Undirbúningurinn hingað til – uppfært.

Miðað við grófa talningu má segja að við lok Asíuferðarinnar sé undirbúningur Liverpool fyrir tímabilið u.þ.b. hálfnaður. Fjórir leikir að baki hjá aðalliðinu og tveir hjá XI liðinu sem er blanda vara- og unglingaliðanna auk einhverra mögulegra A-liðsmanna.

Ég hef náð að horfa á fimm þessara leikja og langaði að hlaupa snöggt yfir mína upplifun hingað til…

Leikskipulag

Ansi skiptar skoðanir hafa verið á meðal fólks hér varðandi leikstíl stjórans og skemmtanagildi leikjanna. Liverpool valdi sér erfiðari mótherja og aðstæður en þeir hafa áður gert. St. Gallen og Rapid Vín á þeirra heimavöllum í miðri erfiðisvinnu liðsins sem byggðist mest á líkamsþjálfun, miklum hlaupum og stífu lyftingaprógrammi.

Enda voru þeir leikir á lágu tempói gegn liðum sem voru komin lengra í sínum undirbúningi og 442 leikkerfið miðaðist fyrst og síðast að því að 24 leikmenn léku þá leiki. Lítið hægt að dæma frammistöðu liðsins í raun.

Þá var haldið til Thailands og leikið gegn nokkuð spræku landsliði heimamanna. Þar sá maður að liðið var á léttara róli, sennilega mest keyrsluhlaupin að baki, en ennþá lyftingar stór þáttur æfinganna. Þarna voru líka allir leikmenn komnir, utan fyrirliðans. Hann lék á meðan leik gegn Tranmere með XI liði félagsins, á miðjunni við hlið Guðlaugs nokkurs Pálssonar. Bar auðvitað af þær 60 mínútur og sýndi karakter að leggja sig verulega fram í þeim leik, við hlið ungra og efnilegra leikmanna í 2-2 jafntefli.

Í dag var svo komið að markaveislu gegn frekar slöku liði Singapore. Fyrri hálfleikinn tók að brjóta níu manna varnarmúr heimamanna á bak aftur og þegar að skiptingar liðanna voru framkvæmdar sást verulegur getumunur. Stór sigur hefði getað orðið enn stærri, og leikmenn virtust mun léttari en í Sviss allavega. Í þessum töluðum orðum er liðið á heimleið með flugi, frí verður á æfingum á morgun, en svo verður æft tvisvar á dag þar til haldið verður til Barcelona og spilað þar við Espanyol næstu helgi.

Í heildina hefur leikur liðsins verið að taka skref framávið sóknarlega, og smátt og smátt sér maður hvaða leikmenn virðast fá séns hjá Rafa karlinum. Skoðum nánar nokkra flokka leikmanna, fyrst þá sem ég held að hafi komist vel frá undirbúningnum hingað til:

Plúsarnir.

Ryan Babel. Hefur virkað sprækur á mig, sérstaklega í Asíuferðinni. Er mun áræðnari og grimmari en síðasta vetur og virðist ætla að gera atlögu að því að verða partur af Liverpoolliði framtíðarinnar.

Glen Johnson. Vissulega fáar mínútur en klárt mál að þar er gæðaleikmaður á ferð, vonum að hann verði heill í upphafi tímabils, eykur verulega sóknarmöguleika liðsins.

Diego Cavalieri. Var ekki viss um hann í fyrra, en finnst hann yfirvegaður og öruggur í þessum leikjum sem ég hef séð. Öflugur varamarkmaður þar á ferðinni.

Jay Spearing. Reyndar hlutdrægur hér, vill sjá meira af þessum strák. Fannst hann sterkur í fyrstu tveimur leikjunum varnarlega og svo sýndi hann í Asíu að hann getur hjálpað í bakvarðarstöðunum líka.

Dani Pacheco. Mikið efni hér á ferð, ekki síst sá maður það í dag á miðjunni. Sennilega númeri of lítill í aðalliðið í vetur, ég held að ekki væri vitlaust að lána strákinn til annars liðs í PL þar sem hann fengi að spila. Framtíðarmaður held ég.

Krisztian Nemeth. Í miklum metum á Anfield og hefur sýnt í sumar að hann er öflugur klárari í teignum og með mikið markanef. Var í láni í fyrra, en meiddist, gæti því verið lánaður í vetur. Ég held að hann sé kominn framfyrir N’Gog.

Emiliano Insua. Einfaldlega framtíðarvinstribakvörður. Öruggur í sínum aðgerðum, góður bæði sóknar- og varnarlega.

Mínusarnir.

David N’Gog. Leist vel á margt hjá honum í fyrravor og var að vona að hann myndi sýna sig vel í þessum sumarleikjum. Gerði það ekki og ég tel miklar líkur á að hann spili í láni í Championshipdeildinni í vetur.

Stephen Darby. Var að fá langan samning á Anfield, en er alltof léttur og virkar alls ekki tilbúinn.

Gerald Bruna. Mikið “hype” í kringum þennan strák þegar hann kom. Hef enn ekki séð það til hans að maður telji dagana þar til hann kemst í liðið…

Javier Mascherano. Sýnist í fýlu, argur og tuðandi í leikjum. Finnst sjást á honum langar leiðir að hann ætlar sér ekki að vera mikið lengur á Anfield.

Umdeilanlegt.

Lucas Leiva. Er meira sóknarþenkjandi í hlaupum sínum í þessum leikjum, á enn fáar feilsendingar og var mun minna að brjóta af sér en í fyrravor. Er hins vegar ekki mjög afgerandi í leik sínum, nokkuð sem mann langar til að sjá hjá miðjumanni Liverpool.

Andriy Voronin. Var tilbúinn að krossfesta manninn með taglið. En svo hefur hann verið feykiduglegur og unnið vel fyrir liðið, fínt mark í dag. Ef hann er tilbúinn að vera varaskeifa fyrir framherjana held ég að hann eigi skilið að vera á Anfield í vetur.

Philipp Degen. Fengið margar mínútur, held það sé til að sjá hvort hann ræður við bakvarðarstöðuna sem backup fyrir Johnson, sem myndi þýða sölu Arbeloa. Hleypur mikið í leikjum og overlappar stanslaust, en skilar boltanum ekki vel frá sér. Kannski er það skortur á leikæfingu, hver veit?

Damien Plessis. Búinn að vera efnilegur lengi. Þarf að komast að liðinu í vetur, eða fara í lán í almennilegt lið. Á góða leiki, en týnist á milli. Kannski bara ungur?

Öruggur standard

Gerrard, Carra, Skrtel, Agger, Benayoun, Kuyt og Torres. Allir á sínu pari sem auðvitað er flott!

Yngri mennirnir

Mér líst best á Martin Kelly af þeim sem fengu sénsinn hjá aðalliðinu. Sá strákur er stór og sterkur, góður í fótunum og les leikinn vel. Held reyndar að hann verði lánaður í vetur en mér finnst hann eiga að fá að fara í flott lið, miklu mun betra en í League One.

Í XI-leiknum var ég sammála þulunum varðandi hvaða leikmenn væru mest tilbúnir að fá séns til að æfa með aðalliðinu. David Amoo er feykiskemmtilegur hægri kantmaður, nokkuð stór og öflugur, á fullt af “trikkum” í erminni, gríðarlega áræðinn að taka menn á og með góða krossa. Á að geta orðið framtíðarstjarna.

Svo er það okkar maður, Guðlaugur Victor Pálsson. John Aldridge var að lýsa og það er ljóst að sú hetja hrífst af okkar manni. Strákurinn var auðvitað með Captain Fantastic á miðjunni, en þeir tveir náðu vel saman og hann var mjög öflugur að brjóta upp sóknir og koma boltanum í gang. Virðist hafa tekið afar vel á því í Gym-inu og við megum held ég alveg gera okkur fínar vonir um að hann fái einhvern nasaþef af aðalliðinu, t.d. á bekkinn í Carling….

Uppfært

Hér má sjá viðtal við strákinn “okkar” a opinberu síðunni, bauð Gerrard fyrirliðabandið en sá þáði ekki. Talinn verða lykilmaður hjá varaliðinu í vetur.

Leikmannamál???

Í dag er enn verið að spjalla um Xabi, Masch og Arbeloa. Ég vona virkilega að Xabi verði áfram. Hans skarð verður erfitt að fylla og ég var glaður að sjá Rafa koma opinberlega og lýsa ósk sinni um að Alonso stjórni umferðinni áfram á miðjunni hjá okkur. Ég hef áður lýst því að Mascherano finnst mér ekki á réttu róli með liðinu og ég held að okkur sé öllum ljóst að Arbeloa vill fara.

Miðað við það sem ég hef séð hingað til held ég að við þurfum meiri breidd í hafsentinn og skil því Distin-umræðuna. Ef Xabi verður áfram tel ég okkur ekki þurfa fleiri á miðsvæðið aftarlega, Spearing og Lucas geta verið að hamast þar í stað Masch, og svo held ég að við þurfum enn á öflugum sóknartengli að halda, sem getur dottið í allar stöðurnar aftan við senterinn. Veit ekki alveg með David Silva, þessa dagana er ég alveg að velta fyrir mér hvort við ættum ekki bara að næla í Agbonlahor?

Allavega, liðið er nú komið heim úr löngu undirbúningsferðunum og nú verður farið í að fínpússa liðið. Nú fara einhverjir ungir að detta í lán og ég spái því að á næstu viku ráðist allt varðandi sölur leikmanna, allavega þeirra stærstu. Í framhaldi af því fáum við tvo leikmenn í hópinn.

Styttist í stóru stundina elskurnar!!!

30 Comments

  1. Verð að vera ósammála með N’Gog fannst hann okkar lang besti maður í fyrri hálfleik gegn Singapúr og var mjög líkur Benayoun, boltinn nánast límdur við fæturna á honum, fann menn í hlaupi þrátt fyrir að vera með 3-4 varnarmenn fyrir framan sig.

    Held að hann muni spila stærra hlutverk ef eitthvað er.

  2. Ég sá ekki leikinn í dag en ég ef séð alla hina. Mér finnst erfitt að segja að N´Gog sé einhvað síðri en Nementh vegna þess hversu ólíkir leikmenn þeir eru, þó þeir spili báðir sömu stöðu gera þeir það á svo ólíkan hátt. N´Gog vill veram mikið í spilinu, góður í að fá boltan með mann í bakið, með góða boltatækni og skilar boltanum vel frá sér. Nementh er hins vegar númer 1,2 og 3 markaskorari og fær boltan sjaldnast nema í marktækifæri. Hann spilar því ekki vel nema að hann skori og ég hef ekki sé hann skora ennþá (misti að leiknum í dag). En þeir gætu orðið gott framherja par saman í framtíðinni.
    hversu margar spilamínutur hvor þeirra fær fer eftir hvor týpuna að leikmanni Rafa er að leita eftir.
    Mér þætti það líka mjög skrítið ef hann verður lánaður.

    Philip Degen er hins vegar maður sem mætti lána eða selja. Hann er engan veginn í Liverpool gæðum ekki einu sinni sem varamaður. Frekar að nota bara Kelly sem bakvörð, hann getur spilað bæði sem bakvörður og miðvörður.

  3. Takk fyrir þetta Maggi, það er gott að fá svona yfirlit þegar maður sér ekkert þessa leiki. Mér sýnist miðað við þetta sem þú ert að segja að það velti fyrst og fremst á karakternum hjá mönnum hvort þeir ætli sér eitthvað í aðalliðið. Hef samt grun um að það verði færri leikmenn sem komast að en þú ert að gefa til kynna hér.
    Ef við tökum hópinn allan, þá verða 16-18 menn sem verða mest notaðir í deild og meistaradeild – rótering í byrjunarliði og preferred varamenn. Þeir heita:
    Jose Manuel Reina
    Glen Johnson
    Daniel Agger
    Jamie Carragher
    Martin Skrtel
    Fabio Aurelio
    Emiliano Insúa
    Dirk Kuyt
    Steven Gerrard
    Xabi Alonso
    Lucas Leiva
    Albert Riera
    Ryan Babel
    Yossi Benayoun
    Fernando Torres
    (Geng út frá því að Dossena verði seldur)
    Andrei Voronin

    Spurningamerkin eru:
    Alvaro Arbeloa
    Javier Mascherano
    Philippe Degen
    David N´Gog
    Kristian Nemeth
    Daniel Pacheco
    Jay Spearing
    Martin Kelly
    Damien Plessis

    Arbeloa og Mascherano eru auðvitað spurningarmerki því þeir eru á förum. Ef þeir fara þá þarf að kaupa miðjumann og þá verður Degen settur upp í hinn hópinn. Voronin og N´Gog þurfa síðan að vinna sig upp í þann hóp ella verða þeir seldir.
    Hvort Benítez hugsi sér að nota Nemeth, Pacheco, Spearing, Plessis og Kelly verður að koma í ljós en mér þykir það ólíklegt, nema í deildarbikar. Líklegt þykir að keyptur verður fjórði hafsent og þá færist Kelly frá sénsinum og ef Mascherano fer þá verður keyptur miðjumaður þannig að Spearing og Plessis eru þá fjórði og fimmti miðjumaður.

    Nemeth, N´Gog og Pacheco eru síðan senterarnir sem reyna að komast á bekkinn og fá varla sénsinn að neinu leyti.

    Þeir verða því síðustu menn inn í hóp og fá varla mikla sénsa í leikjum nema mikið verði um meiðsli fram á við.

  4. Formatið fokkaðist upp…

    Takk fyrir þetta Maggi, það er gott að fá svona yfirlit þegar maður sér ekkert þessa leiki. Mér sýnist miðað við þetta sem þú ert að segja að það velti fyrst og fremst á karakternum hjá mönnum hvort þeir ætli sér eitthvað í aðalliðið. Hef samt grun um að það verði færri leikmenn sem komast að en þú ert að gefa til kynna hér. Ef við tökum hópinn allan, þá verða 16-18 menn sem verða mest notaðir í deild og meistaradeild – rótering í byrjunarliði og preferred varamenn. Þeir heita:
    Jose Manuel Reina

    Glen Johnson

    Daniel Agger J

    amie Carragher

    Martin Skrtel

    Fabio Aurelio

    Emiliano Insúa

    Dirk Kuyt

    Steven Gerrard

    Xabi Alonso

    Lucas Leiva

    Albert Riera

    Ryan Babel

    Yossi Benayoun

    Fernando Torres

    1-2 nýir leikmenn

    (Geng út frá því að Dossena verði seldur)

    Spurningamerkin eru:
    Alvaro Arbeloa

    Javier Mascherano

    Andrei Voronin

    Philippe Degen

    David N´Gog

    Kristian Nemeth

    Daniel Pacheco

    Jay Spearing

    Martin Kelly

    Damien Plessis

    Arbeloa og Mascherano eru auðvitað spurningarmerki því þeir eru á förum. Ef þeir fara þá þarf að kaupa miðjumann og þá verður Degen settur upp í hinn hópinn. Voronin og N´Gog þurfa síðan að vinna sig upp í þann hóp ella verða þeir seldir. Hvort Benítez hugsi sér að nota Nemeth, Pacheco, Spearing, Plessis og Kelly verður að koma í ljós en mér þykir það ólíklegt, nema í deildarbikar. Líklegt þykir að keyptur verður fjórði hafsent og þá færist Kelly frá sénsinum og ef Mascherano fer þá verður keyptur miðjumaður þannig að Spearing og Plessis eru þá fjórði og fimmti miðjumaður.

    Nemeth, N´Gog og Pacheco eru síðan senterarnir sem reyna að komast á bekkinn og fá varla sénsinn að neinu leyti.

    Þeir verða því síðustu menn inn í hóp og fá varla mikla sénsa í leikjum nema mikið verði um meiðsli fram á við. Annars vonar maður að einhver þessara uppöldu drengja nái að brjótast inn í hópinn hér að ofan en ef 1-2 þeirra ná því þá er það frábær árangur.

  5. Flottur pistill sem ég er sammála að mestu.

    Ég hugsa þó að það væri flott ef Rafa myndi gera líkt og Ferguson gerði þegar hann setti fullt af ungum strákum inn í aðalliðið. Menn eins og Insúa, Kelly, Spearing, Pacheco og Nemeth eru að mínu mati sennilegir framtíðarmenn Liverpool. Það er jú hægt að lána þá eitt tímabil eins og oft hefur verið gert, en ég held að það styrki liðið ekkert, kannski þá sem leikmenn að einhverju leyti.

  6. Flottur pistill.
    Ég hef séð nokkra leiki og verið nokkuð sáttur með það sem ég hef séð fyrir utan masc og arbeloa sem virðast eitthvað ????. En ég er að bíða eftir staðfestingu þess efnis að Liverpool kaupi David Silva. En það er nokkuð ljóst að einhver að þessum (masc – arbeloa – Alonso) 3 munu fara frá Liverpool en ekki 2-3. Það yrði of stórt bil að brúa held ég. Áfram Liverpool

  7. það pirrar mig agalega að sjá Owen skora og skora… skil ekki afhverju við tókum hann ekki… og David Silva orðaður við man utd… erum svo seinir að gera allt….

  8. Nr. 8 Gunnar, Owen verður örugglega sama meiðslahrúgan áfram, hnéið á honum mun gefa eftir eins og venjulega þegar mótið er rétt byrjað.
    Ég er mjög feginn að við fengum Owen ekki aftur miðað við hvernig brottför hans var á sínum tíma, hann á ekki skilið að koma aftur á Anfield.

    En tölum ekki um Owen meira hér.

  9. Það gleður mig að menn skuli vera farnir að digga Kuyt, hann var ekki í uppáhaldi hjá ansi mörgum. Voronin er að gera ágætis hluti og vonandi sýnir kallinn að hann verðskuldi að spila með Liverpool, en þessir tveir hafa verið inn hjá mér, nú ásamt mörgum öðrum sem eru náttúrulega snillingar, og þarf ég ekki að telja þá upp. Koma svo LIVERPOOL…….

  10. En, er fólk sátt við sumarkaup og sölur þetta árið, ég get ekki sagt það þó svo að það er frábært að fá Glen Johnson en það vantar virkilega einn kantmann í viðbót og svo mann í sama gæðaflokki og þeir sem koma til með að yfirgefa félagið.

    Mascherano og Arbeloa græt ég ekki ef gott verð fæst fyrir þá en Alonso skal límaður við Anfield.

  11. Ég er ekki viss um að við þurfum á öðrum kantmanni. Kuyt er náttúrlega brilliant á hægti kantinum og ef hann meiðist eða eitthvað slíkt þá eru menn eins og Benayun og Gerrard sem geta leyst þá stöðu mjög vel. Á vinstri kantinum hef ég mikla trú á Riera. Hann var mjög misjafn síðasta vetur, en þegar hann var góður þá var hann virkilega góður og ég held að hann verði bara stabílli á þessu tímabili. Til að leysa hann af höfum við svo Babel og mögulega menn eins og Dossena ef hann verður ekki seldur.

  12. Shit…dossena á hægri kantinn?? vona að Dossena verði seldur í sumar 12.Grétar. En varðandi Mascherano að þá hefði ég viljað hafa hann sem lengst á Anfield…er í miklu uppáhaldi hjá mér og fannst flott hjá honum á sínum tíma að lýsa því yfir að Liverpool/Benítes hafi “bjargað” honum frá west ham á sinum tíma og gefið honum nýtt líf. Vona að hann muni það enn og standi sig áfram.

  13. Nei Elmar 13, Dossena á vinstri kantinum, eins og hann var að leysa á tímabili á móti Singapore.

  14. Hafa menn eitthvað lesið um það að við vorum víst búnir að semja við Tevez en svo þegar til kom voru ekki til peningar til að klára kaupin ?

  15. Já ég meinti á vinstri…sorry…en ég hef bara ekki trú á kappanum end orðaður við napoli í sumar..YNWA

  16. Ég er náttúrlega ekki að segja að hann sé einhver fyrsti kostur, en svona í hallæri mætti brúka hann. Mig minnir meira að segja að ég hafi heyrt einhversstaðar að ein af ástæðunum fyrir því hversu hægt honum gekk að aðlagast LFC væri sú að á ítalíu hafi hann alltaf spilað talsvert framar á vellinum en í LFC. En eins og ég segi þá hefði ég ekkert á móti kantmanni, en ég sé ekki ástæðu fyrir því að eyða stórpeningum í kantmann núna.

  17. Sælir var að sjá viðtalið við Guðlaug Victor og eitt sem fór mikið fyrir brjóstið á mér sérstaklega í ljósi þess að ég veit að hann hélt allavega einu sinni með United er að hann sagði að Gerrard væri einn besti miðjumaður í heimi????

    Warup ég hefði haldið að hann væri sammála okkur um að Gerrard er LANG BESTUR Í HEIMI!!!!

    ??

  18. Guðlaugur viðurkenndi líka í viðtali hjá þeim harmageddon bræðrum á x-inu að hann væri alveg við það að verða alvöru poolari sem er gott að heyra 🙂

  19. Þessi Perez er algjör sauður. Hverjir eru það sem hafa hækkað verðmæti leikmanna? Jú, Real Matrid. Hann er örugglega að átta sig á því núna að hafa borgað allt of mikið fyrir Ronaldo og Kaka.

  20. Lítur út fyrir að við séum að fækka um þrjá leikmenn í þessari viku skv. þessari frétt. Alonso (Real 25-30m), Arbeloa (Real 4,5m) og Dossena (Napoli 5m).

    Madrid’s president Florentino Perez yesterday reaffirmed his refusal to meet Liverpool’s £30 million asking price – he is unwilling to pay more than £24 million – but the player’s apparent desire to leave may force the two clubs to come to a compromise.

  21. það sem ég skil ekki er þessi lági verðmiði á Arbeloa (4,5m pund), maðurinn er í spænska landsliðinu og á sjálfsagt eftir að spila þónokkra leiki með Real madrid á komandi leiktíð

  22. Ég er alveg sammála Sigurjóni með lágt verð á Arbeloa 4,5 millur sem er lítið fyrir landsliðsmann spánar. Miðað við Glen J. sem kostaði okkur 17 millur að þá mætti nú alveg fá 7-9 millur fyrir Arbeloa. En Allavega eru Dossena og Arbeloa að fara og þá koma 9 millur í kassann. Og hverjir koma þá í staðinn?? Ég ætla rétt að vona að við kaupum David Silva sem mér fyndist ekkert óeðlilegt að fá hann á ca 30millur. Ætlar Rafa að styrkja bakvarðastöðuna frekar eða nota þá sem fyrir eru og fá þessa ungu upp í aðal liðið??

  23. Ég er að vona að hann haldi sig við þá bakverði sem verða eftir, þeir eiga alveg að ráða við verkefnið. Hins vegar finnst mér það vera skilyrði að kaupa einhvern til að fylla í skarð Alonso ef hann fer. Við eigum því miður ekki marga slíka leikmenn…

    1. ástæðan fyrir að verðmiðinn á arbeloa sé svona “lágr” er því að hann á aðeins 1ár eftir af samningnum við LFC.
  24. er semsagt alono bara 24 m virði en silva 30 m það þykir mér undarlegt

  25. vá hvað ég er að vera þreyttur á þessum kaupglugga, ég tel niður minuturnar þangað til að deildinn byrjar á ny.. ég hef lesið sum comment lesanda sem hata þennan part árs, vilja bara slökkva á tölvunni og njóta sumarsins, og ég er fullkomnlega sammála, en samt getur maður ekki annað en tjékkað á u.þ.b 10 minútna fresti á flestar fotboltasíður til að tjékka hvort einhver sé kominn eða farinn, ÉG VILL FÁ SILVA !! ohhh mig langar að gráta mig langar svo að fá hann í klúbbinn, og svo bjóða þessar man u kuntur hærra, ég verð virkilega pissed ef hann fer til man u.

Liverpool – Singapore

Fréttir af leikmannamálum