Á morgun byrjar júní!

Svona til að hrista aðeins upp í umræðunni skulum við aðeins líta á nokkrar af fyrirsögnum dagsins í dag. Ég set inn hlekki á nokkrar fréttir, en er ekki að lofa áreiðanlegum heimildum alls staðar!

Stóra fréttin þessa dagana finnst mér aukinn hagnaður hjá félaginu sem birtist fyrir nokkrum dögum. Þrátt fyrir að skuldir félagsins hafi lent á því sjálfu virðist reksturinn í góðu lagi, sem þýðir svo að því er virðist samkvæmt þessari frétt það að endurfjármögnun Kananna á félaginu er að takast. Sem ætti að þýða enn meiri hagnað! Þeir félagar virðast ákveðnir í að halda félaginu og sjá í því gróðavon, því þeir eru báðir á fullri ferð að selja eignir sínar í henni Ameríku til að eiga meira fé haldbært milli handanna.

Svo eru fréttir af leikmönnum, enda Silly Season byrjað. Torres byrjaði í gær og stakk upp á landsliðsfélögum sínum Villa og Silva sem lykilmönnum í framtíð LFC. Í dag berast svo nokkur nöfn, lykilmenn (sennilega Gerrard og Carra) eru að því er virðist að biðja Rafa um að ná Owen aftur heim á Anfield. Þá koma tvö önnur nöfn upp, annars vegar argentínski framherjinn Ezequiel Lavezzi og hins vegar franskur miðjumaður, Stephane Sessegnon. Við höfum undanfarna daga verið að velta fyrir okkur mögulegum kaupum, á næstu dögum ættu þau nöfn að bætast í þann hóp sem við hér teljum líkleg til að koma.

En neikvæða frétt dagsins er auðvitað af mögulegu brotthvarfi. Það virðist sem “Galatico-safnarinn” Florentino Perez hafi unnið í því um nokkurt skeið að ná samningi við Xabi Alonso um að skipta um heimavöll og fara frá Anfield Road á Santiago Bernabeu og leika í alhvítum búningi Real Madrid næsta tímabil. Talað um að við fáum 22 milljónir punda og Gabriel Heinze fyrir hann.

Ég hef frá því í fyrrasumar mikið pælt í málum Xabi Alonso. Þrálátur orðrómur hefur verið um það að fjölskyldan hans kunni lífinu illa í Liverpool og hann sé ekki mikil hópsál og taki lítið þátt í athöfnum liðsins utan æfinga og leikja. Líði ekki vel. Þó hefur verið talað um í vetur að betur hafi gengið þegar að fleiri spænskar fjölskyldur og eiginkonur komu til Englands. Fram að því var eiginkona Xabi meira og minna heima á Spáni og hann einn í Liverpool.

Einhvern veginn held ég að þetta gæti verið ástæða þess að hann er stöðugt í blöðum á leiðinni í burtu. Luis Garcia fór aftur heim af sömu sökum og auðvitað hefur heimilislífið mikið að segja á öllum heimilum, líka fótboltamanna!

En auðvitað vona ég að Rafa nái að snúa honum og fá hann til að vera áfram í alrauðum búningi. Xabi er minn leikmaður tímabilsins og ég vona innilega að hann fari ekki til Spánar.

En ég viðurkenni alveg að mér kæmi brotthvarf hans ekki á óvart. Og það snýst ekkert um Gareth Barry, sem var fórnað í stað Robbie Keane, óháð Alonso!

Spjall away!!!

Uppfært

Rafa ekki lengi að bregðast við! Gott mál! Það verður allavega ekki klínt á Liverpool að Xabi fari. Nú vill ég heyra í honum sjálfum hrinda Real frá sér og sýna að þetta er bara bull upp úr umbanum!

31 Comments

  1. Engan Heinze á Anfield takk. Algjör sauður sem getur ekkert. Og að selja Xabi undirstrikar það bara að Liverpool sætti sig við annað sætið í ár og ætli sér ekki að vinna titilin á næsta ári. Það leysir engin Xabi af eins og staðan er í heiminum í dag.

  2. Frábært ef kanarnir ná að endurfjármagna þetta, hef haft áhyggjur af þessari hlið mála heillengi.

    Hvað Alonso varðar þá er þetta ekki flókið, það MÁ ALLS EKKI selja hann. Ef þetta er vandamál með konuna hans þá þarf bara að finna fyrir hann nýja konu 🙂 ….bara ekki selja hann.
    Fyrir mér er Alonso alveg í klassa með Iniesta og Xavi sem létu United líta barnalega út um daginn og er auðvitað að keppa við þá um stöðu í landsliðinu. Xabi límir þetta lið okkar saman og er klárlega minn leikmaður ársins (það fer að koma þannig uppgjör hingað inn).

    Eitt er það sem ég sakna smá í þessari yfirferð og það er eitthvað um Carlos Tevez, ég hef alls ekki haft neina einustu trú á því að hann yfirgefi United en hans mál fara að verða áhugaverð ef Liverpool (City o.fl.) er búið að fá tilboð samþykkt og mætti tala við hann (eins og einhver blöð héldu fram fyrir helgi).
    Hann hefur verið nokkuð gagnrýninn undanfarið og talað svolítið eins og hann sé að fara frá United.

  3. Varðandi Tevez, þá held ég bara einhvernveginn að við séum búnir að velta því fyrir okkur nú talsvert lengi og var að taka það nýjasta í spjallinu í dag.

    En ég held að Tevez sé á blaði einhvers varðandi mögulega innkomandi leikmenn, sennilega kemur það dæmi fljótlega hér inn…

  4. Ég styð það að Torres fái að stjórna leikmannamálunum!
    Hans tillaga er allavega betri en Carra og Gerrard’s – Owen!! Nei takk.
    Getum þá alveg eins keypt Alan Smith og Joe Barton! Owen er ekki sami leikmaður og hann var og þrálát meiðsli hans eru ekki heillandi.

    Draumasumarið væri svona; Davíðsbræður frá Valencia + Glen Johnson.
    Það er alveg raunhæft, tel samt að Silva sé líklegri og ódýrari en Villa.

    Svo er bannað að kaupa Gabriel Heinze, hann er seinn og tæknilega heftur leikmaður í slakri varnarlínu Real. Leyfa Insúa að dafna í þessari stöðu!

    Já og ef Alonso fer þá geri ég það sama og Nígeríski United stuðningsmaðurinn gerði eftir úrslitaleik CL.

  5. Mér finnst nú athyglisverðast að í þessari grein um hagnað og skuldir Liverpool, þá kemur fram að kanarnir hafi aðeins sett samtals 10 milljónir punda af eigin pening inn í klúbbinn (rétt rúmlega 1/3 af árlegum vaxtagreiðslum lánsins sem þeir settu á klúbbinn).

  6. Var það ekki Heinze sem að gaf okkur aukaspyrnuna á bernabau sem Yossi skoraði svo úr?

    Heinze er ekki góður leikmaður, við eigum ekki að kaupa fyrrverandi Man Utd leikmenn, ef að þeir eru ekki nógu góðir fyrir Utd þá eru þeir klárlega ekki nógu góðir fyrir Liverpool.

    Annars er á frekar spenntur fyrir Stephane Sessegnon, væri til í að sjá hann koma ef að verðmiðinn er ekki crazy.

  7. Hvað vilja menn gera með David Villa? Hann passar ekki í leikkerfið og er tæplega að sætta sig við mikla bekkjarsetu. Hef a.mk. litla trú á að Benitez breyti um leikkerfi fyrir næsta tímabil. Silva er annað mál og passar fullkomlega í liðið.

  8. Skrýtið, ég hef einmitt heyrt þveröfugt: Að Alonso sé sá Spánverji sem best hafi aðlagast lífinu í Liverpool – hann búi í miðri borginni (öfugt við flesta hina sem búa í úthverfum) og kunni afar vel við sig. Það er auðvitað aldrei að vita hvað er satt í þessu. En eitt er víst – ég myndi ekki vilja skipta á Xabi Alonso og neinum öðrum miðjumanni í heiminum. Segi það og skrifa. Maðurinn er snillingur og ég er stoltur af því að hafa hann í mínu liði.

  9. Carra segir að Pepe og Xabi séu mestu scouserarnir. Þeir séu mest inní öllu og svona, vita mest um liðið og menninguna. Hef enga trú á að hann fari í sumar ótrúlegt en satt.

  10. Xabi má alls ekki fara í sumar. Þetta með Owen, ég er ekki viss. Hann er markaskorari af guðsnáð en er hann ekki búinn??? mikið meiddur o.s.fr. Tevez yrði snilld, góður leikmaður í marga staði og helsti kosturinn við að fá hann yrði það að við erum að veikja lið united með að fá hann. United er að verða hið nýja AC Milan, allir að komast á eftirlaunaaldur þar um borð

  11. Massinn, ekki alveg. Þeir eru með menn eins og Ronaldo, Vidic, Evans, Rafael, Fábio, Anderson, Nani, Rooney, Carrick, Macheda(jáégveit) og svo eru þessir smákrakkar allir að tínast úr akademíunni hja´þeim. Svo eiga þeir efitr að fjárfesta í eitthverjum heimsklassaleikmönnum í sumar.

  12. Anderson og Nani eru nú ekki búnir að standa undir væntingum og er talað um að þeir ætli að losa sig við Nani í sumar. En það eru nokkrir af þeirra helstu leikmönnum sem eru að falla á tíma. Ég er sammála með Ronaldo, Vidic, Rooney, Evra og Carrick, en hinir eru bara babies. Þeir missa mikið þegar giggs, scholes, neville, van der saar hætta, svo er ferdinand ekkert að yngjast heldur. En Þeir veikjast mikið ef Tevez fer.

  13. Styð ummæli nr. #16, algerlega.

    Rafael, Fabio og Macheda algerlega óskrifað blað, Nani hundslakur og Anderson ekki maður í stórleikina. Svo skulum við ekki gleyma því að Berbatov er nú ekki klæddur neinum gullskóm þessa dagana og því mikið framundan hjá viskýnef gamla…

  14. Ég vill tevez mest af öllum í sumar hann er með winner mentality og er bara geðveikur í fótbolta svo simple er það svo líka alltaf gaman að gefa skít í þetta united lið og fara í alvöru lið engan helvítis downing ne heinze veit ekki akkuru þeir eru orðaðir við liverpool bara skítur og yrði hiklaust skref á aftur á bak jújú owen gæti kannski virkað án gríns ef hann fer að spila á ný með hjartanu með alvöru liði gæti hann dottið í gang tel það yrði góð kaup fyrir bekkin hann nátturlega gat ekki shit af því hann var að spila með skíta liði og skíta leikmönnum hvað þá alonso hann er orðinn einn af uppáhaldsleikmönnum liverpool svo nei takk hann má ekki fara ef hann verður en þá hja okkur lofa ég ykkur því að ég mun kaupa alonso bol og mun mæta í honum alltaf á pöbbinn til að horfa á leiki

  15. Downing er ágætis kostur held ég, fínn leikmaður í arfa slöku liði og er enskur í þokkabót. Þurfum að fá einhverja enska inn í sumar út af þessari reglu í meistaradeildinni. En ég er ekki til í sjá þá borga einhverjar 15 millur fyrir hann sem virðist vera eitthvet lágmarksverð fyrir enskan leikmann þessa dagana. Þegar við töpuðum fyrir middlesbrough um daginn þá var hann alls ekki slappur í þeim leik.

  16. Ég gef nú lítið fyrir einhverjar hagnaðartölur hjá klúbbnum, einsog þessi stutta og innihaldslitla frétt kemur inná þá er ýmis kostnaður einsog leikmannakaup sem er hægt að fleyta yfir lengri tímabil og því gefur það ranga mynd af stöðu mála. En þar sem ársreikningarnir ættu að vera komnir á Companies House (og því geta allir fengið aðgang að þeim) ættum við vonandi að sjá betri úttekt á þessu á næstunni. Það sem skiptir þó mestu máli og hefur alltaf gert er cash-staðan hjá klúbbnum og hún hefur ekki verið góð undanfarið, m.v. fréttir þess efnis að eigendurnir eigi hreinlega enga peninga til að styðja við félagið og klúbburinn sé alfarið rekinn á einhverjum brúarlánum (sem minnir óneitanlega á íslenska efnahagsundrið).

    Annars hef ég stundum velt fyrir mér hvernig það sé gert ráð fyrir virði leikmanna (sem eru væntanlega bara eignir) í bókum knattspyrnufélaga. Ef t.d. Xabi á stórkostlegt tímabil er þá hægt að skrifa upp virðið á honum í 22m punda, og ætli Sami Hyypia hafi verið afskrifaður línulega yfir 10 ár þegar hann var keyptur?

    Hvað varðar leikmannamál þá held ég að það sé lykill að halda sem allra flestum og fá síðan David Silva til að nota vinstra megin. Við erum nú þegar með 86-stiga lið og því algjörlega ónauðsynlegt að hrófla of mikið við því, nema þá aðallega að styrkja hópinn með því að fá sterkari fringe leikmenn á bekkinn uppá stöðugleikann.

  17. Þetta er nú besta svarið á þessum link um Owen slúðrið:
    “Fair enough but if your wrong i’m going to kill you and if you’re right i’m going to kill you.” – Þessi vill ekki Owen aftur!

  18. Hmmm… já, fá Owen aftur segirðu. Ég veit ekki með ykkur en mér fannst Owen aldrei almennilega metinn að verðleikum hjá okkar ástsæla liði. Einhvernveginn féll hann alltaf í skuggann af Fowler þrátt fyrir að hafa betra markahlutfall þegar upp var staðið. Félagið getur ekki tapað á að hafa Owen innan sinna raða – sérstaklega ekki ef kappinn kemur á frjálsri sölu og laun bundin við fjölda leikja (eins og ýjað er að á rawk). Flestir fögnuðum við þegar Fowler kom aftur – þó ekki væri nema bara til að kveðja klúbinn sómasamlega. Micheal Owen var betri markaskorari en Fowler (guðlast, ég veit en svona er það nú samt) og menn ættu að sjálfsögðu að taka honum á sama hátti. Form is temporary – class is permanent!

  19. Í þessum sama þræði á RAWK, póstar kappi sem kallar sig Shankslegend. Hann er mjög vel tengdur. SAmkv. honum þá er Owen ekki á leiðinni tilbaka…

  20. Copy/paste frá annari umræðu varðandi Owen:
    “Ef hann kemur frítt og sættir sig við mikla launaskerðingu miðað við fyrri samning þá er mér svo sem sama. Hann dó svolítið í mínum huga þegar hann fór til RM.”
    En ef þetta er rétt með Gerrard og Carra að þeir séu í svona miklu sambandi við hann og vilji ólmir fá hann aftur í liðið þá styrkir það heilmikið debattið um hvort hann eigi eða eigi ekki að koma.

    Svo verð ég að ítreka þá skoðun mína að ég vil alls ekki fá fyrrverandi leikmann Scums í Liverpool, jafnvel þó hann hafi millilent í Real Madrid, sama gildir um Tevez.

    Ég held að ef við fáum D. Silva og einn enn leikmann t.d. G. Johnson og seljum ekki Alonso þá verðum við með það sem okkur vantaði til að klára dæmið í vetur.

  21. Tek undir með Hafliða, Liverpool endaði í 2 sæti með 86 stig sem er besti árangur liðsins síðan úrvalsdeildin var stofnuð, og því skiptir mestu að styrkja liðið með klassa kaupum eins og Silva og G. Johnson. Það væri hrein mistök að fara í sölu á lykilmönnum eins og Alonso þegar svona stutt er í efsta sætið. Vissulega má losa leikmenn, þá helst leikmenn sem skipta ekki sköpum eins og Dossena og Voronin.

    Til að taka næsta skref verður LFC að kaupa betri leikmenn enn eru fyrir, það er eina leiðin fram á við.

    Kv
    Krizzi

  22. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist nú þegar Florentin Peres er nýkjörinn sem forseti Real Madrid. Hann segist ætla að eyða €300 milljónum í 5-6 leikmenn og Xabi er þar á meðal (sjá http://www.guillembalague.com/rumores_desp.php?id=203&titulo=Real Madrid target Xabi Alonso, Kaka, Villa, Silva and Ronaldo). Eftir frábæra leiktíð er Xabi líka á óskalista Ancelotti hjá Chelsea og því ljóst að hann er hátt metinn eftir leiktíðina! Ég vil alls ekki sjá hann fara en ef boðið verður nógu hátt er ég hræddur um að við missum hann. Við verðum enn og aftur ekki samkeppnishæfir um leikmenn við ríku klúbbana og því reynir sem aldrei fyrr á útsjónarsemi Rafa.

  23. Við finnum engan miðjumann í heiminum til þess að leysa Xabi af. Ef þetta lið ætlar einhverntímann að vinna deildina þurfum við að halda okkar bestu og bæta við góðum.

    Kaup í sumar:
    Silva
    Johnson
    Tevez/Owen

    Sölur:
    Dossena,Voronin,Degen,Zhar,N’Gog,Plessis,Riera/Babel. Með þessu myndi liðið styrkjast heilan helling.

  24. Sælir félagar
    Komment 25, 26 27 og 28 segja allt sem segja þarf.

    Það er nú þannig

    YNWA

  25. Seint kemur þetta innlegg, en kemur nú samt. Leikmenn eru ekki eignfærðir í bókhaldi félaganna, þeir eru bara gjaldfærðir.

Torres skrifar undir nýjan samning

Hugleiðingar varðandi hópinn….