Gillett að eignast pening!

Ekkert nýtt í “silly season” í dag held ég, áfram umræða um brottfarir sem ég held við séum ekkert að eyða meira púðri í.

Stóra fréttin er frá Kanada, þar sem að George Gillett er að ganga frá sölu á Montreal Canadiens, sem er íshokkílið sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans þar.

Skv. meðfylgjandi frétt er hann að fá 332.9 milljónir punda fyrir liðið og á því að eiga vel fyrir láninu góða í Englandi. Hicks karlinn er líka að reyna að losa um sínar eignir í Ameríkunni til að standa undir skuldinni sinni svo að vonandi hættir nú breska pressan að ræða (röfla) um skort á fjármagni og yfirvofandi brunaútsölur á leikmönnum.

Gillett vonandi bara klárar þessa sölu fljótt og gengur þannig frá hlutum að við getum hætt að hafa áhyggjur af fjárhagslegri nútíð!

32 Comments

  1. Já já já Bara að ´góður Guð gefi að þetta komist á hreint sem fyrst svo við getum farið að gefa fjölmiðlum langt nef og bara haldið okkar góðu mönnum, og bara bætum 2 til 3 í hópinn…

  2. Vá hvað það verður fínt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjárhagsvandamálunum lengur. Og ég held að bara kannski séu þessir kanar ekkert endilega þeir verstu eigendur sem við gátum fengið 🙂

  3. Ég hefði nú samt frekar viljað fá DIC með þeirra aðalmann sem ársmiðahafa á Anfield og harðan stuðningsmann. Held að staða klúbbsins hvað varðar vallarmál og aðgengi að peningum til leikmannakaupa væri mun betri þá

  4. Er það eitthvað sjálfsagt mál, þó að eigandanum áskotnist nokkrar krónur, að hann setji það beint í eitt af þeim fyrirtækjum sem hann á ?
    Ef þú ættir Toyota umboðið, 66 gráður norður, svik og prettir ehf, sundhöll Hafnarfjarðar, steypustöð Bíldudals og Renniverkstæði Runólfs…. og næðir að selja einhvern af pylsuvögnunum þínum…. myndirðu þá setja allan hagnaðinn af þeirri sölu beint í reksturinn á steypustöð Bíldudals ?

    Auk þess sem ég er nokkuð pottþéttur á því að kauði eigi þetta hokki lið nú ekki alveg skuld laust, og fá því ekki 300 millur í vasann af þessari sölu… eða hvað ?

    Ég veit það ekki.. ég hef bara aldrei verið hlyntur þessum könum, og er ennþá á því, að ég vilji þá burt frá klúbbnum okkar. !!

    Carl Berg

  5. Hvaða rugl er það, að Chelsea séu að bjóða í Fernando? (news of the world)
    Annars vona ég að eitthvað af þessum pening fari í Liverpool.

  6. Carl Berg, Laukrétt hjá þér, þetta eru menn í viðskiptum og það er ekki neitt sjáfgefið að það verði allir peninga settir í Liverpool FC þó að þeir fái einhverja aura í kassan. Ég er svo sanfærður um að það verður ekki neitt gert af viti við þetta félag fyrr en það eru kominir nýjir eigendur sem hafa meyra fjármagn til að gera það sem þarf til að við getum hætt að narta í hælana á öðrum toppliðum í baráttunni um titla. Maður verður samt að vona að þeir geri eitthvað af viti á meðan þeir eiga klúbbinn, og það fyrsta sem þeir ættu að gera að mér finnst er að koma eins mikklum peningum í klúbbinn til að við þurfum ekki að selja top leikmenn á brunaútsölu, það er bara eitthvað sem við meigum ekki við…

  7. Sigmar: Ég segi nú bara eins og Ólafu Ragnar (vinur okkar) Já sæll, selja torresw eigum við að ræða það eitthvað… hann er ekki til sölu… þetta eru engin geimvísindi….

  8. Birkir og Valli – ég held að það búist enginn við þessum pening í heild sinni í klúbbinn, en þetta styrkir kannski klúbbinn aðeins og stöðu kanana gagnvart lánadrottnum sínum. Það getur ekki skaðað að Gillett sé núna að einbeita sér að færri liðum. Þó ekki væri nema bara til þess að við þurfum þó ekki að selja okkar bestu menn til að verða okkur úti um fjármagn.

    btw. ef Hikcs og Gillett væru svo heimskir að selja Torres, sama hver fjárhæðin væri, þá ættu þeir aldrei afturkvæmt til Liverpool. Ef þeir myndu selja hann til Chelsea þá væru þeir ekki einu sinni óhulltir heima hjá sér……… og að tala um 60 m.p. boð frá einum af okkar helstu keppinautum sem of gott til að hafna fyrir Torres er hlæilegt.

    Staðan núna er okkur mun meira í hag heldur en þegar Gerrard lét næstum glepjast, Liverpool er í dag betra heldur en Chelsea og Torres langar ekkert frá klúbbnum, hann hefði ekki getað lagt meiri áherslu á það bara síðast í þessari viku.

    Það er nóg að gera hjá Sigvalda í ár!

  9. Í fyrsta lagi, þá geri ég mér vel grein fyrir því, að staða eigendanna versnar nú tæplega við það að selja svo sem eins og eitt skautafélag í Amaríku.
    Ég var bara að benda á, að menn geta alveg slakað á í að dansa fugladansinn þó svo að þessi sala standi fyrir dyrum. Þessi skautaklúbbur er eflaust þokkalega veðsettur eins og önnur fyrirtæki sem þessi maður á.. án þess þó að ég fullyrði neitt í þeim efnum, því ég hef ekki hugmynd um það.
    Þetta eru alls ekki slæmar fréttir.. alls ekki… en óþarfi að slá ryki í augun á mönnum með þessum 300 milljónum, því það er hæpið að nokkuð af því skili sér til Liverppol.

    Í öðru lagi, þá er algerlega óþarft að ræða þetta Torres mál neitt frekar. Ég segi bara eins og Homer Simpsons vinur minn sagði eitt sinn við sína ekta frú ; I’m not going to dignify that with an answer !!!!!
    Torres er ekki til sölu, og Torres vill ekki fara neitt. Menn geta misst sig eins og þeir vilja yfir einhverju slúðri… staðan er bara ekki flókin, Torres verður í rauðri treyju á næsta tímabili og það er tímasóunn að ræða það frekar.
    Insjallah.. Carl Berg

  10. ég bara átta mig ekki á því á hvaða stuffi þeir voru Moores og Parry þegar þeir seldu þessum bakka-bræðrum félagið. Þeir hafa engu breytt á valdatíð sinni.
    Engu. Bara tekið yfir og komið m skuldir. Held að það hafi verið feill að selja þeim…þeir eru einfaldlega ekki nógu efnaðir til að eiga LFC.

  11. 11

    Tja það voru nú ansi margir taldir nógu efnaðir til að gera hitt og þetta árið 2007 og vitum við íslendingar það manna best. Munið þið bara hvað bankarnir okkar fengu alltaf glimrandi lánshæfismat 🙂

    En Dossena að skora sjálfsmark fyrir Ítali… flottur karlinn
    http://soccernet.espn.go.com/report?id=266846&cc=5739

  12. Þeir hafa nú t.d. keypt dýrasta leikmann Liverpool, næst dýrasta leikmanninn líka, gott ef ekki þriðja dýrasta leikmanninn líka. Það er nú ágætt.

  13. Jóhann, við erum nú meira að hafa áhyggjur af skuldunum sem þeir lögðu á klúbbinn……en fyrst við erum að hrósa þeim fyrir þessi ofur kaup sín þá er ég ennþá að leita að þessum grunni sem átti að byrja á eftir ca. tvo mánuði þegar þeir keyptu klúbbinn.

  14. Er ekki þetta lán á einhverju eignarhaldsfélagi í Ameríku en ekki LFC?
    Alla vega þá skylst mér að öll upphæðin sé ekki á Liverpool og sennilega vitum við ekki nema hálfa söguna um fjármál þessara manna,en það er alveg ljóst að Gillett munar mikið um þessa peninga sem hann er að fá fyrir skautaklúbbinn og það kæmi mér ekkert á óvart að þeir félagar sjáist bráðum í Stanley Park með skóflur í höndonum til að starta vellinum stóra sem mun koma LFC í sömu stöðu og stærstu klúbbar Evrópu.
    Mér finnst alla vega rétt að gefa þessum eigendum séns á að leiðrétta sín loforð sem ég held að hafi bara dreigist að uppfylla út af efnahagsvandræðum heimsins en ekki út af því hverrsu slæmir Hicks og Gillett eru. Róm var jú ekki byggð á einni nóttu svo að ég held að stuðningsmenn LFC ættu að muna það að þessi tvö ár sem eru liðin fá því að klúbburinn var seldur er ekki langur tími og svo finnst mér líka allt í lagi að menn spái aðeins í því að klúbbrinn hefur sennilega ekki verið nær því að vinna deildina í tuttugu ár.
    Sem sagt reynum að sjá að glasið er hálffullt og kanske er einhver að hella meiru í það einmitt núna.

  15. Einhverjir Arabar búnir að kaupa 60% í “top club” á Englandi…. Ekki búið að gefa út hvaða klúbbur það er.

    Þætti vænt um að það væri Liverpool.

  16. Það þarf ekkert að kvarta yfir þessum könum og það þarf ekkert að búa til grýlur úr þeim þó að þeir hefi ekki áttað sig á því strax hvernig litið er á fótbolta í Englandi. Þar eru þetta trúarbrögð en ekki átkeppni og tilbreyting frá lélegu sjónvarpsefni eins og í Bandaríkjunum.

  17. Getur ekki einhver skrifað eitthvað? Er bókstaflega að deyja úr fréttaleysi!!!

  18. Það er verið að tala um Newcastle þarna, allavega miðað við fréttirnar í morgun!

  19. Sigmar, það er bara nákvæmlega ekkert að gerast í kringum Liverpool sem er að leka til fjölmiðla. En vonandi að það fari að gerast eitthvað af viti sem allra fyrst.

  20. Ég vona að það sé ekki Liverpool, hef engan áhuga á því að liðið verði að einhverju hallærislegu Galactico-safni eins og Man City.

  21. Humm… þetta var að koma á Twitternum hjá LFC TV: LFC Exclusive!!! Breaking Transfer News at 6pm only on LFC TV. Þetta er sem sagt eftir kortér. Spurning hvort þetta sé eitthvað alvöru eða bara einhver viðbót við unglingasafnið… Nú, eða sala?

  22. Þetta var sem sagt Glen Johnson. Svo sem nokkuð ljóst að í þetta stefndi miðað við fréttir síðustu viku. En Ásmundur; þú getur fylgst með Twitter-færslum opinberu heimasíðunnar hér: http://twitter.com/LFCTV Oftast verið að segja frá fréttum sem birtast líka á vefnum, en stundum svona heads-up á undan sjálfri heimasíðunni.

  23. Jæja frábært að ná að landa Johnson enda klassaleikmaður sem á eftir að styrkja liðið mikið.

    Takk Kiddi.

Dýrka ég Torres eða hvað…

Erum að landa Johnson