Tímabilið hans Sigvalda

Silly season er alltaf jafn skemmtilegt og svei mér þá ef þetta er ekki bara svolítið fjölbreyttara í ár og fleiri orðaðir frá okkur en vanalega. Áður var það bara Gerrard, núna er það rest af liðinu liggur við……..

Bara svona af þeim sem ég mundi í fljótu bragði þá googlaði ég á afar skömmum tíma eina frétt sem komið hefur út síðan tímabilinu lauk um leikmann Liverpool sem á að vera á leið eitthvert annað:

Mascherano til Barca – Orðrómur sem var bara nokkuð sterkur þó fáir trúi að Rafa myndi nokkurntíma leyfa honum að fara, sama hvað boðið væri.

Lucas orðaður frá okkur – Í byrjun var Lucas þó nokkuð orðaður frá okkur þó pressan sé núna aðallega að einbeita sér af byrjunarliðs miðjumönnunum okkar núna.

Babel má fara– Babel mátti víst fara og var orðaður við slatt af liðum einn daginn

Alonso til Real– Frétt sem hefur verið hvað leiðinlegust það sem af er þar sem Real er að kaupa leikmenn að vild og þyrftu hræðilega mikið á Alonso að halda. Mitt mat er að við gætum bara alveg sleppt þessu ef við ætlum að selja Alonso eftir það ár sem hann átti. Enda hefur mikið verið reynt að benda á að við viljum ekki selja hann og hann er með langan samning.

Arbeloa til Real– meira að segja Arby hefur verið orðaður frá okkur

Agger til Juve– Áður en hann samdi var daninn aðal fréttaefnið og pottþétt að fara

Dossena aftur til Ítalíu– Dossena gæti reyndar farið á endanum þó slúðrið í kringum hann sé líklega svona 90% uppspuni

Benayoun til Barca– why?

N´gog á láni – Svosem ekki óhugsandi þó ég sjái þetta alls ekki fyrir mér

Torres til United– Besta frétt ársins, Torres til United fyrir skiptimynt….EINMITT. Hver er að borga þessum mönnum laun (sem semja þessar fréttir). Ef Gillett og Hicks eru leiðir á lífinu geta þeir svosem hugleitt þetta…..

Það er kannski fljótara að skoða hverjir hafa ekki verið orðaðir sterklega frá okkur það sem af er silly season….

Carragher – himin og jörð færu áður en Carra

Gerrard – hreint magnað að enginn hafi samið frétt um brottför Gerrard þetta árið…..þetta hefur selt blöð áður og það hlítur einhver að skrifa um brottför hans bráðlega.

Riera – það er reyndar örugglega til frétt sem orðar hann frá okkur

Aurelio, Insua – Þeir hafa ekki verið orðaðir frá okkursvo ég viti

Kuyt – flestir átta sig líklega á að Rafa myndi ekki selja hann og lið sem eru á sama stalli og Liverpool eru nú líklega ekkert of æst í Kát, og hann var að semja.

Skrtel – Ekki séð neitt um að hann sé að fara

Reina – já nei, glætan, slúðurpressan er ekki einu sinni svo vitlaus……………then again þá er Torres orðaður við United 😉

Þetta er bara svona það sem manni dettur í hug án þess að leggja mikinn tíma í rannsóknarvinnu, ég vona bara að við verðum allavega með 11 manns til að hafa í lið í upphafi næsta árs. En mikið ofboðslega eru nú líklega margir að vinna á slúðurblöðum úti sem ættu bara að taka sér frí á sumrin.

19 Comments

  1. Já, gaman að sjá þetta sett svona í einn pistil. En Benayoun, hvernig var þetta með hann? Sá hann bara í einni frétt, og þá var það Barcelona sem vildi fá hann og Masche fyrir Eto´o. Ég vissi annars ekki af þessu með Torres og United. Ótrúlegt hvað fólki dettur í hug,

  2. Sá Reina orðaðan við Barca í dag. Menn eru víst orðnir langþreyttir á hvað samningamál hjá Valdes eru að dragast þar á bænum.

    Ætla að finna link.

  3. Hahahaha, Torres til United. Þetta er eitt það besta sem ég hef heyrt í langan tíma. Ég skal éta sokkinn minn ef hann fer til erkióvinanna. Fyrir utan það að ef Benitez selur hann þangað þá er hann ekki starfi sínu vaxinn :0)

  4. ekki allveg skylt greininni en Liverpool aetti ad virkilega gera allt sem teir geta til ad fa Tevez. Ef vid holdum sama hopnum og faum Tevez + Glen Johnson og kannski einn i vidbot til ad baeta breiddina ta vinnum vid deildina, ekki spurning. Tevez getur spilad i 4-4-2 med Torres og dottid inni allar 3 stodur a bak vid Torres i 4-2-3-1. Hann er fullkominn Benitez leikmadur, vinnuhestur sem kann ad spila boltanum, fjolhaefur og med reynslu ur enska boltanum.

    Samkvaemt tessari grein ta er hann bokad ad yfirgefa Scum United.

    http://www.guardian.co.uk/football/2009/jun/14/carlos-tevez-manchester-united-sir-alex-ferguson

  5. Jammm, en þetta Tevez slúður er enn á mjög almennum nótum. Sagt að við séum eitt af fjórum liðum sem hafi áhuga á honum, hin séu Chelsea, Man U og Man City. Einsog flestir sjá þá er Liverpool fátæki aðilinn í þessum hópi, þannig að ég æsi mig ekki mikið yfir þessu.

  6. Okay, Torres á bara að vera eins og Jordan, spila alltaf hjá góða rauða liðinu ( sem ég geri ráð fyrir að allir viti að er LFC). Reyndar má hann fara í eitthvað smálið eins og Leeds eða eitthvað undir lokin. ( Washington hjá Jordan.) Torres fer ekkert héðan, we are entering a very good era. Vonandi verður Gerrard haldandi á bikarnum eftir sirka 310 daga.

    Carra og Gerrard fara ekkert, þannig er það bara.

    Insua, Kuyt, Alonso, Riera , Skrtel, Agger, Reina, Aurelio, Mascherano og einhverjir gæjar, þeir fara ekkert.

    Og ef hið ótrúlega gerist, að Rafa selji Torres til Scum fer ég til Englands og drep hann.

  7. Já þetta Tevez slúður er orðið svo lanþreitt að þetta fer að verða svona Barry bull, rétt hjá Einari Erni að við erum fátæki aðilinn í þessu sem öðru þegar kemur að því að fara út að versla nú eða frmkvæma (t.d. nýjan leikvang) þökk sé Gö & Gokke 14. og 15. Jólasveinonum… (ég sem hélt altaf að þeir væru 13). Ég vona að Liverpool næli i Johnson og Saviola, og svo má Owen koma fyrir ekki neitt og það væri bara fínt… og ekki svo mikill peninga austur út um gluggan eina og hefur verið síðustu ár….

  8. Spáið í því ef torres myndi fara til scum utd hvað fótboltinn væri bara orðin um eitt money money money og money það er nátturlega meiri sens að eg mun spila fyrir scum utd á næstu leiktíð heldur en torres en það er yrði rosalegt ef það myndi gerast ég myndi án gríns bara hætta horfa á fótbolta því þetta yrði of mikið kjaftæði fyrir mig hver kemur með svona bull shit slúður þetta er bara hlægilegt ef ronaldo fór á 80 millur þá á torres að fara á svona 150

  9. Sælir.. ég var að spa´smá off topic..

    Er að spá í sambandi við Tevez.
    Alltaf þegar það er verið að segja að hann sé að fara skoða samninga, þá eru man utd, man city, chelsea og Liverpool nefnd ásamt einu á spáni og einu á ítaliu.
    Við höfum ekkert efna Tevez er það nokkuð?
    Ef einhver veit meir en ég þá væri það vel þegið, og lika hvort einhver hafi heyrt eitthvað sem bendir til þess að liverpool hafi verið á bakvið johnson tilboðið.
    Takk takk

  10. Þetta er allt saman mjög spennandi, vonandi erum við á bakvið Johnson tilboðið en madur veit ekkert….

    Tevez er held ég ekki jafn líklegt en madur vonar það besta

  11. Sælir félagar
    Eini maðurinn sem ég hefi áhuga á að ná í bili er Glen Johnson. Nenni ekki að ræða bullið sem enska slúðurpressan er að hjakkast á.
    Það er nú þannig.

    YNEA

  12. Góður punktur. Ég veit ekki hvar í fjandanum Liverpool hefur fundið þessa peninga fyrir hugsanlegum kaupum á Tevez, en þar sem viðræður virðast vera komnar þó þetta langt þá er mjög líklegt að þessi sex lið sem um er rætt hafi fallist á asking price eða eitthvað í námunda við það.

    En síðan eru ýmis útfærsluatriði: Ef við gefum okkur að verðmiðinn sé 25m, þá hefur Liverpool kannski boðið 22m en fengið að vera með. City býður hinsvegar 30m.

    Að loknum viðræðum við liðin sex dregur Kia-gimpið, Tevez afsíðis og segir við hann: Ok, ég veit þig langar til Liverpool, en ef við veljum City þá fáum við(ég) fokkin böns af peningum…

    Síðan er bara spurning hvar hjartað slær…

  13. Ef að Victor Valdes fer frá Barcelona vegna þess að hann fær ekki jafnhá laun og fokking Xavi þá mun ég útfnefna hann heimskasta mann á jörðinni.

    Ég hef nákvæmlega enga trú á að Valdes fari.

  14. Hana nákv. og til hvers ætti einhver að borga honum 150.þús pund á viku fyrir að horfa á leiki frá besta stað á vellinum. Það vita allir að Barca er bara með markmann svona til málamynda, svo að það sé jafnt í liðum og allt það 😉

    Annars var ég bara að bæta þessum link við í silly seasonið, ég hef nákvæmlega enga trú á því að Reina sé að fara frá okkur

Er valdajafnvægið að færast í suðurátt?

Leikjalisti næsta tímabils…..