Að vita hvað maður á að gera og segja.

Viðurkenni að ég er hundfúll eftir lestur dagsins á netsíðunum og vona innilega að eitthvað jákvætt fari að berast, STAÐFEST!

Fyrstan skal nefna Alvaro Arbeloa sem er að því er virðist að biðja um tilboð frá Real Madrid! Þessi ummæli hans eru ömurleg að mínu mati og til þess eins fallinn að hann lækkar verulega í mínu áliti. Leikmaður sem er farinn að tala um hversu frábært væri að spila fyrir annað lið er ekki með hugann á réttum stað.

Svo eru til þeir sem vilja bara svara loðið og á þann vagn virðist Xabi Alonso hafa stokkið í dag. Xabi minn, setningin þín átti að vera, “ég er mjög sáttur að vera hjá Liverpool og vill alls ekki fara”. Í staðinn er svarað loðið og öllu haldið opnu.

Þá eru til einstaklingar sem eru með umboðsmenn, stundum til að vinna vinnu sem leikmennirnir sjálfir mega ekki vinna. Það virðist litli argentínski miðjumaðurinn okkar, Javier Mascherano hafa gert þegar hann sendi sinn umba að skoða Römbluna í Barcelona og spjalla smá í leiðinni. Frábært hjá honum.

Svo til að toppa daginn stekkur gamli eigandinn fram, í kjölfar frétta um að breskir þingmenn ætli að knýja Kanana til að selja liðið með að neita framlengingu lánsins í júlí. Hvað stekkur hann með fram, jú, hann er hættur í stjórn liðsins! Hann ætlaði jú að verða eilífðar “guardian of the club”.

Svona fréttir eru ekki það sem mann langar að lesa eftir besta árangur liðsins í nær 20 ár. Eftir svona dag þakkar maður bara sínum sæla að stjórinn er enn til í að vinna á Anfield, þrátt fyrir allt og allt!

Arbeloa, Alonso og Mascherano hafa nú fengið fínan stuðning frá þessu liði og mér finnst með algerum ólíkindum ef þetta er þeirra karakter. Ekki mikil virðing fyrir klúbbnum og aðdáendum hans!

EKKI SÁTTUR!!!

33 Comments

  1. Nei, þetta er ekki traustvekjandi. Egilega bara fíflaskapur að vera að tala svona. Skil samt Arbeloa. Ég væri ekki mjög sáttur ef ég myndi horfa á liðið mitt kaupa mann til þess að taka við af mér. En þetta með Alonso og Masche er ekki gott!

  2. Er þetta alveg solid með þessa þingmenn?

    Ég meina geta þeir neitt þá til að selja?

  3. Þetta er allt saman skiljanlegt.

    Það er ekkert óeðlilegt að Alvaro vilji sanna sig á Spáni. Það er ekkert óeðlilegt að áhugi frá uppeldisklúbbi hans kitli örlítið – sérstaklega þegar verið er að búa til annað eins lið og Real er að búa til núna. Við vitum heldur ekki hvort eða hversu mikið Rafa vill halda í hann.

    Xabi er aðeins að tísa. Þegar Xabi var búinn að spila undir getu tvö tímabil þá átti að seljann. Hann vildi alls ekki fara, ríghélt sér dyrastafinn í og margítrekaði það hversu ánægður hann væri hjá Liverpool og í Liverpool-borg. Í vetur spilaði hann frábærlega og vann traust Púllara á ný. Nú er hann einungis aðeins að láta heyra í sér. Láta fólk (Rafa) vita að honum sárnaði að um hann skyldi hafa verið efast.

    Hvað Mascherano varðar, þá er þetta temmilega kurteis leið til þess að fara fram á launahækkun.

    Mitt gisk: Þeir munu allir klæðast rauðu treyjunni á White Hart Lane í ágúst.

  4. En ef það er eitthvað sem ég hræðist mest af öllu varðandi eigendamál Liverpool FC, þá er það að pólitíkusar fara að kasta þessum klúbb á milli sín til að slá einhverjar pólitískar keilur.

    Ég hef ekki hugmynd um hver lagaleg völd þingmannanna eru en mig grunar að þeir geti hrifsað klúbbinn af könunum ef þeir vilja. En sannleikurinn er hinsvegar sá að meðan Rafa Benitez er knattspyrnustjóri Liverpool þá hef ég engar áhyggjur af eigendamálum liðsins. Hann er gríðarlega vinsæll og er klárlega valdamesti maður klúbbsins innan sem utan vallar. Með allt það traust sem hann hefur hjá stuðningsmönnum liðsins mun enginn stjórnmálamaður, kani eða kaupsýslumaður þora að rugga bátnum í óþökk hans.

  5. Já þetta er allt saman leiðinlega fréttir og vonandi að þetta verði allt komið á réttan kjöl ÁÐUR en tímabilið hefst enda nenni ég ekki annari eins vitleysu frameftir vetri.
    Arbeloa finnst mér alls ekki vera að gera LFC neinn greiða með þessum ummælum og ef hann er eitthvað hræddur við samkeppni við Johnson þá ætti hann að skjálfa við hugsunina að keppa við Sergio Ramos um bakvarða stöðuna hjá Madrid.
    Og ef að Mascherano vill endilega fara til Spánar og Barcelona vilja borga 45-50 millur fyrir hann þá verð ég mjög sáttur en ég vil fá toppverð fyrir hann enda klassaleikmaður og er ekki til sölu og með langan samning þannig að það ætti að vera hægt að kreista Spánar og Evrópumeistarana eitthvað.

  6. JA hérna, ekki miklar gleðifréttir í dag!
    Ég er virkilega að spá í að gera tilraun að ári; að taka mér sumarfrí frá því að fylgjast með boltanum milli leiktíða næsta ár. Ætli það sé hægt? Segja bara takk fyrir allt eftir síðasta leik og mæta svo aftur með fulla athygli í ágúst. Þetta silly síson er bara svo F**** óþolandi! þetta er á köflum eins pirrandi og sálardrepandi og að fylgjast með jefnteflismánuðinum mikla í vetur! Og þegar allt kemur til alls veit maður EKKERT fyrr en leiktíðin hefst í haust!
    Því miður er það of seint fyrir þetta sumar þar sem ég er alveg háður að refresha þessa síðu, Teamtalk o.fl slíkar :o(
    Held í vonina að fréttirnar eigi eftir að vera fleiri góðar en slæmar á næstu vikum… maður bara verður.

    YNWA!

  7. Hey strákar þetta er SILLYseason… tek ekki mark á svona bulli fyrr en það kemur fram á official síðunni. Hversu oft er breska pressan með svona yfirlýsingar sem ekkert er að marka???

  8. Stendur hvergi staðar að hann sjálfur hafi neitað þessu þannig hold your horses Halli.

  9. Þetta er fyndið, ég eyði ekki tímanum mínum í að lesa made up fréttir hjá breskum blaðamönnum á þessu árstíma, þeir verða að halda áfram að selja blöð og BÚA TIL fréttir sem að selja. Þeir verða að halda vinnunni á þessum síðustu og verstu.
    Ég meina….. það eru ekki nema nokkrir dagar síðan David Villa var á leiðinni til Real Madrid, það var staðfest í íþróttafréttum á bylgjunni og stöð2, það var svo allt dregið til baka 2 dögum seinna. Bwahahaha.
    Sillyseason svokallað er bara viðbjóðslega leiðinnlegur tími og einu síðurnar sem ég skoða eru Official Liverpool síðan, kop.is og fotbolti.net.
    Allt annað er tímaeyðsla.
    Góðar stundir.

  10. Fuck já strákar ég hef sterka tilfiningu að hann David villa verði næstu kaup hjá benitez.Það er bara eitthvað svo Championship mananger légt við það Kaka og ronlado fari til real og síðan villa til liverpool við verðum með rosalegt sóknarpar á næstu leiktíð.

    Come on you Reds !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  11. Held að Liverpool hafi kallað þetta yfir sig með því að reyna selja Xabi í fyrra. Xabi verður að gera það sem Xabi verður að gera. Ég vil hann áfram í Liverpool, mikilvægasti leikmaðurinn að mínu mati, hann stjórnar leik liðsins.

  12. ég er einmitt einn af ykkur mörgum sem gjörsamlega hatar þennan kafla ársins þar sem maður les og les eithvert þvaður úr óþolandi fréttamönnum, það eina sem ég vill heyra er hvort það var boðið í leikmannin, hvort liðið samþykkti boðið og hvort hann sé genginn í hinn klúbbinn, ekkert flóknara en það.
    Og ég er að segja ykkur það, ef meistari David Villa kemur til klúbbsins í sumar mun ég saga af mér punginn og sauma hann við eyrun á mér úr ánægju, og ég hef það á tilfinningu að ég sé að fara ná í sögina, það er eithvað sem segir mér að meistari benites sé hægt og rólega að veiða inn næst besta spænska framherja í heimi.

  13. Ef Glen Johnson verður keyptur finnst mér ekkert skrítið að Arbeloa vilji fara. Hann er búinn að spila mjög vel fyrir okkur og sér samt á eftir sæti sínu, því það er pottþétt að 17M maður verður ekki látinn sitja á bekknum.

  14. Alonso er að fara til Real Madrid, það er alveg bókað mál. Búið að ganga frá því fyrir allnokkru síðan, sjáið bara til.

    Arbeloa er mjög líklega að fara líka, hann virðist vilja komast heim til Spánar. Kaupin á Glen Johnson gera lítið til að fá hann til að skipta um skoðun.

    Mascherano er meira spurningamerki, hann er allavega líklegastur til að vera áfram. Liverpool kom með afgerandi svar varðandi hann (að það þýddi ekki að bjóða 40-50m í hann) í sumar, annað en þeir gerðu með Alonso, enda er það mál frágengið einsog áður sagði.

  15. Eitthvert hugboð segir mér að Villa sé á leiðinni og að stutt sé í að ég sjái einhvers staðar mann með ásaumaðan pung við eyrun.

  16. Hvaða bölvaða bull er þetta #21? Veit ekki betur en að Robbie Keane hafi verið 23 sinnum í byrjunarliði á sínum stutta ferli með Liverpool. Meira að segja var Rafa gagnrýndur talsvert fyrir að spila honum aftur og aftur þrátt fyrir að hafa lítið verið að standa sig.

  17. Af hverju geta Masch og Xabi ekki drullast til að koma fram og segja eins og Torres gerði í gær,Im am staying at L’pool as long as they want me and we will win the Title Nex Season,to ask for more money then L´pool have given me is greedy!!!! Set Torres á sama stall og King Carra með þessum ummælum.
    kv,Rósi

  18. Kaupa Cherno Samba, Freddy Adu og Malcom Christie og málið er dautt.

    Campione! Campione!

    • Kaupa Cherno Samba, Freddy Adu og Malcom Christie og málið er dautt.
      Campione! Campione!

    Hvað ertu eiginlega að spila gamla útgáfu af manager?

  19. Ég spái því að David Villa komi til okkar í sumar. Hann á víst að vera búinn að ákveða sig hvert hann vill fara og ég held að það sé til okkar og vinar síns Torres.

  20. Held að það sé orðið nokkuð ljóst að David Villa er að fara til Real Madrid. Hann segist ekki vilja fara frá Spáni og er þess utan of dýr fyrir okkur.

  21. Drjúgur hluti af 80 millum er hvað? 60-70? 100 milljónir væru ekki nóg fyrir Torres. Skil ekki af hverju United menn eru að eyða orku í að svo mikið sem spá í að kaupa hann. Glætan.

  22. Aftur held ég að Sun sé að gabba menn, hér og annarsstaðar. EKki í fyrsta skipti. Það er ekkert um þetta tilboð frá Chelsea í Glen Johnson á opinberri síðu Portsmouth heldur sá ég þetta í slúðurpakka BBC af heimasíðu Sun. Ekki á BBC eða Guardian heldur. Bara íslensku miðlunum sem lepja þetta eftir Sky sem er einn VERSTI slúðurmiðillinn þarna úti. Hrikalegur.

    Áreiðanlegir miðlar segja að Chelsea hafi dregið sig út úr kapphlaupinu, þó svo að það gæti reyndar hafi breyst þar sem Jose Bosingwa er eftirsóttur af Bayern Munchen. Það er óljóst hvort Johnson vilji fara aftur á Stamford Bridge, hann átti ekki sjö dagana sæla þar síðast, en núna er annar maður í Brúnni og hann er öllum hnútum kunnugur þarna. Ef tilboð Chelsea er til staðar verðum við að vona að hann velji rétt strákurinn.

Leikjaprógrammið komið

Dýrka ég Torres eða hvað…