Liverpool ECHO halda því fram að Liverpool hafi samþykkt 3 milljón punda tilboð í Sebastian Leto frá Panathinaikos.
Leto hefur átt í vandræðum með að fá atvinnuleyfi á Englandi og svo virðist nú vera sem að Rafa telji hann ekki nægilega sterkan til að keppa um sæti í Liverpool liðinu. Leto var keyptur fyrir um 1,85 milljónir fyrir tveimur árum.
Ágætis gróði á leikmanni sem spilaði hvað 3-4 leiki með XI. Hefði verið ágætt að hafa hann sem back-up á kantinum, en svona er þetta bara. C’est la vie eða hvernig sem þessi helvítis franska er skrifuð 😀
Það er nú ekki rétt hjá þér Einar að Benitez hafi ekki talið hann nægilega góðann, allavega hefur það aldrei komið fram svo ég viti.
Heldur er þetta vandamál með atvinnuleyfið hans og þess vegna var hann lánaður á sínum tíma en það virðist vera sama vandamálið núna og það er ekkert séð um það að hann muni nokkurn tímann fá atvinnuleyfi á Englandi.
Aldrei skilið þessa atvinnuleyfisreglur á Englandi. Hvernig stendur t.d. á því að Da Silva bræðurnir hjá Utd. fengu sitt leyfi bara eins og ekkert sé þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára og svona er mímörg dæmi. Virðist bara vera hálfgert happaglappa að fá þetta. Annars fínn gróði en mér leist alltaf vel á þennan gæja og hefði viljað sjá hann reyna almennilega fyrir sér á Englandi.
Okei, Ásmundur – ég dró þessar ályktanir nú bara af því að hann sé seldur. Ef þetta er rétt um að hann geti ekki heldur fengið atvinnuleyfi núna þá hefur það auðvitað áhrif.
Sammála Brúsa með það að mér leist vel á það litla sem maður sá, en leyfisreglurnar fóru með hann.
Fínt að fá þennan pening samt og vonandi losum við bara fleiri svona “fringe” leikmenn með það að markmiði að safna fyrir snillingum sem ekki þarf að velta fyrir sér hvort eru nógu góðir í byrjunarliðið!
Sælir
Ég skil ekki afhverju Liverpool er ekki orðað meira við Owen. Hann er uppalinn hjá liðinu og er kunnugur aðstæðum, góður vinur Gerrards og Carra og hefur reynslu af því að spila með þeim. Hann er með mjög mikla reynslu og hæfileika og að lokum er hann Englendingur sem að virðist vera mikill kostur enda er Rafa tilbúinn að borga extra fyrir það.
Vill fólk virkilega owen skil það ekki löppin á þessum manni er ónýt til hvers að fá mann sem er meiddur helminginn á seasoninu meikar ekki sens frekar skulum við fá mann sem er heimsklassa striker og er ekki meiddur 7mánuði á ári
Sælir, ég held áfram að vona að David Villa komi til Liverpool, sá þessa færslu um að hann komi hugsanlega.
http://www.anfieldred.co.uk/move-david-villa-liverpools-future/2903
Lausn: Pay if you play. Hafa lítil grunnlaun en hafa svo apperance bonus og goal bonus og win bonus. Semsagt ef hann er meiddur fær hann kannski 10.000 pund, en ef hann er heill, spilar fimm leiki á mánuði og skorar fjögur mörg, leggur upp eitt og er í sigurliði í öllum leikjunum þá er hann með 70.000 pund. Easy og um að gera að bjóða honum þetta. Þurfum annan striker, það er ljóst.
Segir það ekki sitt um Owen kallinn að það eru lið eins og Hull og Stoke sem virðast sýna honum mestan áhuga. Ég held að hann hreinlega myndi ekki sætta sig við pay as you play samning Lolli, hann vill (að ég held) frekar solid samning þar sem hann er ansi oft og lengi meiddur.
Ég myndi auðvitað styðja hann eins og aðra leikmenn Liverpool FC ef hann kæmi, en ég verð að viðurkenna það að Owen er ekkert svaðalega hátt skrifaður hjá mér persónulega. Fyrst þessi framkoma hans á sínum tíma þegar hann fór til Real Madrid og svo það að hann hefur ávallt tekið England framyfir félagsliðið sitt. Ég var orðinn algjörlega kolbrjálaður út í hann undir lok ferils hans hjá Liverpool. Hann fagnaði ekki lengur mörkum sem hann skoraði fyrir Liverpool en varð stjörnuvitlaus úr fögnuði ef hann skoraði fyrir England. Fór gríðarlega í pirrurnar á mér á sínum tíma.
Já mér lýst vel á Owen möguleikan; enskur, LFC-hjarta, reyndur og kemur frítt. En auðvitað þarf hann að vera á árangurstengdum launum.
Eins og ég sagði hér að ofan, þá set ég STÓRT spurningamerki um þetta svokallaða LFC-hjarta hans.
Owen nei takk, hann er löngu búinn að skella öllum Anfieldhurðum að baki sér. Með Letokarlinn þá er það hið besta mál að fá aura í kassann fyrir hann vonandi losnum við við fleiri svona meðalskussa og kaupum einn alvöru fyrir peninginn
Ég vil benda mönnum á að Leto er kominn með vefabréf frá Ítalíu þannig að svo virðist sem Rafa hafi ekki trú á honum, rétt einsog Einar Örn sagði upphaflega. Kemur á óvart því hann virtist hafa mikið álit á honum áður fyrr (í upphafi síðasta tímabils, að mig minnir).
En… In Rafa We Trust
Ég tek undir með nágranna mínum Þórhalli… Ég held að Owen sé búinn að skella þessum hurðum að baki sér.
Ég hef eiginlega engan áhuga á því að fá hann, en myndi styðja hann áfram ef það yrði rauninn. En það er alveg klárt frá mínum bæjardyrum séð, að hann er ekki álitlegur kostur fyrir okkur.
Varðandi Leto, þá tek ég undir þetta með atvinnuleyfið.. mér er fyrirmunað að skilja afhverju það reyndist meira vandamál hjá honum, en mörgum öðrum. En ef satt er, og við fáum 3 milljónir í kassann fyrir drenginn, þá er það ekki al sæmt að selja hann.
Insjallah.. Carl Berg
Ef mig misminnir ekki, þá var hann kominn með ítalskt vegabréf þegar við keyptum hann upphaflega og því gat hann spilað með okkur í byrjun. Svo kom eitthvað babb í bátinn og það vegabréf tekið af honum og því fór sem fór. Ég las einhvers staðar að Rafa sé fyrst og fremst að selja kappann af því hann fær ekki atvinnuleyfi á Englandi.
Málið var að Ítalirnir fóru að skoða ýmis “vafasöm” vegabréf og meðan á rannsókninni stendur hafa öll vegabréf sem er ekki hægt að staðfesta 100% verið afturkölluð. Ítölsk yfirvöld fóru að setja spurningarmerki við þá staðreynd að til og frá landinu voru að streyma ósköpin öll af fólki sem hvorki áttu maka né ættingja frá Ítalíu og gátu ekki bjargað lífi sínu með því að spyrja hvar klósettið var á ítölsku.
Hvernig bjargar maður lífi sínu með því að spyrja hvar klósettið er, á Ítölsku ???
Skil þó hvað þú ert að meina 😉
C.Berg
hahahaha…það er allavega ekki bravissimo, ég er nokkuð viss um að það þýðir eitthvað annað 🙂
Fyrst Leto er farin þurfum við kantmann eins og Silva gæti slegið benayoun út. En nú er Johnson komin og kemur pottþétt betur inn en Kaene.
Afþví að Leto er farinn þá þurfum við Silva? hmmm….
Skil ekki afhverju margir vilja Owen til baka. Er svo sammála SSteini, að ég er efins um LFC hjartað í honum. Hann var heitasti striker Englands þegar við seldum hann, og fengum skitnar 8MP fyrir hann vegna þess að hann var að klára samninginn sinn. Ef ég man rétt þá hafði hann dregið LFC á asnaeyrunum í samningaviðræðum. Ófyrirgefanlegt í mínum huga. Þar fyrir utan er maðurinn handónýtur, hefur ekki spilað heilt tímabil í mörg hundruð ár. Owen … nei takk.
Annað með Owen yrði fjölmiðlasirkusinn í kringum hann og pressa á alla kanta. Verður Owen á bekknum? Fær hann að spila? Owen skoraði í síðasta leik! Af hverju er hann á bekknum? Fréttamaður: “Owen, hvað finnst þér um að vera á bekknum eftir að hafa skorað í síðasta leik?” Owen:”Jú, þjálfarinn ræður þessu, en mér finnst ég hafa sýnt nógu mikið til að eiga rétt á meira tækifæri. Nú styttist í landsleiki og þjálfarinn verður að sjá mig í aksjón til að ég geti hjálpað Englandi…” Næsti leikur: myndavélarnar sýna Owen með fýlusvip á bekknum meira en sjálfa leikinn. Rafa þráspurður eftir leik um það hvers vegna Owen fékk ekki fleiri mínútur. Owen spurður um hvað honum finnist um hið hrikalega Rafa-rotation.
Repeat x 38 + evrópuleikir + bikarleikir.
Kiddi: þú ert búinn að horfa á allt of marga leiki með United !!!!
skyrp ég reyni að horfa á eins fáa United-leiki og ég get! Fyrirmyndin var eiginlega frekar Robbie Keane ástandið hjá okkur svona upp úr desember…
x 38 leikir + evrópuleikir + bikarleikir… well.. excuse me if i was confused…
Carl Berg
Ég hef aldrei fattað þessar reglur með þetta blessaða atvinnuleyfi….
Baros fékk undanþágu á sínum tíma því hann var svo “efnilegur” – það var amk skýring Houllier á sínum tíma ef ég man rétt.
Aftur á móti þá tel ég Leto ekki vera í Liverpool klassa. Spyrja þá eflaust nokkrir hvort ég hafi séð marga leiki með honum – og ég get svarað því neitandi, en ég hef þó fyllst með honum í Grikklandi – amk með öðru auganu því Benitez talaði vel um hann í viðtali síðasta vor. Hann hefur nú ekki beint slegið í gegn þar og verður sú deild að teljast töluvert slakari en sú enska. Þar að auki þá yrði hann að slá út spænskan eða hollenskan landsliðsmann ef hann á að eiga stað í byrjunarliði Liverpool – þegar hann hefur ekki sýnt meira en þetta á þessum aldri þá tel ég einfaldlega að hann sé ekki í Liverpool klassa.
En að öðrum málum, þeas þráðaráni…
Umboðsmaður Dossena er sagður hafa sagt að eitt vandamál væri komið upp varðandi hugsanlega brottför hans frá liðinu, en það væri meiðsli Aurelio. Það var vitnað í þetta viðtal á RAWK, er of latur til að fletta því upp. Þar var umræða um hvort þetta væri satt eður ei, og hvernig í veröldinni honum tækist að meiðast í fríi (kanski að teigja sig í fjarstýringuna ?) – hefur einhver annar heyrt af þessu ? Er eitthvað til í þessu ?
Annað tengt þessu – fer ég ekki með rétt mál þegar ég segji að Arbeloa var upphaflega hugsaður sem vinstri bakvörður ? Getur hann ekki leyst báðar stöður ? Ef það er einhver möguleiki á að halda honum á Anfield þá eigum við að þrýst á það að mínu mati – mér finnst 6-7m allt lítið fyrir spænskan landsliðsmann sem átti líklega sínu bestu leiktíð 08/09 og er á besta aldri. Eflaust eru þessar tölur tengdar þeim tíma sem eftir er á samningi hans, en af gefinni reynslu þá hefur Aurelio verið meiddur líklega 30% af ferli sínum (hnémeiðsli x 2, hásin x 1 og svo mætti áfram telja). við erum með fínt Cover þar í Insua sem mér þykir gríðarlegt efni, en við erum aftur á móti ekki með neitt cover í hægri bak ef svo fer sem horfir. Nema þá Carra, sem seint verður talinn góður kostur í bakvörðinn til lengri tíma ef Johnson verður fyrir meiðslum.
Mikið er rætt um Silva sem “hin” kaupin okkar í sumar, og þá oft nefnt upphæðir í kringum 20-25m , en ef við eigum slíkar fjárhæðir til að nota í einn leikmann …. hvernig væri þá að líta okkur aðeins nær, A. young hjá Aston Villa. Átti frábært tímabil með Villa, enskur, ungur, reynslu í deildinni ….. afhverju eru allir að keppast við að orða Silva, D.Costa, Villa ofl við okkur, Utd, City og Chelsea á meðan ekkert virðist vera að gerast í kringum eitt mest spennandi talent Englands um þessar mundir.
“But Andrea is tied to the Reds for the next three years and it is up to them to decide. Fabio Aurelio is out injured now so we need to take a decision pretty soon.”
http://www.skysports.com/story/0,19528,11669_5400912,00.html
Hérna er fréttin sem ég vitnaði í – #27
Man þegar umræðan snérist alltaf um það vantaði öflugan vinstri bakvörð í liðið þegar við höfðum Aurelio og Insua. Svo kom Dossena og ekki hægt að segja að hann hafi blómstrað. Nú er þessi umræðan alveg dottin niður eftir að Aurelio fór að standa sig ágætlega milli meiðsla. Skrítið! Mér finnst Arbeloa búinn að vera mun betri bakvörður í byrjunarliðið (svipað stöðugur og Finnan var – aldrei miklar áhyggjur með þá þarna þó þeir væru smá takmarkaðir fram á við) og svo að segja meiðslalaus heldur en vinstri bakverðirnir okkar. Er samt afar spenntur og vona að Insua fái fleiri tækifæri og eigni sér stöðuna.
Ég held einmitt að Arbeloa myndi skapa gott jafnvægi með Babel eða Riera á vinstri kantinum enda þeir meira fyrir að sækja en að verjast og að sama skapi þá myndi Johnson gera það gott með Kuyt á hægri kantinum.