkinn, eða þá með því að auka gæði þeirra sem nú þegar eru í róteringunni?
Með Owen, þá er ég ekkert voðalega hrifinn af lokum hans Liverpool ferils á sínum tíma. Það verður samt ekki horft framhjá því að hann væri góður backup leikmaður fyrir okkur og ég hef trú á því að ef álagið er minnkað á honum, þá gæti hann orðið meira laus við meiðsli. Við erum að tala einmitt um að fá hann á free transfer.
Raunhæft:
Jonhson,Barry,Owen og Silva.
Svona held ég að raunhæfur kostur fyrir liverpool sé með þessa eigendur liðsins. Vonandi að þeir selji og fá menn sem geta leyft liverpool að berjast um stæðstu nöfnin í sumar.
Draumur.
Glen Johnson, Diego/ Barry, Theo Walcott, David Villa/Benzema og Ribery/ Lennon.
Svona væri ég til í að leikmanna kaup liverpool myndu líta út en veit að það er jafn líklegt og að flott kona frá mars komi og djammi með mér næstu helgi… einfaldlega ekki að fara að gerast..
Ég held að menn séu svolítið að gleyma innleggi Benayoun inn í liðið núna síðustu vikur og mánuði. Ég held að framganga hans geri það að verkum að Benítez sér minni þörf fyrir sóknarsinnaðan-killer-varnarsprengju-kant-miðjumann heldur en ella. Ég held að allir séu sammála um að Kuyt er ekki nógu góður í þetta hlutverk í dauðu jafnteflisleikjunum. En sóknarlínan Riera-Gerrard-Benayoun með Torres uppi á topp er pottþétt en án efa vantar meiri breidd þarna upp. Ég held að eins og staðan er núna þá hugsi Benítez ekki eingöngu um að styrkja og breikka hópinn heldur líka byrjunarliðið. Og þar er stærsti veikleikinn gegn þéttum vörnum á heimavelli hægri kantstaðan.
Mér er alveg sama nú til dags hvernig og af hverju Owen fór frá okkur, í dag vil ég bara fá hann til baka enda verðum við að fá mann sem hefur gæði og kostar ekki mikla peninga og þar kemur Owen sterkur inn enda frítt og Benitez ætti að vera hrifinn af því.
Ef að Barry getur keypt upp sinn samning þá ætti hann að koma frekar ódýrt til okkar ef hann og Benitez vilja það.
Við seljum eða losum okkur við nokkra farþega og fáum inn sterkari leikmenn til að styðja við fyrstu 11 manna byrjunarliðið.
Það gæti líka verið sterkt að sleppa því að fá Johnson og reyna að notast við Arbeloa og vonandi að Degen gæti orðið meiðslafrír og einnig væri hægt að nota Darby úr varaliðinu.
Við eigum sterkt lið varnarlega og reyndar sóknarlega líka en það vantar fleiri sem geta klárað leiki fyrir okkur því að við höfum of fáa leikmenn sem geta komið af bekknum og hjálpað við að klára þessa jafnteflisleiki okkar sem hafa gert það að verkum að United fær titilinn þetta árið.
Annars er allt allt of snemmt að spá of mikið í þetta enda er engin leið til þess að vita nokkurn skapaðan hlut um fjármagn Liverpool í sumar.
Verður félagið selt ?
Verður félagið á barmi gjaldþrots ?
Mun Benitez fá einhverja peninga í sumar ?
Mun Benitez slá eyðslumet félagsins ?
Það eru fullt af spurningum sem við fáum engin svör við strax en fljótlega eftir tímabilið kemur þetta vonandi í ljós.
OK, ég er kominn með lausnina á þessu.
Út: Dossena 4, Pennant 0, Itandje 1, Herra Úkraína 3, Babel 7, Keane 16 = 31
Inn: Barry 7, Silva 20, Owen 0, Johnson 7 = 34
Ef að Agger vill fara, þá ættum við að geta sloppið nokkuð nálægt á honum og arftaka (Albiol).
Mér líst bara þokkalega vel á þessa lausn þína Einar, nema ég hef ekki mikla trú á Owen. Hann er alveg búinn á því, sást frekar mikið í leiknum gegn Portsmouth í gær. Ég bind vonir við það að Hicks og Gillett finni auka 10 millur á Icesave-reikningnum sínum og kaupi King Kenwyne. Þá verð ég ótrúlega sáttur.
Ég meina, pælið aðeins í þessu:
King Kevin + King Kenny = King Kenwyne. Pottþétt! 😀
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1173117/The-Best-Bosmans-Sportsmails-guide-Europes-contract-players.html
Ég held að Babel fari á meira en 7 millur annað væri fásinna og betra að halda honum en láta hann fara á 7 millur.
Við kaupum hann á um 11 millur og ég myndi alls ekki vilja að hann færi á undir 13-14 millum.
Við fáum barry pottþétt…spurning með johnson. Við verðum svo að fá mann sem getur sprengt upp varnir liða sem sitja djúpt á Anfield og mér finnst ekki ólíklegt að Silva endi hjá okkur eftir allt saman. Síðan er spurning með eitthvern senter sem backup fyrir Torres en það verður varla eitthver sem kostar meira en 5-8m.
Daniel Sturrige er líka leikmaður sem ég væri til í að skoða, þetta er góður fótboltamaður,Enskur og væri líka frítt.
Er þetta síðasta útspil hans Benitez um að hann þurfi að selja til að kaupa ekki bara partur af sálfræðinni, svona svo lið fari ekki að hækka verðið á leikmönnum uppúr öllu valdi ef Liverpool kemur með fyrirspurn um þá?
Ég gæti vel trúað að Einar hafi verið með þetta í Barry, silva, owen og johnson. Kæmi mér ekki á óvart ða þetta gangi eftir.
Það hlýtur samt bara alveg bókað að verða amk eitt stórt númer sem engann er að gruna, verður fróðlegt að sjá hver það yrði.
Mér finnst fróðlegt líka að spá í því hvaða kjúklingar eru að fara koma inní aðalliðið, hann hlýtur að vera hugsa gæja eins og Nemeth, pacheco og fleiri úr varaliðinu sem framtíðarleikmenn liðsins, spurning hvort þeir séu að fá þetta season, ég vona það innilega rafa muni leyfa þeim að spila, verulegir promising gæjar.
Þessi Owen umræða er ágæt svo langt sem hún nær. En ef newcastle fellur væri ekki mikið betra að fá ungan, mjög hraðan Martins?? hann er gríðarlega skemmtilegur leikmaður sem skorar mikið með öðrum frábærum leikmönnum á borð við Gerrrard og Alonso. svo ekki sé talað um Torres. Mér hefur fundist okkur vanta hraða á kantana og “flair” á miðjuna þegar lið eins og stoke og fl. hafa lokað vörninni hjá sér. Þá væri gott að hafa sókndjarfan Gerrard á miðjunni með Alonso ásamt Torres og Martins/Teves og hraða kantmenn eins og Lennon og Rieira. Þetta myndi sprengja upp lið á hraðanum og sköpunargáfu á miðjunni. YNWA Sem sagt þá myndi ég vilja fá Hægri bak = Glen J. Hægri Kant = Lennon/??. Striker = Martins/Teves
Daniel Sturridge kæmi ekki frítt því það þyrfti að borga Man City uppelisbætur fyrir hann sem og að hann vill 75.000 pund á viku. SÆLL!
En hann er mjög flinkur og kannski skárri kostur en Owen? En K.Jones er ég til í. Svona Heskey týpa sem kann að skora.
Ég horði á Newcastle í gær og mikið rosalega eru þeir lélegir og eiga ekki skilið annað en að falla. Owen var þarna og mikið er kallinn orðinn þungur og greinilega alveg búinn að missa það svo ég er viss um að Rafa hefur engann áhuga á honum þó gratis sé.
Vilja menn virkilega fa Owen tilbaka?
Liverpool er farid ad spila fljotandi bolta med einn center og 3 fyrir aftan. I tannig systemi ta tarf centerinn ad vera sterkur, geta barist vid midverdi og skilad boltanum tilbaka i spil. Owen er meidslahruga og meistari i ad pota en ekki mikid meira en tad. Hann er einfaldlega ekki top 4 leikmadur, og eg efast um ad hann saetti sig vid bekkjarsetu.
Tad er erfitt ad baeta byrjunarlidid, sem er ordid horkugott. Best vaeri ad fa eitt stort nafn fram a vid, sem gaeti spilad meira en eina stodu. Tevez eda Eto t.d. Badir gaetu leyst kantstodurnar, og spilad i center eda holunni ef Gerrard eda Torres eru ekki meiddir. Svo geta teir lika spilad med Torres i 4-4-2. Silva vaeri agaetur kostur, en hann getur ekki verid frammi.
Tad tarf sennilega ad baeta vid samkeppni i haegri bakvord, best vaeri ad fa svona Alves typu sem gaeti spilad haegri kant lika (semsagt mjog sokndjarfan bakvord).
Ef Barry kemur og einn sokndjarfur leikmadur ta tarf vaentanlega ad selja 2 leikmenn a midju/vinstri svaedinu. Eg held ad 2/4 af eftirfarandi monnum fari: Dossena, Lucas, Babel, Riera.
Benitez talar vel um Lucas, sem gaeti verid til ad reyna ad fa gott verd fyrir hann. Hann hefur oft stadid sig vel, en stundum kemst hann engan veginn i takt vid leikinn. Kannski er enski boltinn ekki allveg malid fyrir hann. Dossena hefur att i svipudum vandamalum en, eg held ad tad se frekar gott form hja Insuna og Aurelio sem hefur gert hann redundant. Tad er einfaldlega ekki not fyrir hann lengur. Riera, er kannski oliklegt nafn til ad fara, en ef vid faum heimsklassa mann (t.d. Silva). Ta er Riera ordin bekkjarmadur. Hvernig geturdu annars komid fyrir Torres, Gerrard, Kuyt og Silva. (Ja eg set Kuyt hiklaust sem guaranteed byrjunarmann, hann er algjor lykilmadur sem skorar mork, leggur up og tekur tatt i flestum soknum sem skila haettu, skiptir engu mali hvort hann se frammi eda a kanti). Tad er ekki einu sinni plass fyrir Yossi i tessum hop. Riera er godur, en eg held ad hann eigi ekki mikid meira inni. Vid erum buin ad sja hvad hann getur. Er hann nogu godur fyrir Top 4 byrjunarlid!!. Sem squad player ja, en sem byrjunarmadur er eg ekki viss. Finally, Babel … svekkelsid. Hann hefur svaka talent, en til ad spila fyrir Benitez tarftu leikskilning, og tactical knowledge. Loka svaedum, og halda boltanum. Hefur hann tetta i ser? Mer finnst Benitez eiginlega vera buin ad missa trunna a honum.
Svo er ad vona ad Agger skrifi undir nyjan samning. Eg vaeri til i ad sja Agger og Skrtel spila saman. Gefa Carragher sma hvild af og til.
Tetta lid er ordid horkugott, tad er ordid challenge ad baeta lidid sem er bara gott mal
http://community.footballpools.com/blog/2009/04/28/joaquin-rivals-liverpool-everton-in-battle/
Fyrir 3-4 árum síðan hefði maður nú orðið gríðarlega spenntur yfir þessum kaupum en eitthvað hefur gengisvísitala Joaquin lækkað undanfarið en gaman væri nú að sjá hvort Benitez gæti náð að endurvekja feril hans.
Það má samt ekki gleyma því að Owen er home grown player sem væri gott fyrir meistaradeildina. Þar þarf 4 slíka og 8 Breta. Því væru kaup á Glen Johnson, Barry og Owen frábær hvað það varðar. Að þurfa ekki að fylla uppí meistó hópinn með Bretum úr varaliðinu sem koma síðan ALDREI við sögu. Því er fáránlega mikilvægt að vera með góða Englendinga í sínu liði því þeir jú vaxa ekki á trjánum.
Annars finnst mér leikmaður eins og Silva algjör forréttindar kaup. Einfaldlega verðum að leggja allt kapp á að kaupa hann eða svipaðan leikmann. Vonum bara að Valencia steli ekki 4.sætinu á Spáni.
Einnig er verulega sókndjarfur hægri bakvörður gríðarlega mikilvægur. Kuyt skilar þvílíkri vinnu til baka sem balance-serar hægri vænginn. Með Kuyt og mjög sókndjarfan bakvörð ( hugsanlega Johnson ) og síðan gríðarlega leikinn hægri kanntmann ( jafnvel Silva ) og Arbeloa þá með honum þá erum við komnir með frábært combo á vænginn sem ætti að ráða við flest allt.
Rafa hafði nú víst töluverðan áhuga á að fá Owen til baka frá Real Madrid sumarið 2005. En Owen árgerðin 2009 er mun verri en Owen 2005 enda hefur kallgreyið verið hrikalega óheppinn með meiðsli á þessum tíma og ég held að hann sé ekki á leiðinni heim. Annars er þetta Newcastle lið samansafn af “has been” leikmönnum og öðrum sem eru bara ekki nógu góðir. Ég hef alltaf haft smá taugar til Newcastle en það er ekkert sem réttlætir veru þeirra í deildinni um þessar mundir.
Byrjunin er að kaupa nýjan framkvæmdastjóra, nema að menn vilji sama tóbakið næsta leiktímabil.
Við erum að berjast um titilinn í fyrsta skipti af alvöru þegar kominn er maí síðan sautján hundruð og súrkál Maggi, ertu í alvöru talað að meina það að þú viljir núna fara að byrja upp á nýtt með nýjan stjóra?
Já Benitez mun ekki ná meiri árangi en þetta, það er mín skoðun.
Ég er feginn að þeir sem vilja Owen til baka stjórni ekki leikmannamálum liðsins. Eins og nokkrir hafa bent á er hann allt of mikið meiddur og er að verða gamall og slappur. Hann væri að mínu mati verri en enginn því ég held að sóknarmenn úr varaliðinu gætu gert betri hluti og hann tæki þá spilatíma frá þeim. Ef það a að kaupa framherja verður hann að vera betri en Owen. Þetta væri að mínu mati svipað og þegar Fowler var fenginn aftur til liðsins út á forna frægð og verður bara að viðurkennast að það kom ekki mikið út úr honum þá.
Þá verðum við bara að vera gjörsamlega ósammála með það, ég teldi það algjörlega fáránlegt að fara að byrja upp á nýtt núna þegar við erum svona nærri markmiðum okkar.
Já Guðmundur, ég er allavega sammála þér með það að ég er feginn að ég eða aðrir hérna skuli ekki stjórna leikmannamálunum hjá Liverpool, því við erum ekki með brot af þeim fótboltagáfum sem þeir sem stjórna því, eru með 🙂
En hvað sem hægt er að segja um Owen, þá er hann engu að síður búinn að skora 10 mörk í þeim 22 leikjum sem hann hefur byrjað hjá Newcastle, og eru þeir nú búnir að vera ansi daprir. Owen er þannig leikmaður að hann skorar mörk ef hann fær færi til þess. Ég hef verið mjög lengi alfarið á móti því að fá hann tilbaka, en hef núna verið að velta þessum möguleika fyrir mér þar sem hann er samningslaus. Ég hef áður útskýrt það að ég telji að með minni notkun á honum, þá gæti hann haldist betur heill.
Verð að taka undir með SStein, finnst þetta alveg út í hött að ætla að byrja á byrjun aftur með því að losa sig við Benitez, þarf nú ekki annað en að skoða liðið á pappírnum þegar hann tók við og í dag, enda sýnir árangurinn í deildinni það að liðið hefur styrkst mikið, og loksins loksins orðið “samkeppnishæft”
Menn geta séð Owen á Anfield þann 3 mai og vonandi skorar hann ekki en ég vonast samt til þess að hann muni ekki vera meiddur enda finnst mér hann frábær leikmaður sem mér finnst alltaf gaman að fylgjast með.
Og Magnús ertu að gera grín eða ?
Skipta um þjálfara eftir að Benitez er búin að gera liðið loksins samkeppnishæft um Enska titilinn, furðuleg hugsun verð ég að segja.
En þessi umræða á sennilega ekki heima í þessum þráð.
Smá þráðrán hér.
Án þess að ég ætli að stjórna efni síðunnar þá er spurning til síðustjórnenda/penna síðunnar að vera með umfjöllun um Victor Pálsson. Það er komin smá umfjöllun amk á LFC.tv og hana má finna hér:
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N164194090429-1016.htm
Keep the faith.
YNWA
Vörn
Semja við Daniel Agger
Glen Johnson
Miðja/Framliggjandi miðjumenn/Vængmenn
Gareth Barry
(1-2 af næstu þremur leikmönnum)
Aaron Lennon
Ashley Young
Rafael Van Der Vaart
Selja: Babel og Lucas
Framherjar
Góður senter er rándýr, þ.a. það er margt vitlausara en að fá Michael Owen á free transfer. Hann kann þetta, er enskur sem er gott fyrir CL-hópinn, en því miður er hann svolítið mikið meiddur. Spurning hvort hann mundi sætta sig við að vera varaskeifa fyrir Torres. Það hefði verið fínt að eiga Crouch ennþá, verð að viðurkenna það að ég sakna hans töluvert. Ef Newcastle fellur þá er líka spurning með að tékka á Obafemi Martins, gæti fengist á cut-price.
Selja: Voronin
Ef að Michael Owen verður boðinn samningur hjá Liverpool, þá mun hann skrifa undir. Ekki nokkur einasta spurning.
Ég tek undir það með Einari. Fowler vissi vel að hann yrði aldrei fastamaður í byrjunarliði en hann stökk á tækifærið til að koma aftur. Ef Owen fer frá Newcastle getur hann valið á milli þess að spila fyrir lið eins og Man City sem mun borga honum vel en ekki keppa að neinu verðmætu fyrir hann, eða þá að snúa heim og enda ferilinn fyrir framan The Kop, þar sem hann á heima. Hann mun ekki hika við að velja okkur.
Ég var á móti því að kaupa hann á fúlgur fjár frá Real eða Newcastle á sínum tíma en ef okkur býðst sénsinn á að semja við hann á free transfer eigum við að stökkva á það að mínu mati. Jafnvel þótt hann vilji hærri laun en meðaltalið fyrir squad players segir til um.
Svosem langt í að þetta verði aðalmálin, allavega einhverjar vikur, en ég styð Johnson, Barry og Owen í þessum pistli og athugasemdum hér. Allt menn sem hafa spilað lengi í deildinni, hafa metnað til að ná lengra ennþá og eru jafnvel að berjast um landsliðssæti.
Svoleiðis menn á diskinn minn, hugsanlega flying winger á hægri kantinn en svei mér, ég er ekki viss um að ég vilji geyma Dirk Kuyt á bekknum. Það er ótrúleg staðreynd í mínu tilviki…
Já strákar, þetta eru allt góðar pælingar, en eins og Maggi segir þá þurfum við menn með reynslu í Englandi.
Barry verður að koma, Johnson styrkir okkur rosalega. Veit ekki með Owen, En LEIKMAÐURINN sem við verðum að fá er INIESTA hann leysir allar stöður á miðjunni, hann er leikmaður sem gerir hlutina auðvelda og er ekkert að hanga of mikið á boltanum. Snilldar leikmaður og er MUST BUY fyrir okkar félag.
Vantar Vinstri-bak nema að við förm að nota bara Insúa, Hægri-kant, Hægri-bak og einhvern sterkann framherja
Ég er alveg fullvissaður um það að Rafa kaupi einhvern ungan spánverja frá miðlungs liði á spáni.
tevez væri örugglega góður með torres.ég mundi líka vilja sjá david silva í liverpool