Ótrúlegasta frétt sumarsins hvað okkar menn varðar er komin: Barcelona eru reiðubúnir að bjóða Liverpool Samuel Eto’o í skiptum fyrir Javier Mascherano. Og þar sem Eto’o er eldri og á lengra eftir af samningi sínum gætu þeir þurft að borga okkur pening með Eto’o fyrir skrímslið.
HVAÐ?!?
Ég elska Mascherano, en ég elska líka Eto’o. Ég er til í að byrja næsta tímabil með Ngog sem back-up fyrir Torres ef það þýðir að Mascherano er ennþá hjá okkur, en ég er líka til í að byrja næsta tímabil með Lucas á miðjunni við hlið Alonso og Gerrard ef það þýðir að Eto’o er að spila við hliðina á Torres í framlínunni. Hvort tveggja dugar mér bara ágætlega, takk.
En svo er það þetta, allt hitt slúðrið síðustu tvo daga:
- Við ætlum að kaupa Javier Saviola. Gæti orðið skiptimynt í kaupum Real á Xabi Alonso (eða ekki (eða hvað?)).
- Við ætlum að kaupa Alvaro Negredo. Gæti orðið skiptimynt í kaupum Real á Xabi Alonso (eða ekki (eða kannski ásamt Saviola? (eða bara einn? (eða hvað? (um hvað var ég aftur að fjalla?))))).
- Barca vilja víst líka fá Yossi Benayoun, en hann vill ekki fara. Eða, hann vill örugglega fara því þeir eru fokking Barcelona og Evrópumeistarar FTW og auðvitað vilja allir fara þangað? Nema Eto’o? Eða Yossi og Mascherano?
- Dossena bað tótallí um að fá að fara í síðustu viku en vill núna alveg vera kyrr hjá Liverpool af því að Liverpool er svo frábær borg og svo lík ítölskum borgum? Og hann talaði við Juventus í fyrra en hefur aldrei heyrt í þeim? Og hann setur skilyrði fyrir því að vera kyrr? Sem eru væntanlega þau að hann fái að stilla upp bakvarðastöðunni eftir sínu höfði í hverjum einasta leik? Af því að hann skoraði á Old Trafford og er svo frábær?
- Við erum líklega að fá Glen Johnson af því að hann vill frekar koma til okkar en við eigum samt ekki pening fyrir honum en Chelsea hafa fengið sínu tilboði tekið af því að þeir eiga pening en við erum samt alveg að fara að fá hann af því að Rafa er svo bjartsýnn, í alvöru talað, ég er að segjaðérða.
Ég endurtek: HVAÐ?!?
Mér líður svona núna …
Ég er með vont í hausnum. Ég hata sumarslúðrið. Ég ætla að slökkva á tölvunni núna … sendið mér SMS þegar einhver af þessum vitleysingum birtist við hlið Rafa á blaðamannafundi í rauðri treyju.
Já það er gaman að þessu eða hvað 🙂
Það er ekki að ástæðulausu að þetta sé kallað sillyseason enda verður maður meira ruglaður eftir því sem maður les meira. Það væri rosalega freistandi að hafa slökkt á tölvunni þangað til 1.sept og taka þá bara langan pakka yfir öll leikmannakaup og losna við alla þessa vitleysu.
Já og varðandi þetta ákveðna slúður þá er í raun bæði betra.
Ég vil halda Masherano en ég væri líka rosalega til í að fá Eto’o.
Fooookk! ég þoli ekki svona “teasera”… ef þetta er hinsvegar satt þá er þetta eitthvað sem ég gæti alveg sætt mig við.
Aldrei aldrei aldrei aldrei Eto´o fyrir monster, ALDREI.
……og þú ert hreint ótrúlega líkur þessum ættingja þínum á myndinni :-p
Sammála Babu.
Vil ekki sjá Eto´o ef það þýðir að Mascherano fari í staðinn.
ef að maður hefði eitthvað vit í kollinum þá væri maður ekki að fylgjast með þessu silly seasoni. Bara að bíða eftir staðfestum transfers. Verst að allur þessi bjór í gegnum árum er búin að drepa allar heilasellurnar og eina sem ég geri er að lesa helvitis transfer slúður, 99% er uppspuni. What a waste of time, I love it!!!
Uss.. nú skil veit ég bara ekkert. Ef Eto’o kemur, er það gott, og ef Masche verður er það líka gott. En ef við ætlum að hafa einhvern séns að fá Tevez, þá getum við ekkert látið Masche fara. Ég veit ekki hvað ég á að halda.
Ekki að ég vilji hafa Tevez og Eto’o
væri alveg til í að sjá Eto’o hja liverpool. en ef það þarf að selja Mascherano þá væri ég samt alveg til í þetta að fá penning og eto’o í sipptum fyrir Masherano því ef þú ert með el nino ( torres ) sem er frammi og eto’o þá held ég að við erum eftir að bæta maramet i enskudeilini! því ég held að lucas sé eftir að vera betri heldur en á seinasta tímabili og hann er eftir að vera góður með gerrard og alonso
Hey frábær gaur þessi Torres.
“You only need to spend five minutes in the company of Torres to appreciate just how deeply he has been gripped by his Liverpool love affair during the two highly-prolific years he has spent wearing the famous red No.9 shirt.
Idolised by the fanatics who call Anfield’s Kop home, Torres is not merely paying lip service to his followers when he talks about his dream of winning the English league title, as he fully appreciates the significance of such a triumph.
Clearly hungry to win his first major trophy in a Liverpool shirt, Torres admits he has been caught up in a local battle that may not be a natural duel for a young Spaniard to get embroiled with.
“They say foreign players don’t care as much as the home grown, but we are very much aware that Liverpool haven’t won the Premier League for 20 years and understand the supporters are desperate for us to put that right,” he continues.
“The rivalry with Manchester United is intense and the roof will come off at Anfield if we beat them to next year’s title. Obviously the Champions League means a lot to Liverpool, but the English title is the one everyone wants in our dressing room.
“I was brought up at Atletico Madrid, where the love of the team’s colours knows no bounds. It’s the same at Liverpool, though on an even larger scale. We have fans not only in this city, but literally all over the world.
“Liverpool Football Club is a phenomenon, with millions of fans totally identify with everything the club stands for. They are at one with the players and that’s why the backing we get at Anfield and from the away support is second to none.
“This club has it all: the history, the prestige, the fans, the organisation. It’s a big responsibility to give the fans here the success they desire, but the challenge is always exhilarating and this is why I was delighted to sign a new contract.
“I can never feel flat during a game at Anfield as there’s a unique solidarity as football is what our supporters live for and you don’t always find this at the major clubs. Loyalty comes and goes for some clubs, but it’s permanent for Liverpool fans.
Spain coach Vicente del Bosque puts Fernando Torres through his paces in training
“Now we need to win the big trophies and we can trust Rafa Benitez to keep the upward momentum going for us. He is a great manager and has helped me improve so much in my time at Liverpool. I left Spain when I was still young, but my manager has helped me to mature.
“I’m so happy in England. The crowds and the pitches we play on are perfect and the attitude is great. The biggest players like Gerrard, Frank Lampard and Cesc Fabregas know the first rule of the game is to put the team before themselves. This is why English teams are so successful right now.”
http://soccernet.espn.go.com/columns/story?id=654451&sec=soccernet.com&root=soccernet.com&cc=5739
Pepe Reina er líka ágætur. Hér er hann að kenna keppinauti sínum í spænska landsliðinu ensku. Ég sé Lehman ekki fyrir mér kenna Kahn ensku.
http://www.youtube.com/watch?v=KOizYnpQ5wk
Já fínt bara, Masch og Benayoun fyrir Eto’o og Iniesta plús svona 15 millur frá okkur draaaaaaaaumur í dós. Svo klára Johnson dílinn og ég væri sáttari en allt
Já Sæll, hvadan kemur þessi orðrómur???? eins mikið og ég elska og dýrka Mascherano þá væri geggjað að fá Eto… En mundum við ekki höndla þessi skipti ef svo oliklega færi??? Gerrard a miðjunni meðmAlonso kantarnir yrðu hugsanlega Kuyt og Benayoun og svo með Torres og Etoo frammi???? þá er ég að stilla upp í 4-4-2…..
Auðvitað eru tetta allt vangaveltur og hugsanlega ekert til í þessu en madur vonar það besta…..
negla svo Silva fyrir sölu á öðrum leikmonnum eins ogDossena og jafnvel Babel og Riera……. Ef þetta gengi eftir þá værum við ansi góðir og samkeppnishæfir……
váááá ég er farin að dreyma fyrir framan tölvuna…. ef við fengjum Johnson í hægri bakkarann líka váááá´….
en um að gera að gera sér ekki of miklar vonir…………..
kvedja Viðar Geir Skjóldal
Yrðu ekki góð skipti held ég….
Eto er frábær leikmaður, en ég tel að það séu ekki margir leikmenn í sama gæðaflokki og Masch og hann er okkur ómetanlegur. Þar að auki þá vorum við nú ekki beint í vandræðum með að skora á leiktíðinni, þó vissulega hafi okkur skort smá “creativity” gegn litlu liðunum.
Eto er ekkert backup fyrir Torres, og koma hans leysir ekki “vandamál” okkar nema upp að litlu leiti, skapar ný þar að auki (Gerrard fer úr “holunni” sem ég tel að sé hans besta staða + við töpum einum besta afturliggjandi miðjumanni í heiminum sem er á besta aldri og jafnvægið í liðinu gæti farið úr skorðum).
Vil þá frekar fá Silva ef ég mætti velja, en ég ræð víst engu hér um 😉
14, sammála þér.
Það væri slæmt að missa monster Masch, en að fá tækifæri til að stilla upp Fernando Torres og Samuel Eto’o saman í framlínunni hjá Liverpool er eitthvað sem ég gæti ekki hafnað. Eto’o er einn allra besti maraskorarinn í heiminum í dag og er alls ekkert að fara að dala á næstunni. Hann spilaði 36 leiki í La Liga á síðasta tímabili og skoraði 30 mörk. Torres – Eto’o saman væri óhugnanlega sterkt. Ég segi já takk við þessum skiptum.
http://www.soccervoice.com/n090673.htm
Vá, ef þetta yrði að veruleika þá mundi ég gráta.
Og fyrir þá sem ekki nenna að opna linkinn og lesa fréttina á ensku þá er þarna talað um að Benitez gæti freistast til að selja Alonso á 18M og fá annað hvort Robben eða RVN í skiptum! Í öðrum miðlum er Heinze líka nefndur til sögunar, ég felli tár ef eitthvað af þessu verður að veruleika.
Ég vil ekki sjá breytingar á leikmannahópnum sem verða til þess að veikja hryggjarsúlu liðsins og vil ekki sjá neinn af þeim leikmönnum selda! Ég þarf ekkert að lista upp nöfn þeirra manna, það vita allir hverjir það eru sem mynda þessa ógnarsterku hryggjasúlu.
Eto ´o er frábær leikmaður, ekki spurning. En til hvers að kaupa hann til að selja Masch og færa Gerrard úr sinni bestu stöðu? Getum við ekki bara keypt Eto´o ef við þurfum á honum að halda og haldið Masch? Við þurfum svo allra síst á Heinze að halda núna þegar við erum með tvo frambærilega vinstri bakverði!
Það vita flestir hvað það er sem er að virka í þessu liði og hvaða stöður þarf að styrkja. Það meikar ekki sens að veikja miðjuna til að styrkja framlínuna og breyta þar með leikkerfi sem hefur verið að svínvirka í vetur.
Búið að bjóða í Glen J.
Nú er bara að vona að Liverpool sé á bakvið tilboðið, ekki Chelsea…
http://www.skysports.com/story/0,19528,11095_5377633,00.html
Einnig hér:
http://www.setanta.com/uk/Articles/Football/2009/06/13/Prem-Pompey-confirm-Johnson-offer/gnid-56852/
Hugsanlegt að LIverpool eigi boð í hann. Á sky kemur fram að hann megi fara ef Meistaradeildarbolti er í boði (If one of the big four come in with Champions League football). Chelsea keyptu Boswinga í fyrra og Wenger kaupir ekki bakverði fyrir þann pening sem talað er um (15-18milljónir punda) en hvað með Utd.? Getur það ekki verið? Nóg af peningum, góður leikmaður (og staðan vandræðastaða hjá þeim), meistaradeildarbolti og allt það.
Algert rugl að fá Eto’ við töpum 3 árum ef Mascherano fer, fyrir utan að Afrískir leikmenn hafa átt það til að hnigna fyrr en evrópskir (kanski hefur eitthvað að segja þar að fæðingardagar margra þeirra eru á reiki)
Síðan sé ég ekki Eto’ passa inní liðið hjá okkur, allavega er ekki pláss fyrir hann og Torres, og ég myndi velja Torres yfir hann any day, þá kæmi maður að þeirri pælingu hvort Eto’ myndi vera sáttur á bekknum , og þá hvort hann myndi halda formi þar, held ekki.
Í mínum huga er líkurnar á þessu 0%.
Annars virðist segja Valencia skvt. mörgum fjölmiðlum (http://newsnow.co.uk/h/?JavaScript=1&search=David+Villa) að það se búið að selja David Villa til RM fyrir 37M Evrur. !!!!
Já það virðist sem að David Villa sé farinn til Madrid og það verður rosalegt að horfa á þá í vetur með þetta lið.
Svo skil ég ekki þessa Glen Johnson pælingu, ef við kaupum hann hvað verður þá um einn massívasta leikmann okkar síðasta ár – Arbeloa ? Get ekki séð hvað Glen Johnson kemur með sem Arbeloa hefur ekki sem er 10M+ virði.
Það vantar klárlega Enskan leikmann í liðið og Johnson er frábær leikmaður sem að myndi styrkja sóknarleikinn okkur mikið.
Í seinasta landsleik var hann með 3 eða 4 stoðsendingar.
Johnson hefur enskt vegabréf framyfir Arbeloa, spurning hvort það sé þess virði að borga ca 15 milljónir punda fyrir enskan bakvörð. Það verður bara að koma í ljós
Ég sé engan leikmann þarna úti sem er að gera það sama og skrýmslið Mascherano. Þetta er leikmaður sem vinnur erfiðastu og jafnframt vanþakklátustu vinnuna í hverju knattspyrnuliði. Og enginn gerir það jafn vel og Mascherano. Algjör lykilmaður. Bannað að selja.
Skuldar Portsmouth okkur ekki ennþá 7 kúlur fyrir Glen Johnson, e-s staðar heyrði ég það.
fyrir Crouch átti þetta að vera
Það er víst – enda voru fréttir af slæmri fjárhagsstöðu þeirra að berast allt þar til fréttir af hugsanlegri yfirtöku enn eins olíufurstans komust á forsíður blaðanna…
Þessir kaupsamningar eru nú oftar en ekki flóknari en sá sem innihélt Ronaldo tilboðið, manni skilst að þar sé um staðgreiðslu að ræða…
Það má búast við að ef tilboðið sé frá Liverpool að það sé gert ráð fyrir að eftirstöðvar v. Crouch gangi uppí, og svo væntanlega bónustengdar greiðslur m.t.t leikja/marka/landsleikja/titla.
Ég vona innilega að tilboðið sem hefur verið lagt fram sé frá Liverpool – maður er nánast á refresh á echo, ætli það komi ekki staðfesting þar fyrst…
Það er margt sem Glen Johnson hefur framyfir Arbeloa, stærsti og augljósasti kosturinn er að hann er góður, á góðum aldri og enskur í þokkabót. Þar að auki þá er hann betri en Arbeloa (að mínu mati). Við höfum ekki átt sókndjarfan bakvörð (sem hefur virkað) í mörg mörg ár.
Þetta væri samt snilld, við eigum svo marga miðjumenn hvort eð er en ef Eto´o myndi bætast í sóknina yrðu við mun hættulegri fram á við, við eigum lucas og alonso í þessa stöðu þó Mascherano hafi staðið sig frábærlega á nýafstöðnu tímabili
Hvernig er hægt að fá heinze í skiptum hann er glataður og plús fáviti ef það myndi gerast þá er það skref niður á við og ekkert annað en 4 sæti næsta season ég hata þessar kjaftæði fréttir hvað heldur fucking real að þeir séu geta bara tekið okkar bestu menn og gefið okkur skít í staðinn og við eigum bara að fagna því myndi ekki vilja neinn frá real fyrir alsonso hann er betri en allir í þessu liði
Persónulega væri ég til í skipti á Kaka og Alonso.
Liverpool midfielder Javier Mascherano has received high praise from one of the men responsible for his development in Argentina, the former Argentine international Jorge Solari.
The 67-year-old has hailed the Reds player as one of the best midfielders to come out of Argentina in the last 40 years, and claimed he is better than one of the country’s most famous all round midfielders, Fernando Redondo.
Segir þetta ekki allt um hvað menn innan boltans hafa hátt álit á Mascherano, ég meina þetta er maðurinn sem fer á undan Lionel fucking Messi í byrjunarlið Argentínu. Alls ekki að missa hann. Eto’o á kannski eftir hvað 2-4 ár á toppnum og bætir sig lítið úr þessu. Mascherano á eftir að eiga sín bestu ár í boltanum og ef hann nær að bæta sendingar og skot erum við líklega að tala um besta miðjumann í heimi.
Það skildi engin efast um hæfileika Eto´o en það skal heldur engi efast um Javier Mascherano, og guð forði okkur frá því að láta hann fara í skiptum, frekar vill ég fá Saviola fyrir lítin pening og setja hann upp með Torres… gæti komið vel út…
Málið er, við vitum öll hvernig menn eru misjafnir.
Stundum þegar leikmenn koma frá öðrum deildum floppa þeir a englandi, td markakongurinn Diego Forlan, drullaði á sig á englandi, en fer aftur til spanar og er einn af leikmönnum arsins.
Og lets face it, eto´o er ekki að vera neitt yngri, með 1 aðlögunar tímabili á hann kannski þá bara 2 tímabil eftir.
Og er þess virði að setja mann upp í þessi skipti sem er einn besti def mid í heimi, og er btw bara að verða betri.
Ég segi nei takk við þessum skiptum þrátt fyrir að eto´o og torres gæti verið standari ut af fyrir sig
Ef okkur langar svona mikið í Eto´o þá þurfa þau viðskipti ekki að koma Javier Mascherano neitt við. Eto´o á aðeins ár eftir af samningi og ætti þar af leiðandi ekki að kosta neinar brjálæðar upphæðir. En að selja Mascherano væri algjört glapræði og eitthvað sem Benitez ætti alls ekki að gera, ekki nema Barca bjóði 40+ og Masch fari fram á sölu. Ég meina hver er betri í þessari stöðu í heiminum í dag?
Höldum okkar bestu mönnum. Kaupum Tevez, Saviola og Johnson og látum þar við sitja og hananú!!!
Hver er betri í þessari stöðu í dag ? Essien, Senna hjá Villarreal. Mér finnst þið ofmeta Mascherano hroðalega mikið, hann átti ekkert glæst tímabil núna 08/09 og já, ég átta mig alveg á því að þetta er vanþakklátasta staðan á vellinum, en við bara erum þannig lið að við eigum ekkert að hafa neinn DM í liðinu. Ef Masch fer til Barca, þá vil ég Iniesta í staðinn.
Þetta er ekkert flókið, ég hengi mig ef að Mascherano verður seldur.
Hann er algjör lykilleikmaður hjá okkur á komandi árum.
Ég mundi sleppa snörunni ef að það kæmi tilboð uppá 60milljonir í hann eða eitthvað jafn fáránlegt.
Þetta snýst um að vera ekki að hræra í þeim stöðum á vellinum sem eru vel mannaðar og selja leikmenn sem eru kjölfestan í liðinu. Við eigum að halda þeim og bæta í þær stöður sem við vitum fyrir víst að þarfnast styrkingar. Ég er sannfærður um að við þurfum ekki mjög marga menn til viðbótar en þeir þurfa að vera toppleikmenn. Að selja lykilmann, taka annan úr stöðu og breyta kerfinu finnst mér bara vera kolröng ákvörðun á þessum tímapunkti.
Fan, þú verður samt eiginlega að útskýra fyrir mér af hverju við eigum ekki að vera með DM í liðinu. Mér finnst vanta meiri sóknargæði á köntum en skil ekki af hverju við eigum að henda út DM í kerfinu.
Mér finnst við eigum bara að hafa annan Alonso á miðjunni, og ég held að við myndum stórbæta liðið með manni eins og Iniesta heldur en hugmyndasnauðum Mascherano á seinasta þriðjungi vallarins. Einfaldlega mín skoðun að við þurfum ekki að halda einum varnarsinnuðum miðjumanni þegar við getum verið með 2 miðjumenn með einn sem bíður meðan hinn sækir á fullu, með Alonso og Masch var Alonso bara svona rétt fyrir aftan þar sem allt var að gerast í sókninni og Masch bara drollandi í vörninni. Einfaldlega mín skoðun, þér finnst þetta ekkert endilega rétt, mér finnst við bæta okkur með þessu, en það er bara ég 🙂
FAN 42# Það að segja að Mascherano hafi verið drollandi í vörninni lýsir miklum dómgreindaskorti vill ég meina. Að mínu mati er þetta einn sá allra vinnusamasti, en rétt er það að hann getur vel bætti sig framávið.
Vinnusemi Mashcerano er liðinu ómetanleg, ég held að ég muni eftir 2 atvikum í vetur þar sem við hann var að sakast þegar við fengum á okkur mörk. En hann kom klárlega sterkari til baka.
okei bjammi ertu hálviti ? ég er að tala um þegar við vorum í sókn þá var hann bara slakur á okkar eigin vallarhelming(nánast). ég er ekkert að gagnrýna frammistöðu mannsins, frábær knattspyrnumaður, en að MÍNU mati finnst mér hann alveg mega fara fyrir mann eins og Iniesta. Capish?
Gummi Halldórs, ég er alveg hjartanlega sammála þér, kaupa þessa þrjá menn, Tevez, Saviola og Johnsons og halda okkar bestu mönnum og þá erum við klárir í næsta tímabil…. og vinnum deildina, CL og bikarinn og málið er dautt…
Hvernig dettur einhverjum mönnum í hug að við höfum efni á Iniesta verðmiðin á honum er ekki minni en á Kaka…. Og þegar menn eru að setja út á leikmenn hérna þá ættu menn að reina að hafa þá umræðu af einhverju viti og málefnalega og svo ættu menn að gæta hófs í orðavali… það er ekki til eftirbreitni að nota orð eins og hálviti og annað þessháttar, við erum jú allir félagr og ættum að koma þannig fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur, langaði bara að koma þessu að….
heyr heyr 46
Ekki veit ég hvernig þessum Fan þarna dettur í hug að vera að minnast á Iniesta HALLO Maður sem færi aldrei frá Barcelona til Liverpool einfalt mál.
Jújú, alveg sammála þér Valli, verðmiðinn á honum er hrikalega hár og er það ekki að ástæðulausu. Margir ykkar telja Mascherano 60m + virði þannig af hverju ekki ? En jájá ég játa mig alveg sekan um að hafa vera ekki að hugsa þegar ég svaraði hérna áðan og biðst afsökunar á því, en bara lestu það sem ég skrifa áður en þú setur út á mín skrif takk fyrir(ég á að sjálfsögðu við hann bjamma).
Mascherano er sá nauðsynlegasti ef við ætlum okkur að hafa sóknarþenkjandi bakverði.
Enginn varnarsinnaður miðjumaður í heiminum er betri í að styðja við miðverði/bakverði með vinnusemi og útsjónarsemi.
Í því kerfi sem er viðbúið að Rafa spili með ef Glen Johnson kemur þá mun hann beita Dossena/Insua og Johnson hinu meginn gegn “minni” liðinum sem pakka í vörn. Þar er “Jefecito” nauðsynlegur til að vinna “dirty” vinnuna.
Capisce ? e ?
Svo er bara spurning hvort að það sé rétt að það sé fjölskyldan hans Mascherano sem sé að pressa á hann að fara til Spánar, þetta segir allavega í fjölmiðlum úti.
ég myndi taka því tilboði. etoo móti mache. getum alveg fyllt skarð mache, en betri framherji er vandfundinn. komon etoo!!!!
FAN: í raunveruleikanum er það ekki að gerast, nema þú spilir manager.
Staðreynd: Mascherano er mjög ofmetinn leikmaður.
Við getum vel verið án hans, ef Barcelona er til í þetta þá er það draumadíll.
Ég tel að ef Masch verði seldur þá muni liðinu hraka, jafnvel þótt við myndum fá Eto´o í staðinn. Lítum á þetta svona, við spilum núna 4-2-3-1 (eða afbrigði af því) með Masch sem varnarsinnaðann miðjumann. Með honum á miðjunni er Alonso, sem hefur þó mun sóknarsinnaðra hlutverk. Eini varamaðurinn sem getur tekið við af Masch er Lucas (og Gerrard ef útí það er farið, en það væri samt algjört waste of talent). Ef að Masch yrði seldur fyrir Eto´o myndi liðið væntanlega fara í 4-4-2 með Gerrard og Alonso á miðjunni (Gerrard mun sóknarsinnaðri en Alonso) og til vara væri Lucas (og jafnvel Plessis ef eitthvað mun rætast úr honum). Eto´o myndi sjálfsagt opna fleiri möguleika fyrir okkur sóknarlega, en það er einsog það er að auðveldara er að verjast í fótbolta en að skora mörk.
Ef að Masch er seldur eru meiri líkur á að við töpum miðjunni í leikjum, og þar sem góð miðja er grunnurinn að góðri sókn þá er hér um að ræða mikla veikingu á liðinu.
En væri þá ekki frekar betra að selja Alonso en Masch ef að pælingin er að fara í 4-4-2???
Og nýsta slúðrið er að Fergusson ætli að gera risatilboð í Torres sem að ameríkanarnir okkar geti ekki hafnað allt 40 millur.Þetta silly seson ætlar að slá öllum fyrri silly sesonum við.Ég held ég hætti bara að lesa þessa vitleysu og fari í langt sumarfrí.
Þetta er nokkuð einfalt að mínu mati ….
Koma Eto myndi ekki leysa “kanntmanns” vandamálin okkar…
… með því að missa masch og fá annan striker myndum við þurfa að skipta um kerfi…
… skiptum út frábærum, ungum, reyndum leikmanni sem er búin að aðlagast kerfinu okkar og enska boltanum fyrir frábæran sóknarmann sem hefur aldrei spilað á Englandi, hefur ekki spilað undir Rafa áður, er 28 ára og aðlögunartími því dýr ef hann fellur ekki inn með sama hraða og Torres.
Þetta er ekki spurning að mínu mati – það var ekki auðvelt að finna staðgengil Hamann, enda maðurinn Legend þegar hann fór frá okkur eftir mörg góð ár … en við vorum það heppnir að “detta” inná Masch, maður sem er amk með top 3 í sinni stöðu í heiminum (að mínu mati). Afhverju að skipta út manni í hryggsúlu liðsins fyrir prímadonnu frá Spáni sem er eitt stórt spurningarmerki í ensku deildinni og ákveðin áhætta. Þó að ég sé alls ekki að efast um hæfileika hans sem knattspyrnumanns.
Eins og eh kom inná hér að ofan, þá á Eto eitt ár eftir af samningi sínum við Barca. Ef áhugi LFC er til staðar og Eto hefur áhuga á að spila með okkur þá ættum við frekar að kaupa hann á “útsöluverði”. Enda færi hann ekki á meira en s.a. 15m tops myndi ég halda, að því gefnu að hann ætli sér ekki að semja aftur. Við erum loksins komnir með lið sem getur gert atlögu að titlinum …. gerið það fyrir mig að fara ekki að hringla of mikið í liðinu núna… ha, Rafa!
Það er algjörlega klárt Eyþór, Mascherano fyrir Eto’o meikar ekkert sens og væri veiking á liðinu. Einnig sýnist mér þeir einu sem vilja þetta vera einhverjir sprellarar, maður sem kallaði Rafa fífl í síðasta þræði og fólk hálvita hér (ekki hálfvita þó). Hinn vill ekki láta nafns síns getið. 🙂
Tala nú ekki um sprellfréttamanninn sem gerði Torres -> man utd. fréttina. Dæmir sig sjálft.
Ok, látum það liggja á milli hluta að Liverpool myndi aldrei selja sinn besta mann til Man U og að Torres myndi aldrei fara.
En gat ekki blaðamönnum Sunday Express dottið í hug trúlegra verð fyrir Torres? Ef að Ronaldo er 80 milljón punda virði, þá er það stórkostleg fásinna að halda því fram að Torres yrði seldur á hálfa þá upphæð.
Magnað samt hvað MBL.is lepur upp allt kjaftæði úr enskum fjölmiðlum, sama hversu ótrúverðugir þeir eru.
Langar að henda fram einni spurn.
og afsakið að þetta er offtopic.
En veit einhver eitthvað sem ég veit ekki með þetta tilboð sem á að hafa borist í glenn johnson?
og hvað halda real að þeir seu að ætla leggja fram 8 mp i arbeloa, er ekki kominn timi til að mjolka eða?, fá allaveganna 12 mp og borga svo einhverjar 5-6 á milli fyrir johnson.
Fan #49, þetta er allt í góðu meint frá minni hálfu… þurum að ræða þetta yfir öli einhveren daginn…
Einar Örn, sammála þér að Mbl.is er bara mjög lelegt i fréttum (að mér finnst) þeir eru allra lélegstri i að uppfæra nýjar fréttir (að mér finnst) saman borið við Vísir.is og fótbolti.net… Nýjustu fréttir a Man Utd séu að fara gera tilboð í Torres, má svo sem alveg vera, en þeir fá hann ekki og hann myndi aldrei spila fyrir Man Utd, never…. og Liverpool myndi aldrei selja hann… Væri gaman að fá pistil um þetta hérna inn… bara fá smá skúb…
Seljum JM á 40 millur og hendum Eto með i pakkann. Lucas kemur helmassaður eftir sumarið. Hann er hvort eð er betri fótboltamaður en JM.
Arbeloa fer til Real M og við fáum Glennu Jónsson frá Hafnarmunni.
Benitez mun örugglega koma okkur á óvart eins og honum er einum lagið. Kaupir einhverja leikmenn sem ekkert hafa verið í umræðunni.
“Despite repeated media speculation on the futures of Xabi Alonso and Javier Mascherano, Liverpool has received no official approach or offer from any club regarding the players.
“Neither are for sale and furthermore Liverpool has no interest in the long list of Spanish based players being linked with a move to Anfield as part of any deal.”
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N164742090614-1327.htm
Er þetta ekki þá bara dautt – það er ekki hægt að vera mikið ákveðnari í sinni stöðu að selja ekki – sbr Rafa í vikunni og svo þetta statement. Ánægður með þetta =)
Hvað næst ? Gerrard ?
Skil ekki hversu margir hérna eru til í að selja besta varnartengilið í heimi. Ef við viljum hafa sókndjarft lið, þá þurfum við mann sem gerir alla aðra afslappaðri við að sækja fram á við. Og það er akkurat þetta sem sóknarþenkjandi lið eins og Barcelona sjá við leikmann eins og Masch. Ef varnartengiliðurinn er slakur – þá verður liðið tregara við að sækja fram af fullum þunga.
Er þetta ekki allt til þess fallið að selja auglýsingar á hinum ýmsu vefmiðlum? Búa til eitthvað crap sem við vitleysingarnir eipum yfir?
Varnartengiliður er sennilega mikilvægasta staðan á vellinum, sérstaklega á móti sterkari liðum. Mascherano er topp 3 bestur í þeirri stöðu í heiminum. Hann gerir það að verkum að menn geta einbeitt sér að sókninni vegna þess að hann étur upp alla bolta ef við missum hann.
Í nútíma bolta spila nánast öll sterkustu liðin með sama kerfi, enda er það að svínvirka. 4-2-3-1. Masherano og Alonso eru perfect saman í þessu kerfi. Á móti slakari liðum sem pakka í vörn er svo hægt að taka Mascerano út og fara í 4-4-2.
Eina leiðin til þess að hann fari frá Liverpool er ef hann krefst þess. Eto væri góð viðbót en afleit skipti á móti Mascherano.
Hann er líka ein af ástæðunum að Alonso er að spila svona vel. Alonso er central midfielder, frábær spilari. Ef hann þarf að draga sig aftur þá kemur hans veikleiki í ljós, hann er ekkert voðalega hraður. Einnig átti hann til að missa boltan ef hann þurfti að fara of lang niður til að sækja boltann. Svo er hann ekki nærri því jafngóður tæklari og Mascherano.
Djöffull var Torres rosalegur í dag, ekki spurning að hann er besti strikerinn í dag. Ég er ekkert smá spenntur fyrir næsta tímabili, Benitez er búinn að byggja upp rosa lið. Það eru 5 menn í liðinu sem eru svona top 3 bestir í sinni stöðu í heiminum. Reina, Mascherano, Alonso, Gerrard og Torres. Svo eru menn eins og Kuyt og Carragher sem gefa liðinu rosalega mikilvægann balance. Einnig held ég að Agger eigi eftir að springa út á komandi tímabili. Ef að 2-3 menn sem geta bætt breiddina koma inn, og lykilmenn meiðast ekki, þá er ekki spurning að þetta lið vinnur Premier league. Ég vill meina að Liverpool sé með besta starting 11 á Englandi, ekki spurning. Það er enginn veikleiki, bakverðirnir gætu verið betri en það er ekki svo auðvelt að finna available players sem eru betri, svo er þetta líka síst mikilvæga staðan í liðinu. Hvað varðar kantana, þá er kuyt með bókað sæti og svo slást Benayon, Riera og Babel um hina stöðuna, allt mismunandi leikmenn. Það væri gott að fá Tevez/Silva/Eto týpu en ekkert skilyrði. Það verður að teljast líklegra að öll þessi peningaveldi nái að kaupa stærstu nöfnin.