Það voru ekki gæfulegar fréttir sem komu af klúbbnum í aðdraganda leiksins í dag, ofan á endalaust leiðinlega og neikvæða viku fóru þeir að halda því fram að Rafa Benitez hefði yfirgefið klúbbinn og þegar hann hafði ekki gert það þá var hann að fara gera það eftir leikinn. Ekki kippti maður sér nú mjög mikið upp við þetta en mikið óskaplega er maður orðinn leiður á svona fréttum… og bara þessum staurblönku eignendum okkar.
Nóg um þá og neikvæðar fréttir, Benitez mætti allavega til leiks og kvöldið var sögulega gott.
Reyndar áður en ég byrja verð ég að afsaka hvimleiðan tourette sjúkdóm sem ég virðist hafa áunnið mér í kvöld og bitnar það smá á skýrslunni…
Burnley Burnley Burley
Um þennan fyrsta heimaleik okkar á þessum vetri er það síðan helst að segja að Liverpool liðið sem endaði tímabilið í fyrra mætti aftur til leiks og nú með nýtt vopn í búrinu staðsett í hægri bakverði af öllum stöðum. Háværar gagnrýnis og efasemdaraddir undanfarinnar viku ættu að fá smá hvíld eftir þennan leik í kvöld enda miðlungsgott varnarlið tekið og pakkað saman.
Byrjunarliðið var svohljóðandi:
Johnson – Carragher – Ayala – Insua
Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Benayoon
Torres
Bekkur: Cavalieri, Dossena, Voronin, Riera, Ngog, Babel, Kelly
Skrtel var meiddur og því fékk hinn ungi Ayala séns í byrjunarliðinu og auk hans kom Benayoon inn í byrjunarlið Liverpool á kostnað Babel.
Fyrri hálfleikur:
Eftir fyrri hálfleikinn var það aðallega tvennt sem ég velti fyrir mér, djöfull voru Stoke heppnir að vera bara 2-0 undir og mikið afskaplega var gaman að sjá Liverpool sem við þekkjum og elskum svara efasemdarmönnum með stæl í næsta leik eftir slæmt tap. Til að einfalda þetta þá áttu okkar menn fyrri hálfleikinn bara frá A – Z og Stoke komst varla yfir miðju nema með því auðvitað að henda boltanum. Svo lítið sannfærandi voru Stoke að Tony Pulis hringdi skv engum heimildum í Ástu Árna í hálfleik enda með það í huga að fá fleiri sem kunna að taka innkast í Stoke liðið.
Burnley Burnley Burnley
Frá fyrstu mínútu var greinilegt að Liverpool liðið var mætt til leiks með það að markmiði að pressa og bæta upp fyrir dapran leik sl. sunnudag. Lucas fékk snemma gott færi sem hann bombaði beint í fangið á Tómasi Sörensen. Á 4.mínútu tók Gerrard svo á rás í átt að teignum, tók smá þríhyrning og fékk boltann aftur inni í teignum með hálft Stoke liðið í kringum sig, engu að síður fann hann Fernando Torres sem afgreiddi boltann í mitt markið og stimplaði sig með því formlega inn í ensku úrvalsdeildina í ár.
Fram til 20.mínútu komust Stoke varla yfir miðju og leikurinn var með öllu undir stjórn okkar manna. Þó fengu þeir aukaspyrnu á hættulegum stað sem þeir, ótrúlegt satt, eyddu í skemmtilega útfærslu, þ.e. eitthvað annað en bombu inn í boxið. Þetta fór auðvitað hrapalega illa hjá þeim og Torres náði boltanum, tók á rás upp kanntinn þar til hann sá Insua einan og yfirgefin á fjarstönginni. Fyrirgjöfin frá Torres var þrælfín og maður rétt náði að hætta við að fagna þar sem Insua náði af þónokkru óöryggi að setja boltann framhjá.
Það sem eftir lifði hálfleiks var síðan svipað, Liverpool réði lögum og lofum en náðu ekki að brjóta Stoke almennilega á bak aftur… ekki fyrr en á 45.mínútu. Þá fáum við horn sem Gerrard sendi inn í teiginn, enginn af lurkunum í Stoke náði að skalla boltann í burtu og hann endaði á kollinum á Kuyt sem horfði á skalla sinn varinn á línu af James Beattie sem fyllti auðvitað út í markið. Af honum skoppaði boltinn til besta leikmanns Liverpool í kvöld by far Glen Johnsons sem var ekkert að tvínóna neitt við þetta og klippti boltann í netið eins og verslunarstjóri í Vouge. Snilldar mark sem markaði frábæran hálfleik hjá Johnson. Strax þá var hann búinn að ógna marki andstæðingana svipað mikið og Arbeloa gerði í fyrra.
Burnley Burnley Burnley
Seinni hálfleikur:
Það tók Stoke svona fimm mínútur að gleyma hálfleiksræðu Tony Pulis, en á þessum fimm mínútum náðu þeir aðeins að ógna marki Liverpool og t.d. þurfti Pepe Reina í eitt skipti að taka á honum stóra sínum þegar Rory Delap sem er víst líka með fætur átti hörkuskot með vinstri í hornið, glæsileg markvarsla sem hefði gert Magnús Ver stoltann.
Eftir það var þetta aftur einstefna að marki Stoke og var á tímum vandræðalegt að sjá hvað þeir bara komust ekki yfir miðju. Á 53.mín átti Gerrard t.a.m. hörkuskot sem Sörensen varði út í teiginn og beint á Dirk Kuyt, hann fékk boltann hinsvegar herfilega fyrir sig og kláraði færði líkt og ég myndi gera í sömu stöðu, yfir.
Burnley Burnley Burnley
Á 60.mín súmmaði Beattie leik Stoke fullkomlega upp þegar hann vann boltann á miðjunni og ákvað bara að skjóta þaðan, en hey, þeir komust allavega yfir miðju. Á 65. mínútu fékk Shawcross síðan leið á þessu og ákvað að taka aðeins þátt í sóknarleiknum. Þessir einu sóknartilburðir miðvarðarins voru ekki langt frá því að enda í netinu en hann skallaði góða fyrirgjöf frá Dirk Kuyt að marki en Sörensen varði vel (Shawcross er ennþá í Stoke).
Áfram hélt sókn Liverpool og á 78.mínútu voru Mascherano og Gerrard aðeins að leika sér fyrir utan, eftir nokkrar sendingar fengu þeir leið á þessu, Gerrard tók á rás í átt að endalínu þar sem hann tók snilldarvel við fínni sendingu frá Mascherano, þessi móttaka fyrirliðans gaf honum auðan sjó í teignum sem hann nýtti til að koma góðum bolta fyrir, beint á kollinn á Dirk Kuyt sem skallaði í netið.
Burnley Burnley Burnley
Áfram hélt sókn okkar manna, Gerrard, Torres og Kuyt komu útaf fyrir Riera, Voronin og N´Gog sem kláraði leikinn með sínu fyrsta marki í ár. Glen Johnson tók enn einn sprettinn upp hægri kanntinn í kvöld, tók nokkur góð skæri (hann ætti að fara vinna í Vouge) og kom að lokum með góða fyrirgjöf/skot sem Sörensen náði að slá í, af honum barst boltinn til frakkans unga sem skallaði í slánna og inn af línu. 4-0 sigur staðreynd.
Frammistaða leikmanna:
Reina – hafði ekki mikið að gera en þegar á hann reyndi var hann með allt á hreinu og átti eina snilldar vörslu. Topp markvörður sem enn einu sinni hélt hreinu.
Insua – flottur leikur hjá honum, tók mikinn þátt í sóknarleiknum og sýndi enn einu sinni að hérna eigum við svakalegt efni.
Carra – Var Carra inná? Sá hann ekki mikið og það er oftar en ekki merki um góðan leik hjá miðverði.
Ayala – erfitt að dæma hann út frá þessum leik, en við héldum allavega hreinu og maður var aldrei smeykur við Stoke þó hann væri þarna í miðverðinum. Hressandi að sjá kjúkling fá traustið og standa sig. Þó að Grikkinn Guðmávitahvðaopolus sé víst á leið í læknisskoðin skv. LFC TV
Glen Johnson – gjörsamlega frábær í leiknum, gerði lítið úr Higginbotham hvað eftir annað. Þvílík snilld að hafa loksins bakvörð sem getur sótt eins og engin sé morgundagurinn. Klárlega næstbesti leikmaður kvöldsins og lofar hrikalega góðu.
Mascherano – oft hefur hann nú talist hálf óþarfur gegn liðum eins og Stoke en það var aldeilis ekki raunin í kvöld, var grimmur út um allt og meira að segja nokkuð liðtækur frammávið lika.
Lucas – hvað segiði eigum við að ræða Lucas eitthvað núna? Ég veit ekki einu sinni hver var á miðjunni hjá Stoke í kvöld.
G&T – voru báðir líkir sjálfum sér í kvöld, sem þýðir að þeir hafi verið með bestu mönnum vallarnis, kom engum á óvart að það hafi verið þeir sem brutu ísinn.
Kuyt – var fínn í kvöld, tókst ekki allt sem hann var að reyna en þegar upp er staðið átti hann mark og nokkur hættuleg færi. Linkaði líka stórvel við Johnson.
Benayoon – fékk mann til að blóta þeim 75.mínútum sem hann spilaði ekki gegn Spurs, minn þriðji besti leikmaður í kvöld.
Robert Blake – klárlega besti leikmaðurinn í kvöld… og ég sá ekki mínútu af hans leik. Eins er á að fýla Jansen sem varði víti
Frá Stoke get ég eiginlega bara hrósað stuðningsmönnum þeirra, bestu stuðningsmenn gesta sem ég hef heyrt í á Anfield lengi.
Framhaldið:
Það er ekki hægt að miða við Stoke, en að einhverju leiti má segja að Liverpool eru mættir til leiks í ár. Ég hef mikla trú á að liðið eins og það spilaði í kvöld geti breytt jafnteflum ársins í fyrra í sigur, bakverðirnir okkar eru mörgum ljósárum betri í sóknarleik í ár heldur en í fyrra.
Þakkir
Sjálfur þakka ég mínum mönnum fyrir stórkoslegan leik í afmælisgjöf…. og ekki síður snillingunum í Burnley Burnley Burnley, vantaði bara þetta til að toppa kvöldið 🙂
…og að lokum BBC fyrir myndirnar sem í þessari færslu eru
Já og ef ég heyrði rétt á LFC TV þá er Rafa ekki að fara neitt.
1 stig úr þessum leikjum á síðasta tímabili(Tottenham(a) og Stoke(h)), erum komnir með 3 núna, 2 meira en í fyrra…og hvað eru menn að kvarta….
GLEN JOHNSON var algjörlega frábær í þessum leik í kvöld og með svona frammistöðu var hann ódýr ! Með hann til viðbótar í okkar liði frá síðasta tímabili – er fyllsta ástæða til bjartsýni. Svo lengi sem RAFAEL BENITEZ heldur áfram með liðið – það er vonandi að hann taki af allan vafa með það í kvöld.
Gleði gleði, Glen Johnson maður leiksins og svo elska ég líka Gerrard :D… og já líka Burnley :D:D:D
“Svo lengi sem RAFAEL BENITEZ heldur áfram með liðið – það er vonandi að hann taki af allan vafa með það í kvöld.”
Er það búið að vera í einhverjum vafa?
við skulum ekki staldra lengi við þennan leik og förum að einbeita okkur að næstu andstæðingum.
Hlutirnir eru fljótir að breytast. Fyrir nokkrum klukkutímum voru margir á því að tímabilið væri bara búið svo slakt var þetta gegn Tottenham og vildu jafnvel líka að við hefðum fengið Owen. United tapar í kvöld og Owen víst slakur (eftir því litla sem ég hef lesið). Vel gert! 🙂
við skulum ekki staldra lengi við þennan leik og förum að einbeita okkur að næstu andstæðingum.
Nei við skulum gleyma honum strax he he, það eru 10 min siðan hann endaði alt i lagi að njóta þess í 10 min i viðbót
ætli það sé ekki í lagi:D
Við skulum alveg halda okkur á jörðinni. Við vorum að spila við Stoke!! skyldusigur, en það var allt annað að sjá til liðsins í kvöld en á laugardag.
Jákvæðast við þetta allt saman er að við gerðum 0-0 jafntefli gegn þessu liði á síðustu leiktíð. Til að verða meistari verður Liverpool að vera með ósigrandi vígi á Anfield og þangað koma ekkert miðlungslið og hirða 1 eða 3 stig. Þetta er skref í rétta átt. Það var gaman að sjá Benitez tefla fram leikmanni úr unglingaliðinu sem stóð sig með prýði.
Nú er bara að fara stilla sig inná næsta leik sem verður erfiður gegn fersku liði Aston Villa sem er algjörlega óútreiknanlegt lið. Það verður gaman að sjá hver verður við hlið Carra í þeim leik.
Hápunktur kvöldsins Burnley 1 – Man Utd 0………!!!!
Johnson nettur, Lucas nettur, Benayoun nettur, Gerrard ágætur (vel nettur í 3 markinu) Torres ágætur, Kuyt ágætur, Mascherano tæpur, Ayala tæpur (stress eflaust) Insua tæpur…
Já og heilt yfir slakur leikur en samt 4-0 sem er helnett…
auðvitað hefur það ekki verið neinn vafi á að hann haldi áfram…., en fréttirnar voru “scary” þegar þetta er komið útum allt á netinu.
En var að sjá Rafa í viðtali á LFC TV og hann staðfesti að þetta er auðvitað bull.
Insua tæpur? Mér fannst hann mjög góður. Það er þvílíkur munur að hafa sókndjarfa og tekníska bakverði. Þetta er mikil breyting frá því í fyrra.
Manni er óneitanlega létt eftir þennann leik en núna megum við heldur ekki missa okkur í gleðinni heldur byggja á þessu og halda áfram á þessari braut.
Að því sögðu…… bwahahahahahahahahahaha, scum-fuck-utd með lollana uppá bak á móti Burnley…..bwahahahahaha, spurning um að eyða kvöldinu á spjallinu hjá Man-utd klúbbnum á íslandi og kúka yfir þá þvers og kruss.
YNWA!
Glen og Gerrard voru frábærir í kvöld!
Góður sigur og yndislegt að hlusta á hann með japönsku tali á Sopcast. Hver þarf á stöð2 sport að halda og owen…
Insua er bara alltof einfættur, hrikalegt að sjá það.. En já ég gleymdi Reina, hann var nettur!
Johnson hreint út sagt FRÁBÆR.
Johnson var að mínu mati algerlega maður leiksins. Persónulega fannst mér Lucas líka standa sig vel og honum vex ásmegin, og svo var Ayala góður þrátt fyrir að vera stressaður. Það er ekkert skrýtið að hann sé stressaður, en það var gaman að heyra áhorfendurnar klappa fyrir honum í hvert skipti sem hann gerði eitthvað rétt, hversu lítið sem það var, til að gefa honum kjark.
p.s. þessi snúningur hjá Gerrard var náttúrlega snilld!
Hvernig færðu það út Atli að Insua sé ,,hrikalega einfættur”? Hann er einmitt með ágætan hægri fót og vel spilandi með báðum.
Sýndi sig ekki í þessum leik at least.. en komst ágætlega kannski frá þessu, kannski eitthverjir fordómar af minni hálfu, vonandi verður hann frábær! 🙂 En klárlega geta menn ekki verið ánægðir með spilamennskuna í þessum leik, 4-0 sigur en hrikalega gay leikur engu að síður..
Mjög góður sigur, spáði reyndar 6-0 en sáttur 🙂 Johnson og lucas klárlega menn leiksins þó margir hafi verið góðir. Vissum alltaf að Johnson væri góður en ég er mjög ánægður með Lucas, klikkaði ekki sending og vann margar tæklingar og greinilegt að samherjar hans treysta honum fyrir boltanum. Svo var ég bara helv sáttur við peyjann í vörninni:) Gott kvöld og ekki skemmdi fyrir að United tapaði, fyrir Burnley!!!
Fínn sigur og virkilega gaman að sjá hvað ungu strákarnir eru að sýna miklar framfarir. En Johnson án nokkurs vafa maður leiksins að mínu mati. Þó það sé fínt að hafa Lucas í svona leikjum þá er hann ekki nægilega góður (ennþá) að geta spilað á móti sterkari liðum sem pressa hærra. Vona bara að Aquilani komi sterkur inn og verði meiðslalaus út leiktíðina svo hann komist í almennilegt leikform einhvern tímann.
jessssssssssssssssssssssss…… jájá já já já þetta var æðislegt…… Ég spáði fjögura marka sigri, reyndar 5 – 1 en ég tek þessu líka !! haha. Mér fannst liðið sem heild leika mjög vel en Glen johnson var án efa maður leiksins. Þvílík frammistaða hjá drengnum og skærin minntu bara á færastu og flinkustu kantmenn 🙂 Minnti mig bara á Figo hahaha. En menn mega samt ekki missa sig, tveir leilir komnir. eitt tap og einn sigur en eins og réttilega var bent á hér að ofan að þá erum við með tveimur fleiri stig en úr sömu viðureignum í fyrra !! YNWA
Hvar finnur maður man utd spjallið eg verð að lesa hvað þessar vælandi kerlingar eru að kvarta yfir nuna
Er einhver með link af highlights úr leiknum fyrir þá sem ekki sáu hann ? finn ekkert á jútúb… verð að fá að sjá mörkin, STRAX 😀
YNWA
Johnson klárlega maður leiksins, Gerrard með 2 stoðsendingar og aðrir nokkurn veginn á pari en Ayala var mjög góður, kom mér á óvart.
Réð bara ágætlega við sterka skallamenn stoke.
Samt með smá áhyggjur ef Gerrard er ekki að leika vel eins og á móti tottenham, eru ekki margir sem taka við af honum.Hann átti þátt í fyrstu 3 mörkunum
Nákvæmlega…Insua bara þessi fíni bakvörður og engin aldur á drengnum…einfættur my ass…en já Glen Johnson klárlega maður leiksins.Gerrard gerði líka sitt og svo…Reina hinsvegar á mikið hrós skilið fyrir að mæta 100% í þessa leiktíð…klárlega sá til þess að Tottenham skoruðu ekki 5 mörk og varði gríðarvel í kvöld…að lokum set ég spurningarmerki við Carragher???? ég gef honum sénsinn,en ég get vel sagt það að mér finnst vera komið að bekkjarsetu hjá honum…vill fara að fá Agger og Skrtel sem fyrstu kosti…verða samt að vera heilir til þess….
Er að horfa á LFC.TV og þeir voru að staðfest kaup á Grikkjanum Sotiris Kyrgiakos þ.e.a.s. ef hann stenst læknisskoðun. Erum því að fá inn reynslubolta sem getur coverað Carra, Skertel, og Agger auk þess að hafa efnilegan miðvörðu í Ayala.
YNWA
Elías Hrafn… http://www.manutd.is/spjall/ hérna væla þeir 😀
Nú búið að staðfesta kaupin á Liverpoolfc.tv
“The 30-year-old Greek international will arrive at Melwood for a medical examination before the weekend”.
On how the signing would impact on young centre-backs such as Martin Kelly and Daniel Ayala, Benitez added: “The young players know they need experience and so to learn alongside people with this experience is better.”
YNWA
Til lukku félagar & konur.
Ég spáði rétt 4 – 1, 4 mörk komu á Anfield og svo kom eitt hjá Burnley…
Húrrrrrrra fyrir Burnley og svo er bara að lesa blöðin á morgunn, sjá hvernig Mr. fats… ég meina Mazzi Ferguson tæklar það að slá á hendur blaðamannannnnnnnna heheheheh
AVANTI LIVERPOOL – R A F A – http://www.kop.is
Frábær leikur.. en ég missti af 2 og 4 markinu..
Er einhver með link á mörkin??
Menn eru fljótir að koma með mörkin hér: http://www.101greatgoals.com
Ari .. mörkin hér http://www.mysoccerplace.net/video/liverpool-vs-stoke-40
Tekið af Man.United spjallborðinu (sem er í augnablikinu góð skemmtun): “Váá!!! Alltaf þegar Man U skiptir inná þegar það er slakur leikur hjá okkur þá er Anderson alltaf maðurinn sem er tekinn útaf !! Fokking pirrandi til leyndar.” Pirrandi til leyndar? Priceless…..
hahaha djöfull ertu bilaður Babu…. en flott og vönduð skýrsla, en aðallega skemmtileg lesnin
Kristján V
EinarO takk fyrir.. 🙂
Fyrst og fremst ; Til hamingju með afmælið Babu….
Það fór þá eins og ég spáði.. Stoke yrði slátrað, líkt og Selfoss liðinu á Akureyri… Burnley myndi taka Scum í afturendann líkt og Hreiðar Már tók þjóðina, og við færum báðir glaðir að sofa 😉
það er ljóst að Tottenham liðið sem við kláruðum ekki í síðasta leik, er gríðarlega vel mannað, og virkilega slæmt að fá þetta lið í fyrsta leik. En það kemur vonandi ekki að sök, því ég hef fulla trú á því að við séum klárir í mótið. Glen J, klárlega búinn að reima á sig takkaskóna, og þó svo að mér hafi fundist þessi bakvarða skipti dýr í síðustu færslu, þá er ég ekki frá því að þau borgi sig, ef hann heldur áfram að spila svona drengurinn!!
Eníhú… Ég hreinlega nenni ekki að ræða þennan leik neitt frekar.. þið sáuð þetta allir. Liverpool liðið mætti í þennan leik, klárir í slaginn og Stoke átti aldrei séns.
Það verður fróðlegt að sjá hvort við náum að fylgja þessu eftir i næsta leik, sem ég er svo sannfærður um.
Ég hefði aldrei kommentað hér, strax eftir leik, nema bara af því að Landsbankamaðurinn sjálfur á afmæli í dag, og óskum við norðanmenn honum alls hins besta af því tilefni…. YNWA….
Carl Berg
ég held að ég hafi smitast af þessum Tourette sjúkdómi !! Burnley Burnley Burnley …… hahaha
Góður skyldusigur. Ýmislegt ágætt úr þessum leik. Lucas virkaði traustur og átti ágætar tæklingar sem heppnuðust vel. Ayala komst stórslysalaust frá leiknum en virkaði stressaður eðlilega. Insúa var viljugur og sókndjarfur, stundum of sókndjarfur og skildi eftir opinn vænginn. Hann hefði átt að skora úr þessu dauðafæri. N´gog tókst að slysa inn marki og brosti hringinn alveg þar til hann gekk útaf vellinum og er sjálfsagt enn brosandi.
Ég hef samt sem áður pínu áhyggjur af því að Mascherano og Lucas séu látnir bera upp boltann á sama hátt og Alonso gerði. Þeir eru engan veginn hæfir til þess á sama hátt og Alonso var. Stundum sá maður að menn voru opnir þegar Masch og Lucas voru með boltann en skorti getuna og sýnina til þess að senda boltann á opnu mennina. Mér finnst að Gerrard ætti að detta meira niður til þess að ná í boltann. Á móti kemur kannski að Kuyt og Yossi voru með frábærar hreyfingar án boltans og hættu ekki að hlaupa og bjóða sig svo að Masch og Lucas gátu yfirleitt fundið þá.
Ha ha ha, algerlega frábær skýrsla hjá Babu og svo vill til að ég er algerlega sammála í einu og öllu 🙂
Verð þó að bæta því við að mér fannst Voronin eiga góða innkomu þó hann hafi ekki skorað, hann er greinilega með meira sjálfstraust en síðast í rauðu treyjunni.
Glen Johnson……….vá, hann verður legend með þessu áframhaldi.
Og að lokum innilega til lukku með afmælið Babu 🙂
ánægður með Carl Berg, hjartað slær norðan glerár
Já ánægður með Carl Berg, áfram Þór og áfram Liverpool !!
Snild 🙂 Þá meina ég leikurinn, pistilinn og Burnley. Og djöfull var Glen flottur, og í rauninni allt liðið. Snild, liðið komið í gang…
Svo ekki meiri neikvæðni hér á spjallinu í bili hehe.
ég var á sportpöbb áðan og þið hefðuð átt að sjá liðið sem var að horfa á man utd-burnley það var meiri segja einhver gaur í scholes treyju hve þroskaheft getur fólk verið.En allavegna þeir voru berjandi í borðin alveg við það að fara grenja ég meiri segja hætti að horfa á liverpool til að horfa á man utd þetta var pricless að sjá þetta þraungsyna pakk þeir eru ekki að fara geta shit í vetur man utd ef þeir spila svona.Maður sá áðan hve þeim vantar ronaldo og tevez menn sem klaruðu svona leiki fyrir þá.
Enn flottur sigur hja okkar mönnum og eg held að þetta se flott fyrir sjalfstraustið hja þeim gott lika að torres skoraði maður vill hafa hann graðugan í mörk
YNWA
Það er gaman að sjá leikja prógramið hja poolurum og scum næstu vikur ég held eftir þessa leiki þá verðum við komið með gott forskot á scum Þvi þeir eru pott þétt að fara missa stig næstu vikur frekar erfitt prógram
Liverpool vs Aston Villa
Bolton vs Liverpool
Liverpool vs Burnley
West Ham vs Liverpool
Liverpool vs Hull
Wigan vs Man Utd
Man Utd vs Arsenal
Tottenham vs Man Utd
Man Utd vs Man City
Stoke vs Man Utd
Verður þetta ekki bara til þess að Ferguson taki upp budduna fyrir mánaðamót og splæsi í Silva eða Augero eða einhvern álíka snilling til að klára þetta fyrir þá enn einu sinni ?
Takk fyrir það Birkir og fl. 🙂
Um Þór – Selfoss þarf ekki að segja annað en að þjálfari Þórs hrósaði dómaranum sérstaklega fyrir leikinn (gubb).
og Elías Hrafn, ég held að það sé ekki málið aði afskrifa eða vanmeta United alveg eftir 2. umferðir.
Bara drullu sáttur eins og flestir hér þetta er komið í gang hjá Liv.
Mér fannst þetta hreint ekkert gott, fyrri hálfleikur mjög slakur þó að við náðum að skora eftir 4 mín. Sendinegar Mascherano skelfilegar og mjög þreytandi að sjá andstæðinginn láta hann bara vera því að hann er með svo lélegar sendingar. Glen Johnson var hins vegar frábær, og gott að vita til þess að Rafa er alveg hættur að reyna að kaupa gimsteina sem hann vonar að verði góðir. Núna kaupir hann hágæða leikmenn sem eru 100% góðir og 100% búnir að sanna sig sbr Torres, G.Johnson og nú Aquilani. Ég er ekki nægilega bjartsýnn eftir þessa 2 leiki, liðið getur spilað mjög vel en þess á milli er það skelfilegt, sbr fyrri hálfleik gegn Spurs og stóran part að þessum fyrri hálfleik. But i´ll take it ef það skilar sigrum.
Góður sigur 4-0 Glen Johnson var maður leiksins án nokkurs vafa,,,,next mission Aston Villa,,,,
Svo legg ég til að við hættum að tala um Alonso eins hann væri einhver dýrlingur,ég man nú ekki betur en hann væri meiddur heilu mánuðina og það oft,hann var leikmaður okkur í denn,hann er ekki leikmaður Liverpool,svo það er mín tillaga að hætta að eyða tíma í að tala um leikmenn sem klæðast ekki rauðu treyjuni…YOU’LL NEVER WALK ALONE
Frábær leikur og Glenda var æðisleg í kvöld. Var líka sáttur við Lucas og Insúa og Kuyt var að skapa fín færi í þessum leik. Megum samt ekki monta okkur of mikið því við vorum jú á heimavelli gegn Stoke sem er ekkert nema skyldusigur. Næst er það Aston Villa og þar verða 3 stig að rata í hús. Lágmark að hafa 6 stig eftir 9 leiki og það mun verða sárt að tapa 5-6 stigum í fyrstu þremur umferðunum.
En vá hvað JERMAIN fokking DEFOE er ruddalega góður striker. Greyið Crouch á bekknum hjá Spurs að sjá Defoe taka landsliðssætið sitt, sá hlýtur að vera bitur, spurning hvort við fáum ekki Crouch í janúar á fimm milljón punda afslætti í janúar 🙂
Ég held samt að það er ástæða til að hræðast Tottenham í vetur, með flottan mannskap og geta leyft sér að hafa Pavl$%#)$/chenko og Crouch á bekknum en samt unnið 1-5 á útivelli. Ég trúi því að Tottenham gæti blandað sér í topp 4 frekar en Man $ity.
Skemmtileg skýrsla sem setur punktinn yfir góðan dag!
Login is currently disabled due to excessive traffic levels, these typically occur after a game update.
Capacity is being expanded as soon as possible to allow access at all times, we suggest waiting for an hour and trying again. Apologies for the inconvenience.
Sælir félagar
Ég er helsáttur við liðið og Burnley. Yndislegt kvöld!!!
Það er nú þannig.
YNWA
Ég tek undir með Lolla hvað varðar Tottenham. Þetta er mjög gott lið. Hafa lengi haft fínan mannskap en einhvernveginn ekki haft mentality eða momentum til að ná þeim árangri sem þeir ættu að geta náð. Hugsanlega eru þeir loksins búnir að finna það sem uppá vantaði og þá er þetta lið sem getur alveg veitt fjóru stóru harða keppni. Sama gildir um Man City þetta tímabilið. Það er lið sem gæti gert verulega góða hluti ef þeir ná að mynda liðsheild úr sínum mannskap. Ég persónulega fagna þessu mjög, er bara rosalega sáttur við að fleiri lið séu líkleg en færri. Það gerir þetta skemmtilegra og meira spennandi.
Annars frábært að vinna þennan leik og enn betra að vinna hann 4-0. Megum samt ekki missa okkur í manísk-depressívri nálgun á liðið. Að tapa fyrir Tottenham er ekki heimsendir, að vinna Stoke er ekki ávísun að titli. Hinsvegar má ekki gera lítið úr þessum sigri þar sem þetta sé Stoke. Það er bara ekkert sjálfgefið að vinna svona lið sem pakka öllum sínum mannskap í eigin vítateig og spila alla leiki uppá innköst. Ekki unnum við þá í fyrra.
Glæsilegur sigur og fín afmælisgjöf. Að sjá Utd. tapa á móti Burnley var svo rúsínan í pylsuendanum 🙂
Hvernig er það, er hvergi umræða núna um það á netinu að Man Utd. sé að fara að missa af titlinum og hversu getulausir þeir eru án Cronaldo og Tevez?
Eða á það kannski bara við um okkur þegar við töpum leik og vegna þess að við misstum Alonso?
Þetta eru alveg sambærileg mál, merkilegt hvað umræðan er alltaf misjöfn eftir því hvaða lið á í hlut.
Megin uppistaðan á spjallþráðum Manutd áhanganda er svona:
Hvað var karlinn að hugsa?
Alltof mikið af skiptingum!!
Owen sökkar.
Kaupa Silva.
Hvað eru Liverpool menn að monta sig?
Liðið er fullt af meðalmönnum
Fuuuuck!!!
Alltof mikið af skiptingum?
Fengu þeir að skipta oftar en þrisvar? Hahah ….. hvaða væll er þetta í þeim.
Skv. match report á Skysports var possession % í leiknum 76.4% á móti 23.6%. Ég man bara ekki eftir öðrum eins tölum ef ég á að segja eins og er.
ENGA NEIKVÆÐNI HÉR SKÁL Í BOÐINU
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
Nei, Ferguson breytti liðinu helvíti mikið fannst þeim, einhverjar 4-5 skiptingar. Vantaði Rio og Vidic í vörnina. Ég horfði aðeins á þennan leik og magnað að sjá gamla kallinn Giggs vera langbestan í liðinu að nálgast fimmtugsaldurinn, en aðrir voru mjög slakir. Rooney ljónheppinn að fá ekki rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu.
Haukur, skv Skysports hjá mér var possession 32.7% hjá Burnley og 67.3% hjá Man Utd. Það er ekki óeðlilegt þar sem Burnley skoraði í byrjun fyrri hálfleiks.
Ekkert smá mark hjá þessum Blake, djöfull hitti hann boltann fáranlega vel. Kórónaði frábært boltakvöld. Var síðan að skoða mörkin hjá Defoe í kvöld og þau eru ekkert smá flott, þvílík finish.
Enn já að máli málanna, Glen Johnson er að byrja þvílíkt vel ef hann er ekki að fiska víti þá leggur hann upp mörk eða klippir boltann inn. Vona að hann haldi áfram á sömu braut og leggi upp nokkur á móti Aston Villa.
Nei, fyrirgefðu Haukur, þú ert auðvitað að tala um Liverpool leikinn. Meiri vitleysan í mér. Þetta eru ótrúlegar tölur.
Gríðarlega ánægður með sigurinn. Glen J! maður leiksins. Lucas stóð sig einnig frábærlega. Þetta var æðislegt.
En það neikvæða sem ég sá í kvöld var mascherano,riera og benitez. Fannst vera furðuleg neikvæðið ský yfir þessum mönnum. Ég er alveg viss um að mórallinn í liðinu er í “all time low”. Bara tilfinning sem ég hef. Getur verið algjört kjaftæði.
Hvað segirðu, skallaði Kuyt í netið? Annars bara vel þolanlegt kvöld, held ég gæti meir að segja þolað annað svona kvöld fljótlega.
Glæsilegt hreint og beint.
Það sem mér fannst standa upp úr var:
1. Lucas var að biðja um boltann, skilaði honum vel frá sér, sótti á réttum tíma fram (eins og í fyrsta markinu) og sá um að hreinsa upp eftir aðra og sjálfan sig. Hjálpaði t.d. oft Ayala þegar hann þorði ekki langt fram, og sótti boltann djúpt og kom honum í spil.
2. Johnson var náttúrulega bara /(&&/%$%#”%. Já.
3. Ayala. Hent inn í aðalliðið og spilar 90 mín á móti Stoke, þar sem aðal playmakerinn er maður sem tekur innköst (má ekki fara að setja rangstöðu regluna í gang frá innköstum? Jesús hvað Stoke er leiðinlegt lið). Auðvitað mjög óöruggur framávið, en klikkaði ekkert í vörninni.
Ég ætla svo að koma svo með smá fróðleik. Burnley er minnsti bær í Englandi sem hefur komið liði í PL. Yndislegt!!!!
Kuyt er svo öflugur að hann getur skallað með tánum!
Ég held ekki vatni yfir Lucas. Hann er búinn að bæta sig gríðarlega síðan í fyrra. Betri sendingar, betri staðsetningar, betri tæklingar og auk þess að hann farinn að taka miklu meira til sín…..öskra á dómara og fl.
Hann er nýja hetjan mín!
Johnson jafnaðist alveg á við tvo = Johnson & Johnson
Sammála þvi að Lucas hafi átt fínan leik. Sótti fram og bakkaði vel og tæklaði menn og gaf fínar sendingar. Hann er sá leikmaður sem hefur bætt sig hvað mest. Og með fleiri leikjum mun hann bara batna og verða vonandi frábær. En menn eru að býsnast yfir því að scum hafi tapað og muni ekki verða fyrir ofan okkur……ég held að menn ættu að líta á chelsea sem líta hrikalega vel út akkúrat núna. Gríðarlega þétt lið og mun verða það lið sem mun vera í topp 2 sætunum í vor. Ég ætla rétt að vona að Liverpool verði í því fyrsta. YNWA…snilldar sigur í gærkveldi BTW.
haha góður Jónas… Og er sammála mönnum með Lucas. Þessir leikir sem hann fékk í fyrra hafa greinilega gefið honum mikið. Megum ekki gleyma að hann er ungur og á bara eftir að verða betri…
Og er líka sammála Elmari, Chelsea líta hættulega vel út með Drogba í fáranlegu formi þarna frammi. Þeir verða erfiðir í ár… En það verðum við líka 🙂
Samkvæmt Times og Marca þá er Rafa að reyna að landa R. Van der Vaart á 10 m
Ég held að það sé dagsformið sem skiptir miklu máli og að menn séu alltaf vel stemmdir fyrir leik sem er því miður ekki alltaf . Chelsea er örugglega með gott lið en þeir rétt unnu hull og tott jarðaði svo hull í gær, hvað segir það, er tott þá betra lið en chelsea? hver veit en kanski var chelsea ekki með dagsformið í lagi, sem segir að öll lið geta unnið og það er ekkert sem heitir skyldusigur, menn verða bara að vera vel stemmdir og graðir fyrir framan markið= dagsformið í lagi, er það ekki eða þannig. 🙂
Getið haldið ykkur á jörðinni poolarar þið hafið ekki unnið englansmeistartitil síðan 1990. þá var Michael Jackson svartur og Bubbi með hár. ég held að það séu meiri líkur á að Jackson lifni við og Bubbi fari að safna hári heldur en þið að vinna titilinn.
Arsenal fan að rífa kjaft, menn bjartsýnir eftir einn leik í deildinni ?
Ég man nú ekki betur en að verðlaunaskápurinn sem fjárfest var í þegar þið fluttuð um völl hafi ekki gert annað en að safna ryki. Það er alltaf talað um að Liverpool menn eigi að lifa í núinu – ekki á farsælli fortíð. Legg til að þú tileinkir þér það einnig…
Sástu einhvern okkar yfirgefa jörðina út af þessum sigri á Stoke?
Annars eins og Eyþór segir, hefur þú alveg efni á að rífa kjaft á þessum nótum? Til að Arsenal gæti unnið Liverpool á einhvern hátt í sögulegu samhengi þurfti að breyta um nafn á deildinni 🙂
Afsakið, mín mistök – þið bjugguð til ykkar eigin keppni á undirbúningstímabilinu með bikar og alles …. þetta er allt að koma..
Rósi: hvar fékk Rafa pening veistu það? Og veit einhver hvað var í gangi með að Rafa væri að hætta, var verið að tjúna allt upp fyrir leikinn í gær
Vá Arsenal maður farinn að skipta sér af umræðum, það er aldeilis !! Gaman að fá svona comment. Segir meira en flest orð að Arsenal maður er farinn að lesa Liverpool bloggið og commenta. Einhverjar áhyggjur greinilega !! Ég veit ekki einu sinni hvort það er til Arsenal blogg því mér gæti ekki verið meira sama hvað Arsenal menn eru að segja eða gera. Miðað við mannskap og frammistöðu seinustu ára þá er styttra í að Liverpool taki titil heldur en Arsenal þannig að ég myndi bara koma niður á jörðina og átta þig á því að Arsenal er ekki að fara að gera neitt á þessu tímabili !! Þarf MIKIÐ að gerast !
ætla að segja eitt, held að Glen J. eigi eftir að standa sig svo vel hjá liverpool þar sem hann getur farið eins oft upp kanntin því hann hefur aldrei verið með jafn góðan varnasinnaðan miðjumann sem dettur í stöðuna hans, Javier M…. Og mér líst mjög vel á lucas, í leiknum í gær var hann bara mjög góður, En sá sem var langbestur var BLAKE…
trúir þú öllu sem að gulapressan segir ? Það er þó nokkuð síðan að Rafa sagðist vera að skoða leikmann með SG og FT,af hverju eiga menn að tala um að eiga nóg af seðlum ? Halda menn virkilega að Rafa hafi ætlað að kaupa miðvörð á 7-12 m punda ? Hann er með Carra,Agger,Skrtel þannig að þessi Grikkja kaup eru mjög eðlileg.
seinast þegar Arsenal vann Meistaradeildina þá voru risaeðlurnar uppi?
Kenny, það er ekki rétt. Þeir unnu hana ekki heldur þá.
og Rósi ertu með link á þessar fréttir?
http://www.marca.com/2009/08/20/futbol/equipos/real_madrid/1250753071.html
http://www.sport.co.uk/news/Football/25498/Spanish_media_claim_Dutch_star_deal_is_imminent.aspx
Drengir Liverpool liðið var gjörsamlega FRÁBÆRT í þessum leik. Ég horfði á leikinn á LFC Tv í endursýningu þar sem ég gat ekki séð hann “live” og voru þeir sem voru að lýsa leiknum gjörsamlega að missa sig yfir miðjunni okkar. Lucas og Mascherano voru virkilega góðir í þessum leik. Lucas var flottur í að dreifa spilinu, kom djúpt til að sækja boltann og hefur bætt sig fáránlega á milli ára. Mascherano var ALLTAF mættur til að hirða upp boltann á miðjunni, var með góðar sendingar og virkilega grimmur. Glen Johnson að sjálfsögðu maður leiksins að mínu mati en ég spáði því við félaga mína fyrir leiktíð að hann ætti eftir að skora svona 4-6 mörk á þessari leiktíð. Þetta er einmitt það sem við þurftum á síðustu leiktíð til að brjóta upp leikina, einhvern mann sem getur tekið varnarlínuna á og sent boltann fyrir. Við erum komnir með auka “match winner” í Glen Johnson. Sá sem segir að við þurfum að setja Carragher á bekkinn er með greindarvísitölu á við heimilistæki því að Carra steig ekki feilspor í leiknum. Bæði Ayala og hann voru virkilega stöðugir og í 90 mín fótboltaleik þurfti Reina að verja einu sinni mesta lagi tvisvar sinnum. Persónulega finnst mér Insua geðveikur. Þetta er nautsterkt kvikindi, flottur varnarmaður, með mikinn hraða og er nú loksins farinn að sækja fram á við. Svo erum menn eitthvað að gagnrýna hann hérna inni. Það er annað hvort í ökkla eða eyra með suma menn hérna inni því það virðist aldrei neitt vera nógu gott þegar það kemur að LFC. Ég meina þetta var 4-0 sigur og svaraði liðið gagnrýninni frá síðasta leik með því að taka Stoke í ósmurðan afturendann. Koma svo….ekki alltaf þetta niðurrif heldur byggja á því jákvæða. Við erum loksins komnir með alvöru bakverði.
Náði ekki að horfa á leikinn fyrr en eftir miðnættið og var gríðarlega ánægður.
Finnst þessi leikur fínn mælikvarði á liðið okkar frá september til september. Mark strax, yfirvegun í leiknum og stöðugur sóknarþungi. Mönnum fannst ekki nóg að vinna 2-0, eða 3-0. Merki sigurvegara þar elskurnar.
Mig langaði rosalega að hringja í Paul Merson og ræða við hann snilldarkomment hans um bestu og verstu kaup sumarsins, þar sem hann valdi Owen bestu og Johnson skringilegustu. Fínn vinur.
Ég sendi Unitedvini mínum SMS í gær, “Agent Owen, well done tonight keep up the good work”. Hef ekki enn fengið svar. Ljóst að Johnson er FRÁBÆR viðbót við þetta lið og ég sakna þessa góða manns Arbeloa ekki neitt, hann væri einfaldlega bekkjarmatur núna.
Ayala komst vel frá sínu, en auðvitað óöruggur og maður er alveg búinn að gleyma því að Insúa er bara kjúklingur. Flottur leikmaður kominn þar uppá dekk!
Svo tek ég hattinn af fyrir Lucasi, sem átti frábæran leik. Menn eru alltaf að reyna búa til úr honum Alonso og bera hann saman við það, sem er auðvitað hreint bull. Lucas er með mikla sendingagetu og er virkilega útsjónarsamur við að vinna boltann og hefur tekið sig verulega á í að brjóta ekki af sér. Mikilvægast er að með því getur Gerrard haldið áfram sínu hlutverki sem 2nd striker sem skiptir öllu máli. Ég hlæ oní maga þegar fólk vill fá Gerrard á miðjuna, þaðan hefði hann ekki skapað þriðja markið stórkostlega í gær!
Fyrir mína parta allavega er ég sáttur með það að sjá að liðið er í fínum gír og miklu máli skiptir að Anfield verði virki þar sem lið skjálfa þegar þau mæta.
Burnley, Burnley, Burnley, BURNLEY.
Shit, þetta er greinilega smitandi………
:D:D:D:D:D:D:D:D:D
Krikkinn er til í að koma sem 4 kostur í miðvörðinn en það er erfitt að fá ungann Stókara ¨(sem dæmi) til að koma og keppa við Skrtel, Carra og Agger sem eru með bestu mönnum í deildinni í sínum stöðum. Skil hinsvegar ekki í Van der Vart kjaftasögum , þurfum ekki mann í hans stöðu (playmaker). Eitt áberandi í gær í Stoke-leiknum en það er góð samvinna á hægri kanti annarsvegar og svo hvern höfum við á vinstri kanti…? Insua var góður og Aurelio veður valinn frekar en Dossenaí bakvörðinn og báðir góðir fram á við. Vinstri kantur: Riera er misgóður og ekki að slá í gegn að mínu viti. Babel er ennþá eitt stórt ?-merki og virðist vera langt frá því að finna sig á kantinum. Benni ungi er miklu meiri central typa og leitar mikið inn á miðjuna en er samt okkar besti kostur í dag í v-kantinn. Þurfum ekki að kaupa neinn í viðbót að mínu viti heldur þurfum við samstöðu innan vallar sem utan og í gær var augljóst að samstaða er innan liðsins að vinna leiki og deild. Vonandi vinnur Babel sig upp úr meðalmennskunni og Benites síni honum aðeins meiri þolinmæði en hingað til. Klárlega með hæfileikana eins og allt liðið. Afram Liverpool!
Anton þurfum við ekki mann sem getur spilað alls staðar á miðjunni og í holunni ? Þurfum breidd Anton
Flottur sigur, og 4-0 alveg eins og ég vonaðist eftir. 🙂 Vona að við náum að fylgja þessu eftir á mánudaginn, og eins og Maggi segir, vonandi verður Anfield aftur að virki, þar sem við töpum varla stigi.
Van Der Vart, væri ágæt viðbót, svona til þess að auka breiddina hjá okkur. Við skulum átta okkur á því að liðið spilar kannski ca 65 leiki á tímabilinu, og það eiga pottþétt eftir að koma upp einhver meiðsli hjá okkur.
Ég set spurningamerki við van der Vaart. Hann er leikmaður sem vill spila í holunni og þar við höfum við besta miðjumanninn í heiminum. Auk þess höfum við Aquilani í sjúkraþjálfun. Van der Vaart getur alls ekki spilað á kantinum, ekki nema þá í svipaðri rullu og Benayoon hefur verið að gera svo vel, þ.e. að leita mikið af kantinum inn á miðjuna. En það þýðir ekkert að hnoðast upp miðjuna endalaust, við þurfum miklu frekar kantmann sem getur spilað við hliðarlínuna.
Hinsvegar, þá er van der Vaart andskoti góður, mjög teknískur og flottur leikmaður sem hefur dalað töluvert hjá Madrid og þarf að sýna sitt rétta andlit upp á nýtt. Hann er líka örfættur sem við eigum ekkert mikið til af. Getur verið að Benitez vilji bara auka breiddina á miðjunni enda þarf ansi marga miðjumenn til þess að covera 5 manna miðju.
Benitez hefur sjálfur sagt að hann vilji kaupa miðvörð og kantmann. Miðvörðurinn er svo gott sem kominn. Þá vantar kantmann.
Mig langar að benda þeim sem skrifar þessa umfjöllun á að í íslenskt stafróf endar á stafnum Ö en ekki Z. Held að þetta sé í allavega annað skiptið sem þessi misskilningur kemur upp hjá honum.
Nr. 94 Egill
Þessi leikur var í Englandi 😉
Og fannstu hjá þér þörf að væla yfir einhverju en varst uppiskorppa með efni? 🙂
og Van Der Vaart já takk.
Þetta var nákvæmlega það sem okkar lið þurfti að gera til að þagga niður í þeirri neikvæðni sem hafði verið í bresku pressunni og ennfremur á spjallsíðum. Þó að leikur okkar manna hafi verið langt frá því að vera fullkominn, þá hleyptum við Stoke-urum aldrei inn í leikinn og var þetta öruggt frá 4. mínútu.
Sammála mönnum með Lucas, hefur sýnt framfarir, sakna þó útsjónarsemi og deadly sendinga Alonso (vantar enn hjá Lucas að ná að gefa úrslitasendinguna sem brýtur upp varnir andstæðinganna, hann góður í flæði og að láta boltann ganga).
Djö&%$# var Glen góður í gærkvöldi og það er nokkuð ljóst að drengurinn á eftir að skapa mjög mikið í vetur, brjóta upp varnir með hlaupum og sendingum sínum. Einnig var ég mjög ánægður með Insua, hann er gríðarlegur traustur og ógnandi framávið.
Vonandi höldum við áfram á þessari braut og tökum Villa á mánudaginn!
PS: Væri mjög til í að fá Van Der Vaart, sérstaklega fyrir þennan pening, gæti spilað í holunni og ennfremur á báðum köntunum.
Vissulega þurfum við breydd í allar stöður Rósi og erum eins og er með 2 menn og rúmlega það í hverja stöðu. Í holuna erum við með Gerrard, Benna og Voronin eins og staðan er núna. Hins vegar hefur Benites oftar og oftar valið að spila Benna út á vinstri sem segir mér að v-kandídatarnir Babel og Riera eru ekki að svara hans væntingum. Kuyt getur einnig leyst holu-vandann sem ég tel ekki vandamál hjá okkur, heldur vinstri kantur.
Mín vegna má fá pening fyrir Dossena, Voronin og Riera fyrir einn vinstrifótar eins og Van der Vaart en ekki síður mikilvægt að skapa vissa ró um liðið sem fyrst. Hjá Benites kemur mér ekkert á óvart lengur í leikmannakaupum svo ég spái engu…. jú ég spái alltaf Liverpool sigri í næsta leik!
Allir eða flestir eru sammála með h/kant að hann sé góður frá a-Z=Johnson-Kuyt, en eigum við ekki að gefa Riera meiri séns, hann hefur oftar en ekki spilað vel þó að hann hafi ekki verið mikið áberandi nú upp á síðkasti enda verið eitthvað meiddur, þannig að kantarnir eru bara góðir en kannski vantar meiri breidd, en gleymum ekki Yosse B, það held ég.
Ef við erum með góða bakverði eins og þeir sýndu í gær þá eigum við eftir að sjá Kuyt og Yossi detta meira inn á miðjuna og þar gæti VDV vel komið sterkur inn, bæði fyrir Yossi eða Kuyt. Gleninho var geggjaður í gær og frábært að sjá hvernig Lucas er að koma sterkur inn.
Hvað eru allir að tala um að Riera hafi verið meiddur. Spilaði hann ekki með spánska landsliðinu og skoraði mark? Eins og ég skildi þetta þá var Benitez ósáttur við ástandið á Riera og hafi þess vegna ekki haft hann í liðinu gegn Spurs og svo á bekknum gegn Stoke. Miðað við það þá er hann bara lélegur atvinnumaður og hefur ekki unnið nógu vel í sumar. Hef því ekki meiri trú á honum núna heldur en á síðasta tímabili þótt síður sé.
Ef að við erum að fara að kaupa einn af þessum Hollendingum frá RM þá hefði ég helst viljað fá Robben á vinstri kantinn. RVDV er vissulega frábær leikmaður en ég myndi samt vilja fá Robben. En það er kannski enginn séns á því. Ábyggilega dýrari en VDV og svo hjálpa orðin sem hann hefur látið falla um Liverpool í gegnum tíðina, bæði sem Chelski og RM leikmaður ekki. En ef satt reynist með VDV þá er það bara fínt, er allavega ekki að skaða möguleika okkar á að taka dolluna í ár !!
VDV er klassaleikmaður og væri flott viðbót enda verðum við eflaust að nota Gerrard mikið á miðjunni í vetur þegar við mætum sterkari liðunum. Vil samt taka fram að Mascherano og Lucas voru mjög góðir í gær. Eina áhyggjuefnið varðandi VDV er að konan hans er víst mjög veik og það hlýtur að vera erfitt fyrir hann að einbeita sér að sparki á meðan. En kvinna hans nær vonandi skjótum bata hvort sem það verður í Liverpool borg eða annarsstaðar.
Robben er ekki karakter sem hentar Liverpool. Eg efast um ad Benitez hafi ahuga a honum vegna tess. Tetta Rafael VDV daemi finnst mer frekar oliklegt, nema ad hann geti spilad a kantinum. Annars er hann einungis ad spila sem rotation med Lucas og nyja Italanum, og sem varaskeyfa fyrir Gerrard. Sammala ad vinstri kanturinn er sma vesen ef Babel fer ekki ad rifa sig uppur medalmennskunni. Riera er godur en eg held ad hann geti ekki mikid meira en hann syndi a sidasta timabili, t.e. godur leikmadur en ekki match winner. Til ad vinna deildina tarf leikmenn sem geta klarad leikina. Babel getur verid match winner a godum degi, sem gerist a halfs ars fresti. Silva vaeri perfect, ef tad bara vaeri til peningur. Glen Johnson er ad syna ad borga “of hatt verd” er ad borga sig i tessum bolta, tvi midur. Tetta er stort vandamal fyrir Liverpool i dag vegna tess ad lidid er ordid svo gott ad 10M punda leikmadur gerir ekkert gagn, nema ad auka breiddina. En ef tad eru takmarkadir peningar til stadar ta er tad ekki option ad punga ut 10M fyrir mann sem kemst ekki i byrjunarlidid.
það litla sem ég hef séð til RVDV á hans ferli hefur ekki verið til að draga neitt úr áhuga á honum. Þetta er þræl flinkur leikmaður og útsjónasamur. Það er ekki til neitt í dag sem kallast byrjunarlið þegar talað er um allt árið. RVDV myndi að öllum líkindum spila mjög marga leiki og hann getur leyst flestar stöður á miðjunni. Það er alveg hægt að henda honum til hægri og vinstri líkt og Benayoon og í holunni er hann stórhættulegur fái hann traust til að spila þar.
Þar að auki er hann margreyndur landsliðsmaður, hefur spilað í Hollandi og Þýskalandi við mjög góðan orðstýr og með Real Madríd þar að auki. Hann ætti að verða nokkuð snöggur að aðlagast Englandi enda ekki svo gríðarlegt stökk fyrir Hollendinga að fara, ofan á þetta er hann hræódýr.
Svo ef það er einhver séns þá segi ég JÁ TAKK, sannarlega betra en ekki neitt eins og því miður lítur út fyrir að verða raunin! Mér dettur allavega ekki neinn sóknarmaður í hug sem ég væri til í að fá sem kostar undir 10.milljónum pund og vill vera varaskeifa fyrir Torres (játa með semingi að ég hefði boðið Owen velkominn áður en hann lenti í þessari heilabilun).
Mascherano er svo ekkert að fara spila alla leiki Liverpool í ár og besta coverið sem við eigum fyrir hann er einmitt félagi hans á miðjunni, Lucas Leiva. Þannig að það ætti að vera pláss fyrir RVDV þrátt fyrir að við eigum a.m.k. tvo leikmenn í hverja af þeim stöðum sem hann getur leyst.
Tveir menn í hverja stöðu.
Torres/N’Gog
Gerrard/Voronina
Kuyt/Benayoun
Riera/Babel
Aquilani/Lucas
Masch/Plessis
Væri alveg hægt að finna stað þarna fyrir VDV. Með því að gera Babel að varaskeifu fyrir Torres og gera Riera veraskeifu fyrir VDV. Síðan væri líka hægt að selja Voroninu ef Hertha mundi mæta launakröfum hans.
Tomkins skrifar um N’Gog í dag. Betri að meðaltali en Torres..
http://tomkins-blogs.typepad.com/paul_tomkins_blog/2009/08/ngog-silent-assassin.html
VDV væri vissulega góð viðbót og það slær nú varla nokkur heilvita maður á móti því að fá eins góðan leikmann og hann fyrir tiltölulega lítinn pening. Eigum við ekki bara að bíða og sjá ?? Fréttir frá Englandi er frekar misvísandi þessa dagana. Einn daginn á Liverpool ekki aur til að kaupa neinn og þann næsta er Benitez að hætta o.s.frv. Svo kemur þessi slúðursaga. Þetta eru náttla bara enn sögusagnir en hver veit hvað gerist. Spennandi að sjá !
Babu nr. 94. Neinei, ég fann ekki neina væluþörf hjá mér. Ég hef bara almennt gaman að því að lesa umfjallanir á þessari síðu en svona letingjavillur (það þarf nú ekki að hugsa lengi til að átta sig á hvernig þetta orðatiltæki útfærist á íslensku) pirra mig bara. Ef fólki finnst það smámunasemi þá ættuð þið að reyna að lifa með þessu:)
Ef Ayala leikur eins og hann gerði a móti Stoke þá þurfum við ekki Gugkeigpolos!
Hjartanlega sammála Svenna (103), málið er einmitt það að við þurfum ekki fleiri lykilmenn, heldur menn sem eru tilbúnir að þurfa að sitja á bekk við og við. Sé t.d. enga ástæðu til að eyða tugmilljónum í senter.
Eini hlekkurinn í liðinu sem mætti þola svakalegan leikmann væri vinstri kantur, en þó var Benayoun frábær í gær. Hægri vængurinn er skipaður Johnson og Kuyt, frábær samsetning þar, Kuyt þrælagaður og duglegur og Johnson overlappar. Besti senter í heimi með besta attacking midfielder í heimi á bakvið sig.
Miðjan Lucas, Masch og Aquilani með Spearing og Plessis til vara. Vörnin að verða skipuð. Semsagt, af því að Babel og Riera eru ekki að kveikja í kantinum væri hugsanlegt að selja annan, eða báða, og fá 15 – 20 milljóna mann á þann væng. David Silva næsta sumar anyone???
Málið er það að við þurfum ekki lengur að versla stórt nema að við missum einhverja leikmenn. Og við eigum ekki að kaupa bara til að kaupa. Við sjáum Insúa, vitum af Spearing, vitum nú af Ayala og Kelly, Pacheco, Ecclestone, Amoo og Gulli Páls á leiðinni.
Syngjum nú öll saman, Rafa – Rafael, Rafa – Rafael, Rafa – Rafael, RAFAEL BENITEZ!
Því hollusta hans við liðið sem hefur staðið, og stendur enn, í ólgusjó er einstök í fótboltaheiminum. Meira um það í pistli síðar…
Mér finnst þessi helvítis þvæla í mönnum um að Lucas geti ekki höndlað að spila gegn ‘topp’ liðunum á Englandi vera algjört kjaftæði.. Menn muna greinilega ekki eftir því að hann og Mascherano voru á miðjunni í 4-1 leiknum á Old Trafford.. Og svo þegar að hann er besti maður liverpool ásamt Reina gegn Tottenham þá er þetta allt honum að kenna þó svo að Carragher hafi verið alveg afleitur, gerandi mistök fram og til baka gerandi sitt besta að slasa liðsfélaga.(En það er alveg sama carra er yfir alla gagnrýni hafinn… Legend sjáðu til.).. Svo kemur stoke leikurinn Benni, Jonni og Lucas eru allir massívir í þeim leik og þá eru viðbrögðin ‘Benni og Jonni frábærir í kvöld!!!!’ og ‘Lucas var fínn en þetta var nú bara stoke’ ….
Þetta viðhorf er skítlegt.
impz
Það er nú ekki beint verið að drulla yfir Lucas!!
Já félagar, þetta er ansi manísk umfjöllun eins og Toggi nr.56 nefnir. Nú erum við allt í einu komnir með fullkomið lið, við þurfum ekki einu sinni að skipta Kuyt út af til að fá meiri tækni og útsjónarsemi í sóknarleikinn. Annað en fyrir 3 dögum þegar við vorum komnir í fallbaráttu. Nánast.
Ef rætt er um möguleg kaup fyrir lok félagskiptagluggans þá sýnist mér vinstri fótar maður á hægri kantinn vera príma lausn með Glen suddalegan upp kantinn. Þannig að Van der Vaart gæti verið ágæt lausn til að styrkja hópinn og setja pressu á Kuyt, Riera, Babel og Benayoun. Og jafnvel Lucas og Aquilani. Kantmenn í dag verða að geta spilað á báðum köntum. Og með Insúa hjólandi upp kantinn vinstra megin er varla pláss fyrir útiliggjandi Riera. So it goes.
Ástæðan riera var ekki í hópnum á móti tottenham var ut af Þvi hann var í jarðarför hja leikmanni espanyol sem lest um daginn voru vist einhverir felagar. En hvað veit eg las það bara einhverastaðar á einhverri sluður siðu en gæti svo sem alveg meikað sens
En verður Agger frá,þessi drengur algjör meiðslapési,mín skoðun er að koma honum í lag og selja hann ..med de samme..ef að það fæst eitthvað fyrir hann,við höfum ekkert við leikmann að gera sem hirðir bara launinn
Amm,frá í 2 mán..ég fagna komu Grikkjans,kostar lítið,búin að leika 50 landsleiki og hefur góða reynslu,og á samt nokkur ár eftir…bara fínt að fá hugsanlega sterkan miðvörð með reynslu á 2-3millur..
impz (110). Ég setti það sérstaklega í mitt ummæli númer 88 hvað miðjan var fáránlega góð í þessum leik. Ég sagði það fyrir fyrsta leik að þetta yrði tímabilið hjá Lucas, Riera, Glen Johnson og jafnvel Babel.
Höfuðið hátt drengir.
Var nú ekki að tala um þennann póst beint það var jú þarna svar 22 hjá örvari sem mér þótti kjánalegt..
Svo var ég nú bara að tala um þvæluna í gegnum tíðina þó sérstaklega eftir að alonso fór.
afsakið babu og austanmaður ef að þið tókuð þetta sérstaklega til ykkar
Maður les fréttirnar af klúbbnum helst hér í commentum og þakka þér lesendum síðunnar fyrir að benda á þær, maður fær golffréttirnar greinilega á forsíðunni bara.
Við skulum vona að Rafael styrki liðið enn frekar. Þess er mikil þörf á. Núna er kominn 4. miðvörðurinn eða leikmaður sem varð í raun að fá þegar Agger er alltaf meiddur. Þessi gæi kemur í back-up hlutverk og mun vonandi komast nærri því að skila því eins vel og Hyypia gerði á sínum tíma. Þá erum við verulega vel staddir hvað þá stöðu varðar.
Hvað varðar sóknarpart liðsins. Þá er greinilegt að hann verður að styrkja. Þrátt fyrir að Benajún hafi komið mjög vel inn gegn Tottenham þá fannst mér hann sýna gegn Stoke að hann er ekki nægilega góður til að teljast lykilmaður. Vitlaus hlaup, fáránleg brot, og almennur skortur á sterkri ógn þarna á kantinum. Benajún er frábær í því hlutverki að koma annað hvort inn eða vera sá maður sem kemur inn í byrjunarliðið til að hvíka.. Ekki gæi finnst mér til að vera key-player.
Mér hefur sárlega fundist vanta leikmenn til að leysa Gerrard af og svo auðvitað Torres.. Verði Torres meiddur í vetur líkt og í fyrra lendir liðið í stökustu vandræðum.
Því er greinilegt að það vantar mann sem getur byrjað vinstra megin og leyst Gerrard af þess á milli í holunni.. Van Der Waart gæti vonandi verið sá maður.. Alla vega er klár þörf á styrkingu þarna uppi og frekar breidd. Ef sú styrking kemur ekki þá held ég að þetta muni verða mjög erfitt fyrir LFC í vetur, ef berjast á um 1. sætið, sérstaklega ef 1-2 byrjunarleikmenn detta í meiðsli. Liðið bara má ekki við því eins og staðan er í dag.
Miða við hvernig liðið var í fyrsta leik þá get ég að mörgu leiti verið sammála nr 118 með framherja, en góður leikur við Hull. Við skoruðum að mig minnir flest mörk á síðustu leiktíð og þá var Torres töluvert frá. Eigum við ekki að gefa þessu sjens eitthvað lengra og ég held að Voronin, Babel, N gog, og fl, úr varaliði sem geta komið inn og virðist vera alveg hægt að notast við s,b Ayala, þessir gaurar geta sko alveg skorað mörk og það er einmitt það sem þarf í þessum fótbolta=leik. Þessir gaurar sem ég kalla, þurfa bara að spila aðeins meira, og þá er um að gera fyrir Tores að klára leiknn í fyrri hálfleik og skipta þá við einhvern af þessum gaurum. :-);-)
Átti að vera stoke, ekki hull