Aurelio meiddur, Johnson mættur og fleira

Ja hérna. Ég sá þessar fréttir í óstaðfestu slúðri í júní en hélt þetta bara hlyti að vera lygi. Svo virðist samt ekki vera; Fabio Aurelio meiddist á hné í leik með börnunum sínum útí garði heima í Brasilíu í sumarfríinu og gæti verið frá í einhverja 3-6 mánuði. Skv. fregnum er Rafa nú að endurskoða það hvort hann geti leyft sér að selja Andrea Dossena ef Aurelio verður frá fram að áramótum, en þó kemur á móti að Emiliano Insúa var kominn fram fyrir Ítalann í goggunarröðinni sl. vetur og svo vorum við að kaupa 18 ára franskan bakvörð, Chris Mavinga, frá PSG, þannig að kannski mun Rafa bara treysta á þá (og Daniel Agger, mögulega) og selja Dossena bara samt. Sá ítalski er allavega búinn að missa treyjunúmerið sitt í hendurnar á nýjasta leikmanni okkar …

Glen Johnson verður kynntur formlega á morgun en í dag mætti hann ásamt hinum enska landsliðsmanninum, Steven Gerrard, í rannsóknir og slíkt. Við það tækifæri voru teknar nokkrar myndir sem m.a. staðfesta að Johnson er okkar nr. 2 á næstkomandi tímabili, og er Dossena því án treyjunúmers að svo stöddu. Lesi hver það sem hann vill út úr þeirri stöðu mála. Það er allavega hressandi að sjá Johnson í rauðri treyju.

Að lokum, þá þarf Jorge Valdano að læra að þegja. Maðurinn sem í fyrra lýsti knattspyrnu Liverpool sem „skítur á priki“ tímir ekki að borga uppsett verð fyrir Xabi Alonso og ætlast svo til að Rafa Benítez lækki verðið á kappanum, sem á fjögur ár eftir af samningi sínum við Liverpool og virðist allavega ekki vera neitt desperate að yfirgefa klúbbinn, bara ef hann vælir nógu mikið? Real-menn, sem hafa eytt 150m+ punda í fjóra leikmenn í sumar en þykjast svo ekki vilja borga yfir markaðsverði fyrir þann Spánverja sem flestir aðdáendur Real vildu sjá koma fyrir sumarið? Og eru skyndilega svo blankir að þeir geta ekki borgað 5m punda fyrir Alvaro Arbeloa, sem var búinn að samþykkja félagaskiptin og bíður því núna í algjöru limbói eftir að Real hætti að reyna að ríða Rafa í rassgatið?

Plís. Þegiði. Ef þið ætlið ekki að borga skuluð þið bara hypja ykkur, og í gvöðanna bænum HÆTTIÐ AÐ TALA!

31 Comments

  1. Real er skítur á priki. Sjáið alla snillingana sem keyptir hafa verið og svo ekki getað blautan skít. Við gáfum þeim tvo af okkar mönnum.McMannaskítmann og Owen litla. Ekki er hægt að segja að að ferill þeirra hafi farið upp á við eftir þau skipti. Síðan komu þessir blancóar á Anfield í vetur og tóku 4 mörk uppí rassgatið. Ég sé ekki hvað ætti að breytast hjá þeim næsta vetur?
    Það þarf alltaf að spila vörn. Þeir hafa lítin áhuga á því.

  2. Frábært að sjá Johnson loksins í Liverpool treyjunni og vonandi mun hann skila sínu og vel það, sem ég hef reyndar alveg trú á.
    Og mér finnst einhvernveginn skemmtilegra að vera búinn að fá Enskan landsliðsmann sem kemur ekki til með að fá heimþrá og yfirgefa liðið á spottprís. Flott mál.

  3. Gaman að sjá Johnson í rauðabúningnum, ég setti spurning við verðmiðann á honum en ég held að hann eigi alveg eftir að standa undir honum. Ungur, enskur og sókndjarfur bakvörður, getur varla klikkað. Vonandi leikmaður sem á eftir að covera hægri bakvarðastöðuna næstu árin og umfram allt leikmaður sem styrkir liðið.

    Aurelio virðist ekki vera treystandi að fara einn á klósettið án þess að stórslasa sig. Ekki veit ég hvaða leikatriði hann var að fara í með börnum sínum en mig minnir að Bryan Robson hafi meiðst á svipaðan hátt fyrir mörgum árum síðan. Þetta þýðir einfaldlega að hann verður ekki kominn í leikform fyrr en í febrúar á næsta ári. Nú er tími Insua kominn og ég vona að hann fái tækifærið sem vinstri bakvörður nr. 1.

    Sammála að það er aumkunarvert að heyra Madrid kvarta að þeir hafi ekki efni á Alonso. Borgið uppsett verð eða haldið kjafti.

  4. Selja Dossena og halda Arbeloa, hann getur vel leyst vinstri bakvörðinn ef á þarf að halda og það mun betur en Dossena

  5. Vil helst af öllu að Arbeloa samþykki að vera áfram hjá Liverpool og geri nýjan samning. Finnst hann alltaf hafa verið besti bakvörðurinn sem við áttum á síðasta tímabili og á erfitt með að skilja hvert umræðan um nýjan vinstri bakvörð fór þó svo að Aurelio hafi sýnt að hann gæti spilað þarna. Hefur bara alltaf verið óstöðugur hvað varðar meiðsli en og sýnir sig greinilega með þessum nýju meiðslafréttum. Líst samt afar vel á Insua og óskandi að hann springi út.

  6. Glæsilegt að sjá Glen kominn, ég er sammála Pétri F með að selja dossena og halda Arbeloa.

    Ef ég ætti að velja milli þess hvort Mascherano eða Xabi fari þá verð ég að segja að ég held að Xabi sé mikilvægari hlekkur í liðinu & it’s much harder to create than destroy. 🙂

  7. Segja Real Madríd að Alonso sé bara ósköp einfaldlega ekki til sölu og allra síst til Real eftir málgleði þeirra. Hann hefur ekkert sagt það opinberlega að hann vilji ólmur fara og hann á þrjú ár eftir af samning sem hann hafði ekkert á móti að skrifa undir fyrir ekki svo löngu síðan. Þarf ekki að vera flókið.

    Þetta er bara Aurelio í hnotskurn, þvílík meiðslahrúga. Synd alveg þar sem þetta er stórgóður leikmaður þegar hann er heill. En ef hann er meiddur þá er ég mjög mótfallinn því að selja hægri bakvörð síðasta tímabils á spottprís í ofanálag. Arbeloa getur bæði verið cover fyrir hægri bak og eins leyst vinstri bak vel.

    Annars er gaman að lesa umfjöllun hérna á KOP um fíflið Valdano frá því í fyrra…

    Sérstaklega var þessi setning æðisleg í viðtali við hann í maí 2007:

    “if football is going the way Chelsea and Liverpool are taking it, we had better be ready to wave goodbye to any expression of the cleverness and talent we have enjoyed for a century.”

    Þetta sama Liverpool lið sem átti að vera gera útaf við knattspyrnu niðurlægði Real fokkings Madríd árið eftir svo illa með frábærri knattspyrnu að þeir hafa nú slegið met í kaupum á dýrum leikmönnum…. tvisvar… á einni viku.

    Hint til Valdano… KARMA IS A BITCH

  8. nr 1.Ehhh vann ekki macmanaman evrópukeppnina 2 kannski þú ættir að kynna þér málin áður en þú segir eitthvað rugl hann skoraði meiri segja í einum úrslitarleik á móti valencia.Owen hins vegar er bara fucking skítur ekki það að hann stóð sig illa hjá real hann lét bara ríða ser fast þarna fyrir peninga og ekkert annað og mér finnst gott á hann að hann fór til newcastle í stað liverpool eða man utd á þessum tíma

    • I remember a wonderful banner in the Liverpool stands from the days when TV was in black and white – it read: ‘For those of you watching on telly, Liverpool are the ones with the ball’. I used to support Liverpool just for that.

    Jorge Valdano sagði þetta fyrir einhverjum árum en núna væri kannski betra að vitna í Dylan.

    • For the loser now
      Will be later to win
      For the times they are a-changin.
  9. Amen, Kristján!

    Ég er líka þokkalega ánægður með Rafa að hann ætli ekki að láta Real vaða yfir okkur.

    Annars er þetta dæmigert fyrir Real Madrid að eyða brjálæðislegum peningum í Ronado, Kaká og Benzema og tíma svo ekki að eyða pening í mikilvægustu stöðuna á vellinum.

    Valdano má éta skít á priki.

  10. Stjórnendur, þarf ekki að fara að kenna Elíasi Hrafni mannasiðina hérna?
    Annars er klárt að menn sem voru góðir í einhverju eiga ekkert að vera að trana sér fram einhversstaðar annars staðar(les. Kristján Arason). Skemma fyrir sér þannig. Valdano var flottur fótboltamaður á sínum tíma en hann má alveg þegja. Held að við þurfum ekkert að óttast Real í þessum stöðugu áreitni, Benítez höndlar þá og selur sína menn ekkert nema fyrir toppprís.

  11. Nr. 13. – Það er kannski hægt að orða þetta meira pent hjá honum já… en hann er nú ekki að fara með nein ósannindi svosem.

    En það sem Macca gerði ef ég man rétt var að fara frá klúbbnum á Bosman, m.ö.o án þess að klúbburinn fengi krónu fyrir hann. Þessvegna tengir maður ekki Macca nafnið við hann þegar talað er um Macca sem leikmann Liverpool.
    Gary Macca er maðurinn 😉

    p.s. annars orða Football365 hlutina oft ágætlega
    Madrid Back In For Xabi Alonso For 427th Time

  12. Owen? Það er einhver velskur rúbbíleikmaður.

    Annars stakk Laporta ágætlega upp í Real í dag: “We make Ballon d’Or winners and others have to buy them.”

    Og Gerrard skrifar undir 4 ára samning. Kom auðvitað ekki á óvart en fínt að fá það svona skjalfest:)

  13. Nýjar fréttir af meiðslapjakknum okkar:

    Meanwhile, Benitez confirmed Fabio Aurelio will be out for a maximum of two months with a knee injury sustained over the summer, though the boss is hopeful of having the left-back available within a month.

  14. Ánægður með rafa …… Alonso og Masch skulda Liverpool + eru á langtímasamningi, það er ekkert að ræða – næsta spurning takk!

  15. Aðeins 1-2 mánuðir sem hann er meiddur. Hmmm, ef fjölmiðlar eins og Liverpool echo eru ekki einu sinni með þessar tölur réttar (sögðu í gær 3-6 mánuði), er þá nokkuð hægt að treyst fréttum sem varða leikmannakaup? 🙂

    P.S. fyrstu ummæli mín bókfærð á þessar frábæru blogg síðu.

  16. Ef það er rétt að Alonso vill fara! það held ég að það sé fyrir bestu að við seljum hann… en real verð bara að vilja borga þessar +30millur fyrir hann, ef ekki það er ég til í að frá Van der Vaart og Nergado + einhverjar 15-20 millur, held að þessir menn myndu stækka hópinn mjög mikið og þessi summa gæti notast til að kaupa góðan miðjumann.Treysti Benitez 100% fyrir að koma með réttan miðjumann í þetta lið.

    Eins og lucas var lélegur í byrjun þá fannst mér hann vaxa ás megin þegar á leið, enginn alonso en kannski ef þessi þróun hjá honum heldur áfram. Alonso er góður leikmaður og ég vil alls ekki missa hann en ef hann ætlar að vera með þessa kristínu stæla þá er best að hann fari, enginn er stærri en Liverpool og mér finnst skítt að hann meti ekki meira hvað liverpool hafa gert fyrir hann.

  17. Við erum Liverpool stuðningsmenn hér á þessari síðu og mér finnst algjört lámark að það sé borinn virðing fyrir hvor öðrum hér og að menn séu kurteisir óþarfa skítkast er óþarfi

  18. Algjört þráðrán hér, menn taka þetta bara út ef þeim finnst þetta óviðeigandi. Allavega, þar sem ég les þessa síðu á hverjum degi – og tjái mig af og til – þá veit ég að hún er mikið sótt. Ég ætlaði að nota mér það í smá plögg, vonandi fyrirgefa menn mér það.

    http://medialux.com/brag/155-toggiibuiltthishousefreedownload hér er hægt að nálgast frítt download af nýjasta laginu mínu, með artworki og alles. Mig langaði bara að láta ykkur vita af þessu, ef einhverjir hefðu gaman að svona tónlist og hafa gaman að því að fá eitthvað frítt.

    Biðst afsökunar á þráðráninu.

  19. 8

    Real Madrid sló bara metið í leikmannakaupum einu sinni, með kaupunum á C. Ronaldo. Kaká kostaði minna en Zidane.

  20. Málið snýst ekki einungis um hvort Alonso vill fara til Madrid eða ekki. Það hefur engin áhrif á verðið sem hann fer á. Nú hafa Real breytt öllum viðmiðum á markaðnum með því að slá hvert metið á fætur öðru í leikmannakaupum,,, en ætlast jafnframt til að Liverpool selji Alonso með afslætti? 35 milljónir punda,,, annars fer hann ekki fet. Ég verð sosem sáttur hvort sem Alnoso verði áfram eða fari á 35+.

    Nú halda þeir áfram að prútta Arbeloa, sem ég hugsa að verði í byrjunarliðinu í fyrsta leik deildarinnar, þá í vinstri bakverði.

  21. Ég er ekkert endilega sammála því að Real M hafi eitthvað breytt viðmiðum á markaðnum. Mér sýnist miklu fremur eins og hin “stóru liðin”, haldi bara að sér höndum á meðan þeir fara hamförum, og fara svo á markaðinn, þegar þeir hafa lokið sér af. Þá geta menn minna kýlt upp verðið, því Real eru búnir með kvótann sinn.
    Real eru að fara offorsi, en mér finnst hin liðin bara fara skynsamlega í þetta.. bíða bara og sjá. Hvað hafa United til dæmis keypt, eða Barcelona ? … Bara hinkra á meðan Real klárar sig af.. þá jafnar þetta sig.

    Insjallah…Carl Berg

  22. Carl Berg segir:
    „Bara hinkra á meðan Real klárar sig af.. þá jafnar þetta sig.“

    Vandamálið er hins vegar það að þeir klára sig ekki af fyrr en okkar menn leyfa þeim að fá Alonso. Ef sá pakki endar í þrátefli sem endist einhverjar vikur í viðbót gætum við fengið ansi skrautlegan seinni hluta ágústmánaðar þar sem hin liðin, sem þú segir að séu að bíða eftir að Real klári, gefi sér öll of lítinn tíma til að reyna að klára sín mál og þá gæti örvæntingin á þeim tíma keyrt verðin aftur upp í þær óraunhæfu tölur sem við erum að sjá í dag.

    Það væri að sjálfsögðu bara jákvætt að mínu mati. Ég er það sáttur við hópinn hjá okkur í ár að ef við gætum jafnvel haldið Arby, Xabi og Javier og teymt Real og Barca áfram eitthvað aðeins lengur gætum við verið í þeirri stöðu að vera sáttir við okkar hlut þegar tímabilið hefst á meðan hin liðin væru öll enn að reyna í óðaönn að styrkja sig. Man Utd, Chelsea og Man City eru allavega öll í þeirri stöðu að þurfa að bæta einhverju, helst stórum nöfnum, við sig til að geta byrjað næsta tímabil með smá feel-good factor í sínum herbúðum. Ef eitthvað þá mætti segja að eina stórliðið á Englandi sem virðist vera jafn afslappað og við í þessum málum sé Arsenal, sem kláruðu kaupin á Vermaelen frekar snemma og hafa hreyft sig hægt í kjölfarið á því. Munurinn er hins vegar sá að þeirra þjálfari sér ekki götin sem þarf að stoppa upp í, á meðan það eru engin göt hjá okkur. 😉

    Sjáum til hvað segur. Mér er nánast sama hvað hin liðin gera í sumar ef við höldum þeim mannskap sem við erum með núna. Ég hef engar áhyggjur ef Chelsea eða Man Utd kaupa Ribery, til dæmis, eða ef Man City fá Tévez og Lucio, en ég myndi panikka ef við misstum bæði Xabi og Javier. Það myndi þýða að við værum næstum því örugglega ekki að vinna deildina á næsta ári þar sem nýir leikmenn í þeirra stað þyrftu örugglega tíma til að aðlagast. Fyrir mér mætti Rafa telja þá félaga á að vera kyrra með því að segja að næsta tímabil sé of gott tækifæri til að sleppa því hvað möguleika á deildartitli varðar. Hann gæti þá á móti lofað þeim að þeir fengju að fara án mótmæla næsta sumar ef þeir óskuðu þess enn, sem væri svipað og mér skilst að Ferguson hafi lofað Ronaldo í fyrra (hann vildi verða fyrsti þjálfarinn til að verja titil í Meistaradeild og hefði aldrei átt séns á því án Ronaldo).

    Allavega, þetta var svar sem þróaðist út í útúrdúr. Það gerist stundum.

  23. “vandamálið er hinsvegar það að þeir klára sig ekki af fyrr en okkar menn leyfa þeim að fá Alonso ” , segir KAR ….
    þegar ég lét þetta flakka, þá átti ég nú kanski ekki beint við okkar leikmenn svona per se, í því sambandi. Heldur leikmannamarkaðinn almennt. Það er , að önnur lið í evrópu gætu einfaldlega hinkrað svona rétt á meðan Real er að nauðga leikmannamarkaðnum, og þegar þeir verða orðnir saddir(blankir), þá fara mýsnar út að leika sér, þá er viðbúið að margir stórir bitar séu eftir, og verðið á þeim orðið eðlilegra.. því það vita allir að það er ekkert annað lið að fara að punga út 60 milljónum
    + í einhvern einn leikmann.
    Nú ef þeirra æðsta takmark héðan í frá, er að krækja í Alonso, þá er búið að gera þeim það fyllilega ljóst að hann kostar augun úr, rétt eins og hinar stjörnurnar sem þeir hafa verið að kaupa uppá síðkastið.
    En ég er sammála því, að okkar takmark á þessum markaði, er fyrst og fremst að halda í okkar leikmenn, ef við getum bætt við okkur, án þess að þurfa að selja frá okkur útsæðið, þá er það vel. En fyrst og fremst þarf að halda í þessar mjólkurkýr sem við eigum.
    Það er mín spá, að við eigum svo eftir að sjá Ferguson spreða í svona eins og tvo 30 milljón punda leikmenn, af gömlum vana og þeirri staðreynd að hann er að skíta í buxurnar af hræðslu við Liverpool, og kanski snýst þetta uppí einhversskonar þráskák varðandi það, að ekkert stórlið á Englandi vill spreða í dýran leikmann, fyrr en það sér hvað hinir ætla að gera…. ef liverpool kaupir upp sína buddu snemma, þá sér rauðnefur hverju hann þarf að bæta við sig eða öfugt….
    Mér hefur sem sagt tekist að gera þetta silly season að gríðarlega flóknum fræðum, með óútreiknanlegum jöfnum, sem hægt er að spekúlera í, fram og til baka… og það verður alltaf jafn skemmtilegt að sjá hver útkoman verður, þegar hún verður ljós…
    Svo getur vel verið að kreppan sé nú kanski bara til í alvörunni, og ensku liðin eigi bara ekki eitt einasta pund aflögu, og menn kaupi lítið sem ekkert þetta árið… (en ég efast þó um það) …

    Insjallah.. Carl Berg

  24. Svo fordæmi ég þetta forrit fyrir það að birta ekki greinaskilin sem ég setti inn, með reglulegu millibili, eins og lög gera ráð fyrir 😉

Yossi fagnar nýjum samningi með því að fara í klippingu

Rafa mættur í vinnuna