Þar sem ég sá ekki Bolton leikinn beint þá eru núna 2 ár og 14 mánuðir síðan ég sá Liverpool leik síðast. Djöfull leiðist mér landsleikjahlé.
Ég virðist ekki vera einn um það og má til með að benda hér á útskýringu á því hverjum þessi landsleikjahlé er að kenna.
Má vera að hann sé villutrúar þegar kemur að enska boltanum, en þetta er besta útskýring sem ég hef heyrt í dag.
…og ég hata Arthur.
Djöfull er lítið að gera hjá þér í vinnunni Babu 😉 Hvernig þér tókst að villast inná Arsenal bloggsíðu er mér hulin ráðgáta. Þarf ekkert að reikna einhverjar vísitölutengdar vaxtabreytur afleiðuviðskipta þarna hjá þér ??
kv,C.B 😉
Not so much í hádeginu! Annars bara góð grein og tilraun til að halda lífi hérna þessa leiðinlegu viku enska boltalega séð.
En þegar ég var búinn að setja þetta inn þá sagði ég við SStein og nokkra aðra að það kæmi pottþétt einhver með athugasemd þar sem röflað væri yfir einhverju, sbr að þetta væri af Arsenalsíðu, ekki blogg heldur bara linkur eða eitthvað í þessum dúr.
Til hamingju, þér tókst þetta í fyrsta kommenti!!
Það sem þið getið vælt þarna fyrir norðan, úff 😉
Annars er arseblogger oft góður og ég hef lesið hann mis reglulega í mörg ár.
Þetta heitir ekki væll pungurinn þinn;)
Sem Liverpoolmaður skilur maður bara ekki hvað þú ert að slæpast inná Arsenal síður, þegar þú átt að vera að reikna út hvað ég fæ í vexti af hlutabréfunum mínum 😉
Ég kaupi það ekkert að þú hafir fórnað matartímanum þínum í að tækla þessa færslu.
Að lokum bendi ég á, að það þýðir ekkert að halda uppi samræðum við SStein fyrr en eftir lágmark 3 bjóra, og helst 5 🙂
Kveðjur að norðan..(þó ég sé reyndar staddur í höfuðborginni..)
Carl Berg
svona fyrir utan það að hlutabréf bera ekki vexti. Þá finnst mér nú bara fínt að fá svona hlé.
Nema að ég sé að misskilja þetta, þá eru 2 ár og 14 mánuðir = 3 ár og 2 mánuðir.
Þó svo að landsleikjahléin séu bölvuð þá fær maður það ríkulega til baka með úrslitakeppni HM og EM á tveggja ára millibili…..
ja hérna, þú segir ekki!
Þið náið að röfla yfir öllu öðru en því sem skiptir máli í þessu…Arthur 😉
Eins og ég er að reyna að koma hér að þá fær landsleikjafrí mann til að leiðast svo að maður víkkar netrúntinn í ólíklegustu áttir.
(ok og mér var bent á þetta).
Hahaha þetta var frábær pistill! Takk Babu 🙂
Comment tímabilsins hlýtur að vera Anton #5.
ynwa !!!!!!!!!!!
Komment nr 5 er eitt það besta sem ég hef séð lengi.
Allir að missa sig í landsleikjahlénu eða ?? Hlutabréf bera kannski ekki vexti en þau báru ávöxt hérna einu sinni allavega hahaha. Má alveg kalla það vexti! hahaha. En afhverju er Riera allt í einu byrjaður að væla yfir fáum tækifærum, var ekki nóg að Babel gerði það eftir aðeins 4 leiki :S
http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=674442&sec=england&cc=5739
Sælir félagar
Hvað er klukkan – mér er spurn? Býsna merkilegt innlegg í umræðuna.
Það er nú þannig.
YNWA
Aurelio kominn aftur á skrið. Þetta hljóta að teljast góðar fréttir.
http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2009/09/08/aurelio_med_liverpool_a_ny/
Þótt mér leiðist landsleikhjahléin komu þau á háréttum tíma fyrir Liverpool. Spilamennskan ekki búinn að vera góð og fínt að taka smá pásu þar og fara yfir í HM í smá stund. Held að þetta muni gera Liverpool alveg mjög gott og sjáum við allt annan anda yfir Liverpool liðinu. En skulum ekki gleyma að United hefur síðast þrjár leiktíðir byrjað svipað og við og staðið á endanum sem sigurveri. Fer rosalega í mig að heyra strax að Chelsea sé að far að vinna þetta og bla bla. Deildin er nýbyrjuð það á allt eftir að gerast.
Var að sjá þessar hræðilegu fréttir.
http://www.liverpool-kop.com/2009/09/breaking-news-fabio-aurelio-injured.html
veit einhver hér hvað er langt í þennan Fagmann? Alberto Aquilani
Elías Már… Þessi grein er létt djók. Ef þú lest hana alla leið niður þá sérðu það
Nr 18. Valli
Ég hef ekki séð neina tímasetningu á honum en það á ekki að vera svo mjög lengi í viðbót þar til hann ætti að fara getað spriklað aftur.
Fabio var reyndar að tala um hann í dag á opinberu síðunni
“We have been working in the gym together and he has settled in well,” added the defender.
Las einhver greinina sem maðurinn að austan linkaði á?
“Hann fór í aðgerð og Emiliano Insua hefur leyst hann af hólmi í fyrstu leikjum Everton á leiktíðinni”
Góð vinnubrögð hjá mogganum 😉
samkvæmt fantasy premier league er von á aquilani í oktober.
Anton ég sá það alveg strax, en ef ég hefði sett inn einhverja broskalla og svoleiðis hefði ekki verið neinn séns á að ná einhverjum upp.
Grétar (#21) það er alveg merkilegt hvað þessir Everton pappakassar reyna alltaf að koma sínu liði að, heheh.
Bill Shankly sagði einu sinni “það er tvö góð lið í Liverpool borg. Liverpool og varalið Liverpool”. :0)
Voru menn búnir að sjá þetta:
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N165702090909-1156.htm