Erum að landa Johnson

Þar kom að því, fyrstu alvöru kaup sumarsins að verða staðreynd og nokkuð greinilegt að vilji er fyrir því á Anfield að vera ekkert að drolla við þetta neitt.

Eftirfarandi má sjá á heimasíðu félagsins:

Liverpool FC confirmed this evening that they had reached an agreement with Portsmouth Football Club and with Glen Johnson for the transfer of the player to Anfield.

Ég ætla nú bara að gera ráð fyrir því að okkar menn viti hvað þeir hafi úr miklum pening að spila þetta árið og einbeita mér að því  að fagna þessum kaupum, þarna er á ferðinni ungur og spennandi enskur landsliðsmaður með þó nokkra reynslu úr EPL, það er auðvitað stórt stökk að fara í Liverpool frá liðum eins og Pompey og sovéska liðinu Chel$ki en ég hef fulla trú á að sóknarhæfileikar hans og hlaupageta upp kanntinn geti nýst okkur afar vel, eins vona ég innilega að hann verði hugsaður sem mótvægi við Arbeloa (og í staðin fyrir Degen), þ.e. að hann verði ekki keyptur á kostnað Arbeloa.

En þar sem opinbera síðan færi seint að birta svonalagað nema kaupin séu nánast í höfn þá leyfi ég mér að ætla að Chelsea sé þá algörlega úr sögunni, menn missa áhugan á fótbolta á að spila fótbolta með því að ganga til liðs við þann klúbb, og því býð ég Glen Johnson afar velkominn á Anfield.

51 Comments

  1. Finnst þetta full mikill peningur en þetta er bara staðreyndin í boltanum í dag að góður byrjunarliðsmaður í topplið kostar ekki undir 15 milljónum punda.
    Þetta eru góðar fréttir og vonandi að Johnson festi í sessi sem framtíðar hægri bakvörður í LFC.

  2. Nr. 6 einare

    Vissulega fæst hann ekki ódýrt og þær upphæðir sem talað hefur verið um eru afar háar……en hefur þú séð einhverjar upphæðir og/eða hvernig samkomulagið milli klúbbana er?

  3. Fínt að fá Glen Johnson. Maður sem er keyptur fyrir þessa upphæð er ekki ætlað að verma bekkinn (nema kannski Robbie Keane :)) því er eðlilegt að menn spyrji sig hvað verði um Arbeloa. Verður hann áfram sem squad player eða fer hann til Real Madrid ?

    Það hefði verið ágætt að landa Pranjic á vinstri vænginn (“ódýr” og öflugur) enn því miður var Bayern Munich að klófesta kappann í dag http://www.skysports.com/story/0,19528,12875_5395704,00.html

  4. Ef heimþráin er ekki að plaga Arbeloa þá skil ég ekki af hverju hann ætti ekki að vera áfram hjá Liverpool. Ætli hann hugsi:”Shit, Glen Johnson kominn. Þá er ég farinn til Real Madrid að berjast um sæti við Sergio Fokking Ramos!”

    Nei, ég hef fulla trú á því að Arbeloa sýni metnað og berjist einfaldlega fyrir sæti sínu rétt eins og aðrir leikmenn Liverpool þurfa að gera. Daniel Agger skrifaði nýverið undir samning án þess að hafa nokkra tryggingu, aðra en trú á eigin getu, um að fá að spila reglulega með liðinu.

  5. Mjög sáttur ef þessi kaup ganga í gegn 😉 með betri hægri bakvörðum í þessari deild þótt hann sé engin Daniel Alves þá er hann drullugóður. á eftir að reynast okkur rosalega vel og hirða þetta byrjunarliðssæti af Arbeloa sem mér fynnst stundum mæta til leiks af hálfum hug :S

  6. Frábært.
    Okkar fystu kaup kominn og ég er þvílíkt ánægður með þau, en auðvitað eru peningarnir sem talað er um gríðarlega háir, hefðum ekki séð hægri bakvörð fara fyrir þennan pening fyrir nokkrum árum en þetta er bara þróunin.

  7. Sælir félagar
    Þá eru þau kaup í höfn (vonandi) sem ég hafði mestan áhuga á. Sé ekki að vanti mikið meira til að vinna þessa helv… deild á næsta tímabili. 😉
    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Gummi Halldórs: Snilldar komment. Auðvitað þýðir það ekki að Arbeloa sé að fara fyrst að Johnson er á leiðinni og ætli hann eigi ekki meiri möguleika gegn Johnson frekar en Ramos.

    Beggi: Aldrei skilið þessa gríðarlega miklu aðdáun á Daniel Alves sem er ekki einu sinni fyrsti kostur í brasilíska landsliðið. Fínn sóknarlega en mjög umdeildur varnarlega, kannski svipaður og Roberto Carlos.

  9. Já, hver hefur sína skoðun. Mín skoðun er sú að D.Alves sé lang besti hægri bakvörður heims, og að R.Carlos hafi verið besti vinstri bakvörður heims á sínum tíma.

    En Eiður falur fyrir 4m, hvað segja menn? Veit hann er 31árs og kominn kannski yfir sitt besta, en ég myndi ekkert grenja það, myndi auka breiddina og hefur reynsluna í enska boltanum??? Getur spilað á þessu leveli í 2-3 ár í viðbót. Bara smá pæling?

  10. FRÁBÆRT!

    In your face allir þeir fréttamenn sem velta sér upp úr neikvæðum fréttaflutningi um yfirvofandi gjaldþrot!

    Mjög glaður að sjá liðið kaupa alvöru leikmann svo snemma sumars, þ.e. ef ekkert svakalega óvænt kemur uppá…

  11. Af hverju þarf Arbeloa að fara þó að Johnson komi ?

    Bæði Johnson og Arbeola geta spilað í vinstri bakverðinum líka þannig að þeir ættu alveg að geta spilað báðir saman í leikjum.

  12. Velkominn á Anfield. Ég vona bara að Arbeloa verði áfram, vonandi tekst Benítez að sannfæra hann um að Johnson sé ekki eingöngu keyptur til að koma fram fyrir Arbeloa í röðinni.

    En eins og menn segja, hann styrkir byrjunarliðið og það er það sem við þurfum.

  13. Ágætt, ágætt…vonum að pilturinn standi sig.

    En Arbeloa má bara ekki fara!

  14. Magnað, magnað, það má ekki unir neinum kringumstæðum láta Arbeloa fara þeir verða að vera báðir til að berjast um stöðuna það er bara okkur í hag að hafa þá báða. Við eigum að halda öllum okkar mönnum nema (Dossena) og fá tvo topp leikmenn til viðbótar og við verðum magnaðir á næsta tímabili…. áfram LIVERPOOL

  15. Andri 16# Já það væri vel þess virði að fá Eið fyrir lítin pening, með mikkla reinslu og hann veit hvað það er að vera sigurvegari, bara einn galli hann er ekki hrifin af Liverpool, en það myndi breytast ef hann kæmi á Andfild, það er þar sem menn tka út sinn fótbolta þroska, líkamlegan og andlegan….

  16. Mjög gott, en er það bara ég, sem vill að Dossena fái eitt tímabil í viðbót, til að sanna sig? Ekki það, að hann egi að vera í aðal liðinu, en bara.. Hvað eru margir hjá Liverpool, sem hafa skorað á móti Real Madrid og Man Utd á útivelli? BARA þrír.

  17. Gríðarlega sáttur við þessi kaup, frábær sóknarbakvörður sem hefur verið að bæta varnaleikinn upp á síðkastið. Klárlega betri en Arbeloa á öllum sviðum og þá sérstaklega að hann getur krossað mjög vel, eitthvað sem Arbeloa er algerlega fyrirmunað að gera. Vill samt halda Arbeloa, fínn back up bakvörður sem getur einnig leyst vinstri bakvarðarstöðuna nokkuð vel. Man ekki betur en að fyrsti leikurinn sem að Arbeloa spilaði fyrir Liverpool hafi verið gegn Barcelona sem vinstri bakvörður og spilaði þar gríðarlega vel gegn Messi.

  18. Góð kaup hjá Rafa. Ég er mjög sáttur með að fá Glen Johnson. Ég held samt að þetta þýði að Arbeloa sé á förum. Hann er nýbúinn að tryggja sér sæti í spænska landsliðinu og sættir sig örugglega ekki við bekkjarsetu hjá Liverpool sem myndi stofna því í hættu. Rafa var ekki að kaupa bakvörð á 17 milljónir punda til að hafa hann á bekknum. Hinsvegar held ég ekki að Arbeloa sé á leið til Real Madrid. Hann myndi sitja alveg jafmikið á bekknum þar.

    The Daily Mail voru að segja að Real Madrid séu búnir að gera tilboð í Alonso, og telja að það sé uppá 30 milljónir punda.

  19. Eið í Liverpool? Nei takk, ekki hrifinn af því að ráða lata Íslendinga í vinnu.

  20. Treyjur númer 3, 4, 6, 7, 10, 13 og 16 eru lausar. Hugsa að hann taki númer 3. Getur ekki verið gott að taka fjarkann af Hyypia.

  21. Eru menn ekki í lagi….. Eiður Smári til Liverpool!!!!!! Never gonna happen. Maðurinn þolir ekki LFC.

    Það eina sem ég er hræddur við er að við missum Alonso og J Marscherano. Klúbburinn getur ekku sagt nei við háum tilboðum í þessa leikmenn.

  22. Real Madrid hlýtur að vera tilbúið til að selja einhverja af sínum hollensku snillingum (þeir verða jú að koma grenjaldo og Kaka fyrir), t.d. Sneijder, Van der Vaart, Robben eða Huntelaar. Það væri alveg not fyrir e-n af þessum köppum á Anfield.

  23. arbeloa má fara mín vegna mér finnst hann ekkert spes hann var skít lelegur á moti arsenal í 4-4 leiknum og var glataður á móti chelsea i cl.Og á endanum var caragher næstum búin að lemja hann bara ut af því hvað hann var að skíta upp á bak á lokasprettinum.Ég fagna glen johnson kaupunum hann er með frábærar sendingar og hraða og ég mun fagna því að losna við arbeloa hann hefur allavegna ekkert að gera hja lfc nuna

  24. svar við 30, Jónsi það voru fín nöfn sem þú nefnir þarna frá Madrid.
    NEMA Robben, frekar myndi ég spila með 10 manns á vellinum. Maðurinn er með IQ á við skíðaskó og hefur margoft talað niðrandi um Liverpool FC.

  25. Brynjar, eiginlega ekki því samkv. fréttinni er ennþá verið að leita eftir hinum nýja CEO sem var staðan hans Ricky Parry.

  26. Veit einhver hvernig samning Glen Johnson fékk. Sá það á ótraustum miðli að hann væri með 100.000 pund á viku sem ég vona innilega að sé lygi. Einnig að hann hafi fengið fjögurra ára samning, þegar ungir leikmenn eru keyptir dýrum dómi þá er ekkert annað í myndinni en 5 ára samningur.

    Býst nú samt við því að Arbeloa fari, sem og Dossena, Leto, Voronin(ef kaupandi finnst) og Itjande. Alonso má alls ekki fara en Mascherano má alveg fara mín vegna ef það fást 35-40 m/p fyrir hann. Finnst hann bara nýtast okkur í sirka 11 leikjum í úrvalsdeildinni af 38, í öðrum þá þurfum við ekki svona mannætu í varnarleikinn, sbr leikjum gegn Stoke, Hull, Bolton, og Wolves

  27. Þessir sömu miðlar og koma með þessa 100.000 punda tölu á viku í laun, eru einnig með kaupverð upp á 18,5 milljónir punda, það eitt og sér segir til um hvað þeir vita nú mikið um samninginn sem slíkan. Kaupverðið á honum getur hæst farið í 17 milljónir punda og það er algjörlega pottþétt að hann er ekki að fara upp í 100.000 pund á viku í laun.

    En ég er sammála þér í því að ég vil fara að sjá þessa leikmenn sem ekki eiga sér framtíð hjá klúbbnum, allavega orðaða við önnur félög. Ekki vantaði áhugann á Voronin í þýsku deildinni í vetur. Ég væri þó alveg sáttur við að sjá Arbeloa skrifa undir nýjan samning við liðið.

  28. You tell me Brynjar, þið félagarnir ættuð að vita það!

    En varðandi Arbeloa þá átti hann nú bara mjög fínt tímabil heilt yfir í fyrra og var að bæta sig mjög mikið. Mér finnst mjög mikilvægt að halda öllum okkar byrjunarliðsmönnum og róta sem allra minnst í því liði sem lauk síðasta tímabili. Það tekur alltaf tíma að koma nýjum varnarmanni inni í leikkerfi Liverpool og Johnson verður ekkert undanskilin því, Arbeloa þekkir varnarleik Liverpool upp á 10 og ég held að hann verði ekkert endilega hugsaður sem eitthvað back up ef hann verður áfram, það er það mikið róterað að ég efa ekki að hann muni enda með a.m.k. svipað marga leiki og Johnson.

    Þar fyrir utan myndi ég nú bara mikið frekar keppa við Johnson heldur en icon-ið Sergio Ramos hjá Real Madríd, það er ekkert eins og hann sé fara detta úr liðinu neitt hjá þeim. (þó Liverpool hafi látið hann líta illa út í vetur)

    p.s. svo svona til að styðja mitt mál varðandi Real aðeins betur…. :p

  29. Mér finnst þessi kaup dálítið merkileg í ljósi þess að Parry sé hættur.
    Miðlar segja að Johnson kosti 17m punda. Það er mikið en ég held að allir séu sáttir við þessi kaup. Benitez segir “Sometimes you have to spend a little bit more,”.
    Þarna erum við (held ég) að sjá afleiðingar af því að Parry sé farinn. Benitez gerir sér grein fyrir því að þetta er maður sem styrkir liðið verulega og hann er tilbúinn að borga aukalega.
    Gaman að velta fyrir sér hvernig þessi kaup hefðu endað ef Parry væri enn hjá Liverpool. Hefði hann ekki sagt “12m, take it or leave it”.

  30. Það vekur athygli mína hve margir fjölmiðlar nota fyrirsagnir á borð við: “Benitez ver ákvörðun sína um eyðsluna í Johnson”. Ekki hef ég orðið var við svona umfjöllun um Real Madrid eða önnur lið sem eyða miklu. Heldur vildi ég sjá “Benitez ánægður með að hafa fengið landsliðsbakvörð Englendinga til Liverpool” …

  31. 15 FDM

    Bara mín skoðun á Alves er bara hann er mjög sókndjarfur bakvörður sem ég fýla virkilega að horfa á. þó fannst mér hann arfaslakur síðustu leikjunum hjá barcelona í vetur, en leikirnir sem ég sá með honum með Sevilla síðustu árinn þá var hann oft magnaður og ég var rosalega heitur fyrir honum. Maicon er ekkert ósvipaður Alves þeir eru hrikalega sókndjarfir og skemmtilegir leikmenn að horfa á 😉 En Glen Johnson kann allveg sóknarleik líka hann var allveg að sýna flotta kanttakta með Portsmouth í vetur og ég efast ekki um að hann eigi eftir að springa út hjá liverpool næsta tímabil 😉

  32. A – þetta er fokkings gjafaverð finnst mér fyrir spænskan landsliðsmann meðan við borgum 17 fyrir enskan!!! 5.millijón evra er ekki mikið finnst mér þó að hann eigi bara ár eftir af samning.

    B – var hann ekki búinn að frétta af Sergio Ramos sem spilar í hans stöðu, bæði hjá Real og landsliðinu!

    Er fokk pirraður yfir því að Arbeloa sé að fara.

  33. Málið með Arbeloa er að hann á bara ár eftir af samningnum sínum, meðan að Glen Johnson var nýbúinn að skrifa undir sinn samning.

  34. Ég hef litlar áhyggjur af þessu. Arbeloa er maður sem vill vera í byrjunarliði, gangi honum vel að gera það hjá Madrid, hann hefði amk ekki verið númer eitt þarna hjá L’pool.
    Glen Johnson er bara klassa betri að mínu mati og mun spila alla leiki þarna nema í deildarbikar og öðru slíku.

  35. Jæja, þá hækkaði Arbeloa í verði. Eftir þetta stjarnfræðilega klúður Ramos í seinna markinu gegn USA þá held ég að hann sé ekki að fara spila mikið á næstunni, hvorki með Real né Landsliðinu.

  36. Svo þurfti Portsmouth ekki að selja Johnson ásamt því að önnur lið buðu í hann líka, þess vegna og það sem Einar Örn sagði, var hann svona dýr.

  37. Ég var nú meira að meina að Arbeloa væri of ódýr þrátt fyrir að eiga bara ár eftir af samning…..og miðað við slúðrið þá var fyrsta boði Real hafnað.

  38. Málið er einfaldlega að eins og svo margir er Arbeloa “fórnarlamb” akademíu Real Madrid sem elur af sér rosalega marga leikmenn sem þeir selja fyrir slikk og ef þeir verða góðir, kaupa þá aftur á 3-4x meira en þeir seldu þá á.

    Hann hefur einnig, nokkuð oft, gefið í skyn að hann eigi eftir að sanna sig á Spáni, helst með Real. Hann vill meina að hann hafi ekki fengið nógu marga sénsa til að sýna sitt rétta andlit og nú þegar hann er kominn með næga reynslu, spilað með stórum klúbbi, kominn í landsliðið og svona. Þannig að ég held að þetta sé ekki lengur hvort, heldur hvenær og á hvað mikið. Væri mikið til í að halda honum, en hinsvegar verður maður bara að sætta sig við þá staðreynd að Real hefur rosalegt appeal fyrir Spánverja og S-Ameríkana og einnig að á þessu rosalega Galactico tímabili að hann sé orðaður við þá (og að þeir vilji fá hann) hlýtur að vera þeim mun meiri heiður.

Gillett að eignast pening!

Fjármálafréttir og spjall við Rafa